Morgunblaðið - 05.06.2009, Síða 48
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 156. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Láni til stórframkvæmda
Vonast er til að lífeyrissjóðirnir
láni til stórframkvæmda, s.s. upp-
byggingar hátæknisjúkrahúss og
tvöföldunar Hvalfjarðarganga auk
láns til Landsvirkjunar. »Forsíða
Vonbrigði með vextina
Lækkun Seðlabankans á stýri-
vöxtum í gær var langt undir vænt-
ingum vinnumarkaðsins. Forsætis-
ráðherra segir það valda vonbrigð-
um að hún hafi ekki verið meiri. »6
Annað áfall fyrir Brown
Enn einn breski ráðherrann,
James Purnell, ráðherra vinnu- og
lífeyrismála, sagði af sér embætti í
gær. Hann hvatti Gordon Brown
forsætisráðherra til að gera slíkt hið
sama. »21
Vill sátt um fiskveiðikerfið
Það væri í hrópandi ósamræmi við
skilaboð þjóðarinnar ef ekki verður
gerð breyting á fiskveiðistjórn-
unarkerfinu, segir Jón Bjarnason
sjávarútvegsráðherra. Hann hefur
skipað starfshóp til að skilgreina
álitaefni um stjórnun veiðanna. »14
SKOÐANIR»
Staksteinar: Snaran og hús hengda
mannsins
Forystugreinar: Verknám í grunn-
skóla | Dýrari bensínbirgðir
Pistill: Draumur verður að minningu
Ljósvaki: Konan sem berst gegn …
UMRÆÐAN»
Ég er syndug
Skattaráðgjöf
Hversu háir eru stýrivextir …?
Söguleg stund í lýðveldissögunni
Vill sérstaka vegi fyrir konur
Hinn fullkomni brautarakstur
Folabrögðum beitt við ráðningar
Önnur umferð í … drifti
BÍLAR »
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*++,-.
+//,--
**/,--
+0,+12
*2,.0
*3,/+
**.,3.
*,+32-
*12,23
*40,.1
5 675 .# 89: +//2
*++,10
+/*,/.
**/,14
+0,0-4
*2,.14
*3,/34
**.,23
*,+40+
*2/,-0
*40,24
++.,0/-
&;<
*+0,*+
+/*,-0
***,*2
+0,.+-
*2,-..
*3,**.
**-,+1
*,+432
*2*,*
*4.,.3
Heitast 16°C | Kaldast 7°C
Suðvestan 3-8 m/s,
skýjað að mestu og
smávæta í flestum
landshlutum. Hlýjast
inn til landsins. »10
Þriggja stjörnu Tor-
tímandi sem er held-
ur einhæfur en
magnað tækniundur
með einkar grípandi
tónlist. »42
KVIKMYNDIR»
Tæknilegur
Tortímandi
ÍSLENSKUR AÐALL»
Ævar Þór getur ekki lif-
að án kærustunnar. »40
Birta Björnsdóttir
veltir fyrir sér yfir-
þyrmandi líkum
söguþræði Da Vinci-
lykilsins og Engla og
djöfla. »47
AF LISTUM»
Sama sagan
aftur og enn
TÓNLIST»
Er léttur á bárunni og
leikur á karamba. »45
LEIKLIST»
Ingvar er sjómaður á
sökkvandi skipi. »39
Menning
VEÐUR»
1. Líklegt að vélin hafi brotnað í lofti
2. Pétur er harmi lostinn
3. Eiganda bíls kastað út og …
4. Alvarleg líkamsárás á Grettisgötu
Íslenska krónan styrktist um 0,4%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SEX ÁRA drengur var hætt kominn síðdegis á
miðvikudag þegar hann hljóp yfir Vesturlandsveg
fyrir ofan Klébergsskóla. Flutningabifreið sem
kom aðvífandi þurfti að nauðhemla og mældust
bremsuför bifreiðarinnar yfir þrjátíu metra löng.
Drengurinn var með öðrum og höfðu þeir fylgt
litlum læk sem liggur undir veginn. Engar hindr-
anir eru við veginn, sem er sá umferðarþyngsti á
landinu. Íbúar á Kjalarnesi eru langþreyttir á að-
gerðarleysi stjórnvalda vegna vegarins og krefj-
ast úrbóta. Þeir útiloka ekki mótmælaaðgerðir í
sumar, s.s. að loka veginum að hluta, verði ekki
hlustað á kröfur þeirra.
Íbúðabyggð er báðum megin við Vesturlands-
veginn og Klébergsskóli, með sína 160 nemendur,
aðeins í um sextíu metra fjarlægð. Ásgeir Harð-
arson, íbúi á Kjalarnesi og meðlimur í hverfisráði,
segir mörg dæmi þess að eftirlitslaus börn fari yfir
veginn og oftar en ekki sé mikil hætta á ferðum.
Hann tók saman af vef Vegagerðarinnar tölur yfir
umferð síðdegis á miðvikudag. Þá fóru um veg-
arkaflann 115 bifreiðir á tíu mínútna tímabili eða
einn bíll á hverjum fimm sekúndum.
Hverfisráð Kjalarness mun bregðast við með
opnum íbúafundi í næstu viku. Samgönguráðherra
og fulltrúar Vegagerðarinnar verða boðaðir á
fundinn og skýrra svara krafist um hvenær og í
hvaða framkvæmdir verður farið. Íbúar hafa lengi
farið fram á tvöföldun Vesturlandsvegar auk und-
irganga til að tengja byggð beggja vegna veg-
arins.
Þolinmæðin á þrotum
Íbúar á Kjalarnesi eru langþreyttir á stórhættu sem skapast af Vesturlandsvegi
Sex ára drengur var hætt kominn þegar hann hljóp í veg fyrir flutningabifreið
Ljósmynd/Ásgeir Harðarson
Hætta Drengirnir fylgdu læknum en komust
ekki gegnum rörið og fóru upp og yfir veginn.
Í HNOTSKURN
»Í apríl árið 1991 beið fjögurra árastúlka bana þegar hún hljóp út á Vest-
urlandsveg fyrir ofan Klébergsskóla og í
veg fyrir bifreið.
»Hverfisráðið hélt fund með samgöngu-ráðherra 1. apríl sl. Formaður ráðsins
segir engin svör hafa fengist.
»Sjötíu kílómetra hámarkshraði á veg-arkaflanum er oft virtur að vettugi.
BELGÍSKA
stuttmyndin
Idioma vo et va
bar sigur úr být-
um á Stutt-
myndadögum í
Reykjavík 2009
sem fóru fram í
gær. Í öðru sæti
varð Ragnar
Agnarsson með
Epik Fail og
Catatonic eftir Einar Baldvin varð
þriðja. Idioma vo et va var eina er-
lenda myndin í keppninni og segir
Ásgrímur Sverrisson, framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar, að það hafi verið
smásvekkjandi en líka sjálfsagt að
hún skyldi sigra. | 40
Besta stutt-
myndin
Ásgrímur
Sverrisson
VILLTA vestrið lifir góðu lífi í Skemmtigarðinum í
Grafarvogi en þar er meðal annars hægt að etja kappi í
litbolta og svonefndu lasertag á alíslenskum kúreka-
leikvangi. Það var líf og fjör þegar krakkar úr Haga-
skóla skiptust þar á skotum að hætti Lukku Láka og
Daldóna í skjóli hestvagna og púðurtunna og var kepp-
endum hollast að vera skjótari en skugginn að skjóta.
Segir eigandi garðsins meginmarkmið starfsins vera
hópefli og að veita fólki tækifæri til að gleyma stað og
stund í ýmiss konar afþreyingu sem boðið er upp á. | 22
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Líkt og að ganga inn í Lukku Láka-bók
„ÞETTA er eiginlega eins og marg-
slunginn lasagnaréttur. Hvert bragð
og hvert krydd verður að fá að njóta
sín, þó að það sé þarna í einni kássu,“
segir Frank Hall, gítarleikari hljóm-
sveitarinnar Ske, um hljóminn í lög-
unum á nýjustu plötu sveitarinnar
sem kemur út í dag.
Platan heitið Love for you all og er
þriðja breiðskífa Ske. Frank segir að
hún sé til muna rokkaðri en fyrri plöt-
ur sveitarinnar, minna sé um forritun
og slíkt enda sé hún eiginlega tekin
upp „live“ í hljóðveri. | 40
Ske á næga
ást fyrir alla