Morgunblaðið - 19.02.2009, Page 29

Morgunblaðið - 19.02.2009, Page 29
Umræðan 29BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 ÞETTA eru orð að sönnu og sjóndeild- arhringur minn mark- ast til dæmis af því að kunnátta og þekking skipti máli. Mig langar því að ræða mál sem ég hef verið að furða mig á en það er hversu áhættusæknir margir karlmenn eru í raun og veru. Ég held að mjög fáum konum detti í hug að sækja um starf án þess að kunna nokkuð til verka en það virðist ekki vefjast fyrir sumum karlmönnum. Þetta hefur flogið í gegnum huga minn þegar ég les skrif þeirra sem nú hafa boðið sig fram gegn sitjandi formanni VR og ætla sér að taka við og stýra félaginu án þess að hafa fram að þessu látið sig nokkuð varða þau störf sem þar eru unnin. Þeir hafa aldrei, mér vitandi, komið að neinu félagslegu starfi innan VR. Halda þessir menn t.d. að það sé ekkert mál að fara í samninga- viðræður um kaup og kjör VR- félaga? Halda þeir að þeir geti stokkið inn í nefndir og ráð hjá ASÍ án þekkingar á þeim málum sem þar eru til umfjöllunar? Hvað með alla starfsemi VR? Hafa þeir nægilega þekkingu til að koma að kjaramálum – orlofsmálum – sjúkrasjóði – vara- sjóði – endurhæfingarsjóði – lífeyr- issjóði? Hafa þeir menntun og/eða reynslu sem getur nýst þeim til að stjórna félagi með hátt í 50 starfsmönnum sem vinna á fjórum starfsstöðvum á land- inu? Hafa þeir burði til að vera í forsvari fyrir stjórn og trúnaðarráði sem í eru 100 manns ? Hafa þeir þá fjár- málaþekkingu sem þarf til að fara fyrir félagi sem á um sex milljarða króna í eignum? Mér er það stórlega til efs og því vil ég biðja félaga í VR að hugsa sig vel um áður en þeir greiða atkvæði sitt í komandi kosn- ingum. Það hefur ekkert komið fram hjá mótframbjóðendum núverandi formanns sem má flokka undir fram- tíðarsýn, nýja stefnu eða breytingar á starfsemi VR til betri vegar. Ég skora því á alla VR-félaga að kynna sér hvað hver og einn fram- bjóðandi hefur fram að færa og meta hvað er í húfi. Fórnum ekki því góða félagi sem VR er – til þess eins að breyta breytinganna vegna. Hugleiðingar um formannskjör í VR Stefanía Magn- úsdóttir skrifar um formannskjör VR Stefanía Magnúsdóttir » Adenauer mælti ein- hvern tímann þessi fleygu orð: Við lifum öll undir sama himni en ekki hafa allir sama sjóndeildarhringinn. Höfundur er varaformaður VR. FYRIR nokkrum dögum birtist hér í blaði grein mín undir yf- irskriftinni Kópa- vogur og hval- veiðar. Í þeirri grein var reifað eitt dæmi af ótal- mörgum um ólýðræðislegar ákvarðanatökur og yfirgangssemi bæjarstjóra Kópa- vogs. Bæjarstjórinn svaraði þeirri grein og sé ég mig nú knúna til að leiðrétta nokkrar rangfærslur sem þar eru: Ég bað aldrei um að ég yrði persónulega spurð álits áður en stuðningi var lýst yfir við hval- veiðar af hálfu bæjarins, eins og bæjarstjóri segir í grein sinni. Ég sagði að þetta hefði átt að bera undir umhverfisráð bæjarins, enda segir í Náttúruverndarlögum að umhverfisnefndir skuli vera sveit- arstjórnum ráðgefandi í nátt- úruverndarmálum. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið gert í Kópa- vogi, enda hafa umhverfismál ekki átt upp á pallborðið hjá meirihlut- anum þar á bæ. Bæjarstjóra virðist þykja óþarfi að bera mál undir ráð og nefndir bæjarins, nóg sé að sam- þykkja þau í bæjarráði. Til hvers eru nefndir bæjarins ef það er nóg að ræða málin í bæjarráði? Stuðn- ingur Kópavogsbæjar við hval- veiðar var þó aldrei samþykktur af bæjarráði Kópavogs, þó að hval- veiðimál hafi borið á góma í þar. Bæjarstjórinn játar í grein sinni að eitt fyrirtæki í bænum eigi hags- muna að gæta í hvalveiðum. Eiga önnur fyrirtæki í bænum von á sams konar stuðningsyfirlýsingu frá Kópavogsbæ? Eða er henti- stefna hér ríkjandi? Bæjarstjóri titlar mig sem ráð- gjafann snjalla. Ég vil þakka hrós- ið, því ég er snjall ráðgjafi í um- hverfismálum, enda með meistarapróf í greininni, hef setið í umhverfisráði Kópavogs frá 1999, haldið ótal fyrirlestra og skrifað efni sem nýst hefur fjölmörgum sem vilja vinna að umhverfismálum af heilindum. Því mun ég halda áfram, þó það sé við ramman reip að draga í Kópavogi. MARGRÉT JÚLÍA RAFNSDÓTTIR, fulltrúi Samfylkingar í umhverfisráði Kópavogs. Rangfærslur bæjarstjóra Frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur TAKK, takk. Ég vil þakka Ög- mundi Jónassyni fyr- ir að á fyrsta degi hans sem heilbrigð- isráðherra ákvað hann að endurskoða þær sparnaðar- aðgerðir sem fyrr- verandi heilbrigð- isráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, kynnti seint á síðasta ári. En þær miðuðu að því að sam- eina sjúkrahúsin á suðvesturhorn- inu og flytja verkefni milli sjúkra- húsanna á Suðurnesjum, Suðurlandi, Akranesi og St. Jós- efsspítala. Margir hafa lýst áhyggjum sínum af þessari tilhögun fyrrverandi heil- brigðisráðherra og var það því gleði- legt að heyra það á fyrsta degi nýrr- ar ríkisstjórnar að Ögmundur Jónasson, nýr heilbrigðisráðherra, kynnti það að hann ætlaði að endur- skoða þessar sparnaðaraðgerðir. Ég vona að hann komist að þeirri nið- urstöðu að hagga ekki við þeirri starfsemi sem fer fram á St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði. Frá því að ég sá fyrst í lok síðasta árs að til stæði að loka St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði hef ég fundið mig knúna til að tjá mig um það. Á St. Jósefsspítala er unnið gott starf og þeir sem þangað sækja lækn- ishjálp eru margir en stór hópur fólks fer þangað í reglulegt eftirlit á meltingarsjúkdómadeildina og einn- ig í innlögn á lyflækningadeildina. Ég vona að á engan sé hallað þeg- ar ég segi að með flutningi annað fá- ist ekki sama þjónusta og á St. Jós- efsspítala en þá yrði til dæmis meltingarsjúkdómadeildin hluti af annarri og stærri heild. Fyrir mig og fleiri er það ekki góður kostur. Ögmundur Jónasson heilbrigð- isráðherra sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sunnu- daginn 8. febrúar 2009 að óhjá- kvæmilegt væri að skera niður í heilbrigðiskerf- inu. Hann sagði enn- fremur í sama þætti að hann myndi setja skýr markmið með nið- urskurðinum, að reynt verði að láta það ekki bitna á starfsfólki og að ekki verði dregið úr að- gengi sjúklinga. Reynt verði að ná sátt um þær skipulagsbreytingar sem nauðsynlegar eru. Ef ég skil þetta rétt þarf ég ekki að hafa áhygjur af deildinni minni. En ég er samt ekki alveg örugg og bið Ög- mund að skoða þetta vel svo að við sem notum þá góðu þjónustu sem boðið er upp á á St. Jósefsspítala þurfum ekki að óttast það að deild- um þar eða spítalanum verði lokað. Ég geri mér fulla grein fyrir þeim vanda sem stjórnvöld standa frammi fyrir en ég vona að Ög- mundur Jónasson beiti sér fyrir því að St. Jósefsspítali fái að starfa áfram eins og áður. Einnig vona ég að ef til þess kemur að við fáum annan heilbrigðisráðherra í kosn- ingunum í apríl næstkomandi þá verði okkur sem viljum standa vörð um spítalann okkar ekki boðið aftur upp í þann dans sem dansaður hefur verið í kringum lokun St. Jósefsspít- ala. Ég vil enda þetta bréf, eins og þau fyrri sem ég hef skrifað um þetta sama, með ósk um að þessar breytingar verði skoðaðar vel svo ekki glatist sú mikla vinna sem unn- in hefur verið síðustu ár með upp- byggingu á St. Jósefsspítala og að sjúklingarnir þurfi ekki að lifa við óvissu um hvað verður. Þuríður Valgeirs- dóttir skrifar um starfsemi St. Jósefsspítala »Ég vona að Ögmund- ur Jónasson beiti sér fyrir því að St. Jós- efsspítali fái að starfa áfram eins og áður. Þuríður Valgeirsdóttir Höfundur er leikskólakennari. Takk, takk, Ögmundur ÞÓRHALLUR biskup Bjarnarson var einhver frjálslyndasti og kreddu- lausasti kirkjuhöfðingi sem þjóðin hef- ur eignazt og fór ekki dult með að kjarninn var honum meira virði en hýðið og hismið. Þess vegna kemur það ekki svo mjög á óvart, að einmitt hann kynnti Bahá’ía undir fyrirsögn- inni „Persneskur Messías“ með þess- um lofsamlega hætti árið 1908, að vísu stuttorður að vanda: „Fyrir fjörutíu árum reis upp dýr- legur kennimaður og guðsvottur á Persalandi, og hét hann Baha Ullah. Eins og við mátti búast, dó hann písl- arvættisdauða – andaðist í tyrkneskri prísund 1892. Margir fylgjendur hans hafa látið lífið fyrir trúarskoðanir sín- ar, en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu leyti svipaðar kenningum kristindómsins, eins og mannúðarlegast og göfugast er með þær farið. Þessi eru sögð vera meginatriði kenningar hans: 1) Einn er guð. 2) Eitt er bræðralag allra manna. 3) Konan er jafnrétta við karlmann. 4) Öll trúarbrögð hafa meira og minna satt að geyma. 5) Vinnan er guðsþjónusta, sanntrúaðir menn verða að vinna. 6) Rangt er að taka kaup fyrir að boða sannleikann. 7) Alheimssáttanefnd skal skipuð til að skera úr málum ríkja millum. 8) Eitt allsherjartungumál er nauð- synlegt, verður að búa það til, ef eigi fæst á annan hátt. Það þykir stórmerkilegt að maður austur í löndum skuli hafa náð göf- ugustu og djörfustu hugsjónum sið- menningar þjóðanna vestrænu og benda menn þá einkum á 3., 7. og 8. liðinn. Þetta sagði Þórhallur biskup fyrir einni öld. Ég vil bæta hér við atriðum sem Þórhallur biskup lét ekki getið í pistli sínum. Bahá’u’lláh segir að lausn efna- hagsmála sé á andlegu sviði. Allsherj- arhús réttvísinnar stjórnar trúnni á alþjóðavettvangi. Bahá’u’lláh bannar fylgjendum sínum öll afskipti af stjórnmálum og boðar hlýðni við lög- leg stjórnvöld. „Þjónið valdhöfum heimsins af dygð og hollustu. Sýnið þeim hlýðni og verið velgjörðarmenn þeirra.“ Loks: „Það sem Drottinn hefur ákvarðað sem æðsta læknisdóminn og mátt- ugasta meðalið til lækningar alls heimsins er eining allra þjóða hans í einum allsherjarmálstað, einni sam- eiginlegri trú.“ Upphaf bahá’ítrúar var það að í Persíu komu fram tveir guðlegir sendiboðar. Sá fyrri fékk titilinn Báb, sem þýðir dyr eða hlið og trúin sem hann boðaði hét bábítrú. Hann boðaði komu sendiboða sem hann nefndi „Þann sem guð mun birta“. Margir tóku bábítrú, en þá þótti mullunum (íslömsku prestunum) veldi sínu ógn- að og tóku að ofsækja bábíana. 9. júlí árið 1850 var Bábinn tekinn af lífi. Eftir aftöku Bábsins hófust nú miklar ofsóknir gegn þeim. 20000 bábíar voru drepnir í fjöldamorðum sem fylgdu í kjölfarið. Einn af þeim, sem ofsóttir voru í þessari öldu ofsókna, sem fylgdu í kjölfarið var maður að nafni Husayn ‘Alí, hann hlaut síðar titilinn Bahá’u’lláh (sem þýðir Dýrð guðs). Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og að því loknu í ævilanga út- legð frá heimalandi sínu. Í fangelsinu fékk Bahá’u’lláh vitrun og fékk að vita að hann væri „Sá sem guð mun birta“. Hann kunngerði ekki þessa vitneskju fyrst en 10 árum síðar, í svokölluðum Ridván-garði í Bagdad höfuðborg Íraks, árið 1863. Bahá’u’lláh var fangi og útlagi í 40 ár, frá 1852 til 1892. Ég læt vera að rekja hér, hvernig Bahá’u’lláh var hrakinn land úr landi, uns hann end- aði í tyrknesku sakamannanýlendunni í ‘Akká sem í dag er hluti af Ísrael. Hann skrifaði fjölmargar bækur, lög og fyrirmæli fyrir framtíðina. Hann skrifaði konungum, forsetum og fram- ámönnum margra landa og bauð þeim að afvopnast og sagði þeim hvernig BALDUR BRAGASON, Þverholti 15, Mosfellsbæ. Fjallað um bahá’ítrú á Íslandi í heila öld Frá Baldri Bragasyni Opinn fundur um Evrópusambandið á vegum BSRB föstudaginn 20. febrúar kl. 14-16 í BSRB-húsinu Grettisgötu 89 Á fundinum verður fjallað um stöðu smáríkja innan ESB og afstöðu sambandsins til landbúnaðarmála Framsögu hafa Baldur Þórhallsson, Jean Monnet prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Sigurður Jóhannesson, sérfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Fundarstjóri Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal Ísland og Evrópusambandið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.