Morgunblaðið - 12.06.2009, Page 11

Morgunblaðið - 12.06.2009, Page 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009 Þegar tíminn skiptir máli Eimskip býður hagkvæma, trausta og hraðvirka flugfraktþjónustu í samvinnu við DB Schenker. EIMSKIP FLUGFRAKT P IP A R • S ÍA • 9 0 2 9 6 Frekari upplýsingar veita viðskiptastjórar í síma 525-7260 og viðskiptaþjónusta í síma 525-7800, eða sendið fyrirspurnir á flugfrakt@eimskip.is Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MARGIR þingmenn, bæði úr stjórn- arliðinu sem og stjórnarandstöðu, lýstu áhuga á að skoðuð verði vel til- laga Sjálfstæðisflokksins um að inn- greiðslur í lífeyrissjóð verði skatt- lagðar í stað útgreiðslna eins og nú er. Þetta kom fram við langar um- ræður um ályktun sjálfstæðismanna um aðgerðir í efnahagsmálum í gær. Í tillögunni um skatt á lífeyris- greiðslur segir að sú aðgerð gæti afl- að ríkissjóði allt að 40 milljarða kr. viðbótartekjum án þess að skerða ráðstöfunartekjur launþega og eftir- launaþega. Hugvitssamleg tillaga Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra sagði tillöguna hugvitssam- lega. Sjálfsagt væri að skoða hana vel á næstunni þó hann ætti ekki von á að hún nyti mikils brautargengis hjá lífeyrissjóðunum. Flokksbróðir hans, Kristján L. Möller samgönguráðherra, tók í sama streng. Sagði tillöguna þá merkilegustu sem væri að finna í plagginu. „Þetta ber að skoða,“ sagði hann. Varpaði Kristján fram þeirri hugmynd að sú leið yrði farin að hafa skattlagninguna tímabundna t.d. til tveggja eða þriggja ára, „þannig að skatturinn sem yrði tekinn af þess- um lífeyrisgreiðslum [verði] settur fram þannig að eigandinn sem greið- ir eignist hann sem innstæðu hjá rík- issjóði“. Skattlagningin yrði samkomulag milli lífeyrissjóðsgreiðenda og ríkis- ins um að skatturinn komi inn í rík- issjóð á þessum erfiðleikatímum, færu þar inn á reikning og komi svo til útgreiðslu þegar betur árar hjá ríkissjóði. „Það má segja að þetta sé nýtískuleg útgáfa af sparimerkjun- um sem voru í gamla daga, þar sem tekið var af fólki svo og svo mikið af sparimerkjum, sem voru svo útleys- anleg þegar fólk gifti sig,“ sagði Kristján. Vel réttlætanlegt Fleiri þingmenn tóku undir að skoða bæri vel þessa hugmynd sjálf- stæðismanna um kerfisbreytingu á skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að honum litist mjög vel á til- löguna. Að vísu myndi skattlagning- in nú draga úr skatttekjum ríkisins í framtíðinni, „en það er vel réttlæt- anlegt við núverandi aðstæður að menn taki dálítið lán í framtíðinni því við verðum að vona að þegar fram líða stundir batni ástandið“. Skoða vel tillögu um skatt á inngreiðslur Morgunblaðið/Eggert Á þingi Bjarni Benediktsson mælti fyrir þingsályktunartillögu Sjálfstæðis- flokksins um efnahagsaðgerðir í gær og stóðu umræður yfir fram eftir degi. „Nýtískuleg útgáfa af sparimerkjunum,“ segir Kristján Möller Tillögur sjálfstæðismanna um að- gerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála hlutu góðar við- tökur þingmanna annarra flokka og tveggja ráðherra á Alþingi í gær ef marka má yfirlýsingar þeirra við fyrstu umræðu um þær. Sögðust þeir taka tillögunum fagnandi og einstakir sjálfstæðismenn hófu mál sitt á að þakka hlýhug sem fram kæmi í ummælunum. „Þetta er mjög jákvæð nálgun sem hér er lögð fram og ég er mjög sáttur við bæði tóninn í tillögunum og sömu- leiðis í málflutningi [Bjarna Bene- diktssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins],“ sagði Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, sagð- ist að langmestu leyti geta tekið undir tillögurnar. Lýstu ánægju með tillögur sjálfstæðismanna Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.