Morgunblaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
✝ Nína Lárusdóttirfæddist á Eyr-
arbakka 6. júní 1932.
Hún lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 4.
júní 2009. Foreldrar
hennar voru Sigríður
Haraldsdóttir, f. á
Eyrarbakka 16.8.
1913, d. 23.7. 1987 og
Lárus Böðvarsson, f.
á Seyðisfirði 15.5.
1905, d. 11.9. 1972.
Systir Nínu er El-
ísabet, f. 1934, gift
Jóni Friðgeiri Magn-
ússyni. Bróðir, samfeðra, Valur
Fannar Marteinsson, f. 1927, d.
2000, kona hans er Hanna Að-
alsteinsdóttir.
Nína giftist 19.4. 1951 Hans
Benjamínssyni vélsmið, f. 23.8.
1926, d. 1.1. 1982. Foreldrar hans
voru Benjamín Hansson, f. 1893, d.
1961 og Bríet Ásmundsdóttir, f.
1903, d. 1976. Sonur
Nínu og Hans er
Benjamín, f. 10.12.
1950 kvæntur Eygló
Karlsdóttur, f. 5.10.
1951. Börn þeirra eru
a) Harpa, f. 1973, gift
Sturlu Fanndal Birki-
ssyni, börn Birkir, f.
1999, Eygló, f. 2001
og Benjamín, f. 2006,
b) Hans, f. 1982, í
sambúð með Sólrúnu
Hörpu Þrastardóttur.
Nína var alin upp á
Seyðisfirði af föð-
urfólki sínu en 16 ára gömul fluttist
hún til Reykjavíkur og bjó þar síð-
an. Hún starfaði við verslunarstörf,
síðast hjá Epal eða fram til 72 ára
aldurs.
Útför Nínu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 12. júní og hefst
athöfnin kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Örlagavefirnir eru skrítnir; eitt at-
vik verður þess valdandi, að í einu vet-
fangi breytist allt í lífinu og tekur
óvænta stefnu.
Þannig var það með Nínu mágkonu
mína, foreldrar hennar Sigríður Har-
aldsdóttir og Lárus Böðvarsson
bjuggu á Eyrarbakka, hann var apó-
tekari þar. Ásdís systir hans, alltaf
kölluð Dísa, var hjá þeim. Nína var
fædd 6. janúar, það er á þrettándan-
um, hana langaði að kveikt væri á
jólatrénu. Dísa gerði það, logarnir
læstu sig í gardínuna og húsið brann.
Í framhaldi af því skildu þau Lárus
og Dista en það var gælunafn Sigríð-
ar.
Þannig varð það, að Nína ólst upp
hjá þeim Dísu og Stefáni bróður
hennar ásamt Jónínu móður þeirra í
svokölluðu Stebbahúsi á Seyðisfirði. Í
þessum frændgarði öllum ólst Nína
upp. Mamma hennar Sigríður og El-
ísabet systir Nínu voru áfram á Suð-
urlandi.
Nína naut góðs uppeldis, hún var
bæði falleg, góð og skynsöm. Hún tók
landspróf fyrst þegar það var tekið,
auðvitað með glans. Þaðan lá leiðin í
Menntaskólann í Reykjavík.
Hans bróðir minn og Nína kynnt-
ust barnung á Seyðisfirði, eignuðust
soninn Benjamín Hansson. Mér er
minnisstætt hvað þau amman og af-
inn voru stolt af barnabarninu.
Nína var einstök kona og yrði það
langur listi að telja það upp. Gagnvart
mér og minni fjölskyldu var hún allt í
senn, góð mágkona og einstakur vin-
ur krakkanna okkar, kom í öll afmæli
og um jól, gaf þeim gjafir og rækti
fjölskylduböndin.
Það er gott að minnast svona góðr-
ar konu, manni verður ósjálfrátt
hugsað til allra hinna, sem farnir eru,
hvað það verður gott að fá Nínu í hóp-
inn. Það verður ekki leiðinlegt eftir
það. Mér finnst að við sem eftir erum
eigum að tileinka okkur eitthvað af
öllu því góða, sem Nína bjó yfir.
Við fjölskyldan vottum Benna,
Eygló, Hörpu, Hans og fjölskyldum
þeirra samúð.
Ásta Benjamíns og Kristján,
Selfossi.
Elsku amma mín.
Nú er komið að kveðjustund. Það
er erfitt að kveðja en ég hugga mig
við það að ég veit að nú er runnin upp
langþráð stund hjá ykkur Hans afa.
Ég er þess fullviss að hann hefur tek-
ið á móti þér, en þið voruð skilin að
allt of snemma.
Þegar ég hugsa til baka eru svo ótal
minningar sem hellast yfir mig. Mér
er svo minnisstæður undrunar- og
gleðisvipurinn þegar ég kom óvænt
gangandi síðasta spölinn að Grá-
kambi aðeins 5 ára gömul. Þá hafði
Hans afi þurft að fara í bæinn til að
útrétta og á bakaleiðinni leyfði hann
mér að koma með í Grákamb til að
koma þér á óvart. Þegar ég birtist
þarna fékk ég að launum risastórt
knús og auðvitað var allt látið eftir
mér eins og vanalega.
Í Grákambi leið þér mjög vel og þú
hafðir yndi af því að fylgjast með
gróðrinum og sjá hann vaxa og dafna.
Ég man að mér sem barni þótti jafn-
vel stundum nóg um hve mikið þú
gast dásamað gróðurinn og veðrið í
Grákambi.
Þú settir alltaf þarfir annarra fram
fyrir þínar eigin þarfir og sannaðist
það best þegar ég fékk að gista hjá
þér og afa. Ég var iðulega komin fram
úr klukkan 7 á sunnudagsmorgnum
og þá taldir þú það ekki eftir þér að
koma með mér fram og fara að spila
við mig. Síðan þegar sjoppan í hverf-
inu hafði opnað nokkrum klukku-
stundum síðar fengum við okkur
göngutúr þangað til að kaupa okkur
eitthvert góðgæti. Þetta voru sannar-
lega sæludagar hjá mér.
Við brölluðum nú líka heilmargt
saman og þegar ég var 9 ára og þú um
fimmtugt fórum við tvær saman í
fyrstu utanlandsferð okkar beggja.
Við fórum til Danmerkur og vorum
duglegar að drífa okkur í þær skoð-
unarferðir sem í boði voru þannig að
það voru fáar kirkjur og fáir
skemmtigarðar sem við áttum eftir að
skoða þegar við héldum heim til Ís-
lands, þreyttar en alsælar með okkar
fyrstu utanlandsferð.
Amma, þú varst yndisleg og ein-
stök kona og ávallt sjálfri þér nóg en
einstaklega rausnarleg við fólk sem
þér þótti vænt um. Ekki man ég eftir
að hafa heyrt þig kvarta, enda var það
ekki þinn stíll þar sem þú vildir aldrei
láta hafa neitt fyrir þér.
Elsku amma, þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og fjöl-
skyldu mína. Söknuður okkar er mik-
ill, en minning þín mun lifa í hjörtum
okkar sem eftir standa.
Ég kveð þig að sinni.
Þín,
Harpa.
Nína Lárusdóttir
✝ Árni Óskarsson,frá Meiðavöllum í
Kelduhverfi, fæddist
þar 16. maí 1946.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akureyrar 2.
júní 2009. Árni ólst
upp á Meiðavöllum og
bjó þar alla sína ævi.
Hann var sonur
hjónanna Óskars
Ingvarssonar frá
Undirvegg, f. í Grá-
síðu 5. febrúar 1918,
og Guðrúnar Árna-
dóttur frá Meiðavöll-
um, f. í Arnarnesi 24. júlí 1922. Árni
var einbirni.
Foreldrar Árna fluttu á Meiða-
velli árið 1928. Árni
starfaði við bú for-
eldra sinna, en eftir
að faðir hans lést tók
Árni við og bjó þar
ásamt móður sinni. Á
Meiðavöllum var um
margra ára skeið að-
allega stundaður kúa-
og sauðfjárbúskapur,
en síðustu árin hefur
nær eingöngu verið
búið með sauðfé.
Útför Árna fer
fram frá Garðskirkju
í dag, 12. júní, og
hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Skinnastaða-
kirkjugarði.
Elskulegur vinur minn og frændi,
Árni frá Meiðavöllum.
Takk fyrir vináttuna, væntumþykj-
una, gestrisnina, samverustundirnar,
full stígvél af vatni og allt spjallið í
símann.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldrei
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Ég kveð þig með söknuði.
Þín frænka
Auður Mikaelsdóttir.
Með þessum orðum langar mig að
minnast Árna Óskarssonar bónda á
Meiðavöllum í Kelduhverfi. Árni
frændi eins og hann var ævinlega
kallaður á mínu heimili var einstakur
persónuleiki sem setti mikinn svip á
samfélagið hér í Kelduhverfi. Hnyttin
tilsvör og beittur húmor einkenndu
Árna og var þá ekkert undanskilið,
hvorki menn né málefni.
Árni og Meiðavellir eru sem eitt í
mínum huga. Bærinn stendur á vest-
urbarmi Ásbyrgis og er óvíða eins fal-
legt útsýni og frá Meiðavöllum. Ás-
byrgið í austri, marflatt undirlendið við
Öxarfjörð í norðri, keldhverfsku heið-
arnar í vestri og sunnan við túnjaðar-
inn breiðir Meiðavallaskógur úr sér,
einn stærsti samfelldi birkiskógur
landsins. Árni fylgdist glöggt með öllu
því sem gerðist í nánasta umhverfi
hans, hvort sem það voru rjúpurnar í
skóginum, fálkinn í byrginu eða mýsn-
ar sem spáðu fyrir um ríkjandi vind-
áttir á komandi vetri. Árni gerði mikið
af því að spá um veður og frægur varð
hann af því að spá í músaholur.
Við Árni áttum samleið í allmörg ár
þegar ég starfaði í þjóðgarðinum í
Jökulsárgljúfrum. Þar vann hann fyr-
ir okkur sem verktaki og var auk þess
okkar næsti nágranni. Þegar mikið lá
við gat verið gott að leita til Árna sem
oft brást þá fljótt og skjótt við þrátt
fyrir miklar annir. Stundum fannst
honum þó asinn of mikill og lét þá
frænku sína alveg vita af því. Ég ætti
nú ekkert með að vera rífa hann úr
heyskapnum. Okkur sem í þjóðgarð-
inum störfuðum þótti alltaf gaman að
fá Árna í heimsókn, hvort sem var
vegna þeirra verka sem hann innti af
hendi eða allra skemmtilegu sam-
ræðnanna um ýmis málefni.
Mér er það minnisstætt þegar ég
fékk hann til að koma með mér að
Dettifossi vestanverðum fyrir rúmum
10 árum. Á leiðinni þangað sagði hann
mér að þetta væri hans fyrsta heim-
sókn að Dettifossi á þessum stað þrátt
fyrir að hafa, haust eftir haust, farið í
göngur ekki svo langt frá. Á heimleið-
inni hafði hann á orði að þó honum
fyndist nú frekar tilgangslaust að
vera að leggja á sig svona langan
gang frá bílastæðinu að fossinum, þá
hefði þessi heimsókn að Dettifossi
reyndar alveg verið þess virði. Þetta
var dæmigerður Árni.
Ég hitti Árna síðast á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri í apríl síð-
astliðnum. Þá var hann nýbúinn að
gangast undir erfiða aðgerð, bar sig
þó vel og húmorinn og tilsvörin enn á
sínum stað. Ekki átti ég þá von á að
þetta væri í síðasta skipti sem ég hitti
Árna en önnur varð raunin.
Ég og fjölskylda mín vottum Guð-
rúnu móður hans okkar dýpstu samúð.
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir.
Árni Óskarsson
Fleiri minningargreinar um Nínu
Lárusdóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Fleiri minningargreinar um Árna
Óskarsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
FINNBOGI ÓLAFSSON,
Skólastíg 14a,
Stykkishólmi,
sem lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi
mánudaginn 8. júní, verður jarðsunginn frá
Stykkishólmskirkju laugardaginn 13. júní kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
St. Franciskusspítalann eða Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi.
Helga Ólöf Finnbogadóttir, Reynir Gísli Hjaltason,
Björg Kristín Finnbogadóttir, Andrés Kristjánsson,
Ellert Rúnar Finnbogason, Sigurlína Ragúels,
Anna Finnbogadóttir, Smári Steinarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
STEFÁN STEFÁNSSON
fyrrv. bæjarverkfræðingur á Akureyri,
Skálatúni 11,
áður Barðstúni 1,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu-
daginn 7. júní.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 16. júní kl. 13.30.
Jarðsett verður á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Jóhanna Stefánsdóttir,
Stefán Stefánsson, Þórhalla L. Guðmundsdóttir,
Davíð Stefánsson, Olga Kashapova,
Þóra Ragnheiður Stefánsdóttir, Erling R. Erlingsson
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÍÐUR ÞÓRLAUG ELSA BJÖRG
SVEINSDÓTTIR
fyrrv. húsfreyja í Leyningi Eyjafjarðarsveit,
Mýrarvegi 111,
Akureyri,
lést á lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri þriðju-
daginn 9. júní.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. júní kl. 13.30.
Áslaug Kristjánsdóttir, Gunnar Frímannsson,
Petra Kristjánsdóttir, Gísli Bogi Jóhannesson,
Haukur Kristjánsson, Hildur Hafstað,
Erlingur Örn Kristjánsson,
Vilhjálmur Geir Kristjánsson, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
LEIFUR ÞÓR JÓSEFSSON,
Ásgarðsvegi 47,
Húsavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga miðvikudaginn
10. júní.
Hann verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju
föstudaginn 19. júní kl. 14.00.
Elísabet G. Vigfúsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástríkur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR HAFSTEINN BENJAMÍNSSON,
Rjúpnasölum 10,
Kópavogi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring-
braut þriðjudaginn 9. júní.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudag-
inn 18. júní kl. 15.00.
Erla Jóna Sigurðardóttir,
Árni Þór Sigurðsson, Freygerður Anna Ólafsdóttir,
Guðmundur Sigurðsson, Pálína Margrét Hafsteinsdóttir,
Eva Rún Árnadóttir,
Sigþór Óli Árnason,
Arnar Freyr Árnason.