Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
TILBOÐSDAGAR
30-50% afsláttur
af völdum legsteinum
á meðan birgðir endast
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Elskulegur afi okk-
ar hefur nú kvatt
þennan heim. Tilfinn-
ingar okkar eru blendnar á þessum
tíma, léttir fyrir afa að fá að fara og
söknuður hjá okkur. Það var ynd-
islegt að koma til afa og ömmu á
Miðvanginn. Okkur er það minn-
isstætt þegar við vorum lítil að afi
hafði alltaf eitthvað spennandi í
skyrtuvasanum sínum, eins og gler-
Magnús St. Magnússon
✝ Magnús Steph-ensen Magnússon
fæddist í Hafnarfirði
1. desember 1922.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
vangi í Hafnarfirði
30. janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði 6. febr-
úar.
augu, minnisbækur
og fleira. Bílskúrinn
hans afa á Miðvangn-
um var eins og ævin-
týraland fyrir okkur
krakkana. Fullt af
verkfærum og gamall
bíll sem við máttum
leika okkur í og voru
Gylfi og Sigurjón þar
flestum stundum.
Einnig spiluðum við
þar oft fótbolta með
afa og á góðviðrisdög-
um var líka farið í
heita pottinn og það
fannst okkur krökkunum gaman.
Afi starfaði sem pípulagninga-
meistari, hann hafði unun af því
starfi og vann þar til hann var 75
ára. En ekki hafði hann hins vegar
jafn gaman af því að rukka fyrir vel
unnin störf og oftar en ekki þurfti
amma að ýta á eftir því. En hann
átti það líka til að gefa vinnu sína ef
hann vissi að fólk var ekki vel
stætt.
Afi var rólegur maður og hann
átti auðvelt með að sofna hvar og
hvenær sem var. Þó svo að mikið
hafi verið spjallað þegar stórfjöl-
skyldan kom saman truflaði það
ekki afa, hann fékk sér bara blund
og hélt svo samræðunum áfram
þegar hann vaknaði aftur.
Við getum ekki annað en brosað
þegar við hugsum til þess þegar afi
og amma ræddu pólitík, þá var oft
mikið rökrætt og þau voru alls ekki
sammála, afi var mikill sjálfstæð-
ismaður og amma samfylkingar-
kona. En með árunum hefur minna
farið fyrir þessum rökræðum. Afi
var ljúfur og góður maður og þó svo
að hann talaði ekki manna mest
fylgdist hann vel með því sem var
að gerast hjá sínu fólki.
Elsku amma, missir þinn er mik-
ill, hugur okkar og bænir eru hjá
þér. Minningin um yndislegan afa
lifir með okkur.
Guðrún og Gylfi.
Elsku Lulla
frænka. Á næstum
hverju sumri komum
við fjölskyldan til Borgarfjarðar
eystra. Þá var einn sjálfsagður og
nauðsynlegur hluti af dagskránni
að heimsækja ykkur Laugja í
Odda. Þar var okkur tekið opnum
Laufey Soffía Jónsdóttir
✝ Laufey SoffíaJónsdóttir fædd-
ist á Borgarfirði
eystri 12. desember
1920. Hún lést á
dvalarheimilinu Upp-
sölum á Fáskrúðs-
firði 30. janúar síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Bakkagerðiskirkju 6.
febrúar.
örmum á hlýlega
heimilinu ykkar.
Ekki voru húsakynn-
in stór en nægjusem-
in allsráðandi. Í eld-
húsinu lagaðir þú til
bakkelsi á meðan
Laugi sat í stofunni
og spjallaði um fót-
boltann. Þessar
heimsóknir hlýjuðu
mér um hjartaræt-
urnar og þó ég hafi, á
þessum árum, ekki
alltaf haft eirð í mér
að sitja lengi kyrr og
spjalla, þá kunni ég svo sannarlega
að meta fótboltaumræðuna, mjólk-
ina og kökurnar.
Af öllum þeim minningum sem
ég á um þig þykir mér þó vænst
um eina og er það ferðalag ykkar
hjónanna með ömmu og afa um
landið. Það má kannski teljast
skrýtið að sú minning sé mér kær-
ust þar sem ég var ekki með í för
en frásagnir afa og ömmu úr ferða-
laginu fengu mig til að gráta úr
hlátri og enn þann dag í dag bið ég
ömmu að rifja upp þetta ógleym-
anlega ferðalag ykkar. Þið voruð
alveg einstök.
Elsku frænka, nú ert þú farin í
langt ferðalag og ég veit að enda-
stöðin verður þér góð.
Elsku Dóra, Baldur og fjölskyld-
ur, ykkur sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði,
elsku Lulla, og takk fyrir sam-
verustundirnar.
Þín frænka
Katrín Heiða.
Elsku afi minn. Síð-
ustu daga hef ég verið
að rifja upp alla þá
góðu tíma sem við átt-
um öll saman í Lyngbrekkunni, þeir
voru dásamlegir. Við barnabörnin
vorum í pössun hjá ykkur ömmu alla
daga og það var sko mikið fjör. Aldrei
gleymi ég þeim stundum þegar þú
komst heim af sjónum og faðmaðir
okkur öll og gafst okkur gjafir, alltaf
eitthvert dót sem þú varst búinn að
hafa fyrir að finna handa okkur, eins
og til dæmis Maggadúkkurnar. Svo
sást þú alltaf til þess að geymslan
væri full af kóki, kexi og öðrum kræs-
ingum handa okkur. Þú passaðir allt-
af upp á að öllum liði vel.
Elsku afi, eftir langa og erfiða bar-
áttu við veikindi þín þá hefur þú feng-
ið hvíldina þína. Núna ertu kominn til
hennar ömmu aftur og þið getið spilað
kasínu og verið saman á ný. Ég veit
hvað þú saknaðir hennar mikið þegar
hún fór frá okkur, eins og við öll. Það
er gott að vita af ykkur saman og ég
veit að þið vakið yfir okkur öllum.
Elsku afi, ég sakna þín svo mikið,
sakna þess að geta ekki faðmað þig og
fundið heitu hendurnar þínar. Sakna
þess að geta ekki komið og heimsótt
þig á spítalann. Okkur Elínu fannst
skrítið að vakna á sunnudaginn og
vera ekki að fara til þín eins og við
gerðum alltaf. Það var svo gaman að
koma til þín, þú lifnaðir allur við og
varst svo montinn af öllum börnunum
þínum. Þú sagðir við mig um daginn
að þig langaði að fara að kíkja heim
því þú værir allur að hressast. Afi, þú
varst alltaf svo jákvæður og bjart-
sýnn.
Elsku afi minn, núna ertu kominn á
betri stað. Þú munt alltaf eiga stóran
stað í hjarta mínu. Kysstu ömmu frá
mér. Guð geymi þig.
Þín
Unnur.
Elsku besti afi. Allar fallegu minn-
ingarnar um þig eru óteljandi, enda
ertu búinn að vera svo stór hluti af
okkar lífi. Við frændsystkinin erum
svo heppin að hafa fengið að vera í
pössun hjá ykkur ömmu á hverjum
degi. Þið voruð alltaf svo góð við okk-
ur að betri afa og ömmu er ekki hægt
að hugsa sér. Ég gleymi aldrei þeim
ófáu skiptum þegar þú komst heim af
Magnús Kristinn
Finnbogason
✝ Magnús KristinnFinnbogason
fæddist í Neðri-
Presthúsum í Mýrdal
29. júlí 1925. Hann
lést á líknardeild
Landakotsspítala 30.
janúar síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Digraneskirkju 6.
febrúar.
sjónum og við frænd-
systkinin settumst
prúð og fín í röð á sóf-
ann og þú dreifðir gjöf-
um á línuna og það
voru sko engar smá
gjafir.
Ég gleymi heldur
aldrei öllum ferðalög-
unum um landið sem
þið amma komuð með
okkur í og öllum bíltúr-
unum sem við fórum í
Eden að skoða blómin
og kaupa ís. En svo liðu
árin og amma veiktist
og kvaddi okkur að lokum. Þú fluttir
þá í nýja íbúð en ömmu saknaðirðu
alltaf mjög mikið og hafðir þú oft orð
á því.
Það var alltaf svo gaman að koma í
heimsókn til þín, afi, og hlusta á sög-
urnar þínar. Þú hafðir alltaf frá
mörgu að segja, enda búinn að ferðast
um allan heim. Þú hafðir líka svo góð-
an húmor að alltaf gat maður nú hleg-
ið að þér, meira að segja þegar þú
varst orðinn mikið veikur þá varstu
alltaf með húmorinn í lagi. Svo varstu
líka svo duglegur í gegnum þessi erf-
iðu veikindi þín og misstir aldrei
þróttinn. Þú klæddir þig alltaf í fín föt
og labbaðir með okkur um ganginn á
spítalanum, svo stoltur af okkur stelp-
unum þínum og sannaðir hversu dug-
legur þú varst.
Elsku afi, nú hefur þú fengið hvíld.
Þín er sárt saknað en við þökkum fyr-
ir öll árin sem við áttum með þér og
geymum ótal góðar minningar í
brjóstum okkar. Ég veit að nú eruð
þið amma að dansa á himnum eins og
í draumunum mínum og fylgist með
okkur, fólkinu ykkar.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Hvíldu í friði og guð geymi þig.
Elín Erlendsdóttir.
Í dag er til moldar borinn Magnús
fyrrverandi tengdafaðir minn til 20
ára og langar mig að minnast hans og
konu hans Unnar sem kvaddi okkur í
apríl 2006.
Upprifjun áranna í gegnum
myndaalbúm mitt segir sögu okkar
saman.
Sögur barnanna minna og upprifj-
un æskuáranna hjá ömmu og afa eru
góðar og gaman að hlusta á.
Amma að baka pönnsur,elda káss-
una sem enginn kann nema hún, spila,
gera hús úr borðum, skreyta fyrir jól-
in; að sofa í holunni og amma átti allt-
af ís, já, og kaffitímarnir hjá þeim
skipa stóran sess í sögunum. Amma
sem alltaf var svo sæt og fín, hafði
alltaf tíma fyrir barnabörnin sín.
Taka á móti afa á sjónum, hann
kom alltaf með eitthvað sem gladdi,
bíltúrar í bæinn, fara á fýlaveiðar í
Mýrdalinn, kveðja hann á bryggj-
unni, veifa þegar skipsflautan blés á
leið hans framhjá heimahögunum
hans Vík í Mýrdal, þar sem við dvöld-
um svo oft.
Og allar sögurnar sem hann sagði
okkur, úr ferðum sínum um heiminn.
Já, hann Magnús hafði gaman af því
að segja sögur.
Margs er að minnast og margt ber
að þakka.
Hafið þökk fyrir allt og allt.
Samúðarkveðjur sendi ég fjöl-
skyldum ykkar.
Ykkar
Selma.
Með nokkrum orð-
um langar mig til að
kveðja elskulegan
tengdaföður minn,
sem nú er horfinn okkur til annars
heims. Ég kynntist Dagbjarti fyrst
fyrir rúmum sex árum þegar ég
kom inn í fjölskyldu hans. Dag-
bjartur kom mér strax fyrir sjónir
sem ljúfur og hjartahlýr maður, þó
svo hann væri ekki margmáll og
breiddi ekki faðminn á móti manni.
Hann var með góða nærveru og
maður náði góðri slökun í nálægð
hans þegar setið var við eldhús-
borðið yfir kaffi, vöfflum og öðru
bakkelsi, sem hann var vanur að
baka og bera á borð.
Hann hafði sérstaka ánægju af
að tala um atburði liðinna ára og
upplifði marga svaðilförina til sjós
þegar hann lét hugann reika. Ekki
heyrði ég hann hallmæla nokkrum
manni, en hann átti til að tvinna
blótsyrði þegar hann lagði áherslu
á frásögn sína með sterkum lýs-
ingaorðum. Hann var samt fyrstur
manna til að setja ofan í við barna-
börn sín ef hann heyrði þau blóta,
en fékk þá á móti ábendingu um að
hann blótaði sjálfur. Þá varð hon-
um gjarnan á orði, „Hvaða helv…..
vitleysa er þetta hjá þér barn, ég
blóta aldrei.“ Þetta segir manni það
að hann hugsaði aldrei neitt ljótt,
hann sagði bara orðin. Ég varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að fara
með honum í veiðitúra, sem var
hans mesta skemmtun. Þá var
Dagbjartur Jónsson
✝ Dagbjartur Jóns-son fæddist á Sól-
bakka á Stokkseyri
16. ágúst 1924. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 2.
febrúar sl.
Dagbjartur var
jarðsettur frá Árbæj-
arkirkju 10. febrúar
sl.
Dagbjartur á heima-
velli og gaf góð ráð
og átti sína uppáhalds
veiðistaði.
Hvergi undi hann
sér betur en á
Stokkseyri, í nota-
legri aðstöðu á æsku-
stöðvum sínum.
Þangað leitaði Dag-
bjartur þegar hann
þurfti hugarró. Þar
fann hann frið og ör-
yggi og hafði þar vatn
til að veiða, þó ekki
væri nema til að
sleppa bráðinni aftur. Hann var
mikill dýravinur og gerði ekki flugu
mein í orðsins fyllstu merkingu, því
hann opnaði bara fyrir þeim og
hleypti þeim út. Um leið og ég óska
honum velfarnaðar á nýjum leiðum
og bið Guð að veita Ingibjörgu og
fjölskyldu hans styrk í gegn um
sorgina og kveð með þessu fallega
ljóði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Jónas.
Elsku afi. Nú ertu farinn frá
okkur og við eigum eftir að sakna
þín. Við eigum einungis góðar og
fallegar minningar um þig. Við vor-
um svo heppin að alast upp í næstu
götu við ykkur ömmu og við vorum
meira en velkomin í heimsókn á
hverjum degi. Um helgar var ein-
staklega gott að kíkja til þín og
ömmu því þá varstu búinn að
smyrja fullan bakka af brauði með
alls konar áleggi og búinn að
blanda handa okkur afadjús. Það
var svo yfirleitt eitthvert bakkelsi
eins og frægu lagterturnar þínar
eða jólakaka með rúsínunum í eft-
irrétt, sem þú auðvitað bakaðir
sjálfur.
Þú unnir tónlist og þá voru óp-
erur í miklu uppáhaldi og við minn-
umst þess þegar þú hækkaðir í
græjunum og söngst með Pavarotti,
þú passaðir þó alltaf að tónlistin
væri það hátt stillt að lítið heyrðist
í þér. Þú varst mikill dýravinur og
við hlæjum þegar við hugsum til
þess hvað kettirnir þínir voru
óánægðir að fá okkur í heimsókn.
Þú varst sá eini sem þeim líkaði við
og eltu þeir þig eins og skuggi.
Við heimsóttum þig á spítalann
og áttum góða stund með þér þar,
það var alltaf stutt í húmorinn og
við hlógum þar saman í síðasta
sinn. Við erum þakklát fyrir þá
stund og að hafa faðmað þig og
kysst bless, þótt við ættum von á að
hitta þig nokkrum dögum seinna í
Álakvíslinni. Þú varst fámáll elsku
afi en hjartahlýr og góður, við mun-
um sakna þín sárt. Okkur langar að
minnast þín með þessu ljóði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín barnabörn,
Edda Guðrún, Eva Bryndís
og Dagbjartur Ísak.