Embla - 01.01.1946, Blaðsíða 89
Urðum við nú að vekja upp, því að við þörfnuðumst Iivíldar. Var
okkur rnjög vel tekið. Sofnuðum við fljótt og sváfum til kl. 9
um morguninn. Fórurn við þá að fala hestana af Guðmundi, en
það var ekki auðsótt mál, enda ástæða til. Þannig var ástatt, að
sauðburður stóð yfir og því nýafstaðnar miklar smalamennskur,
enda dreifðu ærnar sér um tún og haga með lömbin sín. Líka
l)arst að mikill rekaviður vegna stríðsins, liestar því notaðir til
hins ýtrasta við störfin. Samt var nú svo komið, að Guðmundur
ætlaði að reiða okkur upp að Hrauni í Ölfusi.
Á hlaðinu í Nesi voru kynstrin öll af rekaviði, sem staflað var
upp í laupa. Hafði Guðmundur selt það allt til mæðiveikinefnd-
ar. Átti að senda bát eftir timbrinu í apríl-maí, en enginn hafði
komið ennþá. Með þeim bát átti fólkið að fá nauðsynjar sínar úr
kaupstaðnum. Var því víða orðið svo þröngt í búi, að til vandræða
horfði. Skorti fólk marga hluti. Húsmóðirin í Nesi átti eitthvað
eitir af hrísgrjónum, svo að hún gat gefið okkur mjólkurgraut,
svo og kjöt og slátur. Kaffikorn átti hún líka. Garðamatur var að
þrotunr kominn, því að það varð að ganga á hann, þegar mjölmat-
inn vantaði.
Fórum við stallsystur nú að skoða okkur um í Voginum,
heimsóttum við einu manneskjuna, sem við þekktum þar, Mar-
gréti að nafni. Þótti henni hart að geta ekki gefið okkur kaffi,
því að það var þrotið, og ekki þýddi að leita á náðir nágrann-
anna, því að alls staðar var sarna sagan. Margrét var að elda sér
kjötsúpu úr síðasta útákastinu, sem hún átti, og, sem meira var,
síðasta kjötbitanum, svo að hún sagðist bara ekkert hafa að borða,
þangað til báturinn kæmi með vörurnar. Ekki var að tala um að
kornast á sjóinn. Einn bátur sjófær, en engir menn til að róa, því
að allur tíminn fór í að bjarga lömbunum.
Margrét fór með okkur út að Strandarkirkju og sýndi okkur
Iiana. Er það ein snotrasta kirkja, sem ég lief komið í, mjög snyrti-
ieg og vel við haldið. Einhver sérstök „stemning“ er í þessari
kirkju. Ef til vill er það ímyndun vegna þjóðsögunnar um hana,
og hversu vel hún verður við áheitum. Mikill og sterkur garður
er nú hlaðinn henni til varnar, og virðist þess ekki vanþörf, því
að satt að segja er það furðulegt, að hún skuli ekki fyrir löngu
87
EMBLA