Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Í SJÁLFU sér er ekkert nýtt að
ólíkum stílum sé blandað saman í
tónverki. Chopin samdi dramatíska
tónlist úr hefðbundnum pólskum al-
þýðudönsum, og poppið er oft ekki
langt undan hjá Beethoven. Í nýjum
fiðlukonsert eftir Ríkarð Örn Páls-
son, sem frumfluttur var á þriðju-
daginn, var skautað yfir mismunandi
tegundir tónlistar, frá búlgarskri
hjarðstemningu, klezmertónlist, ís-
lenskum kvæðalögum og barokk-
tónlist. Það var engin smáræð-
iskokteill og ekki sjálfgefið að hann
bragðaðist vel.
Skautað er einmitt rétta orðið.
Konsertinn var á ýmsan hátt hag-
anlega samsettur en það virtist ekki
margt vera undir yfirborðinu.
Kannski var það flutningnum að
kenna. Hjörleifur Valsson var í ein-
leikshlutverkinu og leikur hans var
engan veginn ásættanlegur. Hann
var fálmkenndur og ófókuseraður,
og oft óhreinn. Nú veit ég vel að
Hjörleifur er músíkalskur og næm-
ur. Hér var hann hins vegar í slæmu
formi og lítt hæfur til að miðla
nokkru sem hugsanlega lá undir yf-
irborðinu. Ég er sannfærður um að
hann getur gert betur en þetta.
Nokkru athyglisverðara var
næsta atriði efnisskrárinnar, Mr. Z
(fig 40) eftir Egil Ólafsson. Innblást-
urinn hefur Egill sótt í mynd eftir
Paul Klee, af „höfði, sem hefur bók-
stafinn Z sem andlit. Andlitið er
órætt, eins og pókerspilari sem ekk-
ert vill gefa upp, fígúran er nær því
að vera andlitslaus – í hvaða sam-
félagi verður slík vera til, hver er
hann þessi herra Z?“
Verk Egils, strengjatríó, var af-
sprengi slíkra vangaveltna, og um
manninn yfirleitt, líf hans og örlög.
Tríóið var leikið af Hjörleifi sem áð-
ur var nefndur, einnig Söru Bern-
harðsdóttur og Pawel Pansiuk. Það
var fallegt, snyrtilegt og fínlega
raddað, en leið fyrir óhreinan fiðlu-
leik. Auk þess mátti gagnrýna verk-
ið fyrir skort á stígandi sem gerði
það fremur flatt. Tónlistin bara fjar-
aði út, stirðnaði, varð að engu. En
kannski var það einmitt tilgangur
Egils. Fer ekki einmitt þannig fyrir
okkur á endanum?
Meiri von var að finna í lokastykk-
inu á dagskránni. Þetta var La
prière eftir Gunnar Þórðarson, við
texta franska ljóðskáldsins Alberts
Stricklers. Um var að ræða eins kon-
ar poppkantötu, með einsöngvara
(Sigrúnu Hjálmtýsdóttur) og kamm-
erkór, auk hljómsveitar. Stemningin
var andaktug en ljúf, hér var allt
gott að frétta, lítið um átök og
dramatískar andstæður.
Flutningurinn var líka fagmann-
legur; hljómsveitarleikurinn var
þéttur, kórsöngurinn nákvæmur og
einsöngurinn fagur. En svo fór ljúf
stemningin að verða einhæf, enda
verkið talsvert langt án þess að
nokkuð gerðist að ráði. Tónlistin
hætti að vera sæt, hún varð væmin.
Og svo varð hún yfirþyrmandi. Eins
og kvöldmatur þar sem aðeins eitt
var í boði: Rjómakaka og meiri
rjómakaka.
Óneitanlega var maður með melt-
ingartruflanir að tónleikunum lokn-
um.
Langholtskirkja
Blandaðir tónleikar
– Myrkir músíkdagar
bmnnn
Ríkarður Örn Pálsson: Dansar og
stemmur (frumflutningur). Egill Ólafs-
son: Hr. Z (fig 40) (frumflutningur).
Gunnar Þórðarson: La prière (frum-
flutningur á Íslandi). Jón Leifs Came-
rata lék ásamt kammerkór. Stjórnandi:
Hákon Leifsson. Einleikari: Hjörleifur
Valsson, fiðla. Einsöngvari: Sigrún
Hjálmtýsdóttir, sópran.
Þriðjudagur 10. febrúar.
JÓNAS SEN
TÓNLIST
Kokteill og rjómakökuveisla
ÞJÓÐLEGAR hefðir, handverk,
sögur og hjátrú birtast ósjaldan í
verkum íslenskra myndlistarmanna,
ekki síst nú í dag. Undanfarin ár hef-
ur að einhverju leyti átt sér stað
þjóðleg vakning meðal listamanna
sem hafa leitað fanga í menningar-
arfinum, bæði í bókmenntum, tónlist
og myndlist. Ólöf Nordal hefur um
árabil sótt í þennan arf og skoðað
ýmis fyrirbæri í íslenskri alþýðu-
menningu fyrr og nú. Hvítir hrafnar,
forystusauðir, skoffín og hanaegg
eru meðal þeirra fyrirbæra sem hafa
verið listakonunni innblástur.
Í ljósi atburða þess vetrar sem nú
er að líða er afar viðeigandi að líta
sér nær, og það gerir Ólöf í verkum
sínum „Þrjú lömb og kálfur“ sem
hún sýnir í StartArt við Laugaveg.
Hún skoðar gamla trú á váboða sem
hafa lengi birst með ýmsu móti hér-
lendis, m.a. var litið á fæðingu van-
skapaðra dýra sem váleg tíðindi áð-
ur fyrr. Sýningu Ólafar fylgja skrif
Bjarna skálda frá 1625 þar sem seg-
ir frá einlembdum kýklópa, ein-
hyrndum hrútkettlingi, síldfiskum
með fleiðrum og fleiru sem hljómar
kunnuglega í dag.
Sumarið 2008 fæddust einnig van-
sköpuð dýr hér á landi og þau hefur
Ólöf mótað í leir og steypt í gifsmót.
Í sýningarrýminu liggja skúlptúr-
arnir á gólfinu eins umkomulausir
og fyrirmyndir þeirra og vekja sam-
úð áhorfandans. Markmið Ólafar fel-
ur þó meira í sér en að kveikja til-
finningar og kenndir, en hér vekur
hún áleitnar spurningar um gild-
ismat samfélagsins – fátt brennur
heitar á okkur í dag. Allar þjóðir búa
yfir sínum sannleik og sögu sem
birtist á fjölbreyttan hátt. Sýning
Ólafar minnir samtímann á að
gleyma ekki fortíðinni, að forsmá
ekki hið liðna og á mikilvægi víðsýni
og umburðarlyndis á öllum sviðum.
Hún sýnir að sannleikur vísindanna
útilokar ekki allan annan sannleik og
undirstrikar margbreytilega upp-
lifun okkar á raunveruleikanum fyrr
og nú.
Start Art Laugavegi
Þrjú lömb og kálfur, Ólöf Nordal
bbbnn
Til 4. mars. Opið þri. til lau. 13-17.
Aðgangur ókeypis.
RAGNA
SIGURÐARDÓTTIR
MYNDLIST
Lesið í náttúruna
Morgunblaðið/Heiddi
StartArt „Sýning Ólafar minnir samtímann á að gleyma ekki fortíðinni, að forsmá ekki hið liðna og á mikilvægi víð-
sýni og umburðarlyndis á öllum sviðum.“
Í fermingarblaði Morgunblaðsins er fjallað um allt
sem tengist fermingunni og fermingarundirbún-
ingnum ásamt því hvernig þessum tímamótum í lífi
fjölskyldunnar er fagnað. Blaðið í ár verður sérlega
glæsilegt og efnismikið.
Meðal efnis:
• Veitingar í veisluna – heimatilbúnar eða keyptar
• Mismunandi fermingar
• Skreytingar í veisluna
• Veisluföng og tertur
• Fermingartíska, stelpur og strákar
• Fermingarförðun og hárgreiðsla
• Fermingarmyndatakan
• Fermingargjafir – hvað er vinsælast?
• Hvað breytist við þessi tímamót í lífi barnanna?
• Hvað merkir fermingin?
• Viðtöl við fermingarbörn
• Fermingarskeytin
• Ásamt fullt af spennandi fróðleiksmolum
Fermingarblaðið verður borið út á hvert
einasta heimili á höfuðborgarsvæðinu
ásamt nágrannabyggðum.
Allar nánari upplýsingar veitir Katrín
Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða
kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapönt-
unum til kl. 16.00, mánudaginn 2. mars.
fermingar
kemur út föstudaginn 6. mars
Efnismikið sérblað Morgunblaðsins um
– meira fyrir auglýsendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift