Morgunblaðið - 19.02.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.02.2009, Qupperneq 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 ✝ Sigurlaug Þor-steinsdóttir, Tómasarhaga 13, Reykjavík, fæddist 30. október 1923. Hún lést á líknardeild Land- spítala, Landakoti hinn 12. febrúar sl. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Brandsson, f. 13.6. 1896, d. 4.3. 1981, og Guðríður Jónsdóttir, f. 5.11. 1899, d. 14.5. 1944. Systkini Sig- urlaugar voru: Brandur, f. 13.6. 1925, Sigrún, f. 6.12. 1926, gift Paul Pudelski og Þorsteinn, f. 26.2. 1937, öll látin. Sigurlaug giftist hinn 12.2. 1944 Eggerti Kristinssyni, f. 19.8. 1915, d. 29.12. 1998. Sigurlaug og Egg- ert eignuðust þrjú börn: 1) Þor- mar, f. 16.5. 1972. Hjördísi, f. 25.2. 1980, maki hennar er Helgi Ólafsson. 3) Agnes, f. 22.2. 1950, gift Benedikt Sigurðssyni, f. 14.6. 1948. Þau eignuðust þrjú börn: Sigurlaugu, f. 7.1. 1973, maki hennar er Sigurður Guðjónsson. Agnesi, f. 29.7. 1975, maki henn- ar er Jóhannes Heimir Jónsson. Sigurð, f. 28.2. 1980, maki hans er Kristbjörg Heiður Olsen. Barnabarnabörn Sigurlaugar eru 23. Sigurlaug var fædd og uppalin í Reykjavík. Eftir skyldunám settist hún í Verslunarskóla Ís- lands og lauk þaðan brottfar- arprófi. Að skólanámi loknu vann hún á skrifstofu Skipaútgerðar rík- isins, en eftir að börnin voru komin á legg vann hún um nokk- urt skeið á skrifstofu Málarans hf. Síðar starfaði hún á lög- mannsstofu þeirra Ásgeirs Thor- oddsen hrl. og Ingólfs Hjart- arsonar hrl. Sigurlaug var um skeið virkur félagsmaður í kven- félaginu Hringnum. Útför Sigurlaugar fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. steinn Gunnar, f. 21.9. 1944, kvæntur Ágústu Birnu Árna- dóttur, f. 13.7. 1941. Þau eignuðust tvö börn: Sigurlaugu, f. 1.11. 1973, maki hennar er Arnar Hannesson. Árna, f. 7.4. 1976, maki hans er Ragna Hafsteins- dóttir. Frá fyrra hjónabandi átti Ágústa þau: Lovísu Svavarsdóttur, f. 16.9. 1962, maki hennar er Anton Antonsson, og Bjarna Svavarsson, f. 30.8. 1965, maki hans er Herdís Wöhler. 2) Kristinn, f. 22.2. 1946, d. 16.1. 1999, kvæntur Hjördísi Bergstað f. 1.3. 1946. Þau eignuðust þrjú börn: Eggert, f. 4.2. 1968, maki hans er Írunn Ketilsdóttir. Valdi- Ættmóðirin í fjölskyldu konu minnar, Sigurlaug Þorsteinsdóttir, er fallin frá eftir hetjulega baráttu við illvígt mein. Hún hafði fyrr á æv- inni háð orrustur við slík mein og haft þá sigur, en nú beið hún lægri hlut. Maðurinn með ljáinn hafði bet- ur, eins og gerist hjá okkur öllum, fyrr eða síðar. Tengdamóðir mín var mikilhæf og glæsileg kona og yfir henni var reisn allt fram á síðustu dægur lífs hennar. Það sópaði að henni hvar sem hún fór, dugnaðurinn og úthaldið sér- stakt. Höfðum við á orði, sem næst henni stóðum, að henni væri tamt að segja: „Ég skal, ég get“ af minnsta tilefni. Og hún „gat“ svo sannarlega. Allt lék í höndum hennar, frá því að vinna hina fíngerðustu handavinnu og allt til þess að mála húsið að innan eða ljúka múrverki. Um tvítugsaldurinn missti hún móður sína Guðríði og gekk hún þá yngri systkinum sínum þremur í móður stað, þar sem Þorsteinn faðir þeirra var sjómaður og því langdvöl- um fjarri heimilinu. Þykist ég þess fullviss að fráfall móður hennar hafi verið henni erfitt, ekki eldri kona en hún var þá. En kannski hafa þeir erf- iðleikar líka stælt hana. Eitt er þó víst að aldrei lét hún í það skína að hún hefði á einhverju skeiði ævinnar átt erfitt, enda var henni aldrei tamt að ræða tilfinningar sínar og fáir áttu trúnað hennar. Það var ekki hennar stíll. Hún var lánsöm í einkalífi sínu að mörgu leyti, þau Eggert voru sam- rýnd hjón og samhuga og börnin þeirra voru þeim til blessunar og ánægju. Skugga bar þó á þegar Kristinn sonur þeirra féll frá rúm- lega fimmtugur fyrir um 10 árum. Eggert hafði hún þá misst tæpum þremur vikum fyrr. Þeir dagar voru henni þungbærir, þó að hún bæri það ekki utan á sér, en nokkuð held ég að lífsgleðin hafi orðið henni torsóttari eftir þetta. Sigurlaug hafði mikinn metnað fyrir hönd barnabarna sinna og fylgdist náið með skólagöngu þeirra og starfi. Brýndi hún fyrir þeim að- haldssemi í fjármálum svo að þeim þótti á stundum nóg um. Hafa þær brýningar örugglega orðið þeim drjúgt veganesti. Fagurkeri var hún og hafði hún sérstakt yndi af fallegum hlutum, hvort sem það voru listaverk eða vel unnið handverk. Eitt sinn sagði hún mér að hún hefði séð fallega vegg- klukku á ferð þeirra hjóna á Írlandi. Ekki varð úr því að þau keyptu grip- inn en hún átti eftir að sjá eftir því í mörg ár, svo sat fegurð klukkunnar í minni hennar. Heimili þeirra hjóna bar líka vitni um einstakan smekk og fagra list. Að síðustu langar mig að færa fram hjartans þakkir til starfsfólks Landspítalans, hvar sem það er að starfi. Skal þar fyrstan nefna Sigurð Björnsson lækni, sem annaðist tengdamóður mína af fágætri hlýju og nærgætni í hartnær þrjátíu ár. Svo skal nefna annað starfsfólk krabbameinsdeildar spítalans að ógleymdum starfsmönnum líknar- deildanna í Kópavogi og á Landa- koti. Aðhlynning þeirra allra og umönnun er aðdáunarverð og þakk- arverð í alla staði. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum.) Benedikt Sigurðsson. Elskuleg amma mín er látin eftir harða rimmu við illskeytta sjúkdóm- inn. Ég trúði því fram á síðustu stundu að hún hefði betur einu sinni enn – þrjú núll fyrir ömmu – ömmu minni sem var ósigrandi. Það hefði ekki komið mér á óvart. Amma mín var nefnilega svo mikið hörkutól. Ég sat hjá henni síðustu klukkustund- ina, þegar ljóst var í hvað stefndi, en trúði því samt að hugur hennar og hjarta myndu aldrei hætta. En hún var orðin þreytt. Amma Lillý storkaði hefðbundn- um gildum á einstakan máta og í huga mér er hún sveipuð ævintýra- ljóma. Enginn annar átti ömmu sem hafði haldið kyrkislöngu sem gælu- dýr. Enginn annar átti ömmu sem hafði svifið um í fallhlíf. Enginn ann- ar átti ömmu sem kunni að lesa myndmálið í teppunum frá Persíu. Hún var hugrökk og ákveðin, af- skaplega fylgin sér og enginn stóð henni framar hvað dugnað og vinnu- semi viðkom. Ég man eftir henni á sífelldum þönum, hvernig small í hælunum á skínandi fallegum skón- um hvar sem hún fór. Og ef það voru ekki skínandi hælaskór voru það vöðlur úti í miðri laxveiðiá. Hún hafði óbilandi áhuga á að skilja hvernig allt virkaði – allt frá vélum að flókn- um mannslíkamanum og lagði sig alla fram um að svala forvitninni. Ekkert var henni óviðkomandi og hafði hún skoðun á flestum hlutum. Hún var sanngjörn og víðsýn, með sterka réttlætiskennd, sennilega hálfri öld á undan sinni samtíð hvað varðar lífsskoðanir og viðmót. Amma mín var leiftrandi greind, vel lesin, ákaflega smekkvís og alltaf stórglæsileg – en þó á einfaldan máta, því allt tildur og yfirborðs- mennska angraði hana. Hún hafði mikinn áhuga á listum og var mikill fagurkeri og sennilega var það rétt eins og með mekaníkina, hún vildi skilja fegurðina. Hún og afi áttu ein- stakt listaverkasafn og voru það for- réttindi að alast upp innan um slíka muni og fræðast um leið um uppruna þeirra og hvað það var sem gerði þá einstaka. Hún var ekki mikið að kyssa og kjassa okkur barnabörnin en við fundum ætíð að hún bar í brjósti endalausa umhyggju fyrir okkur og áhugi hennar á velferð okk- ar dvínaði aldrei. Allt fram á síðustu dagana vissi hún hvar við vorum öll niðurkomin og hún fylgdist af ná- kvæmni með daglegu lífi okkar og störfum. Minni hennar var ótrúlegt þar til yfir lauk og hæfileiki hennar til að halda yfirsýn var einstakur. Amma mín var aldrei hefðbundin eða venjuleg. Hún bar ávallt af í glæsi- leik og greind. En hún var líka hóg- vær og lítillát og því ekki rétt að halda áfram að telja upp alla hennar óteljandi kosti. Ég mun hins vegar ekki gleyma þeim. Hjarta mitt er fullt af auðmýkt og þakklæti þegar ég fylgi ömmu minni síðustu skrefin. Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Nú er amma á Tómó látin og skil- ur eftir sig stórt skarð í fjölskyld- unni. Amma var litrík persóna sem hafði áhrif á okkur öll, hvert á sinn hátt. Í mínum huga var amma með eindæmum viljasterk og ákveðin kona. Hún dreif áfram verkefnin af einstökum dugnaði og ekkert var henni ofviða. Hún talaði aldrei um kvenréttindi því hún tók því sem gefnu að konur gætu allt, að minnsta kosti hún. Amma var glæsileg kona með gott auga fyrir stíl. Hún bar sig svo fallega, teinrétt með höfuðið hátt og helst á háum pinnahælum. Hún var mikill fagurkeri á handverk og safn- aði að sér, í gegnum árin, fallegum hlutum sem hún hafði mikla ánægju af og prýddu heimili þeirra afa. Sjálf var hún snillingur í höndunum. Hún prjónaði og saumaði allan fatnað á börnin sín og var mikið í mun að hann bæri vott um gott handbragð. Hér á árum áður gat hún galdrað fram glæsilegustu samkvæmiskjóla á mömmu með engum fyrirvara. Hún málaði á postulín, flísalagði, veggfóðraði og hafði bara nokkuð gaman af að fá borvélina hans pabba lánaða. Hún vissi allt um handhnýtt- ar persneskar mottur og mynstur á bollastellum frá Konunglega Danska svo dæmi séu tekin en amma hafði mikinn smekk fyrir Dönum. Hún sletti dönsku, las dönsku blöðin og hafði yndi af að vera í Danmörku enda átti hún móð- ursystur búsetta þar sem hún fór ófáar ferðirnar til. Amma á Tómó var góð amma. Hún var ekki amma sem knúsaði mann eða kjassaði heldur fékk mað- ur að gera ýmislegt hjá henni og hvergi annars staðar. Við fengum að krulla okkur með krullujárninu og spóka okkur á pinnahælunum. Við máttum alltaf moka í hveitiskúff- unni og fara út að leika eftir matinn. Hún kenndi mér að prjóna og hekla og skrifa A í skriftarbókina með reglustiku. Það varð fallegra þann- ig. Hún fylgdist með öllu sem við krakkarnir tókum okkur fyrir hend- ur og mér er það ómögulegt að skilja hvernig hún, á efri árum, gat haldið utan um þetta allt saman. Hún var ekkert að mæra okkur en af áhuganum skildum við að ömmu þótti mjög vænt um okkur og var mikið í mun að okkur gengi vel og liði vel. Hún heimsótti mig einu sinni eftir að ég flutti með fjölskyld- una til Svíþjóðar. Við spókuðum okkur saman á Strauinu í Köben og nutum okkar vel. Við áttum annan endurfund á sama stað síðastliðið sumar og ég er svo þakklát fyrir að af því varð. Við systurnar hittum hana með yngstu börnin okkar og áttum við þar saman notalegan eft- irmiðdag. Við enduðum með að drekka kaffi á D́Angleterre. Innst inni vissi ég að þetta væri síðasta ferðin hennar ömmu til Köben. Hún amma var skarpgreind kona sem vildi skilja allt í botn. Það á bæði við um innviði raftækja eða sjúkdómsgang. Ég sagði það stund- um við hana að hún hefði átt að verða skurðlæknir. Hún hefði haft svo gaman af að finna út úr grein- ingunni og ekki síður af handverk- inu. Hún er mér fyrirmynd á marg- an hátt. Þennan dugnað sem einkenndi ömmu get ég vonandi haft að leiðarljósi. Ég á eftir að sakna hennar mikið en minningarn- ar eru svo ljóslifandi að ég veit að þær hjálpa mér á leið. Takk, elsku amma. Þín Sigurlaug Ben. Ferðalag okkar hér á jörð er mikilvægt og öll höfum við okkar hlutverk. Verkefni okkar eru mörg og æði misjöfn, krefjandi sem skapandi. Það er mikilvægt að við leitumst við að skapa og gera hluti sem skilja eftir sig uppbyggilega þætti, nærveru sem gleður og leið- beiningu og leiðarljós til handa þeim sem eftir koma til að gæða líf- ið góðum gildum. Vegur lífsins er vandrataður en öll viljum við leit- ast við að gefa af okkur það góða. Amma okkar Sigurlaug Þor- steinsdóttir hefur fært sig á nýjan stað þar sem friður og hvíld er. Ferðalag hennar hér með okkur hefur tekið enda eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm sem sótt hefur á hana í langan tíma. Mikill leiðtogi hefur skilið við. Minningar okkar systkina um hana eru ótalmargar og oft ævin- týri líkastar. Hún var leiðtogi sinn- ar fjölskyldu, var alltaf að fylgjast með sínu fólki og var mikið umhug- að um sína afkomendur. Amma og afi héldu sitt heimili á Tómasar- haga 13 síðustu árin, en afi lést fyr- ir rúmum tíu árum. Þau voru bæði fagurkerar og bar heimili þeirra þess merki. Kraftur hennar var einstakur, áræði og dugnaður fylgdu í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hvort sem var í leik eða starfi, lagði hún sig fram um að skila því besta sem hún gat. Hún setti sig afburðavel inn í þau hlutverk sem hún þurfti að takast á við svo aðrir tóku eftir. Ákveðin og rökföst tókst hún á við málefni líðandi stundar enda ávallt búin að kynna sér mörg viðfangsefnin, enda með eindæmum fróðleiksfús. Ekki var lífsins vegur fyrir hana alltaf sá auðveldi enda erfitt að fást við fráfall afa og einnig föður okkar með stuttu millibili. Auk þess missti hún móður sína ung. Endalaus styrkur hennar færði hana yfir þessa erfiðleika sem aðra. Við kveðjum einstaka ömmu okkar nú og erum ævinlega þakk- lát fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Hún færði okkur sem og öllum sem hún þekkti leiðarljós góðra gilda. Þekking hennar og viska, kraftur og áræði mun lifa með okkur um ókomna tíð. Elsku amma, hvíl þú í friði. Eggert, Valdimar og Hjördís. Nokkur orð frá skólasystkinum. Þá er Lillý okkar búin að fá hvíldina – henni var ekki fisjað saman, henni Lillý. Hún hefði átt að verða verkfræðingur gerandi við hin og þessi tæki á sínu heimili og víðar. Undirrituð og Lillý unnu á sama vinnustað í nokkur ár svo það fór ekkert á milli mála að dugleg var hún og hún var ekki að kveinka sér yfir sínum veikindum og lét sig hafa það að fara með okkur vinkon- unum í ferðalög bæði innanlands og utan – Hún vildi nota tímann á meðan hún sæi aðeins – en hún var orðin lögblind. Við hittumst fyrst í Verslunar- skóla Íslands árið 1936 og útskrif- uðumst 1940. Þetta var sérstak- lega samheldinn hópur. Við nokkrar stúlkur stofnuðum saumaklúbb áður en við fórum úr skólanum – en nú síðustu árin höf- um við hist einu sinni í mánuði yfir vetrartímann í kaffi á Grand Hótel – en það er orðið mjög fámennt hjá okkur. Lillý kom síðastliðið haust í kaffið með okkur og sýndi okkur það sem hún hafði prjónað í Þorra- seli þar sem hún var tvisvar í viku þegar hún hafði heilsu til og það var sama sagan – allt svo vel gert sem hún tók sér fyrir hendur. Við eigum eftir að sakna Lillýj- ar. Við sendum fjölskyldunum hennar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd okkar skólasystkinanna, Björg Jónsdóttir. Nú eru liðin allmörg ár síðan við áttum samleið með Sigurlaugu Þorsteinsdóttur, Lillý um nokk- urra ára skeið, sem starfsmenn lögfræðiskrifstofu í Reykjavík. Sigurlaug Þorsteinsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞORVALDSDÓTTIR fyrrverandi kaupmaður, sem andaðist laugardaginn 14. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Ásgerður Geirarðsdóttir, Sverrir Sveinsson, Valdís Gróa Geirarðsdóttir, Þorgeir Lúðvíksson, Svanhildur Geirarðsdóttir, Hjörtur Guðbjartsson, Geirarður Geirarðsson, Sigrún Fjeldsted, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN MÖLLER, Vallarási 5, Reykjavík, sem lést laugardaginn 14. febrúar, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 13.00. Jón G. Baldvinsson, Hildur Magnea Jónsdóttir, Bernd Ogrodnik, Baldvin Jónsson, María Pétursdóttir, Þóra Jónsdóttir, Eggert Þór Jónsson, Brynhildur Jónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.