Morgunblaðið - 05.06.2009, Side 21

Morgunblaðið - 05.06.2009, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009 Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „FÓLKIÐ í Hong Kong mun aldrei gleyma þessum tímum. Allir eru hér, á öllum aldri, af öllum lit, öllum stétt- um. Hong Kong er samviska Kína og við verðum að gera þetta því þau geta það ekki á meginlandinu,“ hefur dagblaðið Telegraph eftir Hee Wong sem var staddur í Viktoríugarði í Hong Kong í gær. Allt að 150.000 manns söfnuðust saman í Viktoríugarði til að minnast fórnarlamba blóðsúthellinganna á Tiananmen-torgi í Peking fyrir tutt- ugu árum þegar stúdentar kröfðust lýðræðislegra breytinga. Hong Kong hefur notið sérstöðu innan Kína og er eini staðurinn þar sem mótmæli og minningarathafnir vegna fjöldamorðsins eru leyfðar. Á Tiananmen-torgi í Peking var hinsvegar fátt um að vera en torgs- ins var vel gætt af öryggisvörðum til að koma í veg fyrir hugsanleg mót- mæli. Kínversk yfirvöld brugðust illa við tilmælum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Hillary Clinton, um að yf- irvöld upplýstu um hvað hefði átt sér stað þennan dag og að nöfn fórnar- lambanna verði birt. Ekki var minnst á atburðina fyrir tuttugu árum í fjölmiðlum Peking- borgar í gær. Samviska Kína Fjölmennasta athöfnin til þessa var haldin í Hong Kong til að minnast fórnarlamba á Tiananmen-torgi fyrir tuttugu árum Reuters Minning Söngvum og frásögnum af atburðunum á Tiananmen-torgi var varpað úr hátölurum í Viktoríugarði þar sem þúsundir söfnuðust saman. AFMÆLIS- HÁTÍÐ KÓPAVOGI 1 ÁRS Lindir Kópavogi eiga afmæli og af því tilefni verður afmælishátíð alla vikuna. Ný tilboð á hverjum degi hjá öllum fyrirtækjum. TILBOÐ DAGSINS: MP3 spilari. LOGMP31002. 2GB 3.495 Dagstilb oð Espressovél, SAE240. 59.995 Dagstilb oð Alsjálfvi rk DAGSTILBOÐ Gildir aðeins í dag 5.júní kr. stk.99 Baguett e kr. pk.199 Rúnstyk ki m/bir ki 3 stk á 99 kr  (fullt verð 11.990)  (fullt verð 6.490)                !"#        $  %       %     & FERSKT & NÝB AKAÐ! MP3 - m .USB Jarðarb er í öskj u RÍKISSTJÓRN Gordons Browns varð fyrir enn einu áfallinu í gær- kvöldi þegar ráðherra vinnu- og lífeyr- ismála í Bretlandi, James Purnell, sagði af sér embætti. Áfallið þykir þeim mun meira þar sem Purnell hvatti Brown opinberlega til að gera slíkt hið sama og koma þar með Verkamannaflokknum til bjargar. „Ég tel að áframhaldandi vera þín sem leiðtoga geri sigur Íhaldsflokks- ins líklegri en ella,“ sagði í bréfi til Browns sem Purnell sendi breskum fjölmiðlum í gær. „Við verðum að sýna að við séum tilbúnir til að berjast fyrir trúverðugri ríkisstjórn og hafa hugrekki til að bjóða aðra valkosti í framtíðinni. Ég hvet þig því til að segja af þér og gefa flokki okkar möguleika á sigri,“ sagði m.a. í bréfinu. Purnell er þriðji ráðherrann úr ríkisstjórn Browns sem sagt hefur af sér á liðnum dögum. Hann hefur verið talinn einn hæfileikaríkasti ráðherra stjórnarinnar og brotthvarf hans vekur spurningar um hvort fleiri ráð- herrar fylgi í kjölfarið. Þá þykir það draga í efa umboð Browns til uppstokkunar í ríkisstjórninni eins og hann hefur boðað á næstu dögum. Fréttirnar bárust í þann mund sem kjörstöðum í Bret- landi vegna sveitarstjórnar- og Evrópuþingkosninga var lokað. jmv@mbl.is Enn einn ráðherrann farinn James Purnell

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.