Morgunblaðið - 19.02.2009, Page 44
Eins og sagt
var frá í Morg-
unblaðinu í gær
hefur ónefndur
bloggari tekið
upp á því að
skrifa framhald
bókanna um
Einar Áskel.
Vitnað var í
eina söguna í gær þar sem Einar
Áskell, sem nú er 14 ára Efri-
Breiðhyltingur, drekkur áfengi í
fyrsta sinn. Þriðja framhaldssagan
var svo birt í gær og má þar lesa um
kynni Einars Áskels af reykingum.
Hvað næst? spyrja menn sig for-
viða.
Einar Áskell
kominn á hála braut
44 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Fólk
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er svipað og þættirnir að því leyti að þetta er
tveggja manna tal, en þetta er brotið upp með einhverjum
20-30 lögum og lagabútum,“ segir Jón Ólafsson um tón-
leikaröð hans, Af fingrum fram, sem hefst í Salnum í
Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir verða svipaðs eðlis og sam-
nefndir þættir Jóns sem nutu mikilla vinsælda í Sjónvarp-
inu fyrir nokkrum árum, en þar fékk hann landsþekkta
tónlistarmenn í spjall.
„Umræðuefnið verður kannski ekki það sama og í þátt-
unum, ekki ferill þeirra sem slíkur, heldur verður meira
um lögin sjálf og sögurnar á bak við þau. En svo verður
þetta ekkert eins og tónleikar heldur því við sitjum þarna
bara með gítar og píanó. Og ég ætla ekkert að æfa mig,
við látum þetta bara gerast. Ég á bara að kunna þessi lög,
og segi bara af mér ef ég get ekki spilað þessi lög,“ segir
Jón sem ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í
kvöld, því gestur hans er sjálfur Magnús Eiríks-
son. „Hann er búinn að vera í fararbroddi í laga-
og textasmíðum á Íslandi í 30 ár. Og þetta er
allt svo tímalaust hjá honum, en hann hefur
samt aldrei gert plötu sem er eins og eitthvað
annað sem er í gangi. Þannig að ég myndi segja
að hann sé einn af okkar langfremstu laga- og
textahöfundum síðustu 30 ár.“
Uppselt er á tónleikana í kvöld, en eitthvað
er til af miðum næstu tvo fimmtudaga
þegar gestir verða þeir Magnús Þór
Sigmundsson og Valgeir Guð-
jónsson. Miðasala er á midi.is.
Íslensku tónlistarverðlaunin voru
veitt í húsakynnum Ríkissjónvarps-
ins í gær. Verðlaunahafar kvöldsins
eru allir sem einn vel að viðurkenn-
ingunum komnir og sömu sögu má
segja um þá tónlistarmenn sem til-
nefndir voru í ár. Íslensk tónlist er
sannarlega enn í miklum blóma.
Eins og lesendur Morgunblaðsins
muna stóð nokkur styr um hátíðina
í aðdraganda tilnefninganna. Eins
og fram kom í máli Jakobs F. Magn-
ússonar á verðlaunahátíðinni hafa
aðstandendur hátíðarinnar ákveðið
að taka mark á gagnrýni smærri út-
gefenda og mun þá vonandi skapast
sú sátt sem eðlilegt er að sé um há-
tíð sem kennir sig við Ísland.
Góð hátíð gefur
enn betri fyrirheit
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞEIR höfðu samband við mig og
spurðu hvort ég gæti unnið með
þeim síðasta spölinn af myndinni.
Ég fékk myndina senda fyrirfram
og horfði á hana. Fyrsti klukku-
tíminn var alveg brillíant, en svo
kom einn og hálfur tími í viðbót
sem fór pínulítið út og suður,“ seg-
ir Valdís Ósk-
arsdóttir klipp-
ari sem var
fengin til þess að
endurklippa
belgísku stór-
myndina Mr.
Nobody nú í
nóvember. Ekki
er um neina
smámynd að
ræða því hún
kostar um 58 milljónir dollara í
framleiðslu, sem nemur um 6,6
milljörðum króna. Með aðal-
hlutverkið fer bandaríska stór-
stjarnan Jared Leto, en leikstjóri
myndarinnar heitir Jaco Van
Dormael. Myndin gerist árið 2092
og fjallar um síðasta dauðlega
mann jarðar.
Stytti um 20 mínútur
„Ég sló til og fór til Belgíu í
nóvember. Þá var tíminn sem ég
hafði til að fara yfir myndina kom-
inn niður í viku,“ segir Valdís sem
hófst því handa um leið. „Ég vissi
strax hvað mér fannst. Þetta er
mjög flókin mynd, og mjög lík
Eternal Sunshine of the Spotless
Mind að því leyti að það er flakkað
fram og til baka í tíma. Þetta er
mjög spennandi og skemmtilegur
díalógur, en leikstjórinn ætlaði sér
bara of mikið,“ segir Valdís sem
klippti sína eigin útgáfu af mynd-
inni á nokkrum dögum. Hún stytti
myndina um 20 mínútur og ein-
faldaði hana, flutti til senur og
breytti endinum. „Hann kom svo
og horfði á þetta, og skildi ekkert.
Þá var ég búin að einfalda svo
mikið að hann náði þessu ekki. Þá
gerði ég mér grein fyrir að hann
vildi ekkert ræða þetta, hann vildi
bara horfa. Þannig að ég tók mig
til og kláraði myndina, og fór svo
heim,“ segir Valdís sem hefur ekki
hugmynd um hvort vinna hennar
verður notuð í lokaútgáfu mynd-
arinnar. „Þeir hafa ekki haft neitt
samband þannig að ég veit ekki
neitt,“ segir hún og bætir því við
að hún viti ekki einu sinni hvort
hún fái kredit fyrir vinnu sína. Að-
spurð segist hún þó hafa fengið
borgað, það hafi ekki verið vanda-
mál.
Alls komu átta klipparar að gerð
myndarinnar, sem Valdís segir
vissulega nokkuð sérstök vinnu-
brögð. „Hann lét mismunandi fólk
klippa, og valdi svo það besta sem
hann sá. Þannig að hann vann svo-
lítið eins og Terrence Malick gerði
í kringum The New World. Hann
var með klippara út um allt,“ segir
Valdís sem kom einmitt að klipp-
ingu þeirrar myndar.
Vildi Valdísi
Í upphafi vildi Van Dormael fá
Valdísi sem aðalklippara að Mr.
Nobody, en varð að hverfa frá
þeirri hugmynd þegar meðfram-
leiðendur víðs vegar að úr heim-
inum komu til skjalanna. „Það
komu kanadískir peningar inn í
þetta og þá urðu þeir að taka kan-
adískan klippara. Hann vann í þrjá
mánuði,“ útskýrir Valdís.
Auk Jareds Leto fara þau Rhys
Ifans og Diane Kruger með stór
hlutverk í myndinni, sem Valdís
segir mjög vel leikna. „Jared Leto
er til dæmis alveg frábær. Hann
leikur bæði mjög unga persónu, og
120 ára gamlan mann,“ segir hún.
Aðspurð segist Valdís vissulega
hlakka til að sjá lokaútkomuna, en
stefnt að frumsýningu mynd-
arinnar 11. maí.
„Það var alveg rosalega erfitt að
klippa þessa mynd, en ég hefði
viljað gera það frá upphafi. Annars
vona ég að hann hafi tekið mið af
því að myndin var of löng og of
ruglingleg, og að það skildi hana
enginn nema hann. En þetta var
samt rosalega skemmtilegt, þetta
var bara eins og að klippa Eternal
Sunshine aftur.“
Klippti 6,6 milljarða mynd
Valdís Óskarsdóttir var fengin til að laga stórmyndina Mr. Nobody sem skart-
ar Jared Leto í aðalhlutverkinu Veit ekki hvort vinna hennar verður notuð
Herra Enginn Myndin gerist í framtíðinni, árið 2092. Eins og sjá má er framtíðarsýn leikstjórans nokkuð sérstök.
Valdís
Óskarsdóttir
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
TILKYNNT var í gærkvödi á Ís-
lensku tónlistarverðlaununum að
samningurinn um Reykjavík Loftbrú
(samstarfsverkefni Reykjavíkur-
borgar, STEFs, FÍH og SFH og Ice-
landair) hafi verið endurnýjaður til
eins árs. Nokkrar reglur hafa verið
endurskoðaðar sem og framlag Ice-
landair sem nú gefur gjafabréf í stað
flugmiða.
„Þetta er einungis framlenging til
eins árs og er það gert í ljósi að-
stæðna en við munum skoða þetta
aftur næsta haust,“ segir Svanhildur
Konráðsdóttir, sviðsstjóri menning-
ar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavík-
urborg. „Aðalbreytingin felst í því að
í stað þess að fólk fái farmiða á flókn-
um afsláttarkjörum, þá byggir nýja
fyrirkomulagið á gjafabréfum. Menn
fá úthlutun í formi gjafabréfa með til-
tekinni fjárhæð, annars vegar fyrir
evrópsk verkefni og hins vegar fyrir
bandarísk.“ Ef gjafarbréfið nær ekki
upp í verð flugmiðans, verður tónlist-
arfólk að greiða mismuninn sjálft,
sem og flugvallarskatta.
Styrkhafar þurfa ekki að borga
fyrir yfirvigt en hún verður þó tak-
mörkuð og krafist verður ítarlegrar
upptalningar farangurs. Þessi hluti
samningsins verður svo endurskoð-
aður í júní.
Sett er fram sem skilyrði að styrk-
þegar hafi komið fram á Iceland
Airwaves, Listahátíð, Djass-hátíð
eða Myrkum músíkdögum eða vett-
vangi er tengja má stofnaðilum
Loftbrúar.
Reykjavík Loftbrú
endurnýjuð til eins árs
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Styrkþegi Fjölskyldubandið Bloodgroup hefur oft trítlað yfir Loftbrúna.
Styrkurinn í formi gjafabréfa og yfirvigt takmörkuð frekar
Haukur Már
Helgason heim-
spekingur hefur
stigið úr rit-
stjórastóli
kommúníska
vefritsins Nei.
Við ritstjórn
tekur Magnús
Björn Ólafsson, fyrrv. ritstjóri
Stúdentablaðsins og einn blaða-
manna Nei. Ástæður ritstjóraskipt-
anna eru ekki með öllu ljósar en í
langri kveðjugrein sem birtist á vef
ritsins í gær segist Haukur Már
vera orðinn svolítið þreyttur, „en
þreyta snýst líka um hugsun, að
þurfa að hugsa, eftir aðgerð“, svo
vitnað sé í orð hans.
Magnús Björn tekur
við ritstjórn Nei.
Einn af okkar fremstu laga- og textahöfundum
Af fingrum fram Jón Ólafs og Maggi Eiríks.