Morgunblaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009 ✝ Sigurfinnur Jóns-son, fæddur Thomsen, fæddist í Keflavík 22. febrúar 1961. Hann lést á Grindarvíkurvegi 27. maí síðastliðinn. Hann var sonur Svan- hildar Daníellu Daní- elsdóttur (Thomsen), frá Kollafirði í Fær- eyjum, f. 29. maí 1941, d. 22. sept- ember 2007 og Jóns Ólafssonar bónda á Kraunastöðum í Að- aldal, f. þar 13. nóvember 1926. Systkini Sigurfinns eru Bergljót, f. 1963, búsett á Húsavík, Ída, f. 1967, búsett í Grímsey, Ólafur, f. 1968, búsettur á Akureyri, Daníel, f. 1971, búsettur á Húsavík og Heið- ar, f. 1976, búsettur í Reykjavík. Eiginkona Sigurfinns er Álfheið- ur Hörn Guðmundsdóttir frá Hösk- uldsstöðum í Skagafirði, f. 6. júní 1965. Foreldrar henn- ar voru Sólveig Fel- ixdóttir, f. 7. mars 1938, d. 14. október 2003 og Guðmundur Gunnarsson, f. 11. september 1928, d. 18. janúar 1995. Álf- heiður er fimmta barn þeirra, hin eru Jón Ingi, Jóhanna Sigríður, Efemía Mjöll, Stefán Viðar, Védís Hlín, Hildur Dögg og Berglind Gefn. Börn Sigurfinns og Álfheiðar eru Svanhildur Ósk, f. 7. júlí 1988, Kristín Harpa, f. 1. mars 1991, unnusti Steindór Bjarni Ágústsson, f. 28. júlí 1988, og yngst- ur er Guðmundur Ásgeir, f. 6. júní 2001. Sigurfinnur verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju í dag, 5. júní, og hefst athöfnin klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar Það er óheyrilega sárt og óréttlátt að setjast niður núna og skrifa minn- ingarorð um þig, Finnur minn, hugur minn hefur farið í marga hringi síðustu daga í leit að svörum en ég hef ekki ennþá fundið neitt sem getur réttlætt þetta snögga fráfall þitt. Hver er til- gangurinn með því að þú ert rifinn svona snögglega frá okkur? Hvers vegna er það lagt á börnin okkar að missa þig, þeirra missir er mikill. Þú varst kletturinn í lífi mínu, róleg- ur, dulur, heimakær staðfastur og traustur. Þú varst hægri höndin mín, en því miður sagði ég þér ekki nógu oft hversu ómetanlegur þú varst mér og hversu óendalega mikið mér þótti vænt um þig og var stolt af að eiga þig fyrir maka. Þegar ég lít til baka og skoða árin 26 sem við áttum saman kemur upp í hugann þakklæti og enda- lausar ljúfar minningar og ástúð. Þó lífið sé ekki alltaf dans á rósum á mað- ur víst að lifa til að læra og læra til að lifa. Ég trúi því að þú haldir yfir okkur verndarhendi og ég er viss um að þú hefur verndað okkur og umvafið síð- ustu daga, ég mun svo reyna mitt besta að styðja við bakið á börnunum okkar. Takk fyrir allt, ástin mín, ég trúi því að guð geymi þig, ástin mín. Þín, Álfheiður. Traustur, rólegur, áreiðanlegur eru orðin sem koma fyrst upp í huga mér þegar ég hugsa um hann föður minn. Þessi yndislegi maður er nú horfinn okkur frá og skilur okkur eftir full af söknuði. Það er erfitt að trúa því að hann sé farinn og komi aldrei aftur, enginn pabbi til að vekja mann á morgnana eða til að skella sér í útilegu með og spila og spjalla langt fram á nótt. Það er hægt að minnast margs, og er það mér alltaf fast í minni þegar ég var lítil skotta og faldi mig bakvið hurðar um það leyti sem von var á hon- um til að bregða honum. Einhvern veginn grunar mig nú samt að hann hafi vitað af mér þarna og tekið þátt í leiknum bara til að gleðja litlu heima- sætuna sína, en það var það sem hann kallaði mig, eins mikið og það fór í taugarnar á mér sem barn. Mikill íþróttaáhugamaður var hér á ferð og reyndi hann fljótt að koma upp á mig að halda með Man. Utd., ég hélt nú ekki og ákvað að taka upp á því að halda með óvinaliðinu, bara til að hafa smá spennu í leikjunum, en mikið var horft á fótboltann inni í stofu og fagnað við hvert mark eins og hann sæti í fremstu röð á vellinum. Reynt var að kenna okkur systrunum golf en það gekk misvel og gafst ég fljótt upp, þetta var alltof rólegt og ekki mín íþrótt, þó að það hefði nú verið gaman að fá fleiri tíma með pabba uppá velli, þar sem að honum þótti ekki leiðinlegt að eyða heilu dögunum upp á golfvelli. En íþróttir voru ekki það eina sem hann hafði unun af, því hann tók sig mjög vel út í eldhúsinu, en þar voru réttirnir töfraðir upp úr kollinum á honum. Barngóður var hann og jafnvel óþekkustu börn breyttust í engla í fanginu á honum. Hræðilegt er að hugsa til þess að þessi ljúfi maður muni aldrei fá það tækifæri að verða afi, en hann hefði staðið sig vel í því hlutverki. Eins og hann var góður með Guðmund Ásgeir, litla bróður, voru þeir mestu mátar og gátu brallað ótrúlegustu hluti saman. Þó að pabbi minn hafi verið ró- legur og sagði kannski ekki margt, þá kaus hann frekar að segja fátt og segja þá eitthvað af viti. Skildi aldrei þessa þörf fyrir að allir þyrftu að vita allt um alla og benti mér á að það kæmi okkur ekki við, það sem skipti máli væri manns eigin fjölskylda. Það verður erf- itt fyrir okkur að lifa lífi þar sem að þessi trausti klettur er ekki lengur til staðar, maðurinn sem við gátum alltaf treyst á er horfinn frá okkur og hefur skilið mig, mömmu, Kristínu og Guð- mund eftir til að sjá um hvert annað. Við eigum ekki létt verk fyrir höndum og þurfum nú að lifa eftir þeim gildum sem faðir minn kenndi mér, það að fjöl- skyldan skiptir mestu máli. Að lokum vil ég þakka þeim sem hafa sýnt okkur stuðning og samúð á þess- um erfiðu tímum. Ég mun ávallt sakna þín og minnast þín, pabbi minn og við óskum þess öll að þú værir hér enn. Saknaðarkveðjur, Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir. Pabbi var frekar yfirvegaður maður og fámæltur, en kom því oftast frá sér sem hann vildi segja. Hann hafði gam- an af íþróttum, sérstaklega fótbolta, golfi og stundum boxi. Hann kenndi mér að meta gott lið Man. Utd., og uppáhalds leikmaðurinn okkar var Giggs. Hann fór stundum með okkur út í fótbolta og kenndi okkur nokkur trikk eða út á púttvöll. Í fyrrasumar fórum við saman út á golfvöll og var mark- miðið að koma mér inn í íþróttina en það bar engan sértakan árangur. Pabbi sá alltaf um að við systkinin svæfum ekki yfir okkur, og skreið hann alltaf uppí til Guðmundar og spjallaði aðeins við hann fyrir morgunmatinn. Það var alltaf jafn gaman að koma heim og músíkin var í botni, pabbi hafði gaman af rokki og var Pink Floyd í miklu uppáhaldi. Pabbi sá um matinn, kvöld- mat, jóla- og páskamat og var hann mjög góður kokkur, og á hverjum degi beið hann eftir uppáhalds spurning- unni sinni; „hvað er í matinn“. Þó hann hafi ekki verið mikill úti- legukall þá kom hann alltaf með á fót- boltamót og skemmtum við okkur rosalega vel, sértaklega í ferðunum á Siglufjörð. Það er leiðinlegt að vita að hann geti ekki kennt Guðmundi allt sem hann hefur kennt mér, en þeir voru góðir vinir og mjög líkir feðgar. Pabbi kom oft með fiska heim því Guð- mundur hafði svo gaman af þeim. Hann kenndi honum að veiða og spila skák og spiluðu þeir mikið saman. Ég á eftir að sakna hans rosalega mikið og erfitt að missa svona stóran part að sjálfum manni. Ég á eftir að sakna alls þess sem hann hefur gert fyrir mig og okkur öll, og það er erfitt að sjá hverju Guðmundur er að missa af. Þín, Kristín Harpa. Elsku Finnur, þú kvaddir okkur allt of snemma, ég sit hér og hugsa um þegar þú komst í afmælið mitt út í Grímsey, þú skemmtir þér svo vel, það var svo gaman, spilað og spjallað langt fram á nótt. Þú fórst ungur til Grinda- víkur að vinna og líkaðir þar vel. Það var alltaf gott að koma til ykkar. Þegar ég hugsa um þig kemur ákveðin hljóm- sveit upp í hugann og ég sé þig fyrir mér í gamla herberginu þínu í sveitinni okkar með allt í botni. Það er bara rúmt ár síðan við misstum mömmu og svo hverfur þú á einu augnabliki. Ég veit að mamma hefur tekið á móti þér og heldur utan um þig. Elsku Finnur minn, þín verður sárt saknað. Minning þín lifir í hjarta okk- ar. Kæra Álfheiður, Svanhildur Ósk, Kristín Harpa og Guðmundur Ásgeir. Innilegar samúðarkveðjur. Við biðjum góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Ástarkveðjur, þín systir, Ída, Jóhannes, Adam Helgi og Henning. Elsku Finnur bróðir, ég trúi því ekki að þú sért dáinn, en Guð hlýtur að hafa ætlað þér eitthvað stærra og meira hlutverk. Minningarnar streyma fram í huga mér en þær ætla ég að varðveita vel í hjarta mínu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Álfheiður, Svanhildur Ósk, Kristín Harpa og Guðmundur Ásgeir, Guð leiði ykkur og styrki á þessum erfiðu tímum. Hinsta kveðja. Ólafur, Anna og börn. Sigurfinnur Jónsson Því aldrei mátti taka fram úr þér, þar sem þú ósjálfrátt fórst í kapp við hina bílana þrátt fyrir háan aldur og hana ömmu sem bað þig um að hægja á þér. Og lýsir þetta hversu mikill keppnis- og baráttumaður þú varst. Þú barðist allt þitt líf fyrir það sem skipti þig máli, alveg til enda. Þegar þú labbaðir í hús þegar þér var boðið í mat eða boð þá fylltist allt af fjöri og gleði, og gleymdi maður um stund þeim erfiðleikum sem maður var að ganga í gegnum. Þú varst alltaf himinlifandi, þrátt fyrir að hitta fólkið í fyrsta skiptið þá léstu eins og þið hefðuð alist upp saman. Þú hafðir góð áhrif á alla sem í kringum þig voru og allir fóru með skemmtilegar minningar og sögur frá boði sem þú sóttir. En nú þurfum við að kveðja þig, elsku afi, við minnumst þín stöðugt og alls sem þú hefur kennt okkur. Þér verður aldrei gleymt og þú lifir alltaf í hjörtum okkar sem ríkasti maður sunnan straums. Baráttan var löng og ströng fyrir þennan góða mann, nú situr þú við hlið ömmu og þið brosið til okkar hinna. Við sendum ykkur milljón kossa til himna. Almar Elí og Sveinn Valtýr. Elsku afi. Þegar ég fæddist var haft á orði á sjúkrahúsinu að það færi ekki á milli mála hverra manna ég væri. Að Færseth væri nafnið, svo mikill var hávaðinn í mér. Það sama má svo sannarlega segja um þig, afi. Þín einstaka rödd glumdi um allt þegar þú varst nálægur. Þú söngst um Bellu símamey og að stinga okkur ofan í kolabing, söngur þinn ómar svo ljúft í eyrum mér. Ég minnist þeirra stunda sem við brut- um heilann við gáturnar sem þú fórst með um skipið með mannabein í maganum og vængjalausa snjó- kornið. Þinn yndislegi húmor gladdi margan manninn og var lúmska kaldhæðnin aldrei langt undan. Glottið þitt einkenndi þig og þú not- færðir þér það á svo marga vegu. Stríðnisglottið kom oft við sögu þeg- ar kom að okkur barnabörnunum. Þú naust þess að stríða okkur og okkur fannst það ekki leiðinlegt heldur. Griðarstaður þinn og ömmu var á Gili í Fljótunum og varð hann fljótt griðarstaður okkar allra. Þú ljómaðir allur þegar þangað var haldið og ég veit ekki hvort þú eða börnin voru spenntari að sjá þakið á Gili. Leiðin norður var aldrei leið- inleg þar sem við höfðum alltaf nóg að gera við að telja upp firði, dali og Vatnsdalshóla á leiðinni og ekki má gleyma bæjunum sem taldir voru upp á seinasta spölinum. Þið amma eruð hetjurnar mínar, þið hafið yfirstigið svo margt á ykk- ar lífsleið og nutuð lífsins til fulls. Ég dáist að afrekum þínum. Lífsvilj- inn og lífsþrótturinn var með þér fram á hinstu stund. Þrátt fyrir að líkami þinn hafi verið að bregðast þér síðustu ár þá hélstu áfram með glettni, stolt og ákveðni ávallt við hendina. Stoltið þitt var rosalega mikið, afi minn, við getum orðað það þannig að þú hafir verið mjög ákveð- inn maður. Ég elska þig og þú munt ávallt lifa í hjarta mínu. Ég vil þakka þér fyrir að vera nákvæmlega eins og þú varst og að hafa verið afi minn. Ég vildi óska þess að samverustundirn- ar okkar gætu verið fleiri en ég þakka svo innilega fyrir þær sem við fengum saman. Þín verður sárt saknað og ég gleymi þér aldrei. Ég hef þig að geyma í hjarta mínu, þér aldrei mun gleyma úr lífi mínu. Er tárin enn streyma niður vanga minn, ég held áfram að dreyma ég sjái þig á ný. Þín Angela Rós. Andreas Færseth hefur kvatt þennan heim. Með honum er farinn stórbrotinn karakter sem gleymist ekki þeim sem þekktu. Ef við ættum að lýsa honum í nokkrum orðum koma þessi upp í hugann: Rausn- arlegur, skemmtilegur, hnyttinn, barngóður, ljúfur og þægilegur á alla vegu. Við kynntumst Andreasi þegar bróðir og mágur okkar, Einar, ákvað að Björg, dóttir Andrésar, yrði konan hans eða fyrir um 25 ár- um. Á milli þeirra Andreasar og Einars mynduðust góð tengsl og ná- in vinátta og reyndist hann og kona hans, Sigrún, 18 ára unglingspilti betur en ekki neinn. En það var ekki bara Einar sem naut gestrisni og góðmennsku þeirra hjóna, heldur var okkur, fjölskyldu Einars, einnig tekið af miklum hlýhug og eru þær ófáar veislurnar og matarboðin sem við nutum á Háaleitinu og síðar í Vatnsholti. Andreas var mikill húmoristi og ekki síður stríðinn. Margt af því sem hann sagði svo oft höfum við tekið upp eftir honum, t.d. setningu sem hann lét Alla oft heyra við matar- borðið: „Það er óþarfi að klára þó nóg sé til,“ en rausnarlegra fólk var vandfundið. Strákunum okkar fannst heldur ekki leiðinlegt ef Andreas var á staðnum, enda ein- staklega barngóður og skemmtileg- ur. Og það var stutt í stríðnina og munum við sérstaklega eftir því þegar Bjarki sonur okkar varð fyrir því óláni að brjóta bíllykilinn í skránni á bílnum sumar eitt á Gili og frekar langt í aukalykil. Andreas kallaði hann Lykla-Pétur upp úr því og ekkert annað. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig Björg annaðist pabba sinn undanfarin ár. Hún var stoð hans og stytta og það ríkti mik- ill kærleikur á milli þeirra. Denni, Andrea og Ísabella og barnabörnin öll voru augasteinarnir hans afa og er missir þeirra mikill. Fyrir stuttu borðuðum við með fjölskyldunni á Gónhóli ásamt Andreasi og þá hafði Arnór Sveinn, elsti sonurinn, orð á því að Andreas væri einn af fáum „alvöru köllunum“ sem væru eftirlif- andi. Nú er einum alvörukallinum færra. Blessuð sé minning hans. Elísabet og Aðalsteinn. Það var líkt Andreasi frænda að berjast fram á síðustu stund og allt- af jafn hress og glaður þegar við hittumst. Það var harður heimur sem hann ólst upp í á Siglufirði, þar sem allir urðu að vinna frá unga aldri. Andr- eas var af hörkuduglegu fólki kom- inn og var skírður í höfuðið á afa sín- um Andreasi Christian Sæby. Ég minnist hans ekki öðruvísi en káts og létts í lund er hann kom við hjá mömmu í kaffisopa þegar hann átti leið framhjá, mamma hélt mikið upp á Andreas litla bróður sinn enda aðeins tvö ár á milli þeirra. Mér fannst hann alltaf vera mikill og stór kall sem barn og þó að hlut- föllin hafi breyst eftir að ég óx úr grasi varð hann ekki minni maður við það. Ég minnist þess hve vel þau Andreas og Sigrún tóku á móti okk- ur, þegar við vorum á ferðinni og kíktum í sumarbústaðinn á Gilslaug með börnin. Þá var hann fljótur að snúa athyglinni að börnunum og gantast við þau og stríða þeim pínu- lítið svona í gamni og á móti kölluðu þau hann Andreas önd og þá hló hann ógurlega og fannst það bara fyndið. Eins áttu þau hjónin það til að koma við á leiðinni heim að norð- an hjá okkur, þegar við bjuggum í Skilmannahreppi. Nú er komið að kveðjustund og ég veit að mamma og hin systkinin sem þegar eru farin hafa tekið á móti honum fagnandi: Sæll bróðir og vel- kominn heim. Guðlaugur J. Gunnlaugsson. Elsku afi. Nú ertu farinn. Ég mun sakna þess hvað þú hlóst og söngst mikið, en þú verður alltaf hjá mér. Það var alltaf gaman að vera með þér á Gili. Ég mun sakna þín rosa- lega mikið. Ég á margar góð- ar minningar um þig og ég gleymi þeim aldrei. Þín Viktoría Ösp. HINSTA KVEÐJA Elsku mamma. Nú er allt svo einmanalegt og skrítið. Þú ekki hjá mér – ekki hægt að tala við þig um hlutina. Tala við þig um erfiðleikana eins og þeir blöstu við mér. Þú hafðir alltaf ráð – alltaf svo jákvæð og góð. Það er svo skrítið að geta ekki knúsað þig – það síðasta sem þú baðst mig um á sjúkrahúsinu var að knúsa þig og kyssa þig á kinnina – ekki einu sinni heldur oft. Þú sagðist elska mig svo mikið og ég elskaði þig líka svo Guðfinna Óskarsdóttir ✝ Guðfinna Ósk-arsdóttir fæddist á Siglufirði 18. des- ember 1946. Hún lést 20. maí síðastliðinn og var jarðsungin frá Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum 30. maí. mikið. Þetta var það síðasta sem fór okkur á milli áður en þú kvadd- ir og fórst til Guðs. Það er svo gott að hafa þessa ljúfu minningu um þig, elsku mamma mín. Svo varstu deyfð til að linar þjáningarnar – æ, það var svo sárt. Nú sitjum við hér eftir og eigum allar góðu minningarnar um þig – alltaf svo glöð og hress. Hvattir okkur til að vera góð börn, gera alltaf okkar besta og þá myndi okkur farnast vel. Það ætla ég að reyna. Elsku mamma mín, ég mun alltaf sakna þín – en góðu minningarnar um þig á ég eftir. Þinn elskandi sonur, Sævar Þór Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.