Embla - 01.01.1946, Blaðsíða 78
fjallgöngur piltanna á haustin, erfiðara en leitin að sannleikan-
um. Þó dró ég ekki í efa, að liægt væri að komast þetta með nógu
mikilli þrautseigju. Þær létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna,
hetjurnar í sögunum hennar ömmu. Þær hetjur, senr sigruðu
erfiðleikana, fundu óskasteininn og eignuðust hálft ríkið. Þess-
um sögum trúði ég bókstaflega. Mér kom ekki til hugar, að þær
væru nokkuð í þá átt að vera hógværar kröfur unr betra og feg-
urra líf fyrir þá menn, er strituðu án afláts alla ævi og sáu lítið af
fegurð umheimsins. Ég skil jretta nú. Ég er svo oft búin að vaka
alein og hugsa um Jrað. '
Ég var ráðin í jrví að ganga undir regnbogann. Mér skyldi tak-
ast það, Iivað sem liver segði. Hvað var annars á móti því, að ég
legði af stað á morgun eða hinn daginn á nýju leðurskónum, sent
mamma gerði mér á sunnudaginn var. Þeir voru úr kýrleðri, og
ekki einu sinni bryddir. Ég ætlaði a& ganga beint af augum suður
túnið og yfir mýrina, en passa mig að lenda ekki í græna dýinu,
því að yfir jrað var engum fært nenra fuglinum fljúgandi. Og
áfranr héldi ég, yfir Kotalækinn, fram hjá öllum stórbýlunum, og
sjálfri kirkjunni, alltaf í suðurátt, og alltaf jafn viss um að kornast
alla leið .En hvað yrði ég lengi á leiðinni? Kannske ár eða þá
mörg ár. Og Jrá yrðu skórnir mínir áreiðanlega gengnir í sundur.
En annars stóð það skrifað í stjörnunum, hvað svona ferðalag
tæki langan tíma.
Og svo stæði ég þar, sem óskirnar yrðu að veruleika. Augu
mín fylltust tárum, svo margt fagurt átti að ske.
Ég gleymdi engum, sem ég liélt að væri hjálparþurfi. Ég mundi
eftir litlu stúlkunni, sem hafði misst höndina sína, drengnum,
sem lá veikur á spítalanum, gömlu konunni, sem var komin í kör.
Og á næsta bæ voru börn, sem áttu engin spariföt og gátu Jrví
ekki farið til kirkjunnar, J)ó að systir þeirra væri fermd. Og svo
hlaut ég að vita alla hluti. Ég ætlaði að spyrja að Jrví, livers vegna
fjöllin í vestri væru blárri en heiðin ofan við bæinn minn. Ég
ætlaði að byggja stórt, hvítt hús handa mönnnu og pabba, Jrar
sem ekkert skorti á, að allt væri sem fullkomnast —, nýjan bæ með
hvítum palli og mörgum bókum í fallegu bandi, ég vissi, að
pabba þótti svo vænt um bækur. Og kringum bæinn áttu að vera
76
EMBLA