Morgunblaðið - 19.02.2009, Síða 33

Morgunblaðið - 19.02.2009, Síða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 Það voru sorgarfréttir sem bárust okkur að elskuleg systurdóttir mín væri fallin frá langt fyrir aldur fram. Þrátt fyrir sorgina er ég svo inni- lega þakklát fyrir þá stund sem við áttum tvær saman við eldhúsborðið í upphafi ársins, sú stund verður varð- veitt í hjarta mínu, elsku Kristín Björk, og veit ég að þú hvílir nú í fangi ömmu þinnar sem var þér svo kær. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku Lilja, Axel og Tjörvi Freyr. Kristján, Lára, Ásta Hrönn, og Maríanna. Söknuður ykkar er mikill og bið ég góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum Dagný og fjölskylda. Elskuleg frænka mín, Kristín Björk Kristjánsdóttir, er látin. Minn- ing hennar mun lifa í hjarta mínu. Þar geymi ég mynd af henni frá því hún var lítil stelpa með stóru brúnu aug- un. Með aldrinum settu erfiðleikar og veikindi mark á líf hennar og heilsu. Þrátt fyrir það var oft stutt í glensið, hláturinn og einlæga gleði. Kristín Björk var trúuð og þegar hugurinn dvelur hjá henni er huggun að vita að Drottinn hefur tekið hana til sín og þar hvílir hún nú. Ég votta Lilju systur, Axel, Tjörva, Kristjáni og fjölskyldu, mína dýpstu samúð. Mig dreymdi mikinn draum: ég stóð með Drottni háum tindi á og horfði yfir lífs míns leið, hann lét mig hvert mitt fótspor sjá. Þau blöstu við. Þá brosti hann. „Mitt barn,“ hann mælti, „sérðu þar, ég gekk með þér og gætti þín, í gleði og sorg ég hjá þér var.“ Þá sá ég fótspor frelsarans svo fast við mín á langri braut. Nú gat ég séð hvað var mín vörn í voða, freistni, raun og þraut. En annað sá ég síðan brátt: Á sumum stöðum blasti við að sporin voru aðeins ein. -Gekk enginn þá við mína hlið? Hann las minn hug. Hann leit til mín og lét mig horfa í augu sér: „Þá varstu sjúkur, blessað barn, þá bar ég þig á herðum mér.“ (Sigurbj. Einarss. orti eftir gamalli sögn.) Kristjana Einarsdóttir. Það er undarleg tilfinning að setj- ast niður og ætla að skrifa minning- argrein um hana systurdóttur mína, Kristínu Björk, sem er farin burt frá okkur, alltof, alltof fljótt. Það er svo margt sem fer um hugann, af svo mörgu að taka, veit ekki hvar ber að byrja eða enda. Það er svo margt að minnast, hvað getur maður sagt? fá- tækleg orð, það eru allir harmi slegn- ir. En við varðveitum allar fallegu minningarnar. Elsku Kristín Björk, þetta er svo ósanngjarnt, þú áttir allt lífið fram- undan, en kallið kom svo skyndilega, fyrirvaralaust varst þú hrifin burt frá okkur, unga, fallega, kona, í blóma lífsins. Einhvers staðar stendur „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska“. Það er erfitt að sætta sig við þetta, en við munum reyna að lifa með því. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megi góði Guð veita Lilju systur, Axel og Tjörva Frey, Kristjáni, Láru, Ástu Hrönn, Maríönnu og öðrum ást- vinum styrk á þessum erfiðu tímum. Söknuður ykkar er mikill, en minn- ingin um yndislega unga konu lifir. Með vissu um að hún amma þín mun taka vel á móti þér, kveð ég þig, elsku frænka mín, og bið góðan Guð að blessa þig. Hvíldu í friði. Þín frænka, Erla og fjölskylda. Mér brá að frétta um snöggt fráfall bróðurdóttur minnar Kristínar Bjarkar. Sárt til þess að hugsa að ung kona skuli vera kölluð svo fljótt, en henni hefur án efa verið ætlað verk- efni á öðrum stað. Þá kom upp í hug- ann dagparturinn er við Pétur áttum með henni sl. haust í Kaupmanna- höfn, hún sagði okkur frá honum Nico, kærastanum sínum, hún var svo hamingjusöm, átti lífið framund- an. Við borðuðum saman í Tívolíinu, skoðuðum okkur um í jólaskreyttu umhverfinu, löbbuðum í rólegheitum eftir Strikinu, áttum góðan tíma sam- an, fyrir það erum við þakklát. Í gegnum árin höfum við búið fjarri hvor annarri og því hist alltof sjaldan eins og verða vill. Kom hún til mín nokkrum sinnum með pabba sínum þegar hún var lítil, man ég sérstak- lega eitt sinn í Dölunum er við fórum út í eyju á gúmmíbát, hvað þau frændsystkinin höfðu gaman af að hnoðast þar um í móunum og fylgjast með fuglalífinu. Þessar stundir, sem og allar aðrar, mun ég geyma um káta og fjöruga stelpu. Oftast hitt- umst við sennilega fyrir vestan hjá ömmu hennar og afa á Tálknafirði, sem voru henni mjög kær og ávallt of- arlega í huga. Hún var mjög opin, þurfti ýmislegt að spjalla, gera grín, smástríðin ef því var að skipta, Krist- ín Björk hafði smitandi hlátur. Í henni var mikil músík, bæði söngur og spil. Elsku bróðir minn og fjölskyldan öll, við Pétur biðjum góðan Guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Minningin lifir um unga og fallega konu. Elsku Kristín Björk, hjartans þökk fyrir allt Bjarney Friðriks (Badda frænka). Þegar rökkrið ríkir á reynslunnar þungu stund og brjóstið af ekka bifast blóðug er hjartans und Leitaðu þá á Drottins fund. Þig vil ég bænir biðja blessaði faðir minn viltu mig veika styðja og vef mig í faðminn þinn. Lífið hefur tekið nýja beygju – hún Kristín er dáin, ég á erfitt með að trúa þessu en þetta er því miður stað- reynd sem ég get ekki horft framhjá. Það er svo skrítið að setjast niður og skrifa minningarorð um þig, elsku Kristín. Ég er svo þakklát fyrir að hafa hitt þig um jólin þegar þú komst til landsins – við rákumst hvor á aðra á bílastæði, ég er svo glöð að hafa hitt þig þarna þótt það hafi ekki verið nema stutta stund. Hefði ég vitað að þetta væri í síðasta skiptið sem við hittumst hefði ég spjallað lengur við þig og sagt þá hluti sem mér finnst núna að ég hafi átt eftir að segja við þig en við því er lítið að gera, því mið- ur. Við kynntumst þegar þú komst inn í fjölskyldu Daníels og varðst í leið- inni stór hluti af mínu lífi í mörg ár. Minningabrotin eru mörg frá þessum árum og allt of langt að fara að telja það allt upp hér. Það sem stendur hvað hæst er þegar þú söngst Drott- inn er minn hirðir í brúðkaupinu mínu, vá, þú varst svo stressuð en stóðst þig svo frábærlega og söngst af miklu öryggi. Í minningunni eru margar góðar stundir á heimili Jósefs og Ingu sem ylja hjarta mínu. Þú varst einstök, hafðir sterka nærveru, hafðir svo dásamlega smitandi hlátur að ég gat oft ekki annað en hlegið með þér. Takk fyrir að leyfa mér að kynnast þér og vera hluti af þínu lífi, það hefur verið dýrmæt reynsla sem aldrei verður frá mér tekin. Þú varst stór hluti í lífi Jósefs og Ingu, það var yndislegt og lærdómsríkt að fylgjast með þessum samskiptum. Lífið var þér stundum erfitt og þá voru þau til staðar fyrir þig eins og þú þurftir á að halda. Elsku Inga og Jósef, missir ykkar er mikill, ég bið algóðan Guð að styrkja ykkur og styðja í gegnum þessar erfiðu tíma. Ég bið Drottin um að umvefja for- eldra, systkini, unnusta og ástvini Kristínar. Ég votta ykkur alla mína samúð. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elfa María Geirsdóttir. Elsku Kristín Björk, ég á svo bágt með að trúa því að þú sért farin. Ég mun aldrei gleyma þinni miklu út- geislun og hjartahlýju og þeirri ein- lægu glaðværð sem einkenndi þig. Ég á eftir að sakna þín svo mikið elsku frænka mín og þó að við höfðum ekki hist mikið nýlega þá varð mér svo oft hugsað til þín. En ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna, elsku Kristín Björk mín. Guð gefi Lilju frænku, Axel, Tjörva, Kristjáni og fjölskyldu styrk í sorginni. Þórhildur Jóhannesdóttir. Elsku Kristín Björk, hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Minningarnar geymum við í hjört- um okkar. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Lilja, Axel og Tjörvi Freyr. Kristján, Lára, Ásta Hrönn og Marí- anna, megi guð gefa ykkur styrk. Blessuð sé minning Kristínar frænku. Einar, Páll og Selma. Kristín Björk frænka mín er dáin, aðeins 26 ára, þremur árum yngri en ég. Ég mun ávallt muna þinn sterka karakter, þitt bros og dillandi hlátur, glaðværð fallegra augna þinna. Þú gafst af þér óspart, það fór ekki framhjá neinum. Sem börn er við lékum okkur hjá ömmu Dóru fékk maður alltaf faðm- lag og kossa frá þér er við hittumst. Gleðin var mikil. Þú skilur eftir þig skarð, elsku Kristín. Ég mun sakna þín. Veit að amma mun taka vel á móti þér í himnaríki. Megi englar guðs umvefja þig og hlúa að þinni fallegu sál. Þín frænka Hrefna Dóra Jóhannesdóttir. Meira: mbl.is/minningar ✝ Ingjaldur NarfiPétursson fædd- ist á Ingjaldshóli á Sandi hinn 17. júlí 1922. Hann lést 10. febrúar sl. Foreldrar hans voru Kristján Narfi Pétursson aðal- umboðsmaður hjá Líftryggingafélaginu Andvöku, f. 10.1. 1891, d. 18.6. 1973, og Gurine Pétursson, f. Johansen, hús- freyja, f. 20.2. 1896, d. 11.9. 1945. Systkini Ingjaldar: 1) Steinar, f. 5.1. 1921, d. 4.3. 2005, 2) Jón, f. 21.1. 1926, og 3) Gully Eve- lyn, f. 10.8. 1930. Fljótlega eftir að Ingjaldur fæddist flutti fjölskyldan til Nor- egs. Þar bjuggu þau þar til Ingj- aldur var fjögurra ára, en þá flutti fjöl- skyldan til Íslands og bjó fyrst á Ingjalds- hóli á Sandi, en flutt- ist síðan að Vest- urgötu 67 í Reykjavík. Þegar Ingjaldur setti á stofn eigið heimili var það á Kapla- skjólsvegi 27, en þar bjó hann þar til fyrir rúmum tveimur ár- um að hann flutti á dvalarheimilið Grund. Þar var hann vistmaður þar til hann lést. Ingjaldur vann lengst af sinni starfsævi sem vélgæslumaður hjá Eimskipafélagi Íslands. Útför Ingjaldar fer fram í dag kl. 13 frá Neskirkju í Reykjavík. Gjaldi frændi var ævintýraper- sóna í huga okkar systra þegar við vorum börn. Hann sigldi á skipum Eimskipafélagsins til Evrópu og Ameríku og kom til baka með sæl- gæti og vörur sem ekki voru til í búðum hér á landi þá. Þótti okkur einstaklega spennandi að heim- sækja hann og allt árið hlökkuðum við til að fá jólapakkana frá honum og Gully frænku. Þeir voru stærri en allir aðrir pakkar og í þeim var alltaf eitthvað flott. Það voru ófáir sunnudagsbíltúrarnir sem enduðu með heimsókn til hans á Kapla- skjólsveginn og þá brást ekki að við fengum sælgæti í poka til að taka með heim. Gjaldi var alltaf glaður og hress og einstaklega þolinmóður gagnvart okkur. Eftir að við full- orðnuðumst sýndi hann því áhuga sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar við hittum hann spurði hann frétta og virtist af einlægni hafa áhuga á því sem við höfðum fyrir stafni. Hann mundi svo eftir því seinna meir hvað við höfðum talað um og innti okkur eftir því hvernig þetta og hitt hefði gengið. Eins virt- ist hann hafa spurnir af okkur í gegnum pabba okkar og Gully frænku, því hann vissi oftar en ekki ýmislegt um okkur sem við höfðum ekki sagt honum. Þannig sýndi hann áhuga á börnum okkar líka, sem hann reyndist alltaf hlýr og góður. Hann var góður frændi, skemmti- leg persóna og hafði góða nærveru. Sérstaklega er minnisstæður hlátur hans og brosið sem alltaf fylgdi. Yfir honum var líka heimsborgarabrag- ur. Þetta var maður sem víða hafði komið og margt séð. Hann var fróð- ur og sagði vel frá og fylgdist vel með heimsmálunum. Það er margs að sakna og margar minningar sem við eigum um þennan frænda sem við sem börn gátum hreykt okkur af og fullorðnar metið að verðleikum. Margrét, Steingerður, Helen, Svanhildur og Svava Steinarsdætur. Ingjaldur Narfi Pétursson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Sætúni, Fáskrúðsfirði, síðast til heimilis á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Kristín A. Gunnþórsdóttir, Sigurgeir Þór Sigurgeirsson, Guðmundur Þór Gunnþórsson, Guðjón Gunnþórsson, Helen Medvedeva, Eygló Sara Gunnþórsdóttir, Rut Gunnþórsdóttir, Eiður Sveinsson, Rakel Gunnþórsdóttir, Ævar Agnarsson, Þorgils Garðar Gunnþórsson, Helga Steinunn Hauksdóttir, Rebekka Gunnþórsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, SIGBJÖRN GUNNARSSON sveitarstjóri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 15. febrúar. Útför hans verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Jakobs Jakobssonar hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilegt íþróttafólk á Akureyri. Guðbjörg Þorvaldsdóttir, Guðrún Sigbjörnsdóttir, Hildur Björk Sigbjörnsdóttir, Stefán Geir Árnason, Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir, Magnús Jónsson, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Katrín Jónsdóttir, Rósa María Sigbjörnsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Ástríður Þórðardóttir, Jökull Starri, Sölvi, Egill Darri, Hrafnhildur Ýr, Eva María og Auður Ýr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.