Morgunblaðið - 05.06.2009, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
750kr.
750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
Night at the museum 2 kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
Angels and Demons kl. 5:30 - 8:30 B.i. 14 ára
X-Men Origins: Wolfe... kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
Crank 2 kl. 10:40 B.i. 16 ára
Boat that rocked kl. 5:20 - 8 B.i. 12 ára Angels and Demons kl. 6 - 9 B.i.14 ára
Boat that rocket kl. 10:20 B.i.12 ára
Draumalandið kl. 6 LEYFÐ
Terminator: Salvation kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára
Night at the museum 2 kl. 5:50 - 10:15 LEYFÐ
Angels and Demons kl. 8 B.i.14 ára
Þú færð 5 %
endurgreitt
í HáskólabíóSími 462 3500
HÖRKU HASAR!
SÝND Í SMÁRABÍÓI
750k
r.
750k
r.
S.V. MBL
Frábær ævin
týra gamanm
ynd
í anda fyrri
myndar!
Þegar ljósin slökkna byrjar fjörið... aftur!
... og nú í stærsta safni í heimi!
750k
r. 750k
r.
750k
r.
„ Létt, notarlegt og
fjölskylduvænt
mótvægi við
hasarmyndir
sumarsins“
- S.V., MBL
Terminator: Salvation kl. 6 - 9 B.i.12 ára
Night at the museum 2 kl. 5:40 - 8 LEYFÐ
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Ó.H.T., Rás 2
-M.M.J., kvikmyndir.com
-T.V., - kvikmyndir.is
- S.V., MBL
Vinsælasta myndiní heiminum í dag
3 vikur á
toppnum
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú b
“... fínasta spennu-
mynd með flottum
hasaratriðum...”
- V.J.V., FBL
Tortímandinn – The Term-inator er lífseigur skratti,hvað sem má annars umhann segja. Heldur nú
upp á aldarfjórðungsafmælið um
heimsbyggðina með fjórðu mynd-
inni í bálknum, Terminator Salvat-
ion. Það hlýtur að teljast viðunandi
úthald í kvikmyndaheiminum, ekki
síst þegar haft er í huga að ekki
var mulið undir garpinn í upphafi
og bilið hefur verið firna langt á
milli myndanna, a.m.k. miðað við
það sem telst venjulegt. Ýmislegt
misjafnt hefur drifið á daga Tor-
tímandans síðan hann birtist á
tjaldinu árið 1984 og nauðsynlegt
að renna aðeins yfir forsöguna. Sú
fyrsta fjallaði um byltingarkenndan
örgjörva, Skynet, framleiddan af
Cyberdyne-fyrirtækinu, sem verður
fyrir tilstilli búnaðsins ráðandi í
framleiðslu á hátæknivopnum og
hernaðarbúnaði. Skynet tekur yfir
vopnabúr Bandaríkjanna, tölvurnar
þróast með ofurhraða og ákveða
síðan að útrýma mannkyninu í
stríði sem lýkur 2009. Sögunni vík-
ur til 2004, drápstólið Tortímand-
inn (Schwarzenegger) er sent aftur
í tímann til jarðar til að koma
ófrískri konu fyrir kattarnef, þar
sem John Connor, sonurinn sem
hún gengur með, hefur reynst
hættulegur vélunum sem taka völd-
in í framtíðinni. Á sama tíma er
mennskur maður sendur af Connor
aftur til fortíðar til að ráða nið-
urlögum Tortímandans.
Í annarri myndinni er ný og full-
komnari útgáfa Tortímandans send
í sama tilgangi – að drepa Connor
sem nú er 10 ára. En hann hefur
einnig sent sinn fulltrúa aftur til
fortíðar, engan annan en eldri Tor-
tímandann, Schwarzenegger, til að
vernda Connor litla. Ásamt móður
hans vinna þau þrjú í sameiningu
bug á hinum nýja og illvíga Tortím-
anda og vona í lokin að þeim hafi
tekist að koma í veg fyrir heims-
endi.
Sú þriðja, The Rise of the Mach-
ines, gerist 1997, þá er Connor á
þrítugsaldri, en Skynet að undirbúa
lokastríðið við mannkynið og sendir
nýjasta Tortímandann, T-X, á vett-
vang. Í myndarlok hefur Skynet
hafið kjarnorkustríð, Connor og
kona hans flýja geislavirknina í
neðanjarðarbyrgi á meðan styrj-
öldin geisar úti fyrir.
Terminator Salvation gerist eftir
kjarnorkustríðið árið 2018. Connor
(Bale) er í fylkingarbrjósti mann-
kyns í vonlítilli baráttu þess við
vopnabúnað og vélmenni Skynets.
Til sögunnar kemur Marcus
Wright (Worthington), sem á að-
eins gruggugar minningar um
fangelsisvist og er því vafasamur
félagsskapur að óreyndu. Er hann
óheillasending úr framtíðinni eða
brunnmígur fortíðar? Connor tekur
áhættuna og fær hann til liðs við
sig í atlögu að Skynet, þar sem
þeir komast að útrýmingaráætlun
þess gagnvart mannkyninu.
Helsti kostur og jafnframt galli
Terminator Salvation er linnulaus
átök við hrollgráar vítisvélar fram-
tíðar sem jarðarbúar heyja við, að
því er virðist, vonlausa baráttu á
Sambíóin, Laugarásbíó,
Smárabíó, Háskólabíó,
Borgarbíó Akureyri
Terminator Salvation bbbnn
Leikstjóri: McG. Aðalleikarar: Christian
Bale, Sam Worthington, Anton Yelchin,
Moon Bloodgood, Helena Bonham Cart-
er. 115 mín. Bandaríkin, Þýskaland,
Bretland. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Grá jörð fyrir járnum
eyddri jörð. Umhverfið, vélarnar,
tólin og þær hálf- og almennsku
persónur sem koma við sögu í lát-
lausum bardögum, verða einsleitar
þegar líða tekur á sýningartímann
en stórbrotinn hasar, brellur og
Tortímandinn „Helsti
kostur og jafnframt
galli Terminator
Salvation er linnu-
laus átök við
hrollgráar vítisvélar
framtíðar sem jarð-
arbúar heyja við, að
því er virðist, von-
lausa baráttu á
eyddri jörð.“