Morgunblaðið - 05.06.2009, Síða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA vill
gera breytingar á fiskveiðistjórnun-
arkerfinu. Hann segir að annað væri
í hrópandi ósamræmi við öll skilaboð
sem berast frá þjóðinni. Jón Bjarna-
son sjávarútvegsráðherra hefur
ákveðið að skipa starfshóp sem mun
hafa það verkefni að skilgreina álita-
mál sem uppi eru varðandi stjórn
fiskveiða og nýtingu auðlindarinnar.
Aðild að hópnum eiga fulltrúar
stjórnar og stjórnarandstöðu á Al-
þingi og hagsmunaaðilar í sjávarút-
vegi og ætlast ráðherra til þess að
hópurinn kalli jafnframt eftir rökum
og greinargerðum frá fleiri aðilum
gerist þess þörf. Miðað er við að hóp-
urinn ljúki störfum 1. nóvember
næstkomandi.
Góð rekstrarskilyrði
„Þarna fá allir hlutaðeigandi að-
ilar tækifæri til að koma sínum sjón-
armiðum á framfæri og ég treysti
þessum hópi til að vinna af heilindum
og komast að sameiginlegri niður-
stöðu. Ég er ekki að biðja um marg-
ar álitsgerðir frá hópnum, heldur
eina heildarniðurstöðu. Hópurinn á
að hafa það að leiðarljósi að greininni
verði sköpuð góð rekstrarskilyrði og
að fiskveiðar verði stundaðar á sjálf-
bæran hátt,“ segir ráðherra.
Starfshópurinn mun einnig fá það
verkefni að koma á sátt meðal þjóð-
arinnar um stjórn fiskveiða.
„Umræðan eins og hún hefur birst
undanfarið sýnir að engin sátt er um
stjórn fiskveiða meðal þjóðarinnar.
Það er staðreynd sem allir verða að
viðurkenna. Sjávarútvegurinn er
höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar og
einn af hornsteinum okkar sam-
félagsgerðar. Fyrir vikið er brýnt að
sátt ríki um hann,“ segir Jón.
Hann tekur fram að samhliða
starfi hópsins verði unnið áfram að
endurskoðun ákveðinna þátta í ráðu-
neytinu. Má þar nefna framsal á afla-
heimildum, veiðiskyldu, fullvinnslu á
afla, vistvænar veiðar og verndun
fiskistofna, sérstaklega á grunnslóð.
Full sátt um málið
Gert er ráð fyrir því í stjórnarsátt-
málanum að kalla inn aflaheimildir í
áföngum. Hvað gerist komist starfs-
hópurinn að þeirri niðurstöðu að það
sé ekki heppileg leið?
„Það er verkefni hópsins að fara
yfir þessi mál í heild sinni. Komist
hann að þeirri niðurstöðu að ein-
hverjar ákveðnar leiðir séu ófærar
verður það að sjálfsögðu skoðað
mjög vandlega.“
Eru stjórnarflokkarnir samstiga í
þessu máli?
„Það er full sátt um að málið fari í
þennan farveg.“
Í máli útgerðarmanna í Morgun-
blaðinu í síðustu viku komu fram
áhyggjur af því að breytingar á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu gætu haft
slæmar afleiðingar fyrir lands-
byggðina. Deilirðu þeim áhyggjum?
„Ég hef áhyggjur af stöðu lands-
byggðarinnar almennt, ekki síst
hinna ýmsu sjávarbyggða sem hafa
mátt horfa upp á sitt lífsviðurværi
flytjast burt. Sjónarmið íbúa í þess-
um byggðum, sem hafa átt þátt í því
að gera auðlindina jafn verðmæta og
hún er, eiga að sjálfsögðu að heyrast
og starfshópurinn mun sjá til þess.“
Skuldastaða sjávarútvegsins er
erfið. Kemur til álita að færa skuldir
niður í samræmi við niðurfærslu á
veiðiheimildum?
„Það er allt annað mál. Núna erum
við fyrst og fremst að horfa á til-
högun fiskveiðistjórnunarinnar.
Skuldastaðan er víða erfið og við
verðum að skoða það mál í heild
sinni. Efnahagskerfið sem hér var
rekið leiddi til hruns síðastliðið haust
og þar verða allir að skoða sinn hlut
að máli. Enginn er undanskilinn.“
Hvernig leggjast áform um
strandveiðar í þig?
„Vel. Enda þótt þetta sé í smáum
stíl er um að ræða tímamótaopnun á
veiðum og stefnumörkun um að
byggðirnar sem búa að grunnslóð-
unum hafi forgang. Markmiðið er að
gefa mönnum tækifæri til að sækja
sjó án þess að vera njörvaðir niður.“
Það hefur verið gagnrýnt að
strandveiðar opni leið fyrir þá sem
búnir voru að selja sig út úr greininni
inn aftur. Þeir muni þá jafnvel róa til
fiskjar við hlið þeirra sem keyptu
veiðiheimildirnar af þeim.
„Það er hægt að gagnrýna öll kerfi
en ég minni á að með þessu eru menn
ekki að afla sér neinnar veiðireynslu.
Verði lögin samþykkt, sem ég vona,
verður þetta gert til bráðabirgða og
við munum meta eftir 1. september
hvernig til hefur tekist.“
Ná þarf sátt um stjórn fiskveiða
Sjávarútvegsráðherra skipar starfshóp til að skilgreina álitaefni varðandi stjórn fiskveiða Allir
hlutaðeigandi aðilar fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri Niðurstaða 1. nóvember
Morgunblaðið/Kristinn
Ráðherra „Sjávarútvegur er einn af hornsteinum okkar samfélagsgerðar.“
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
„ÉG var með skrifaða ræðu en ég
verð að horfa framhjá henni nú, eftir
þær fréttir sem bárust okkur í dag í
vaxtamálum. Það er eins og það sé
markvisst verið að reyna að drepa
íslenskt atvinnulíf,“ sagði Þór Sig-
fússon, formaður Samtaka atvinnu-
lífsins, á fundi um auðlindanýtingu í
Vestmannaeyjum í gær. Vitnaði
hann þar sérstaklega til ákvörðunar
Seðlabanka Íslands um að lækka
stýrivexti aðeins um eitt prósentu-
stig, úr 13 í 12, en vonir voru bundn-
ar við að vextirnir yrðu lækkaðir
meira. Þór endurómaði þá skoðun
útgerðarmanna á fundinum að fyrn-
ingarleiðin svonefnda myndi á end-
anum „drepa niður útgerð í landinu“
eins og Eiríkur Tómasson, fram-
kvæmdastjóri Þorbjörns og varafor-
maður LÍÚ, komst að orði í um-
ræðum á fundinum að loknum
framsögum.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna er tekið fram að endurskoða
skuli fiskveiðistjórnunarkerfið og að
áætlun um fyrningu á aflaheimildum
liggi fyrir í september á næsta ári.
Atli Gíslason, formaður sjáv-
arútvegsnefndar Alþingis og þing-
maður Vinstri grænna, sagði á fund-
inum að fyrningarleið yrði ekki
farin ef skoðun leiddi það í ljós að
sjávarútvegsfyrirtæki myndu ekki
þola hana. Upplýsti Atli um að það
að ellefu manna nefnd myndi fara
sérstaklega yfir stöðu sjávarútvegs-
fyrirtækja og meta áhrif fyrning-
arleiðar á rekstur þeirra.
„Mín skilaboð til stjórnvalda eru
þessi: Hendið hugmyndinni og byrjið
að bjarga þjóðinni,“ sagði Þorvarð-
ur Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Deloitte, um fyrningarleiðina. Hann
sagði að sjávarútvegsfyrirtæki
hefðu í árslok 2008 verið með afla-
heimildir að virði um 200 milljarða
eignfærðar í bókum sínum. Skuld-
irnar á bak við þessar bókfærðu
eignir væru miklar, og ljóst væri að
sjávarútvegsfyrirtækin gætu ekki
þolað það ef aflaheimildirnar yrðu
kallaðar inn. Sérstaklega væri staða
fyrirtækjanna erfið nú í ljósi mikilla
skulda en talið er að þær séu um
500 milljarðar eða sem nemur um
þreföldum árstekjum.
Getur tryggt réttindi
Þórólfur Matthíasson, prófessor í
hagfræði við Háskóla Íslands, sagði
fyrningarleiðina vel til þess fallna
að tryggja hagsmuni eigenda auð-
lindarinnar, það er almennings.
„Ranglætið í sjávarútvegskerfinu“
væri öðru fremur það að 1. grein
laga um stjórn fiskveiða, að fisk-
veiðiauðlindin væri í eigu þjóð-
arinnar, hefði verið vanvirt yfir
langt tímabil sem hefði leitt til mik-
illa vandamála. Þá hefði mikil veð-
setning útvegsmanna á aflaheim-
ildum, meðal annars til kaupa á
hlutabréfum, leitt til þess að rekstr-
arvandi sjávarútvegsfyrirtækja
hefði dýpkað mikið á undanförnum
árum. Einnig sagði Þórólfur að
þjóðhagslega þyrfti fyrningarleiðin
ekki að valda neinum skaða. Þvert
á móti gæti hún verið góð leið til
þess að „leiðrétta“ áralangt órétt-
læti fiskveiðistjórnunarkerfisins,
án þess að kippa stoðunum undan
getu íslensks efnahagslífs til þess að
veiða fisk og selja hann.
Þór sagði það mikið áhyggjumál
hvernig væri verið að koma fram við
íslenskt atvinnulíf, þá helst með
vaxtastefnu Seðlabanka Íslands.
Stýrivextirnir voru í morgun lækk-
aðir úr 13 prósentum í 12. Margir
höfðu gert ráð fyrir því að vextirnir
yrðu lækkaðir meira. „Það er erfitt
að færa það í nægilega sterk orð,
hvernig fyrirtæki í landinu standa
núna. Samkvæmt upplýsingum sem
við höfum frá bönkunum þá eru um
50 til 70 prósent fyrirtækja í miklum
erfiðleikum. Það er kannski tákn-
rænt fyrir stefnu stjórnvalda að það
standi til að fyrna aflaheimildir í því
ástandi sem nú ríkir. Bara það að
þessi fráleita hugmynd sé komin á
blað, í stjórnarsáttamála, hefur nú
þegar valdið beinum skaða,“ sagði
Þór.
Ólína Þorvarðardóttir, þingkona
Samfylkingarinnar, sagði málflutn-
ing margra þeirra sem á fundinum
ræddu vera einsleitan og ómálefna-
legan. „Mér líður eins og ég sé í
messu,“ sagði Ólína og vitnaði til
einarðrar afstöðu útvegsmanna
gegn fyrningarleiðinni. Ólína sagði
útvegsmenn ekki mega gleyma því
að þjóðin væri klofin í afstöðu sinni
til fiskiveiðistjórnunarkerfisins, og
það hefði leikið byggðir landsins
grátt. „Það eru nú innan við þrjú ár
síðan aflaheimildir voru seldar út úr
byggðarlagi á Vestfjörðum fyrir
þrjá milljarða, með slæmum afleið-
ingum.“
Fyrning sögð keyra fyrirtæki í þrot
Ljósmynd/Eyjafréttir
Málin rædd Fjölmennt var á fundinum um auðlindanýtingu í Eyjum í gær. Útvegsmenn eru ósáttir við fyrning-
arleiðina og létu skoðanir sínar óspart í ljós á fundinum. Sögðu hana leiða útveginn „til glötunar“.
Í HNOTSKURN
»Skuldir sjávarútvegsinsnema nú um 500 millj-
örðum, sem eru um þrefaldar
árstekjur.
»Aflaheimildir eru eign-færðar í bækur sjávar-
útvegsfyrirtækja fyrir um 200
milljarða króna.
» Þorvarður Gunnarsson,framkvæmdastjóri Delo-
itte, sagði fyrningarleiðina
óraunhæfa.
Þingmaður Samfylkingarinnar sagði
umræður líkari „messu“ en fundi
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Stuðningshlífar
fjölbreytt úrval