Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Karl Jónasson
✝ Karl Jónassonfæddist í Rima-
koti í A-Landeyjum 19.
febrúar 1909. Hann
andaðist 15. apríl
1980. Hann var sonur
hjónanna Jónasar
Þorvaldssonar, f.
30.8. 1849, d. 21.11. 1911, og Þorgerðar
Guðmundsdóttur, f. 23.8. 1877, d. 10.10.
1968. Alsystkini Karls voru: Guðjón, Jó-
hann og Sigurveig, samfeðra Páll og
sammæðra Aðalsteinn. Öll látin. Nokk-
urra vikna gamall fór Karl í fóstur hjá Ár-
sæli Ísleifssyni og Önnu Þórðardóttur
sem bjuggu á Önundarstöðum í A-
Landeyjum, sonur þeirra og uppeld-
isbróðir Karls var Þórður Ársælsson sem
lengi bjó á Borg á Eyrarbakka. Á Önund-
arstöðum ólst Karl upp uns hann flutti
að heiman um tvítugt.
Karl kvæntist 23.11. 1930 Aðalheiði
Gestsdóttir, f. í Pálshúsum á Stokkseyri
15.11. 1907. Foreldrar hennar voru hjónin
Gestur Sigurðsson, formaður í Sandvík á
Stokkseyri, f. í Brattholtshjáleigu í
Stokkseyrarhreppi 1.5. 1877, d. 24.5.
1943, og Guðríður Guðlaugsdóttir, f. á
Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi
14.9. 1876, d. 2.10. 1971. Börn Karls og
Aðalheiðar: a) Ársæll, f, 28.8. 1931, lát-
inn. b) Gestur Karl, f. 14.6. 1933. látinn.
c) Jónas, f. 13.10. 1934, látinn. d) Krist-
inn, f. 4.10. 1936. e) Drengur, f. andvana
13.1. 1938. f) Magnús, f. 6.3. 1939. g)
Agnes, f. 23.6. 1942. h) Gunnar Vífill, f.
19.9. 1948. i) Jón Ólafur, f. 19.9. 1948.
Fósturdóttir Karls og dóttir Aðalheiðar
var Hrafnhildur Margrét Viggósdóttir
sem er látin.
Karl gekk í farskóla í Landeyjum, tók
minna mótorvélstjórapróf á Stokkeyri
1929 og sveinspróf í bifvélavirkjun 1942.
Hann nam einnig úrsmíði í fjögur ár.
Hann var vélamaður hjá ýmsum útgerð-
armönnum í Vestmannaeyjum 1929-34
og hjá útgerðarmönnum á Stokkseyri
1934-37, en bifvélavirki hjá KÁ á Selfossi
1937-54, vann í Vélsmiðju Kristjáns
Gíslasonar í Reykjavík til 1961 en síðan
hjá Sveini Öfjörð og í Vélsmiðju Guðjóns
Öfjörð.
Strax sem unglingur vakti Karl athygli
fyrir handlagni og útsjónarsemi og var
þá þegar farinn að gera við klukkur og
saumavélar og önnur þau tæki sem þá
þekktust í sveitinni. Karl og Aðalheiður
hófu búskap á Stokkseyri, byggðu síðan
hús á Selfossi og bjuggu þar í nokkur ár,
fluttu svo til Eyrarbakka og bjuggu þar til
æviloka og hvíla þar í kirkjugarðinum.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
✝ Ásta Ágústsdóttirfæddist á Urð-
arbaki í Vesturhópi í
V-Hún. 9. júlí 1925.
Hún lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi að morgni sunnu-
dagsins 8. febrúar síð-
astliðins. Foreldrar
hennar voru hjónin
Bjarni Ágúst Bjarna-
son bóndi Urðarbaki,
f. 1890, d. 1981, og
Marsibil Sigurð-
ardóttir, f. 1896, d.
1942. Systkini Ástu
eru Helga, f. 1917, d. 2004, gift Jóni
Húnfjörð Jónassyni, f. 1914, d. 1995;
Unnur, f. 1921, d. 2003, gift Þorvaldi
Björnssyni, f. 1919; Valgeir, f. 1924,
d. 1995, kvæntur Náttfríði Jósafats-
dóttur, f. 1927; Eiður, f. 1925, d.
1981; Héðinn, f. 1928, kvæntur Ingi-
björgu Gísladóttur, f. 1926, d. 1994;
og Bjarni, f. 1932, d. 2005. Hálf-
systkini Ástu, samfeðra, eru Heimir,
f. 1944, kvæntur Þóru Þormóðs-
dóttur, f. 1948, og Marsibil, f. 1946,
gift Birni Levi Péturssyni, f. 1943.
Hinn 9. júlí 1953 giftist Ásta Egg-
erti Óskari Þórhallssyni múr-
arameistara, f. 1. júlí 1926. For-
eldrar hans voru Þórhallur Lárus
Jakobsson bóndi á Syðri Ánastöð-
um, f. 1896, d. 1984, og Ólöf Ingi-
björg Ólafsdóttir, f. 1903, d.1997.
Börn og afkomendur Ástu og
Eggerts eru: 1) Hafdís sjúkraliði, f.
21.2. 1954, gift Sveini Eyþórssyni, f.
1952, börn þeirra eru a) Ásta, f.
1973, gift Kára Samúelssyni, f. 1973,
börn þeirra eru Krist-
ófer Daði, f. 1999, og
Birna Karen, f. 2006,
b) Hilmar, f. 1979, í
samúð með Ásrúnu Ýr
Rúnarsdóttur, f. 1985,
barn þeirra er Daníel
Snær, f. 2008, 2) Ólaf-
ur jarðfræðingur, f.
5.10. 1964, kvæntur
Heiðu Vernharðs-
dóttur, f. 1965, börn
þeirra eru Arnór, f.
1987, Ágúst, f. 1991,
og Aron Eggert, f.
2003.
Ásta ólst upp á Urðarbaki í Vest-
ur-Húnavatnssýslu, stundaði barna-
skóla í sveitinni, fór í nám og vist til
Reykjavíkur á veturna og bjó þá hjá
föðurbróðir sínum Hálfdáni Bjarna-
syni. Veturinn 1945-1946 stundaði
Ásta nám við Kvennaskólann á
Blönduósi. Eftir skólavistina á
Blönduósi fluttist Ásta til Reykja-
víkur, dvaldist fyrst um sinn í vist
hjá frænku sinni Ástríði Sigurð-
ardóttur (Ástu frænku) og manni
hennar Kristni Guðnasyni og stund-
aði ýmis störf. Ásta kynntist Eggert
nokkrum árum eftir komu sína til
Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst í
Mávahlíð 14 en byggðu fljótlega hús
í Njörvasundi 22, ásamt Jakobi,
bróður Eggerts og konu hans, Guð-
nýju. Árið 1971 fluttu Ásta og Egg-
ert í Ljósaland 5 og bjuggu þar í 30
ár, þar til þau fluttu í Miðleiti 4.
Útför Ástu fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag og hefst athöfnin klukk-
an 13.
Mig langar með nokkrum orðum að
minnast tengdamóður minnar, Ástu
Ágústsdóttur. Ég var 18 ára þegar ég
kynntist Óla og fór að venja komur
mínar á heimili Ástu og Edda í Ljósa-
landi. Mér var strax vel tekið. Þegar
við Óli eignuðumst Arnór, frumburð-
inn, bjuggum við í góðu yfirlæti hjá
þeim þar til við fluttum í eigið hús-
næði. Þegar við síðan fluttum til Sví-
þjóðar í nám vorum við alltaf velkom-
in að gista heima hjá þeim þegar við
komum til landsins og alltaf tekið á
móti okkur með opnum faðmi.
Ásta vildi ekki láta hafa fyrir sér en
vildi allt fyrir aðra gera. Hún var
hæglát í fasi og ég sá hana aldrei
skipta skapi og aldrei reiðast neinum.
Hún var mikið fyrir handavinnu og
þeir voru ófáir vettlingarnir og sokk-
arnir sem hún prjónaði á syni mína.
Eftir að Ásta og Eddi fluttu í Mið-
leiti var það orðinn fastur liður á
föstudögum að koma heim til þeirra í
kaffi og hafði ég alltaf Aron Eggert,
yngsta soninn, með mér. Það var ekki
bara kaffi í boði heldur var borðið
ávallt hlaðið kræsingum. Það var allt-
af notalegt og þægilegt að heimsækja
Ástu og maður var alltaf velkominn.
Ég kveð Ástu með söknuði og
þakka henni margar góðar stundir
um liðin ár.
Heiða.
Elsku amma.
Ég finn engin orð til að lýsa því
hvernig mér líður núna, söknuðurinn
er sár. En ég trúi því að þér líði vel á
hinum nýja stað. Minningarnar um
þig leita á mig hvort sem er í svefni
eða vöku. Það er gott að rifja upp góð-
ar stundir með þér, þú hefur alltaf
verið mér sem önnur móðir. Ljósa-
landið á alltaf sérstakan sess í hjarta
mínu og ég sé enn í dag eftir að hafa
ekki keypt húsið ykkar þegar þið
fluttuð í Miðleitið. Í Ljósalandinu á ég
mínar bestu minningar um þig. Ólst
þar upp mína fyrstu mánuði og fékk
bestu meðhöndlun sem hugsast get-
ur. Þér fannst óendanlega gaman að
gefa mér að borða, hvort sem ég var
nýfædd eða 35 ára og minningarnar
um þig eru mikið til tengdar góðum
ömmumat og sætabrauði.
Heimili þitt var mér alltaf opið og
það var alltaf gott að leita í faðm þér.
Ég vissi alltaf að þú talaðir beint frá
hjartanu og það var gott að vita af því
að ekkert færi framhjá þér, hvort sem
það var eitt og eitt aukakíló eða ný
peysa. Þegar ég hugsa til baka er mér
einnig mjög minnisstætt að í gegnum
alla mína skólagöngu hafði ég greiðan
aðgang að ykkur afa. Ég var ávallt
mætt með bækurnar til ykkar þegar
prófin nálguðust. Hjá ykkur leið mér
svo vel og það var gott að hafa
ákveðna rútínu, matar- og kaffitímar
ávallt á sínum ákveðna tíma. Tíminn
sem við eyddum saman í sumarbú-
staðnum er okkur fjölskyldunni líka
ákaflega dýrmætur og það verður
tómlegt án þín þar í sumar.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ég þakka þér, elsku amma, fyrir
allt og allan þann tíma sem við áttum
saman. Þetta eru mér dýrmætar
minningar í dag.
Þín
Ásta.
Elsku langamma.
Mikið söknum við þín. Það er tóm-
legt að koma í Miðleitið. Engin
langamma sem tekur á móti okkur
með opnum örmum og góðri pönnu-
kökulykt. En við vitum að þú fylgist
með okkur þegar við komum til lang-
afa í heimsókn.
Okkur finnst gott að hugsa til þín
og rifja upp allar heimsóknirnar,
sumarbústaðaferðirnar og allar góðu
stundirnar okkar.
Takk fyrir alla vettlingana og sokk-
ana sem þú prjónaðir handa okkur.
Við elskum þig, langamma.
Kristófer Daði og Birna Karen.
Ásta Ágústsdóttir
Sveit FME
Reykjanesmeistari
Sveit FME sigraði í Reykjanes-
mótinu í brids sem fram fór um
helgina. Tíu sveitir spiluðu í mótinu,
þar af var ein Reykjavíkursveit.
Í sigursveitinni spiluðu Garðar
Garðarsson, Kristján Kristjánsson,
Runólfur Jónsson, Karl G. Karlsson
og Gunnlaugur Sævarsson.
Lokastaðan í mótinu varð þessi:
Karl Sigurhjartarson Rvík 169
Sveit FME 164
Sveit Einars Sigurðssonar 163
Sv. Bernódus Kristinssonar 134
Sveit Erlu Sigurjónsdóttur 134
Sveit Hrundar Einarsdóttur 131
Fimm efstu sveitirnar fengu rétt
til að spila í undankeppni Íslands-
mótsins og sveit Hrundar mun vera
fyrsta varasveit á landsvísu.
Í Butlerútreikningi urðu sveitarfé-
lagarnir úr FME efstir, Karl Grétar
með 1,29, Runólfur með 1,03 og
Gunnlaugur með 0.98.
Keppnisstjórinn og Sandgerðing-
urinn, Guðni Sigurðsson sá um að allt
færi eftir settum reglum sem gilda í
brids á Íslandi og fórst honum það
verk frábærlega vel ásamt öllum
tölvuútreikningi.
Aðaltvímenningur
Í Hafnarfirði
Aðaltvímenningur Bridsfélags
Hafnarfjarðar er nú rétt hálfnaður
og eru 26 pör í þeirri skemmtilegu
keppni. Þegar búnar eru 13 umferðir
af 25 hafa Hermann Friðriksson og
Jón Guðmar Jónsson tekið nokkuð
örugga forustu með 62%, ríflega 5
prósentum hærra skor en næsta par.
Þeir tóku forustuna strax á fyrsta
kvöldi með 67,7% en á öðru kvöldi
náðu Ingvar Ingvarsson og Skeggi
Ragnarsson hæsta skori, 62,9%.
Staðan eftir tvö kvöld af fjórum:
Jón G. Jónsson – Hermann Friðrikss. 774
Sveinn Stefánsson – Guðm. Skúlason 708
Ingvar Ingvarss. – Skeggi Ragnarss. 687
Bergur Reyniss. – Reynir Pálsson 670
Sveinn R. Þorvaldsson – Guðlaugur Sveins-
son/Magnús Sverrisson 667
Aðaltvímenningur BR
Hér er staðan í Aðaltvímenningi
BR eftir 2 kvöld af 4
Friðj. Þórhallss. - Páll Valdimarss. 58,3%
Jón Baldurss. - Þorlákur Jónsson 58,0%
Gísli Steingrss. - Sigtryggur Sigurðss. 57,7%
Sveinn Eiríkss. - Hrannar Erlingss. 56,5%
Ómar Olgeirss. - Júlíus Sigurjónss. 56,1%
Gullsmárinn
Spilað var á 11 borðum sl. mánu-
dag, 16. febrúar. Úrslit í N/S
Sigurður Gunnlss. – Gunnar Sigurbjss. 215
Hrafnh. Skúlad. – Þórður Jörundss. 202
Jón Hannesson – Samúel Guðmss. 192
A/V
Eysteinn Einarss. – Björn Björnss. 199
Guðrún Gestsd. – Lilja Kristjánsd. 194
Páll Ólason – Elís Kristjánss. 189
Sigurður Björnss. – Ólafur Gunnarss. 189
Reykjavíkurmót
í tvímenningi
Reykjavíkurmót í tvímenningi
2009 verður haldið laugardaginn 28.
febrúar í Síðumúla 37.
Spilamennska hefst kl. 10. Skrán-
ing á Skrifstofu BSÍ í síma 587-9360.
Íslandsmót kvenna
í sveitakeppni 2009
Hið skemmtilega Íslandsmót
kvenna í sveitakeppni verður háð
helgina 21.-22. febrúar nk. Keppnis-
gjald er 14.000 krónur á sveit. Skrán-
ing er hafin og er hægt að skrá sig á
bridge.is og í síma 587 9360. Núver-
andi Íslandsmeistarar eru sveit
Plastprents með þeim Arngunni
Jónsdóttur, Guðrúnu Jóhannesdótt-
ur, Hrafnhildi Skúladóttur og Soffíu
Daníelsdóttur.
Fjórar efstu sveitirnar úr Íslands-
mótinu eig rétt á því að spila um sæti
í landsliði kvenna fyrir Norðurlanda-
mótið sem haldið verður í Finnlandi
5-7. júní. Fyrirkomulagið verður
þannig að 1. sætið tekur með sér 12
stig, 2 sætið tekur með sér 8 stig, 3
sætið tekur með sér 4 stig og 4 sætið
tekur með sér 0 stig. Spilað verður
um þetta sæti helgina 14. og 15. mars
nk. Nánari upplýsingar er hægt að fá
á skrifstofu BSÍ.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Nú er lokið hjá okkur í Breiðfirð-
ingabúð fimm kvölda tvímennings-
keppni með öruggum sigri Magnúsar
Sverrissonar og Halldórs Þorvalds-
sonar sem hlutu 1.791 stig.
Röð efstu para varð annars þessi:
Sveinn Ragnarss. – Runólfur Guðmss. 1.747
Garðar V. Jónss. – Þorgeir Ingólfsson 1.724
Freyst. Björgvinss. – Kristín Óskarsd. 1.717
Birgir Kristjánss. – Jón Jóhannss. 1.705
Ólöf Ólafsdóttir – Unnar A. Guðmss. 1.703
Sunnudaginn 15.2. var spilað á 13
borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S:
Lilja Kristjánsd. – Óskar Sigurðsson 374
Magnús Sverriss. – Halldór Þorvaldss. 367
Friðrík Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 367
A/V:
Ragnar Haraldss. – Bernhard Linn 358
Garðar V. Jónsson – Þorgeir Ingólfss. 358
Þorbj. Benediktss. – Sveinn Sigurjónss. 331
Næsta sunnudag verður spilaður
eins kvölds tvímenningur en sunnu-
daginn 1. mars hefst þriggja kvölda
hraðsveitarkeppni. Upplýsingar hjá
Sturlaugi í síma 869-7338.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxa-
feni 14, á sunnudögum klukkan 19.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Í dag kveðjum við
elskaða systur okkar,
hana Grétu. Hún var
elst okkar systkina, orðin nær 80 ára
gömul. Við eigum mjög góðar minn-
ingar um hana. Hún var ein af þess-
um hversdagshetjum sem hljótt er
um en hún skilaði hlutverki sínu í líf-
inu af mikilli prýði.
Hún gekk ekki heil til skógar á
æskuárum sínum, fékk lömunarveiki
og lamaðist svo að hún bar þess aldrei
bætur. Þrátt fyrir það skilaði hún
meira dagsverki en margir aðrir.
Hún eignaðist 12 heilbrigð börn sem
hún og eiginmaður hennar, hann
Steini, komu til manns og öll hafa
spjarað sig í lífinu með miklum sóma.
Auk þess að koma þessum barnahópi
upp vann hún í áraraðir hjá Sjónvarp-
inu við hreingerningar og snyrtingu.
Nú, þegar við kveðjum hana systur
okkar, þá hafa örlögin hagað því svo
til að við erum 3 systkinin stödd á
Kanaríeyjum. Engar lausar ferðir
Margrét Jónsdóttir
✝ Margrét Jónsdóttirfæddist á Þórodds-
stöðum í Ölfusi hinn
19. mars 1929. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi
miðvikudaginn 28. jan-
úar síðastliðinn.
Margrét var jarð-
sungin frá Kópavogs-
kirkju 9. febrúar sl.
eru héðan svo ekki er
mögulegt að koma
heim og vera við útför
systur okkar. En hug-
ur okkar er hjá að-
standendum hennar,
sérstaklega honum
Steina, sem sér á eftir
mikilhæfri konu. Við
trúum því að dauðinn
sé aðeins áfangi á
lengri vegferð og að við
eigum í fyllingu tímans
eftir að hitta hana og
aðra gengna ástvini,
þar sem ríkir eilífur friður og kyrrð.
Við sendum Þorsteini og afkomend-
um þeirra Grétu okkar bestu kveðjur
frá Kanaríeyjum og biðjum Guð að
blessa þau
Þorsteinn, Arnheiður og Tómas.
Elsku systir mín, þegar þú kveður
er margs að minnast á svona stundu,
bæði í gleði og sorg.
Kaffisopinn hjá þér var góður
ásamt kleinunum, við spjölluðum við
eldhúsborðið um liðna daga.
Þú varst Ölfusingur, sveitastúlka
sem vann flest sveitastörf eins og þá
var siður.
Þú varst í skóla í Hveragerði, og
fórst svo í Húsmæðraskólann á
Hverabökkum.
Þú ferð til Reykjavíkur og eignast
þitt heimili og börn, móðir 12 barna.
Nóg að gera á þeim bæ.
Lífið heldur áfram, börnin stækka
og þú ferð að hreyfa þig.
Minnisstæðast er mér þegar við
vorum á Akureyri, við Biggi minn
fengum íbúð í viku.
Þú, Edda og Steini komuð í heim-
sókn. Það var gott veður, sól og logn.
Við fórum í bíltúra með kaffi á
brúsa og brauð.
Mývatn var fyrsti staðurinn, svo
Húsavík. Þú hafðir aldrei komið
þangað.
Næst fórum við í Eyjafjörðinn,
skoðuðum Jólahúsið og þar um kring,
þú skemmtir þér mjög vel.
Ég var með Vegahandbókina og
lýsti bæjum með bókina á röngunni.
Þá var nú mikið hlegið.
Það var svo gaman, þetta var svo
skemmtilegt ferðalag.
Ég ætla ekki að skrifa eitthvert
æviágrip, bara um smá tíma sem við
áttum saman.
Við komum til þín fyrir jólin, systk-
inin og áttum yndislega stund með
þér í Sunnuhlíð.
Jón Davíð var með okkur.
Guð geymi þig.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku Steini, börn og aðrir ættingj-
ar.
Innilegar kveðjur til ykkar.
Guðrún og Birgir.
ALDARMINNING