Morgunblaðið - 23.02.2009, Side 5

Morgunblaðið - 23.02.2009, Side 5
Íþróttir 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2009 Bakvörðurinn Eric Abidal, sem erfélagi Eiðs Smára Gudjohnsen hjá Barcelona, spilar ekki meira með Börsungum næstu tvo mán- uðina, vegna meiðsla í leik liðsins gegn nágrannaliðinu Espanyol á laugardag. Mun hann því ekki mæta sínum gömlu félögum í Lyon í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.    ForráðamennBolton Wanderers í ensku úrvals- deildinni vísa þeim sögusögn- um á bug að Gary Megson, knatt- spyrnustjóri liðs- ins, verði leystur frá störfum og Owen Coyle, stjóri Jóhannesar Karls Guðjónssonar í Burnley, verði ráðinn í hans stað á næstu dögum. Megson hefur stjórn- að liði Bolton síðan í október 2007 en hefur ekki náð að vinna hylli stuðn- ingsmanna liðsins þrátt fyrir ágæt- isúrslit að undanförnu.    Bobby Zamora, framherji Ful-ham í ensku úrvalsdeildinni, skoraði langþráð mark gegn West Bromwich Albion í leik liðanna í gær. Zamora, sem kom frá West Ham í sumar, hafði ekki skorað mark í deildinni síðan í september, en þeir Andy Johnson tryggðu liðinu 2:0 sigur í gær.    Aron EinarGunnars- son, leikmaður Coventry í ensku 1. deildinni, er sagður undir smásjá Harry Redknapp hjá Tottenham, auk spænska stórliðs- ins Atletico Ma- drid, í breska götublaðinu The People. Einnig hafa nöfn Liverpool og Blackburn verið nefnd í tengslum við Aron, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur ekkert tilboð borist til eyrna Arons enn sem kom- ið er.    Sir Alex Ferguson, knattspyrnu-stjóri Manchester United, seg- ist þess fullviss að Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen, leikmaður Blackburn, hafi látið sig detta í leik liðanna á laugardaginn, þegar leik- maðurinn féll við í vítateig United, eftir viðskipti sín við Rafael da Silva. „Þetta var dýfa hjá Pedersen“ sagði Ferguson reiður, því hann vildi fá gult spjald á Pedersen fyrir at- hæfið, því Cristiano Ronaldo hafði fengið spjald fyrir leikaraskap í sama leik.    Harpa Þorsteinsdóttir sem er áreynslu hjá norska úrvals- deildarliðinu Fløya í knattspyrnu þessa dagana lék með liðinu æfinga- leik við Vålerenga á laugardag. Stóð Harpa sig með prýði í leiknum og skoraði tvö mörk fyrir Fløya sem vann leikinn 5:0. Harpa lék með Breiðabliki síðasta sumar.    Danny Lee, rétt tæplega 19 áragamall áhugakylfingur frá Nýja-Sjálandi, sigraði á Johnnie Walker-meistaramótinu á Evr- ópumótaröðinni í golfi í gær en mót- ið fór fram í Ástralíu. Lee er yngsti kylfingurinn í sögu Evrópumótarað- arinnar sem landar sigri en hann er 18 ára og 213 daga gamall. Lee er aðeins annar áhugakylfingurinn sem nær að sigra á Evrópumótaröðinni en Pablo Martin sigraði árið 2007 á Estoril-mótinu í Portúgal.    Venus Williams vann á laugardagsigur á opna Dubai-mótinu í tennis þegar hún lagði Vigrinie Razzano í úrslitaleiknum. Fólk sport@mbl.is Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is Hafdís er frá Ljósavatnsskarði í Þing- eyjarsveit en hefur verið búsett á Ak- ureyri undanfarin fimm ár og æft frjálsíþróttir með UFA. „Fyrstu árin æfði ég á Laugum í Þingeyjarsveit. Þar er malarvöllur og aðstaðan sem við höfðum innanhúss til æfinga bauð upp á svona 30 metra hlaup. Þannig að það var ekki mikið hægt að æfa spretti, heldur voru margar æfingar byggðar upp á einhvers konar tröppu- hoppum. Ég pældi samt einhvern veginn aldrei í því að ég æfði við léleg- ar aðstæður fyrr en ég kom fyrst til Reykjavíkur að keppa á móti. Þá sá ég hvað fólkið á höfuðborgarsvæðinu hefur í raun miklu meira forskot,“ sagði Hafdís þegar Morgunblaðið spjallaði við hana í Laugardalshöllinni um helgina. Aldrei viljað flytja suður „Þetta hefur nú allt skánað samt hvað æfingaaðstöðu varðar eftir að ég flutti til Akureyrar. Þar höfum við 100 metra langa braut innanhúss með gerviefni. Svo er líka verið að byggja völl utanhúss fyrir landsmótið í sum- ar,“ en UMFÍ heldur sitt 26. landsmót á Akureyri í júlí þetta árið. Hafdís keppir yfirleitt undir merkj- um HSÞ en æfir samt sem áður með UFA á Akureyri. En hefur aldrei hvarflað að henni að flytja hreinlega á höfuðborgarsvæðið til að vera sam- keppnishæf með aðstöðu og annað? „Nei, reyndar ekki. Ég er mjög ánægð með þjálfunina sem ég fæ fyrir norðan og hef ekki verið tilbúin að sleppa hendinni af henni. Eins veit ég ekkert með hvaða félagi ég gæti æft fyrir sunnan. Annars líður mér samt best bara í sveitinni. Sveitin hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og ég hef nú alveg náð fínum árangri nú þegar þrátt fyrir að stunda ekki æfingar við toppaðstæður.“ Vesen að ferðast suður Hafdís æfir 1-2 á dag alla daga nema um helgar. Þær fara yfirleitt í ferðalag til Reykjavíkur þar sem hún tekur iðulega þátt á frjálsíþróttamót- um. „Þessi ferðalög geta oft verið mikið vesen. Þeir sem æfa og búa á höfuðborgarsvæðinu gera sér kannski ekki grein fyrir því að við sem erum að norðan þurfum að ferðast í bæinn og það er heldur ekkert ókeypis. Svo þegar í bæinn er komið þarf að finna sér gistingu og það er heldur ekkert auðveldast í heimi. Það er ekkert hægt að setjast upp á fólk og fá að gista á hinum og þessum heimilum, þannig að þar komum við aftur að því hversu mikið forskot íþróttaiðkendur á höfuðborgarsvæðinu hafa á okkur landsbyggðafólkið,“ sagði Hafdís en hún hefur nær eingöngu einbeitt sér að íþróttunum síðustu tvö ár. „Eftir að ég kláraði menntaskóla fyrir næstum tveimur árum hef ég bara verið að æfa frjálsar. Það getur samt verið erfitt að einbeita sér alveg að því, þar sem ég vinn lítið á meðan og ég er ekki á neinum styrkjum. Þetta er ekkert auðvelt líf þannig. En maður lætur þetta bara ganga. Ég verð stöðugt að vera að hreyfa mig. Ég er góð í því og það er það sem mér finnst skemmtilegast.“ Sterk í fótunum Hafdís er sögð best í langstökki og tókst henni nú nýlega að jafna Ís- landsmetið í ungkvennaflokki í grein- inni sem er 6,02 metrar. Er stefnan sett á Íslandsmet í greininni en innan- húss er það núna 6,28 metrar og 6,30 metrar utanhúss, bæði setti Sunna Gestsdóttir. „Ég æfi auðvitað vel og það fer mik- ið púður í fótaæfingar. Til þess að bæta stökkkraftinn sinn og stökkva lengra þarf maður að vera sterkur í fótunum. Í augnablikinu er samt efst á markmiðaskránni hjá mér að fara með landsliðinu á Smáþjóðaleikana og Evrópubikarkeppnina í sumar. Svo er ég líka í hópi þeirra sem stefna á Ól- ympíuleikana 2012.“ „Sveitin gerði mig að þeirri sem ég er í dag“ Morgunblaðið/Golli Sigursæl Hafdís Sigurðardóttir keppti í langstökki og 200 metra hlaupi í bikarkeppninni innanhúss í frjálsíþróttum um helgina í Laugardalshöll. Hafnaði Hafdís í fyrsta sæti í báðum greinum. HAFDÍS Sigurðardóttir úr liði Norður- lands hafði sigur í báðum þeim grein- um sem hún keppti í í bikarkeppninni í frjálsíþróttum um helgina. Átti hún besta tímann í 200 metra hlaupinu á tímanum 25,33 sek. auk þess að stökkva allra kvenna lengst í lang- stökkinu, 5,81 metra. Árangur Hafdís- ar er sérstaklega athyglisverður sem og seigla hennar í ljósi þess að að- stæðurnar sem hún æfir við eru ekki þær bestu og ýmislegt sem ætti að gefa keppendum á höfuðborgarsvæð- inu forskot á landsbyggðarfólkið.  Hafdís Sigurðardóttir lætur ekkert stoppa sig og stefnir hátt í langstökkinu Í HNOTSKURN »Hafdís Sigurðardóttir er 22ára frjálsíþróttakona frá Tjarnarlandi í Ljósavatns- skarði í Þingeyjarsveit. »Hún þykir best í langstökkiog hefur þar stokkið best 6,02 metra. »Um helgina vann Hafdíssigur bæði í langstökki og 200 metra hlaupi í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins inn- anhúss. kur að ínu. nu g p til a á m mö, g á- bæjarlegt. En ég uni hag mínum vel, er í skóla hérna og hef því komið mér ágætlega fyrir. Svo er líka ágætt að búa að dönskunni, það flýtti fyrir mér að komast inn í málið,“ sagði Dóra að lokum. “ Morgunblaðið/Kristinn Silfur Dóra og Malmö lentu í 2. sæti mótsins. HINN 22 ára gamli hlaupagarpur frá Suður- Afríku, Oscar Pistorius, ætti að ná sér að fullu eftir að hafa gengist undir aðgerð á höfði og andliti. Pistorius sem er einn sigursælasti hlaup- arinn í flokki fatlaðra var í bátsferð með vini sín- um nálægt Jóhannesarborg á laugardag á ánni Vaal þegar hann lenti í slysi en sögum ber ekki saman um hvernig slysið orsakaðist nákvæm- lega. Hann gekkst svo undir aðgerð á sunnudag á spítala í Jóhannesarborg. „Heilinn í honum starfar eðlilega eftir slysið,“ sagði Anchen Laubcher, læknirinn sem með- höndlaði Pistorius eftir slysið en hann skadd- aðist mest á höfði. Pistorius sem notast við gervifætur frá Össuri og hefur nokkrum sinnum sótt Ísland heim vegna þess, vann þrenn gullverðlaun á Ólympíu- móti fatlaðra í Peking og fæturnir frá Össuri hafa hjálpað honum mikið. Munaði minnstu að hann væri meðal keppenda á Ólympíuleikunum sjálfum meðal full frískra í Peking á síðasta ári. Ástand Oscars Pistoriusar var stöðugt eftir slysið og eftir að aðgerðin var framkvæmd. Í yfirlýsingu frá umboðsmanni hans, Peet van Zyl í gær sagði: „Oscar verður útskrifaður af spítalanum fljótlega til þess að fara heim til sín að jafna sig og ná bata. Hann varð ekki fyrir neinum skaða á neinum útlimum og braut ekki eða marði nein rifbein. Oscar verður kominn á hlaupabrautina fyrr en síðar. Hann vonar að hann geti tekið þátt í heimsmeistarakeppni fatlaðra sem fer fram í Manchester í Englandi í maí.“ thorkell@mbl.is Hlaupagarpurinn Oscar Pistorius ætti að ná sér að fullu eftir bátsslys Oscar Pistorius

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.