Morgunblaðið - 12.06.2009, Síða 12

Morgunblaðið - 12.06.2009, Síða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009 Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur og Skúla Á. Sigurðsson „ÞAÐ er verið að skerða kaupmátt- inn um 15-20% miðað við verðlags- vísitölu,“ segir Ingólfur Birgir Sig- urgeirsson, lánasjóðs- og hags- munafulltrúi Stúdentaráðs. Fyrir utan hækkanir á neysluvörum og skólabókum megi nefna að leigan á stúdentagörðunum hafi hækkað um 20% á einu ári. Það segi sig sjálft að óbreytt framfærslulán sé óhugs- andi, hundrað þúsund krónur á mánuði dugi hvergi nærri til. Ing- ólfur segir einhug meðal náms- manna um að ástandið sé stúd- entum ekki bjóðandi. „Mikill fjöldi námsmanna hefur ekki fengið vinnu í sumar en samt er áfram áætlað að námsmenn skaffi sér sjálfir eina milljón til framfærslu fyrir árið,“ segir Ing- ólfur. Það liggi ljóst fyrir að há- skólanám á Íslandi sé að verða munaður fyrir þá efnameiri. Um 2.000 námsmenn hafa skráð sig í sumarnámskeið í sumar. Þau skerða hins vegar bótarétt. „Við er- um að frétta af fólki sem skráir sig úr námi til þess að fara á bætur. Það er hagkvæmara að fara á spen- ann hjá ríkinu og gera ekki neitt heldur en að læra og vera á náms- lánum,“ segir Ingólfur. Það sé for- kastanleg þróun sem erfitt sé að sjá að komi þjóðfélaginu vel. Ásgeir Ingvarsson tekur í sama streng og segir að verið sé að „spara eyrinn en kasta krónunni“. Ásgeir sagði sig í gær úr stjórn LÍN, en þar sat hann fyrir hönd Sambands íslenskra námsmanna erlendis. „Með þessu er ég að mót- mæla fjársvelti sjóðsins og undir- strika alvöru málsins,“ segir Ásgeir en hann telur að sjóðurinn geti ekki uppfyllt lögbundna skyldu sína til að sjá námsmönnum fyrir dugandi framfærslu. Ekki stúdentum bjóðandi  Mikil óánægja meðal stúdenta með óbreytt framfærslulán  Áfram reiknað með að námsmenn sjái sér fyrir milljón á ári  Mikil kaupmáttarskerðing  Fulltrúi í stjórn LÍN sagði af sér í mótmælaskyni Morgunblaðið/G.Rúnar Háskóli Námsmenn óttast að háskólanám sé að verða munaður og aðeins á færi hinna efnameiri. Ingvar Christiansen er í viðskiptalögfræði á Bifröst og lýkur námi næstu áramót. Unnusta hans er í sama námi og eru þau með tvö börn á sínu framfæri. ,,Eftir að við höfum borgað leiguna, sem er um 100.000 kr. á mánuði, er ekki mikið eftir. Ekki síst vegna þess að við keyptum bíl fyrir ári, á gengistryggðu láni. Afborgunin var 23 þúsund á mánuði en er komin upp í 47 þúsund núna. Það munar um minna,“ segir Ingvar. Hann segir erfitt að ná endum saman og nauðsynlegt að horfa vel í hverja ein- ustu krónu. Ekki hefur þó verið íhugað að hætta námi því þá væri of miklu kastað á glæ. Ingvar og unnusta hans eru heldur ekki komin með vinnu í sumar enda bara um tvo mánuði að ræða, bæði eru þau í sumarkúrsi í júní. Ingvar var mjög ósáttur við fyrirkomulag lánanna. ,,Maður bara skilur þetta ekki. Af hverju eru þessi mismunandi viðmið um nauðsynlega framfærslu eftir því hvort maður skoðar greiðslumat banka, atvinnuleysisbætur eða útreikn- inga LÍN? Af hverju eiga námsmenn að komast af með minna en þeir at- vinnulausu? Við þurfum líka að borða, rétt eins og þeir.“ sigrunerna@mbl.is ,,Við þurfum líka að borða“ Ingvar Christiansen ,,Það er gersamlega ómögulegt að ná endum saman,“ seg- ir Arnþór Gíslason stjórnmálafræðinemi við Háskóla Ís- lands. Hann leigir litla íbúð af Byggingarfélagi náms- manna og greiðir fyrir 65 þúsund kr. á mánuði. Yfirleitt eru þá í kringum 20 þúsund krónur eftir af yfirdrættinum. Námslán eru greidd eftir á og eins og margir námsmenn lifir hann því á yfirdrætti. ,,Manneskja sem vildi borga leigu og skráningargjöld síðustu mánaðamót hefði ekki getað það á þessum lánum,“ segir Arnþór. Hann segist vita um marga sem hafi sagt upp íbúðum sínum og flust aftur í heimahús, þrátt fyrir að lánin skerðist þannig í 60%. Eins viti hann um fólk sem hefur hætt námi og skráð sig á bætur í stað- inn, til þess eins að hafa í sig og á. ,,Ég er mjög heppinn og á góða að sem ég hef þurft að biðja um lán þegar engin vinna hefur verið í boði. Þetta geta hins vegar ekki allir.“ Arnþór segist líka vera heppinn að eiga ekki börn undir þessum kringumstæðum. ,,Námsmenn með börn hafa ekki nóg til þess að sjá fyrir grunnþörfum barnanna og nú ætlar þessi jafnaðarstjórn ekki að hækka framfærsluna um krónu! Hvað á fólk eiginlega að gera?“ sigrunerna@mbl.is Heppinn að eiga ekki börn Arnþór Gíslason ,,Ja, maður verður auðvitað bara að lifa mjög spart,“ segir Margrét Jónsdóttir, sem leggur stund á sjúkra- þjálfun í Kaupmannahöfn. Hún býr þar í stúdentaíbúð ásamt unnustanum, sem líka er námsmaður, og fjögurra ára barni þeirra. ,,Maður finnur talsvert fyrir þessu, við fáum ekki mikið fyrir peningana,“ segir Margrét. Til að ná endum saman sé það lykilatriði að vera hagsýnn, skipuleggja máltíðir fram í tímann, gera magninnkaup og fylla frystinn og skápana. ,,Við losuðum okkur við bíl- inn, hann var orðinn hreinn munaður, og við horfum í hverja krónu.“ Margrét segir að þau hafi það ágætt enn sem komið er þótt ástandið sé óvíst hvað sumarið varðar því erfitt sé að finna vinnu í Danmörku og óhugsandi að fara heim. Hún segir þá námsmenn sem hún þekki vera í svipaðri stöðu. Fáir hugsi sér reyndar að fara heim. ,,Þvert á móti þá þekki ég nánast engan sem ætlar heim. Þeir sem eru að ljúka námi ætla undantekningarlítið í áframhaldandi nám eða vilja athuga með vinnu úti. Það er enginn að fara heim meðan ástandið er svona,“ segir Margrét. sigrunerna@mbl.is Enginn á förum heim Margrét Jónsdóttir FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SKRÁÐ atvinnuleysi í maí síðast- liðnum var 8,7% eða að meðaltali 14.595 manns. Skráð atvinnuleysi í apríl var 9,1% og þá voru að meðaltali 14.814 manns atvinnulausir. Er þetta í fyrsta skipti síðan um mitt sumar í fyrra, að dregur úr atvinnuleysi milli mánaða. Í maí í fyrra var atvinnu- leysi 1%, eða 1.739 manns. Fram kemur hjá Vinnumála- stofnun að vegna árstíðasveiflu jókst áætlað vinnuafl í 167.789 manns í maí eða um rúm 5.000, sem hefur áhrif á reiknað atvinnuleysishlutfall til lækkunar. Atvinnuleysi er mest á Suður- nesjum 14,2% en minnst á Vest- fjörðum 2,3%. Atvinnuleysi breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu en minnk- ar um 4,6% á landsbyggðinni. Alls staðar dregur úr atvinnuleysi á landsbyggðinni. Hlutfallslega dregur mest úr atvinnuleysi á Austurlandi eða um 67 manns og fer atvinnuleysi þar úr 5,2% í 4,1%. Atvinnuleysi eykst um 2,9% meðal kvenna en minnkar um 3,8% meðal karla. At- vinnuleysið er nú 9,7% meðal karla og 7,4% meðal kvenna. Mest atvinnuleysi eftir kaup- stöðum er sem hér segir: Reykjavík (7.180), Kópavogur (1.629), Hafn- arfjörður (1.468), Reykjanesbær (1.265) og Akureyri (1.003). Langtímaatvinnuleysi er nú tekið að aukast hægt og bítandi. Þeir sem verið hafa á skrá lengur en 6 mánuði voru 4.836 í lok maí en 3.269 í lok apr- íl og eru nú um 30% allra á atvinnu- leysisskrá. Þeir sem verið hafa at- vinnulausir í meira en ár voru 435 í lok maí en 361 í lok apríl. Atvinnu- lausum á aldrinum 16-24 ára hefur fjölgað úr 3.588 í lok apríl í 3.734 í lok maí og eru þeir um 23% allra at- vinnulausra í maí en voru um 21% í lok apríl. Útlendingum á skrá fækkar Útlendingum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 101 frá apríl. Þeir eru nú 2.003. Þar af eru 1.291 Pólverjar, eða 64% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok maí. Langflestir útlend- inganna voru áður starfandi í bygg- ingariðnaði eða 821. Samtals voru 2.944 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok maí í hlutastörfum, þ.e. þeir sem eru í reglubundnum hlutastörfum eða með tilfallandi eða tímabundið starf á síð- asta skráningardegi í maí. Þetta eru um 18% af þeim sem voru skráðir at- vinnulausir í lok maí. Af þeim 2.944 sem voru í hlutastörfum í lok maí eru 1.923 einstaklingar sem sóttu um at- vinnuleysisbætur skv. lögum um minnkað starfshlutfall. Þeir voru 2.137 í lok apríl og 1.274 í lok mars. Í maí voru 1.189 sjálfstætt starf- andi skráðir á atvinnuleysisskrá vegna samdráttar í rekstri skv. áður nefndum lögum. Þeim fækkaði frá apríl þegar þeir voru 1.330, en hafði áður fjölgað jafnt og þétt. Vinnumálastofnun segir að yfir- leitt batni atvinnuástandið frá maí til júní, m.a. vegna árstíðasveiflu, en gera megi ráð fyrir að einhver fjöldi nemenda komi á atvinnuleysisskrá í júní. Erfitt sé að áætla atvinnuleysi um þessar mundir vegna mikillar óvissu í efnahagslífinu, en líklegt sé að atvinnuleysið í júní muni minnka og verða á bilinu 7,9%-8,4%. Talsverð aukning sé á framboði vinnuafls milli maí og júní, sem nemur um 6.700 manns og hafi áhrif á reiknað at- vinnuleysi. Dregið hefur úr atvinnuleysi á landsbyggðinni en staðan breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu Atvinnuleysið dróst saman í maí Atvinnuleysi í maí var minna en í apríl. Þetta hefur ekki gerst síð- an um mitt sumar í fyrra. Því er spáð að enn dragi úr atvinnu- leysinu í næsta mánuði en horfur eru annars taldar óljósar.                     ! " # $ % &   Einhleypur námsmaður sem leigir fær 113 þúsund á mánuði á haustönn og 91 þúsund á vorönn.  Námsmaður í sambúð með eitt barn á framfæri fær um 117 þús- und á mánuði á vorönn og um 95 þúsund á vorönn.  Einstætt foreldri með eitt barn fær um 164 þúsund á mánuði á haustönn og um 131 þúsund á vor- önn.  Gunnatvinnuleysisbætur eru 150 þúsund á mánuði.  Námslán eru greidd eftirá og því lifa margir á yfirdrætti.  Nauðsynlegt að ná öllum prófum annars kemur til skerðingar á námslánum.  Hægt er að fá sérstök lán fyrir skólagjöldum. Hámark slíkra lána er 3,5 milljón íslenskar.  Hver námsmaður getur aðeins fengið slíkt nám einu sinni á æv- inni.  Hámark skólagjaldaláns fyrir Bandaríkin er 44.100 dalir. Lán námsmanna hjá LÍN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.