Morgunblaðið - 19.02.2009, Síða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
✝ Kristín BjörkKristjánsdóttir
fæddist í Reykjavík
11. apríl 1982. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu í Dan-
mörku aðfaranótt 5.
febrúar síðastliðins.
Foreldrar hennar eru
Lilja Kristín Ein-
arsdóttir, f. 26. sept-
ember 1958, og Krist-
ján Friðriksson, f. 24.
febrúar 1954. Maki
Lilju Kristínar er Ax-
el Andrés Björnsson,
f. 24. mars 1956. Bróðir Kristínar
Bjarkar sammæðra er Tjörvi Freyr
Axelsson, f. 5. mars 1995.
Maki Kristjáns er Lára Wathne, f.
5. desember 1958. Systur Kristínar
Bjarkar samfeðra eru Ásta Hrönn,
f. 12. janúar 1990, og Maríanna, f.
25. nóvember 1995.
Unnusti Kristínar Bjarkar er
Nico R. Hansen frá Kaupmanna-
höfn
Kristín Björk ólst
upp í Kópavogi, gekk
í Landakotsskóla,
Kársnesskóla og
Menntaskóla Kópa-
vogs. Í Kaupmanna-
höfn hafði hún fengið
inngöngu í leiklist-
arskóla en auðnaðist
ekki að nýta sér það.
Listhneigð var hún
og hafði mikið yndi af
tónlist, stundaði pí-
anónám í nokkur ár
ásamt því að stunda
söngnám í tvö ár.
Sem barn að aldri söng hún með
Kársnesskórnum og síðan með
kirkjukórum hér heima og í Dan-
mörku eftir að hún fluttist þangað.
Hún var mjög trúuð og var kirkjan
ríkur þáttur í lífi hennar.
Síðastliðin 3 ár hefur Kristín
Björk búið í Danmörku.
Kristín Björk verður jarðsungin
frá Vídalínskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Ég líða vil um lög og geim.
Ó, löngun mín er sterk.
Vindurinn minn ljáðu mér vængi heim
það væri kærleiksverk.
Hvort sem ég brosi harma’ eða hlæ,
er hugurinn ávallt þar.
Varpaði’ ég mér í votan sæ
ég veit mig ræki þar.
(Indriði Einarsson.)
Elsku barnið okkar og systir hún
Kristín mín er farin frá okkur fyrir
fullt og allt. Megi minning um fallega
sál og dugmikla og hæfileikaríka
stúlku með næga elsku til allra í
hennar lífi varðveitast sem minning
um ókominn ár.
Þórun frænka mín orti svo fallegt
ljóð sem hæfir vel.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífs þíns nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikindum viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
Svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Kristín mun hvíla við hlið ömmu
sinnar þar átti hún ávallt gott skjól
Í faðmi hennar ömmu
þar bestan fékk ég blund,
sem blóm und skógarrunni
um hljóða næturstund.
Við hennar söng ég undi,
sem ljúfrar lindar klið,
er líður hægt um grundu,
og blómin sofna við.
(Eva Hjálmarsdóttir.)
Við munum minnast hennar með
kærleika og ást í hjarta og bið guð um
að leiða hana að ríki sínu.
Mamma, pabbi, Axel
og Tjörvi Freyr bróðir.
Elsku Kristín.
„Sælir eru hjartahreinir því þeir
munu Guð sjá.“
Aldrei hafði það hvarflað að mér að
eins hjartahrein stúlka og þú þyrftir
að fara frá okkur svona snemma. Í
mínum barnsminningum varst það
þú sem ég leit ætíð upp til og í gegn-
um tíðina hef ég fengið svo mikinn
kærleik og styrk frá þér að það hefur
án efa átt mikinn þátt í því að móta
mig sem þá manneskju sem ég er og
öllu því góða sem ég bý yfir í dag. Ég
er svo þakklát fyrir það og að hafa
fengið allar þessar góðu stundir með
þér þó ég hefði viljað hafa þig miklu
lengur hjá mér.
Margir eiga um sárt að binda á
stundu sem þessari en ég lít á sorgina
sem ást, ást sem aldrei dvínar, líkt og
sorgin sem aldrei mun hverfa.
Ég vil trúa því að þú sért nú komin
á betri stað, stað þar sem sál þín held-
ur áfram að njóta sín og gleðja aðra.
Ég veit að þú munt vaka yfir mér og
vernda mig fyrir öllu illu, líkt og þú
varst vön að gera. Þú skilur eftir þig
mikla ást, styrk og trú sem ég mun
nýta mér í að gera mig að betri mann-
eskju, og ég mun halda áfram að
breiða út þann boðskap til yngri syst-
ur okkar, hennar Maríönnu. Þú munt
alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu
og ég mun varðveita allar þær minn-
ingar af þeim stundum sem við feng-
um að njóta saman.
Þín systir að eilífu,
Ásta Hrönn Kristjánsdóttir.
Hún var sú manneskja sem stóð
með manni í öllu og var aldrei leið-
inleg við mann. Við áttum mjög góð-
ar, án efa bestu stundir sem ég hef átt
voru með henni. Kristín var hrein-
skilin, góð, ljúf, yndisleg og skemmti-
leg og ég elskaði hana mjög mikið og
á alltaf eftir að elska hana. Kristín var
svona stelpa sem hjálpaði manni með
allt og maður gat sagt henni allt því
að hún stóð alltaf við loforð.
Ég sakna þín, Kristín, og mun allt-
af sakna þín, ég elska þig og mun allt-
af elska þig, ég dái þig og mun alltaf
dá þig. Ég ætla að halda fast í allar
góðu minningarnar og muna þær að
eilífu. Alltaf þegar maður sá brosið
hennar var eins og allt væri lagi, öll
leiðindin, allt það slæma var fokið
burt og það góða tók við. Mér finnst
það voðalega leiðinlegt og sárt að
þetta skyldi koma fyrir þig því þú
varst einn mesti dýrlingur sem til er
og gerðir aldrei neitt af þér, þú elsk-
aðir alla og komst vel fram við alla og
allir munu sakna þín mjög sárt. Ég
valdi þetta ljóð fyrir þig úr bókinni Ís-
lensk lýrik því mér fannst það passa
mjög vel við þig.
Það eitt er víst, að ég aldrei
augunum þínum gleymi
er sástu sumarið koma
sunnan úr bláum geimi;
– svo fegin varstu, að mér fannst þú
fegursta konan í heimi.
Þið voruð þrjár, þessar systur,
og þú varst sú í miðið …
Eitt kvöldið í kyrrlátu veðri
ég kvaddi þig út við hliðið.
– Nú er hann kominn á norðan
og nú er sumarið liðið.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Ég veit að Kristín var nú ekki syst-
irin í miðið, það var hún Ásta en mér
fannst þetta ljóð nú bara passa mjög
vel við okkur systurnar og ekki síst
við Kristínu. Ég mun alltaf sakna þín,
Kristín, og mun alltaf geyma þig og
allar minningarnar í hjarta mér. Mér
þykir vænt um þig og ég veit að þú átt
alltaf eftir að vaka yfir mér. „Jeg els-
ker dig.“
Maríanna Kristjánsdóttir,
yngsta systirin.
Það var þungur og erfiður dagur
þegar við fengum fréttirnar um að
hún Kristín okkar væri dáin. Kristín,
sem stuttu eftir fermingu sína, kom
eins og hressilegur og glaðvær hvirf-
ilbylur inn í líf okkar og vann hjarta
okkar með það sama, sem svo leiddi
til þess að við tókum okkur það hlut-
verk á hendur að gerast stuðnings-
foreldrar hennar. Og nú er hún horf-
in, jafn skyndilega og hún birtist. En
aðeins um stund, því já, það er gott að
eiga þá trú og vissu að við eigum eftir
að gleðjast með henni aftur, en þang-
að til eru það minningarnar og mynd-
irnar sem við geymum í hjarta okkar,
dýrmætur fjársjóður, sem við yljum
okkur við.
Elsku perla, við þökkum þér fyrir
þann tíma sem við fengum að eiga
með þér, bæði í gleði og sorg. Þú hef-
ur gert líf okkar svo miklu ríkara og
kennt okkur svo margt, og þá fyrst og
fremst það sem skiptir í raun og veru
öllu máli í lífinu, sem er að elska og
virða samferðafólk okkar og að meta
hverja þá stund sem við eigum með
þeim sem við elskum. Missir okkar er
mikill en það er allt í lagi því við vitum
að nú ert þú í ljósinu hjá Jesú sem
geymir þig í örmum sínum og undir
mjúkum, hlýjum og öruggum vængj-
um sínum, þangað til við hittumst að
nýju.
Við kveðjum þig, elsku perla, eins
og alltaf, með kossi á enni þitt og með
bæninni sem við báðum svo oft sam-
an:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Guð og góðu englarnir hans geymi
þig.
Jósef pabbi og Ingunn mamma.
Kristín Björk Kristjánsdóttir varð
bráðkvödd aðfaranótt fimmtudags 5.
febrúar. Við litum á hana sem systur
okkar enda fór það ekki á milli mála
að hún vildi líta á okkur sem stóru
bræður sína tvo. Okkur er það minn-
isstætt þegar foreldrar okkar sögðu
okkur að þau vildu taka að sér fimm-
tán ára unglingsstúlku en þekkjandi
hjartahlýju þeirra kom það ekki svo á
óvart. Kristín bjó með hléum í húsi
foreldra okkar um nokkurra ára
skeið og sótti upp frá því mikið til fjöl-
skyldu okkar. Við eignuðumst því
litla systur seint og um síðir og voru
samverustundirnar með henni marg-
ar en hefðu þó mátt vera fleiri. Við
kynntumst Kristínu engu að síður
mjög vel enda var hún hlý og opinská
og leitaði mikið eftir samskiptum við
þá sem stóðu henni nærri. Þegar við
fyrst kynntumst henni var hún lítil í
sér og þorði varla út úr herbergi sínu.
En eftir því sem tíminn leið varð hún
brattari og sótti í athygli okkar
bræðranna. Hún var fjörug og mikill
ærslabelgur. Hún hafði mjög gaman
af því að stökkva á okkur og æsa okk-
ur upp í gamnislag og notaði til þess
hvert tækifæri. Við áttum fullt í fangi
með hana og vorum því aldrei aftur
óhultir á heimilinu.
Því meira sem við kynntumst
Kristínu þeim mun meira kunnum við
að meta hana. Barngæska hennar var
áberandi og henni leið aldrei betur en
þegar hún var með yngri systkinum
sínum eða sagði okkur frá þeim. Þrátt
fyrir erfiðar stundir átti hún mörg
áhugamál og var lífsglöð. Hún var
mikið fyrir tónlist og kvikmyndir og
stundaði sundæfingar um árabil.
Kristín hafði líka gaman af söng og
var góð söngkona. Hún var líka dug-
leg að sækja kirkju og fann þar styrk.
En ævi Kristínar var ekki auðveld og
við urðum varir við að hún átti einnig
erfitt. Síðustu ár ævinnar bjó Kristín
í Danmörku og sáum við því minna af
henni. En hún kom reglulega í heim-
sókn og sáum við hana breytast í
unga konu. Hún hafði eignast kær-
asta í Danmörku sem hún var mjög
hrifin af. Það var mikið reiðarslag að
frétta af láti hennar enda vorum við
bjartsýnir um að hún myndi eiga
góða ævi.
Við samhryggjumst fjölskyldu
hennar og Niko kærasta hennar.
Megi Kristín hvíla í friði.
Daníel og Svavar Jósefssynir.
Þar sem englarnir syngja sefur þú.
Sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú.
Að ljósið bjarta skæra.
Veki þig með sól að morgni.
Veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljóss.
Lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós.
Tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól.
Lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta.
Vekja hann með sól að morgni.
Vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál.
Svala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans harmabál.
Slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær.
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær.
Aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Síðan ég fékk þá frétt að þú væri
dáin, elsku Kristín, hefur þetta lag
endurómað í höfðinu á mér. Það er
ekki langt síðan þú sast á gólfinu hjá
mér og lékst þér og söngst. Þú varst
farin að syngja heilu lögin áður en þú
fórst að tala. Söngurinn hefur alltaf
fylgt þér og ég veit að það hefur fjölg-
að í englakórnum þar sem fallega
röddin þín fær að hljóma. Guð geymi
þig, vina mín, og styrki ástvini þína.
Margrét.
Kristín Björk
Kristjánsdóttir
✝ Jórunn A. Sig-urvaldadóttir
fæddist í Gafli í
Svínadal 16. desem-
ber 1920. Hún lést á
Landakoti 9. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurvaldi Jós-
efsson og Guðlaug
Hallgrímsdóttir
bændur í Gafli.
Hjónin fluttust að
Eldjárnsstöðum í
Blöndudal árið 1927
og eignuðust alls
tíu börn. Þau voru Sigurlaug,
Jósef, Hallgrímur,
Jórunn, Ingimar,
Þorsteinn, Georg,
Guðrún, Aðalbjörg
og Rannveig.
Sonur Jórunnar er
Jón Már Smith, kona
hans er Guðleif Sig-
björnsdóttir. Börn
hans eru Sigrún, Jón
Daníel, Hallgrímur
Ingimar og Jósef
Már.
Útför Jórunnar fer
fram frá Kapellunni í
Fossvogi í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku amma mín, nú er komið að
leiðarlokum og vil ég þakka þér
fyrir allt það sem við áttum og það
sem þú gafst mér. Ég veit að núna
ertu komin á betri stað þar sem
þér líður vel og er gott að vita af
því að þar ertu í góðum félagsskap
og umvafin þínum nánustu. Ég
minnist stundanna sem við áttum
og minninganna um þig með mikl-
um hlýhug og eftir því sem tíminn
líður finn ég hversu mikilvægar
þær stundir voru, hversu minning-
in er góð og er ég því þakklátur.
Eitt andartak stóð tíminn kyrr,
æddi síðan inn um glugga og dyr,
hreif burt vonir, reif upp rætur.
Einhvers staðar engill grætur.
Hvers vegna hér – menn spá og spyrja.
Spurningar flæða, hvar á að byrja?
Fólkið á þig kallar, Kristur,
kvölin nístir bræður og systur.
Tárin eru leið til að lækna undir
lífið er aðeins þessar stundir
Gangverk lífsins þau látlaust tifa
og við lærum með sorginni að lifa.
(Bubbi Morthens.)
Þinn
Jósef Már.
Í dag kveðjum við Jórunni Sig-
urvaldadóttir eftir erfið veikindi og
viljum við þakka starfsfólki á E11
Landspítala og K1 á Landakoti
fyrir góða ummönnun. Sveitastúlk-
an Jórunn kom til Reykjavíkur fyr-
ir rúmum 65 árum frá Blönduósi
með systkinunum Pétri og Láru
Theodórs, sem hún hafði verið í
vist hjá, að ógleymdum litlum
strákhnokka með mikið ljóskrullað
hár, sem hún hafði eignast tveimur
árum áður. Fyrstu árin með soninn
unga var Jórunn aðallega í vist en
á sjötta aldursári hélt litli snáðinn í
frelsið í sveitinni til afa og ömmu,
en mamma fylgdist með úr fjar-
lægð. Jórunn var ákaflega sam-
viskusöm og dugleg kona og dvald-
ist yfirleitt lengi hjá sínum
vinnuveitendum og fyrst eftir að
hún varð ein hóf hún störf á veit-
ingahúsum í borginni og vann í
þeim geira þar til hún byrjaði í
kaffiteríu Lögreglunnar í Reykja-
vík, en þar starfaði hún í u.þ.b. 30
ár. Minntist hún oft starfsfélaga
sinna hjá lögreglunni með bros á
vör.
Jórunn hafði mjög gaman af að
ferðast og fór hún víða á meðan
heilsa leyfði, en nú eru liðin 22 ár
síðan fyrsta áfallið barði að dyrum,
en hún náði ágætri heilsu eftir það
þar til fyrir ári síðan að aftur var
knúið dyra og eftir það var ekki
aftur snúið.
Sveitastúlkan úr Blöndudal, sem
skar sig úr systkinahópnum og
gerðist Reykjavíkurmær, og hafði
óendanlega gaman af að punta sig,
ganga um stræti og torg, sitja við
Reykjavíkurtjörn í góðu veðri og
horfa á fuglalífið er nú komin til
feðra sinna, systkinanna níu og
pabba og mömmu. Nú ertu komin í
faðm fjölskyldu þinnar og allar
þrautir að baki.
Megir þú hafa þökk fyrir allt,
elsku mamma og tengdamamma,
og ljós guðs vísa þér leiðir um
stræti og torg í nýjum heimkynn-
um.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem.)
Þín
Jón Már og Guðleif.
Jórunn A.
Sigurvaldadóttir
Frá hjarta mínu berst lítil rós,
því þig ég þarf að kveðja.
Í sorg og í gleði viltu senda mér ljós,
sem mig mun vernda, hjálpa og
gleðja.
(E.M.G.)
Takk fyrir að vera alltaf
svona góð við okkur, elsku
Kristín.
Samúel Ingi, Sunna María
og Jóhanna Birta.
HINSTA KVEÐJA