Embla - 01.01.1946, Blaðsíða 48
mér peninga fyrir vinnu mína um sumarið. Ekki þorði ég að
segja mömmu frá fyrirætlun minni. Daginn áður en ferðinni var
heitið, iabbaði ég suður að Óseyri. Ég rnætti Einari við Ósinn
og bar strax upp erindið. Einar leit á mig steinhissa. „Peninga?
Hvað segirðu, barn?“ varð Einari að orði. Eg sagði honum sem
var um væntanlega Reykjavíkurferð, og þar með, að ég ætlaði að
kaupa mér skó, fallega slaufuskó. Einar var barngóður og skildi
metnað minn. Allt í einu fór hann ofan í vasa sinn, tók budduna,
tók tvo peninga upp og spurði mig, hvorn ég vildi fá í kaup. Ég
þekkti, að annar var fimmeyringur, og hélt nú', að Einar væri að
gabba mig. „Ég vil ekki svarta peninginn," sagði ég, og var nú
farið að þykkna í mér. „Maður kaupir ekkert fyrir 5 aura.“ Þá hló
Einar, tók 2 krónupeninga jog fekk mér.
Ekki fekk ég hrós fyrir þetta tiltæki, þegar lieim kom, en afi
hló og gaf mér 50 aura. Næsta morgun var ég snemma á fótum.
Klukkan rúmlega 6 löbbuðum við majnma af stað. Ég bafði ekki
sofið mikið um nóttina. Það var svo mikill ferðaliugur í mér. Ég
var alltaf að spyrja mömmu, livort við værum ekki bráðum komn-
ar. „Þarna er Skólavarðan“, sagði mamma. „Þar höfum við skó-
skipti." Við settumst á tröppurnar og skiptum um skó, Mamma
átti kunningjakonu í Skuggahverfinu, ekkju, sem bjó með syni
sínurn, sem var á aldur við mig. Hún hafði ofan af fyrir sér með
saumum. Þegar við komum til hennar, var hún að enda við að
sjóða morgunmatinn, saltaðar kinnar og kartöflur. Ég var orðin
matlystug. Þegar ég var búin að borða, sagði hún drengnum að
fara með mér og sýna mér bæinn. Við fórum upp í Bakarabrekku.
Þar var hópur af fólki kringum vatnspóstinn, allir vildu komast
sem fyrst að. Elest var þetta gamalt fólk, og mér fannst það ósköp
fátæklegt. „Þetta eru bara vatnskarlar og kerlingar," sagði dreng-
urinn. f þessu kom drengur á móti okkur. Hann fór að stríða
fylgdarmanni mínum með því, að hann væri með stelpu. Þetta
þoldi Iiann ekki og hljóp frá mér. Ég var nú orðin ein, en hélt mér
væri óhætt og hélt því óhikað áfram. En allt í einu var ég orðin
ramvillt. Ég sá menn vera að vinna við að grafa fyrir luisi, lítil
telpa var að færa pabba sínum. Ég gekk til þeirra og bað um að
vísa mér til vegar í Skuggahverfið. Telpan var fús til þess. „Við
46
EMBLA