Morgunblaðið - 12.06.2009, Page 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
SUMARBLÓM
Nellikur
3 stk
999kr
NÝ SEND
ING!
Árni Þór Sigurðsson, þingmaðurVinstri grænna, setti upp leik-
sýningu á Alþingi í gær. Tilefnið var
frétt Morgunblaðsins um að tveir
ráðuneytisstjórar, Baldur Guð-
laugsson og Bolli Þór Bollason,
höfðu neitað að verða við þving-
unum Samfylkingar og Vinstri
grænna um að láta af störfum.
Árni Þór sagðiað í sumum
tilvikum hefðu
ráðningar í emb-
ætti ríkisins verið
hápólitískar og
fullkomlega
óeðlileg staða
gæti komið upp.
Það væri þákannski hollt
fyrir sama Árna Þór að rifja upp
hvernig vinstri meirihlutinn í
Reykjavíkurborg, sem hann var
hluti af, hegðaði sér á sínum tíma.
Þá stóð hann að því að ráða Krist-ínu A. Árnadóttur í embætti
skrifstofustjóra borgarstjóra, æðsta
embættis á þeim bænum. Sama
Kristín hafði verið aðstoðarkona
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra og náinn samstarfs-
maður eins og Helga Jónsdóttir sem
skipuð var borgarritari.
Það er öruggt að heilagt kveinhefði rokið upp úr barka Árna
Þórs ef hann hefði svo heyrt af því
að sjálfstæðismenn vildu þvinga
Kristínu til að segja af sér þegar þeir
komust í meirihluta.
Málið sýnir að það þarf að skoðahvort ráðherrar eigi ekki að
hafa meira um það að segja hverjir
þeirra nánustu samstarfsmenn eru í
ráðuneytum, sem eiga að fylgja eftir
pólitískri stefnumótun.
Hingað til hefur það ekki vafistmikið fyrir vinstri mönnum að
raða flokkshestum í valdaembætti.
Árni Þór
Sigurðsson
Tvöfalt siðgæði
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 11 skýjað Lúxemborg 16 léttskýjað Algarve 31 heiðskírt
Bolungarvík 8 skýjað Brussel 16 léttskýjað Madríd 32 heiðskírt
Akureyri 8 rigning Dublin 15 léttskýjað Barcelona 23 heiðskírt
Egilsstaðir 8 alskýjað Glasgow 17 heiðskírt Mallorca 26 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 13 skýjað London 20 heiðskírt Róm 26 heiðskírt
Nuuk 4 léttskýjað París 20 heiðskírt Aþena 30 léttskýjað
Þórshöfn 10 skýjað Amsterdam 15 léttskýjað Winnipeg 15 skýjað
Ósló 15 skýjað Hamborg 9 skúrir Montreal 21 léttskýjað
Kaupmannahöfn 13 skúrir Berlín 14 skýjað New York 16 alskýjað
Stokkhólmur 19 heiðskírt Vín 17 alskýjað Chicago 13 skúrir
Helsinki 17 léttskýjað Moskva 23 skýjað Orlando 33 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
12. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3.10 0,8 9.10 3,2 15.08 0,9 21.28 3,5 3:00 23:56
ÍSAFJÖRÐUR 5.09 0,5 10.54 1,7 16.57 0,6 23.11 2,0 1:33 25:33
SIGLUFJÖRÐUR 1.03 1,2 7.28 0,2 13.40 1,1 19.22 0,4 1:16 25:16
DJÚPIVOGUR 0.17 0,7 6.02 1,8 12.11 0,6 18.33 2,0 2:16 23:39
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á laugardag
Austan og norðaustan 3-8 m/s,
skýjað og skúrir, en þurrt að
kalla á V-landi. Hiti 5 til 15 stig,
hlýjast SV- og V-lands.
Á sunnudag og mánudag
Hæg breytileg átt eða hafgola,
skýjað með köflum og víða
skúrir. Fremur svalt.
Á þriðjudag og miðvikudag
(lýðveldisdagur)
Útlit fyrir austlæga átt með
vætu og heldur hlýnandi veður.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðaustan 3-10 metrar á sek-
úndu og birtir til vestanlands,
en annars skýjað og smáskúrir.
Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnan-
og suðvestanlands.
Í NÝJUM tillögum Hafrannsókna-
stofnunar um veiðar úr nytjastofnum
er mælt með að árlegar hrefnuveiðar
nemi að hámarki 200 dýrum. Þetta er
tvöfaldur sá fjöldi sem stofnunin
mælti með að yrði veiddur á síðasta
ári. Í reglugerð sjávarútvegsráðu-
neytisins um hrefnuveiðar er vísað í
veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unar.
Hrefnuveiðimenn höfðu í gær
landað 12 dýrum það sem af er ver-
tíðinni. Samkvæmt heimasíðu
hrefnuveiðimanna hyggjast þeir nýta
þá heimild sem felst í nýju veiðiráð-
gjöfinni og stefna á að veiða 200 dýr.
Varfærin veiðiráðgjöf
Í skýrslu Hafró segir að nokkur
óvissa sé um stofnstærð hrefnu og
með tilvísun til úttektar vísinda-
nefndar NAMMCO mæli Hafrann-
sóknastofnunin með að árlegar veið-
ar nemi að hámarki 200 hrefnum. Í
skýrslunni segir: „Stofnunin ítrekar
að hér er um að ræða mjög varfærna
veiðiráðgjöf og eru veiðar samkvæmt
henni ólíklegar til að hafa nokkur
neikvæð áhrif á stofnstærðina.“ Lagt
er til að veiðum verði dreift í
ákveðnum hlutföllum á þrjú svæði
innan landgrunnsins
Ráðgjöfin verður endurskoðuð
þegar formleg úttekt á veiðiþoli
stofnsins til lengri tíma hefur farið
fram. Slík úttekt er fyrirhuguð í árs-
byrjun 2010 á grundvelli nýrra
gagna úr flugtalningum sumarið
2009. aij@mbl.is
Heimilt að veiða 200 hrefnur
Ljósmynd/Víkurfréttir
VELTA flestra tegunda verslana jókst í maí miðað við mánuðinn þar á und-
an. Þetta á þó ekki við um dagvöruverslun sem líklega skýrist af því að í
apríl voru páskar og því eðlilegt að salan hafi minnkað aftur í maí. Verslun
á þó langt í land með að ná sömu raunveltu og fyrir ári.
Verð á dagvöru í maí hækkaði um 1,2% frá mánuðinum á undan. Á síð-
ustu tólf mánuðum hækkaði verð á dagvöru um 20,2%. Sala áfengis minnk-
aði um 3,3% í maí miðað við sama mánuð árið áður og fataverslun um
18,2%. Í maí minnkaði velta í húsgagnaverslun um 44,2% á föstu verðlagi
og þá dróst sala á raftækjum saman um 40,4%.
Verslun glæðist á ný