Morgunblaðið - 19.02.2009, Side 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
✝ Ragnar R. Kvar-an fæddist í
Reykjavík 14. ágúst
1947. Hann lést í
Þýskalandi 8. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Hrefna Lárusdóttir
húsmóðir, f. 3.4.
1929, og Ragnar G.
Kvaran, flugstjóri, f.
11.7. 1927. Ragnar
var elstur þriggja
systkina. Systkini
hans eru Lárus
Hrafn Kvaran, f.
1951, og Anna Ragnhildur Kvaran,
f. 1956.
Ragnar kvæntist 19. júlí 1969
Ólöfu Björgu Björnsdóttur, f. 23.9.
1948. Börn þeirra eru: 1) Kolbrún
Tinna Kvaran, f. 1976. 2) Hrafn-
hildur Kvaran, f. 1978, unnusti
Harry Jóhannsson. 3) Bergljót
Inga Kvaran, f. 1983, unnusti
Steinþór Carl Karlsson, þau eiga
eina dóttur, Hrafnhildi Lóu Kvar-
an, f. 2007. Einnig átti Ragnar
fósturdóttur Sigrúnu Hjörleifs-
dóttur, f. 1969, eiginmaður Thor-
ben J. Lund. Þau eiga þrjú börn,
Evu Rut, f. 1992, Bergþór, f. 1995,
og Heiðu Ýri, f.
2000. Ragnar varð
stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
1969. Hann hóf nám í
Flugskóla Helga
Jónssonar 14. júní
1969 og lauk at-
vinnuflugmannsprófi
6. mars 1970.
Ragnar og Lóa
fluttust til Belgíu
1971 og þaðan til
Lúxemborgar 1973
þar sem Ragnar hóf
störf hjá Cargolux.
Hann starfaði þar fyrst sem flug-
maður og svo flugstjóri frá 1977
allt þar til hann fór á eftirlaun 1.
október 2008. Hann var fulltrúi í
stjórn ALPL (Flugmannafélags
Lúxemborgar) af og til frá 1973
og formaður Cargoluxdeildar fé-
lagsins 1983. Ragnar var með-
limur í hinum ýmsu félögum, s.s.
veiðfélögum, flugklúbbi og golf-
klúbbum.
Útför Ragnars fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl.
13.
Jarðsett verður í Gufu-
neskirkjugarði.
Hann pabbi var ofsalega skemmti-
legur kall.
Helst vorum við pabbi saman þeg-
ar eitthvað þurfti að laga eða setja
saman IKEA-dót, þá bað hann mig
að koma og lesa leiðbeiningarnar.
Hann átti það til að lesa þær í vit-
lausri röð eða hoppa yfir atriði.
Ég dáðist að nennunni í honum,
hann hafði ótrúlega mikla þolinmæði
við að gera við hluti, leggja parket,
skrúfa saman hillur eða laga bílana.
Hann var samt enginn nostrari,
dálítill fúskari, en þetta slapp þó yf-
irleitt.
Ég sjálf er eins og pabbi að hafa
gaman af fólki. Mér fannst hann einn
af skemmtilegustu viðmælendum
sem ég hef kynnst.
Hann var stór persónuleiki, hann
fyllti húsið um leið og hann gekk inn.
Oft var hann eins og stór fíll í lítilli
postulínsbúð.
Þær eru margar sögurnar af hon-
um og sögurnar sem hann sagði.
Ég þakka fyrir það að hafa fengið
að kynnast honum svona vel, núna á
síðustu árum.
Ég vissi og veit hvar ég hef hann
og hann mig.
Mér finnst gott að vita að við höf-
um sama viðhorf til lífsins. Hann var
mjög frjáls og óhræddur.
Ég fékk að fylgjast með þeim
mömmu og átta mig svolítið á þeirra
sambandi, sem var frekar einstakt
og skrítið, en batnaði eftir því sem
þau höfðu meiri tíma og náðu að
finna bylgjulengd.
Þá fattaði ég þau.
Við systurnar erum allar mjög
ólíkar og höfum fengið að vera það.
Hver okkar á sitt samband við þau
pabba og mömmu.
Hann var mikið í burtu, þannig að
við urðum að venjast því að vera
sjálfstæðar, læra að stinga hlutum í
samband, bora í veggi, laga sírennsli
í klósettinu og setja olíu á bílinn.
Hann kenndi okkur þetta allt.
Hann pabbi bar virðingu fyrir
fólki, kenndi það sem hann kunni og
alltaf til í að læra eitthvað nýtt, af
hverjum sem var.
Einu sinni skrifaði hann í vinadag-
bók sem ég átti: Spurt var hver er
besti kennarinn? hann svaraði: Lífið!
Hver er skemmtilegasta kennslu-
stundin?: Dagurinn í dag.
Hann reykti pípu hvar og hvenær
sem var og tók það ekkert til sín þótt
búið væri að hengja „Bannað að
reykja“ límmiða út um allan stiga-
ganginn í blokkinni sem hann bjó í
úti í Lúx.
Hann átti heiminn og við áttum
hann. Takk fyrir mig, elsku pabbi.
Þín
Tinna.
Það hefur dregið fyrir sólu. Hlýtt
faðmlag og glettnislegt augnaráð
tekur ekki á móti manni á Stýri-
mannastígnum. Mágur okkar og
fóstri er allur. Maðurinn sem hefur
verið með okkur frá barnæsku og
var okkur sem faðir og bróðir í senn.
Hlýja hans og hressleiki var fölskva-
laus og hjá honum fundum við skjól
þegar þess þurfti með.
Ragnar lifði ævintýralegu lífi, ekki
einungis á mælikvarða ungra
drengja heldur á mælikvarða lífsins
sjálfs. Þessi ævintýri komu til okkar
í skemmtisögum hans sem voru ekki
montsögur heldur skemmtisögur.
Hann lék fyrir okkur ýmsa skrítna
karaktera sem hann hitti fyrir víðs-
vegar um heiminn og hló með okkur.
Hann lék umferðarljós, indverska
tollverði og hreif okkur með sér. Það
var gaman að lifa. Hann kom með
sverð frá Arabíu, nautasvipur frá
Argentínu og tarantúlur úr gúmmíi
sem við settum í rúmið hennar
mömmu.
Ragnar tók ávallt glaður á móti
hverjum degi í leik og starfi og
skynjaði vel töfra andartaks líðandi
stundar. Hrokalaus var hann og kom
fram við alla samferðamenn sína af
hlýju og virðingu. Aldrei heyrðum
við hann tala illa um aðra menn.
Hann hafði hins vegar gaman af að
segja af þeim skemmtisögur og
hversdagslegir atburðir gátu endað
sem ævintýri séð með hans augum.
Minnisstæðar eru stundir uppi á
heiðum þar sem kyrrðin ræður ríkj-
um. Við sitjum saman og hlustum
eftir fugli. Það er ekki sama með
hverjum maður velur að verja stund-
um sem slíkum og forréttindi að hafa
Ragnar sér við hlið. Þannig hafa það
verið forréttindi okkar að hafa fengið
að vera samferða Ragnari í gegnum
lífið. Nú kveðjum við þennan góða
dreng sem alla tíð reyndist okkur
góður fóstri, stoð og stytta.
Ingólfur Björnsson (Ingi) og
Jón Gunnar Björnsson (Gunni).
Hinn 14. ágúst árið 1947 fæddist
lítill drengur sem vó einungis 8
merkur. Samkvæmt öllum sólar-
merkjum og öðrum hávísindum átti
hann ekki að lifa, en hann lifði og
hann lifði lífinu lifandi, hann mágur
minn, Ragnar Kvaran. Hann gekk
sjaldnast, hann hljóp svona við fót
einhvern veginn, alltaf eitthvað að
gera. Ávallt hrókur alls fagnaðar og
frásagnarhæfileikinn stórkostlegur,
maður hló í marga daga eftir að hann
fór á flug í sögunum. Ég þakka hon-
um fyrir öll árin og sérstaklega fyrir
„gömlu dagana“ öll sumrin sem ég
var í LUX – hafi honum þótt það of
mikið – þá lét hann mig ekki finna
það.
Eitt sinn þegar við þrjú vorum,
sem oftar úti að borða fyrir u.þ.b. 30
árum, horfir þjónninn á hann og seg-
ir „You lucky guy with two chikens
like that“, okkur systur minni fannst
þetta nú ekkert sniðugt að vera kall-
aðar chickens, kornungar, og að eig-
in áliti bara nokkuð laglegar, en
ákváðum að enskukunnáttu þjónsins
hlyti að vera eitthvað ábótavant, en
það var mikið hlegið þegar sagan síð-
an var rifjuð upp fyrir 2 árum og við
enn aftur þrjú úti að borða, þá voru
þetta orðin orð að sönnu, Ragnar og
„two chickens like that“.
Heimili þeirra Lóu og Ragnars í
Lúxemborg var oftar en ekki eins og
Umferðarmiðstöð og það allra falleg-
asta og notalegasta sem hægt er að
hugsa sér, allir alltaf velkomnir. Frá
því Ragnar og Lóa systir mín giftu
sig árið 1969 hefur hann verið okkur,
fjölskyldunni sem kennir sig við
Tjarnargötu 47 óendanlega mikil-
vægur. Hann svaraði símhringing-
unni frá Fæðingardeildinni nóttina
sem Sigrún mín fæddist og honum
var óskað innilega til hamingju með
dótturina, sem hann svo síðar átti
eftir að ganga í föður stað. Hann var
móður minni sem besti sonur,
bræðrum mínum tveimur má segja
að hann hafi hálfpartinn gengið í föð-
ur stað. Hann var einn af bestu vin-
um mannsins míns og svona mætti
lengi telja. Hann átti eftir að gera
svo óendanlega margt, hann Ragnar.
Nýhættur að fljúga og nú átti fyrst
að lifa lífinu, búinn að plana allar
veiði- og skíðaferðirnar og verkefnin
framundan óþrjótandi. Hann naut
sín vel í nýjasta hlutverkinu, að vera
afi. En afabarnið, litla Hrafnhildur
Lóa og öll hin sem munu koma á eftir
fá að heyra sögurnar hans afa
Ragga, hann þurfti þó ekki að deyja
til að verða goðsögn, hann var það í
lifanda lífi.
Elsku Ragnar, ég vona bara að
þeir þarna hinum megin hafi nóg fyr-
ir þig að gera.
Ingunn G. Björnsdóttir.
Það var mikið áfall að frétta af
ótímabæru andláti Ragnars R. Kvar-
ans flugstjóra, elsta systursonar
míns. Hann var mér sem yngri bróð-
ir enda var innan við fimm ára ald-
ursmunur á okkur, og þó að hann
kallaði mig gjarnan fóstra var það
oftar hann sem gaf góð ráð á ferð
okkar um lífið.
Það er erfitt að drepa niður penna
þegar góður drengur hverfur á braut
en af mörgum kostum frænda má
nefna manngæsku, hressleika, gleði
og hjálpsemi. Margt fleira jákvætt
mætti upp telja en nefna má að þeg-
ar ég kynntist einum starfsfélaga
Ragnars sagði sá góði maður: „Hann
Ragnar er bestur í öllu, besti dreng-
ur, besti flugmaður, besti félagi“,
þetta segir meira en margar setn-
ingar og lýsir Ragnari eins og við
minnumst hans. Hann gat einnig
verið fastur fyrir og starfsfélagar
hans segja mér að hann hafi verið
vandaður og nákvæmur í starfi og
leiðbeindi undirmönnum sínum frek-
ar en að skammast í þeim.
Ragnari var margt til lista lagt,
hann spilaði á gítar og söng lög ’68-
kynslóðarinnar af mikilli innlifun
ásamt með annarri tónlist. Hann var
mikill útivistarmaður, stundaði skíði,
golf, veiddi lax, silung, rjúpu og gæs
og var á leið heim frá Austurríki úr
skíðaferð þegar hann kenndi sér
þess meins sem kallaði hann frá okk-
ur.
Ragnar var meðlimur í flug-
klúbbnum Þyt og naut ég þess
nokkrum sinnum að fljúga með hon-
um í vélum klúbbsins og einhvern
tímann sagði hann að hann þyrfti að
hafa einhvern með sér sem gæti
stýrt tækinu á meðan hann tæki
myndir. Kom sér því vel að hafa lært
að fljúga fyrir allmörgum árum,
meðal annars undir handleiðslu
Ragnars og Lárusar bróður hans.
Áttum við þrír oft góðar stundir úti á
flugvelli og í loftinu þegar einkaflug-
ið var og hét. Eins áttum við góðar
stundir við skíðaiðkun frá því við
vorum börn og fram á fullorðinsár,
og, að sjálfsögðu, voru samveru-
stundirnar með Ragnari, og seinna
honum og fjölskyldu hans, alltaf til
ánægju. Samverustundirnar voru
alltof fáar enda fjölskyldan lengst af
búsett í Lúxemborg en við hér. Frá-
sagnarsnilld Ragnars var einstök og
átti hann auðvelt með að koma fólki
til að hlæja hressilega.
Við Sísí finnum fyrir miklum sökn-
uði og sorg þegar öðlingurinn Ragn-
ar Kvaran er kvaddur. Mestur er þó
söknuður Lóu, eiginkonu Ragnars,
og dætra þeirra og þeirra barna.
Megi Almættið veita þeim styrk í
þeirra miklu sorg.
Hvíl í friði, kæri vinur og frændi
og hafðu þökk fyrir allt það góða sem
þú gafst af þér.
Jón Lárusson (Nonni.)
Ragnar jr. var elstur okkar kyn-
slóðar og það eitt hefði nægt til að
hann skipaði sérstakan virðingar-
sess. Annað kom þó til, því Ragnar
var svo skemmtilegur og vel gerður
að við löðuðumst öll að honum og
nutum þess að baða okkur í velvild-
inni og glaðværðinni. Því miður voru
samverustundirnar ekki nógu marg-
ar því hann bjó ásamt fjölskyldu
sinni erlendis í áratugi, en upp úr
standa frábærar minningar af reglu-
legum ættarmótum: Hlátur, pípa,
gítar, skemmtilegar samræður og
fjör!
Við samhryggjumst Lóu, dætrun-
um, foreldrum og systkinum innilega
og hörmum góðan dreng sem staldr-
aði of stutt við. Við erum öll ríkari að
hafa kynnst Ragnari og þökkum fyr-
ir að hafa átt samleið.
Gunnar, Haraldur, Einar,
Ragnar og Þórir Hrafns-
synir og fjölskyldur.
Let me take you down, ’cause I’m going to
Strawberry Fields.
Nothing is real and nothing to get hung
about.
Strawberry Fields forever.
Vinur minn Ragnar Kvaran hefur
haldið inn á hina eilífu jarðarberja-
velli.
Hann fór svo óvænt og svo
snemma. En lífið er óraunverulegt
og við megum alltaf búast við öllu.
Við Raggi kynntumst á mennta-
skólaárunum í MR. Við náðum strax
vel saman og mér féll vel við glað-
vært skap hans, drenglyndi, hjálp-
semi, tónlistargáfu og smekk. Eng-
inn þessara þátta í fari hans breyttist
með tímanum.
Við vorum um tvítugt þegar æsku-
byltingin hreif okkur með sér. Við
tókum nýjum straumi opnum örmum
og nutum daganna þegar heimurinn
tók stakkaskiptum. Það var einkum
tónlistin sem hreif okkur. Rolling
Stones, Incredible String Band og
fleiri. En fyrst og fremst voru það
töfrar The Beatles sem breyttu okk-
ur fyrir alla ævi. Við vorum báðir að
fást við gítarleik í þá daga þegar
lagasmíðar fjórmenninganna
streymdu frá Englandi og hvert lag
gerði okkur orðlausa. Við sátum
saman margan dag og marga nótt
við grammófóninn og hlustuðum. Og
reyndum að læra lögin. Sem oft tókst
furðu vel. Við lékum og sungum í
partíum bekkjarsystkinanna og urð-
um sem bræður. Tróðum meira að
segja upp í skólanum á skemmtun-
um. Við lærðum Julia nokkrum mín-
útum fyrir sýningu í eitt sinn og
fluttum það áður en flestir höfðu
heyrt lagið í frumflutningi. Sú sig-
urstund í kjallara Casa Nova er mér
í fersku minni. Allar stundir með
Ragga eru svo sterkar og nálægar.
Við vorum alltaf sem bræður. Ég átti
meira að segja heiðurinn af því að
kynna hann fyrir minni gömlu vin-
konu og skólasystur, Ólöfu, sem allt-
af hefur verið kölluð Lóa. Það skóla-
samband varð að farsælu
hjónabandi, sem varði fram á hinstu
stund og færði þeim þrjár glæsilegar
dætur. Síðar komu barnabörnin.
Við hjónin vottum stórfjölskyld-
unni dýpstu hluttekningu okkar.
Raggi hóf flugnám að loknu stúd-
entsprófi. Með tímanum gerðist
hann atvinnuflugmaður hjá Cargo-
lux í Lúxemborg og þau Lóa dvöldu
þar mestan hluta ævi sinnar. Tengsl-
in við þessa vini mína rofnuðu mikið
við vistaskiptin. En við hittumst
samt reglulega á Íslandi eða ég lagði
land undir fót og heimsótti þau í Lúx.
Raggi og dóttir hans, Hrafnhildur,
eru einu vinir mínir sem hafa flogið
rellu til Hríseyjar til að koma í kaffi
til okkar Góu. Þetta kalla ég hug-
djarfa vináttu.
Fyrir nokkrum árum keyptu þau
Lóa fallegt, gamalt hús á horni Öldu-
götu og Stýrimannastígs, örstutt frá
húsi okkar Góu. Þar ætluðu þau Lóa
að eyða ævikvöldinu saman og við öll
að styrkja gamla vinskapinn. En ör-
lagarík vetrarferð hins þaulvana
skíðamanns til Austurríkis gerði
þann draum að engu.
Guð blessi minningu góðs drengs.
Ingólfur Margeirsson.
Vinur okkar Ragnar Kvaran yngri
er floginn á braut. Hann gerði það á
sama hátt og hann lifði lífinu – alltaf
á hraðferð. Fyrir okkur sem höfðum
verið samvistum við hann hressan og
kátan í skíðabrekkunum örfáum
dögum áður en hann lést er erfitt að
trúa því að hann sé horfinn sjónum.
Þegar við rifjum upp 35 ára vin-
skap við Ragnar og fjölskyldu kemur
margt upp í hugann. Upp úr stendur
að aldrei bar skugga á vináttuna
þrátt fyrir að ekki hafi allir alltaf haft
sömu skoðanir á mönnum og málefn-
um. Er Ragnar og Lóa fluttu til Lúx-
emborgar varð strax mikill sam-
gangur á milli heimila okkar; börnin
urðu góðir vinir og eru enn. Um
nokkurra ára skeið deildu fjölskyld-
ur okkar meira að segja barnfóstr-
um.
Óteljandi skíðaferðir eigum við
sameiginlegar í minningunni, flugið
hjá Cargolux, sumarferðir á Íslandi,
samstarf í stjórn Íslandingafélags-
ins, flugklúbbinn Þyt – það er sama
hvar er borið niður; alltaf var jafn-
gaman.
Hátt ber ógleymanlega siglingu
með Norrænu til Íslands fyrir meira
en 20 árum, með nokkurra daga
stoppi í Færeyjum. Sú ferð endaði
með því að við keyptum okkur jörð á
Austurlandi, ásamt tveim fjölskyld-
um til viðbótar. Þar höfum við öll átt
margar góðar stundir, en kannski
ekki síst Ragnar því hann var allra
manna duglegastur við veiðar af
ýmsu tagi.
Sameiginlegur starfsvettvangur
Ragnars og Dodda var hjá Cargolux,
þar sem þeir voru hlið við hlið allan
starfsferilinn, áhugasamir í upp-
byggingu flugfélags sem nú er orðið
stórfyrirtæki. Eitt mesta ævintýri í
vinskap Ragnars og Dodda var auð-
vitað tengt flugi; þegar þeir flugu
saman eins hreyfils flugvél frá Lúx-
emborg til Íslands. Það ævintýri var
iðulega rifjað upp og eins og nærri
má geta varð sagan sífellt betri eftir
því sem árin liðu.
Ragar var nýlega komin á eftir-
laun og var óendanlega glaður yfir
því sem framundan var. Það var svo
margt sem var á döfinni; spila meira
golf, ferðast, njóta tímans með fjöl-
skyldunni. En nú er góður vinur all-
ur. Við söknum hans mikið, söknum
gleðinnar og jákvæðninnar í
skemmtilegum rökræðum. Ragnar
hafði þann góða kost að hallmæla
aldrei nokkrum manni, heldur draga
alltaf það besta fram í öllum.
Foreldrar og systkini hafa misst
mikið. Hugur okkar er hjá Lóu,
dætrunum og þeirra fjölskyldum.
Þeim færum við innilegustu sam-
úðarkveðjur okkar og barnanna.
Þórhildur Hinriksdóttir
og Þórður Sigurjónsson
(Tóta og Doddi).
Sunnudaginn 8. febrúar fékk ég þá
ótrúlegu frétt að góður vinur minn
Ragnar Kvaran væri látinn, rétt
rúmlega 61 árs að aldri. Hann var
nýlega hættur að fljúga hjá Cargolux
og nú skyldi lífsins verða notið í
faðmi fjölskyldunnar, framtíðin og
ævintýrin virtust blasa við, nú skyldi
lífsins verða notið.
Við byrjuðum báðir að vinna hjá
Fraktflugi og síðan hjá Íscargo en
hjá því félagi flugum við okkar fyrstu
millilandaflug. Ragnar fluttist síðan
til Lúxemborgar og fór að fljúga fyr-
ir Cargolux, en hjá því ávann hann
sér mikla virðingu vegna færni sinn-
ar, bæði sem flugmaður og þjálfun-
arstjóri. Þegar ég svo sem ekkju-
maður flutti til Lúxemborgar árið
1988 með tvær dætur mínar voru það
Ragnar og eiginkona hans Lóa, sem
aðstoðuðu mig og opnuðu heimili sitt
fyrir okkur. Sú vinátta og væntum-
þykja sem þar myndaðist var og
verður aldrei nógsamlega þökkuð.
Ragnar var drengur góður og
ávallt átti lítilmagninn talsmann þar
sem Ragnar var. Ekki vantaði held-
ur upp á skopskynið hjá þessum frá-
Ragnar R. Kvaran