Morgunblaðið - 23.02.2009, Page 1

Morgunblaðið - 23.02.2009, Page 1
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2009 íþróttir Boltinn rúllar Deildabikarinn í fótbolta er kominn á fulla ferð. Grindvíkingar skelltu Frömurum. Stjarnan lagði bikarmeistara KR. Fylkir mátti sætta sig við jafntefli gegn Njarðvíkingum. 3 Íþróttir mbl.is GUÐRÚN Sóley Gunnarsdóttir, miðvörður hjá KR í knatt- spyrnu, býst við að skrifa undir samning við sænska úrvals- deildarliðið Djurgården í dag. Þetta stað- festi hún við Morgunblaðið í gær. „Ég geri ráð fyrir að klára þetta í dag, svo framarlega sem samningar nást milli KR og Djurgården,“ sagði Guðrún, en þeir samningar ættu að teljast nánast formsatriði. Guðrún mun spila með liðinu út þessa leiktíð, sem lýkur í nóv- ember. „Það voru einnig önnur lið sem voru að bjóða mér samn- ing, en mér leist best á Djurg- ården. Ég geri ráð fyrir að fara til Svíþjóðar strax eftir Algarve- mótið með landsliðinu, verði ég valin,“ sagði Guðrún hógvær, en hún er einn af burðarásum lands- liðsins, sem tekur þátt í Algarve- mótinu í Portúgal í næsta mán- uði. Guðrún vinnur í Seðlabank- anum, en hefur fengið leyfi til að sinna knattspyrnunni og því ekki um pólitíska „hreinsun“ að ræða. trausti@mbl.is Guðrún Sóley semur við Djurgården Guðrún Sóley Gunnarsdóttir LJÓST er að hin efnilega skytta, Þorgerður Anna Atladóttir mun ekki leika með Stjörnunni í bik- arúrslitunum gegn FH í Eim- skipsbikarkeppni kvenna í hand- knattleik næsta laugardag. Þor- gerður meiddist í gær í leik með 3. flokki þegar brotið var gróflega á henni í gegnumbroti. „Hún fer til læknis á morgun (í dag) og þá kemur í ljós hvað er að. Líklega sleit hún þó liðband í ökkla. Hún er úr leik og mikið áfall að missa hana úr hópnum rétt fyrir bikarúrslitin,“ sagði Atli Hilm- arsson, þjálfari Stjörnunnar og fað- ir Þorgerðar. Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul hefur Þorgerður verið mik- ilvæg fyrir meistaraflokk Stjörn- unnar í vetur og hefur átt fast sæti í byrjunarliði Garðabæjarfélagsins. Hefur hún skorað 54 mörk í N1- deildinni í vetur og því mikill sjón- arsviptir að henni fyrir liðið það sem eftir lifir vetrar. thorkell@mbl.is Þorgerður missir af úr- slitaleiknum Þorgerður Anna Atladóttir Morgunblaðið/Golli Sprettur FH varð bikarmeistari í frjálsíþróttum á laugardag eftir hnífjafna keppni við ÍR. Hér er það hinsvegar Linda Björk Lárusdóttir úr Breiðabliki, sprettharðasta kona landsins um þessar mundir, lengst til vinstri, sem er með forystu í 60 metra grindahlaupi í Laugardalshöllinni. »4-5 Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is „ÞETTA var virkilega góður sigur hjá okkur. Sérstaklega í ljósi þess að Stefan Lövgren tognaði á kálfa á æf- ingu stuttu fyrir leikinn, þannig að ég var nú ekkert rosalega bjartsýnn fyrir þennan leik þar sem við höfðum engan rétthentan skiptimann í skyttustöðunni. En við spiluðum fyrst og fremst stórgóðan varnarleik og það var frábært að landa þessum sigri,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, við Morgunblaðið í gær eftir að lið hans bar sigurorð af Evr- ópumeisturum Ciudad Real, 33:26, í meistaradeild Evrópu í handbolta. Kiel náði þar með að hefna fyrir tapið í úrslitaleik liðanna síðasta vor þegar Ólafur Stefánsson skoraði 12 mörk fyrir Spánverjana. „Eins og ég upplifði þennan leik hefðu úrslitin geta farið á hvorn veg- inn sem var þar til svona korter var eftir af leiknum. Þeir höfðu gert mik- ið af skiptingum og dreift álaginu vel, en ekki við. En vörnin var frá- bær hjá okkur og markvarslan hjá [Thierry] Omayer var líka mjög góð. Svo kvarta ég svo sem ekkert mikið yfir sóknarleiknum. Svo að ég sé þó sanngjarn þá vantaði varnartröllið Didier Dinart í lið Ciudad Real, þannig sóknarleikur okkar gekk bet- ur fyrir vikið.“ Kiel komið áfram Ljóst er eftir úrslit leiksins að Kiel er þegar komið áfram upp úr milli- riðlinum og Ciudad Real þarf aðeins eitt stig til að tryggja sig í 8 liða úr- slit. „Þessi leikur skipti engu máli með það að gera í sjálfu sér. Bæði lið fara áfram, en það er samt auðvitað alltaf gaman að vinna svona stór lið. Auk þess er líka virkilega gaman að halda sigurgöngunni áfram á heima- velli.“ Frá því Alfreð tók við Kiel síð- asta sumar hefur liðið aldrei tapað leik eða gert jafntefli í Eystrasalts- höllinni, heimavelli sínum, enda mikil gryfja og stemningin hreint mögnuð. Ólafur Stefánsson var markahæst- ur í liði Ciudad Real með 5 mörk, þar af gerði hann fjögur þeirra úr víta- köstum. Var hann öryggið upp málað í hvert sinn sem hann steig á víta- punktinn og vílaði meðal annars ekki fyrir sér að vippa yfir Omayer í markinu af vítapunktinum. Kim Anderson, Vid Kavticnik og Filip Jicha skoruðu allir 7 mörk hver í liði Kiel og Nikola Karabatic gerði 6 mörk. Frakkinn hefur einmitt þrá- látlega verið orðaður við félagsskipti til Rhein-Neckar Löwen í sumar, þar sem hann yrði þá samherji Guðjóns Vals Sigurðssonar og Ólafs Stef- ánssonar. Karabatic verður líklega áfram „Það hefur ekkert meira gerst í þessu máli með Karabatic og Rhein- Neckar, þannig það stefnir allt í að það verði bara ekkert meira úr því, sem er frábært mál,“ sagði Alfreð, en hinn 24 ára gamli Frakki þykir besti handknattleiksmaður heims, enda frábær bæði í sókn og vörn. „Virkilega góður sigur“ Alfreð Gíslason Ólafur Stefánsson  Lærisveinar Alfreðs möluðu Evrópumeistarana  Ólafur var markahæstur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.