Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 SÚ NEYÐ sem nú blasir við hjálp- arsamtökum eins og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Gaza er gríðarleg. Samtökin hafa óskað eftir rúm- lega 34 milljónum bandaríkjadala til að geta staðið að hjálpar- og uppbyggingarstarfi á svæðinu í þágu barna. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi ákvað þess vegna að hefja neyðarsöfnun fyrir börn á Gaza. Það er óhætt að segja að söfnunin hefi gengið framar von- um. Til þessa nema framlög almenn- ings 1,2 milljónum króna og erum við afar þakklát fyrir þennan stuðn- ing. Eftir þriggja vikna átök á Gaza var ljóst að þriðjungur látinna, yfir 430, voru börn. Auk þess særðust hátt í 1900 börn og fjöldi missti ást- vini, heimili og aðgang að grunn- þjónustu samfélagsins. UNICEF telur að alls þurfi 840 þúsund börn á Gaza á aðstoð að halda. Í 18 mánuði hafa verið miklar hömlur á aðgengi að Gaza og því hef- ur dreifing hjálpargagna til þeirra sem mest þurfa á að halda verið miklum erfiðleikum háð í langan tíma. Áður en átökin hófust 27. desember síðastliðinn voru sjö af hverjum tíu fjölskyldum á Gaza undir fátækt- armörkum. Árásirnar bættu því gráu ofan á svart og er ástandið orðið grafalvarlegt. Áhrif stríðsátaka á börn eru meiri og átak- anlegri en á fullorðinn einstakling. Þau eru berskjaldaðri og líf þeirra er að miklu leyti háð því að grunnstoðir samfélagsins, eins og heilsugæsla og menntun, séu traust- ar. Börn á Gaza hafa orðið fyrir sál- rænu áfalli, þau búa við stöðugan ótta við átök og truflun hefur orðið á venjubundnu lífi þeirra, eins og að ganga í skóla. Áætlað er að sjö skól- ar hafi eyðilagst gjörsamlega í árás- um Ísraela og enn fleiri skemmdust að hluta. Skólagögn töpuðust einnig í stórum stíl og kennarar létu lífið. Þeir skólar sem eftir standa taka við börnum á tveimur til þremur vökt- um til að hleypa öllum að. Það er eitt af forgangsverkefnum UNICEF að koma lífi barna á Gaza aftur í sem eðlilegast horf. UNICEF hefur dreift skólagögnum, leik- föngum og fleiri hjálpargögnum á síðustu vikum og mánuðum. Sam- tökin hafa unnið hörðum höndum að því að tryggja útrýmingu ósprung- inna sprengna við skóla og aðra staði þar sem börn kunna að vera. Auk þess hafa samtökin komið á fót sér- stökum verndarsvæðum fyrir börn þar sem þau geta fundið til öryggis, átt samskipti, leikið sér, tekist á við áhyggjur sínar og byggt upp líf sitt að nýju. Um leið og þú lest þessar línur er UNICEF á vettvangi að standa vörð um líf og velferð þeirra 840 þúsund barna á Gaza sem þurfa á hjálp að halda. UNICEF hóf störf á svæðinu löngu áður en þessi átök hófust og mun starfa þar á meðan neyðar- ástandið varir og löngu eftir að at- hygli fjölmiðla beinist annað. Við viljum koma í veg fyrir að fleiri börn týni lífi og veita þeim, sem hafa misst svo mikið, vernd og umönnun. Því hvetjum við alla sem hafa tök á að styrkja neyðarsöfn- unina að leggja sitt af mörkum. Hvert framlag skiptir máli, hversu lítið sem það kann að vera. Stefán Stefánsson hvetur almenning til að láta sitt af mörkum renna til stuðnings börnum á Gaza »Neyðin á Gaza er mikil og hefur UNI- CEF á Íslandi hafið söfnun fyrir hjálpar- og uppbyggingarstarfi samtakanna á svæðinu. Stefán Stefánsson Höfundur er framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Styðjum við börn á Gaza BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hefur samþykkt orkusölu- samning Orkuveitu Reykjavíkur og Norð- uráls vegna vænt- anlegs álvers í Helgu- vík. Með samþykkt samningsins er mik- ilvægum áfanga náð við uppbyggingu Hellisheiðarvirkjunar og álvers í Helguvík. Enn á ný verður orka úr iðrum jarðar nýtt til verðmæta- sköpunar, gjaldeyrisöflunar og at- vinnuskapandi verkefna í þágu Reykvíkinga og landsmanna allra. Orkusölusamningurinn var sam- þykktur með átta atkvæðum borg- arfulltrúa Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Borgarfulltrúar F-lista og Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn tillögunni en fulltrúar Samfylkingar sátu hjá. Með samningnum skuldbindur Orkuveit- an sig til að selja 100 megavött af raforku til álvers í Helguvík. Til viðbótar mun Orku- veitan selja til álvers- ins um 75 megavött, sem nú eru frá- tekin til atvinnuuppbyggingar í Ölfusi, ef ekki tekst að ráðstafa þeirri orku fyrir 1. júlí nk. Að auki felur samningurinn í sér vilja- yfirlýsingu um sölu á 75 megavött- um til síðari tíma uppbyggingar í Helguvík. Mikilvægur samningur Það skiptir Orkuveitu Reykjavík- ur gífurlega miklu máli að hafa náð samningum um sölu á þeirri raf- orku sem virkjuð verður á Hellis- heiði á næstu árum. Í rekstri fyr- irtækisins er leitast við að draga úr áhættu með því að tengja saman virkjanaframkvæmdir fyrirtækisins og sölu á framleiðslu hverrar virkj- unar. Óábyrgt er að ráðast í fjár- frekar virkjanaframkvæmdir nema að markaður hafi áður verið tryggð- ur fyrir raforkuframleiðsluna. Um- ræddar virkjanaframkvæmdir eru að mestu fjármagnaðar með lánum frá erlendum bönkum og það skipt- ir auðvitað miklu máli hvort búið er að sölutryggja væntanlega orku þegar þeir taka ákvörðun um hvort lána eigi í viðkomandi virkjun. Orkuveitan gerði nýverið tug- milljarða króna samninga um bor- anir og kaup á vélbúnaði vegna virkjanaframkvæmda á Hellisheiði. Tvær vélar er þegar komnar í fram- leiðslu og því mikilvægt að tryggja orkusölu frá þeim. Með nýsam- þykktum orkusölusamningi skuld- bindur Norðurál sig til að kaupa án fyrirvara orku úr vélum 5 og 6 á Hellisheiði á árinu 2011. Frestist ál- ver í Helguvík verður orkan í stað- inn nýtt til starfrækslu álvers Norðuráls á Grundartanga. Ánægjulegt er að Orkuveitan geti nú hafist handa við atvinnuskap- andi framkvæmdir á Hellisheiði um leið og fjármögnun er tryggð án til- lits til þess hvort Helguvíkurverk- efnið verður að veruleika eða ekki. Sem fyrr mun Orkuveita Reykja- víkur standa að virkjanafram- kvæmdum á Hellisheiði með hags- muni almennings að leiðarljósi. Hér skal á það minnt að heildsala Orku- veitunnar á raforku frá jarð- gufuvirkjunum er meginástæða þess að orkuverð til almennings hefur lækkað um 25-33% að raun- gildi á sl. tíu árum. Heimilisraf- magn í Reykjavík er nú hið ódýr- asta, sé miðað við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndum. Vonandi tekst að lækka það enn frekar í verði á kom- andi árum. Orka og atvinna á Hellisheiði Kjartan Magnússon skrifar um Orku- veitu Reykjavíkur Kjartan Magnússon »Enn á ný verður orka úr iðrum jarð- ar nýtt til verðmæta- sköpunar, gjaldeyris- öflunar og atvinnu- skapandi verkefna í þágu Reykvíkinga og landsmanna allra. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. UNDANFARINN áratug hefur verið hug- mynd um að reisa frá grunni nýjan Landspít- ala á Hringbrautarlóð- inni. Búið er að eyða hundruðum milljóna króna í að undirbúa hönnun og áætla rekst- ur þess fyrirtækis. Byggingarnar eru áætlaðar vel á annað hundrað þúsunda fermetra og kostnaðinn við að reisa þessar bygg- ingar má vafalítið áætla töluvert yfir eitt hundrað milljarða króna. Hins- vegar er ómögulegt að ímynda sér hvernig menn ætla sér að fá fjármagn til að reisa þessi risahús miðað við þá stöðu sem nú er í okkar þjóðfélagi. Þannig var að þegar Landspítali og Sjúkrahús Reykjavíkur voru sam- einuð undir eina stjórn var ákveðið að fá danska ráðgjafa, Ementor, sem þekktu mjög vel til hér á landi. Þeir skoðuðu starfsemina vel og ræddu við marga stjórnendur sem höfðu starfað á báðum spítöl- unum. Niðurstaða þeirra var sú að bygg- ingin í Fossvogi sem er um 30 þúsund fermetr- ar, væri mjög hentug til að byggja við og reisa 30-40 þúsund fermetra í tengslum við þær bygg- ingar. Staðsetning í miðju borgarlandinu og lega gatna í nálægð á Kringlumýrarbraut og Miklubraut hentaði vel með litlum breytingum á gatnakerfinu. Einnig nýttist húsið í Fossvogi mun betur, þar væri til dæmis mögulegt að byggja 8-9 hæða hús, en hæðirnar við Hringbraut gætu ekki verið fleiri en 4 vegna ná- lægðar við flugvöllinn. Kostnaði við byggingu væri hægt að dreifa á nokkuð mörg ár og taka húsin í notk- un smám saman. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir gæti numið um 30-40 milljörðum króna. Það er búið að úthluta lóðum nálægt spít- alanum en það er ljóst að þar verður ekki byggt á næstunni og því nauð- synlegt að tryggja sér lóðir þar í framtíðinni. Það hefur komið fram hjá þeim sem hafa skoðað hönnun og rekstur Landspítala að það getur legið allt að 4-5 milljarða króna sparnaður í því að ná rekstri spítalans á einn stað. Fljótlegasta og ódýrasta leiðin að ná því markmiði er auðvitað að byggja í Fossvogi. Mér finnst sjálfsagt að spyrja ný- skipaðan heilbrigðisráðherra Ög- mund Jónasson og Huldu Gunn- laugsdóttur, nýskipaðan forstjóra Landspítala, hvort ekki sé upplagt að skoða þessi mál upp á nýtt meðan ekkert er mögulegt að byggja vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Ólafur Örn Arn- arson skrifar um byggingu nýs spítala » Þegar Landspítali og Sjúkrahús Reykjavíkur voru sam- einuð undir eina stjórn var ákveðið að fá danska ráðgjafa, Ementor, sem þekktu vel til hér á landi. Ólafur Örn Arnarson Höfundur er læknir á eftirlaunum. Hvar skal byggja Landspítala ÞAÐ er sorglegt að heyra frétt- ir af því að fyrirtækið Brim sé hætt í þorskeldi. Ástæðan sem gefin er, er að ekki fáist nægj- anlegt magn af hágæða seiðum. Ég kenni um skammsýni rík- isstjórnarinnar. Ekki er stutt nærri nógu vel við rannsóknir og þróun í þorskeldi á Íslandi – langt í frá. Með sama áframhaldi er raun- veruleg hætta á því að Íslendingar tapi sterkri markaðsstöðu sinni í sölu á þorskafurðum í hendur Norðmanna. Norðmenn hafa nefnilega horft til framtíðar og lagt verulega fjármuni í rann- sóknir og þróun í þorskeldi í þó nokkurn tíma. Alveg eins og þeir gerðu í laxeldinu á sínum tíma. Þar blés ekki byrlega fyrstu árin, en Norðmenn gáfust ekki upp og geta nú framleitt yfir 500.000 tonn af laxi á ári. Það er töluvert ef við berum það saman við þorskveiðar Íslendinga sem verða um 160.000 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Íslensk stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir því að innan tíu ára munu Norðmenn líklega geta framleitt yfir 300.000 tonn af þorski í eldi. Neytendur munu að öllum líkindum velja eldisþorsk fram yfir villtan þorsk vegna þrýstings frá umherfissamtökum sem vilja vernda villta stofna. Neytendur í Evrópu hafa tilhneig- ingu til að hlusta á náttúruvernd- arsinna. Veitingastaðir erlendis myndu líka geta treyst á stöðugt framboð af hágæða fiski allt árið. Styðja verður við bakið á þeim aðilum sem eru að berjast við að byggja upp þorskeldi á Íslandi og sá stuðningur verður að vera mik- ill og langvarandi. Of miklir hags- munir eru í húfi. Norðmenn eru nú þegar komnir með töluvert for- skot og ekki má bíða – núna er rétti tíminn. Ef rétt er haldið á spilunum get- um við Íslendingar orðið fremstir í eldi á þorski og mun sú atvinnu- grein skapa mikinn fjölda starfa svo ekki sé talað um gjaldeyri. Ef við gerum rétt þá tekst okkur að halda stöðu okkar á mörkuðum er- lendis og jafnvel gera enn betur. Þorskeldi verður að byggja upp Höfundur er eldisfræðingur. Karl Steinar Óskarsson ÁGÚST Guðmunds- son heldur því fram að ég hafi „einstaklega litlar mætur á Moz- art“. Það má lesa í grein eftir hann sem birtist í Morg- unblaðinu 18.2. undir fyrirsögninni „Mozart og Jónas Sen“. Til- efnið er gagnrýni mín (31.1.) um tónleika sem voru haldnir á afmæli Mozarts á Kjarvalsstöðum fyrir skemmstu. Rétt er að ég dýrka ekki Mozart og er þeirrar skoðunar að margt sem hann samdi sé ekki mikið merkilegra en hvert annað popp. Mér finnst hins vegar sumt popp skemmtilegt, og sömu sögu er að segja um Mozart. Þetta kom skýrt fram í grein minni um tónleikana. Þar sagði ég m.a. þetta: „Auðvitað er Mozart skemmtilegur. Tónlist hans verður samt að vera vel spiluð. Það á náttúrlega við um flest tón- verk, en vandamálið við Mozart er að músíkin hans er svo viðkvæm og brothætt að hún bjagast fljótt ef tæknileg atriði eru ekki á hreinu. Og þá verður hún skelfilega leið- inleg.“ Þetta er einmitt lyk- ilatriði, hvernig Mozart er spilaður. Á iPodnum mínum er að finna um 15 píanókonserta eftir Mozart, álíka margar sinfóníur, einnig fiðlu- sónötur og önnur kammerverk. Allar þessar tónsmíðar eru vel spilaðar, sem gerir þær ánægju- legar áheyrnar. Sama verður ekki sagt um megnið af því sem var flutt á umræddum tónleikum. Það er heila málið. Mozart og leiðindi Jónas Sen svarar Ágústi Guðmundssyni Jónas Sen »Ég dýrka ekki Moz- art … Mér finnst hins vegar sumt popp skemmtilegt, og sömu sögu er að segja um Mozart. Höfundur er tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.