Morgunblaðið - 12.06.2009, Side 13

Morgunblaðið - 12.06.2009, Side 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is FRAMMISTAÐA lögreglunnar við sér- stakar og hættulegar aðstæður í janúar sl. sannaði með ótvíræðum hætti að mann- fjöldaskipulag, sérþjálfun lögreglumanna og sérstakur búnaður var lífsnauðsynlegt til að afstýra óviðráðanlegu ástandi. Lögreglu- menn héldu ró sinni og yfirvegun en árangur þeirra er ekki síst merkilegur fyrir þær sak- ir að það var fyrst árið 2001 sem ríkislög- reglustjóri hóf athugun á nauðsyn þess að koma upp viðbúnaði lögreglu vegna mann- fjöldastjórnunar. Mótmælin í miðborginni leystust nokkrum sinnum út í hálfgerðar og eiginlegar óeirðir. Þrátt fyrir það voru sárafáir á meðal al- mennings sem þurftu á aðhlynningu að halda á sjúkrastofnun og um tugur lögreglumanna slasaðist minniháttar. Einn fékk hins vegar grjót í höfuðið og var frá vinnu í töluverðan tíma. Hann hefur þó snúið aftur líkt og aðrir. Skipulögðum viðbúnaði lögreglu er þar fyrst og fremst þakkað. Fyrir árið 2002 voru hins vegar ekki til verklagsreglur né heild- stætt skipulag um framkvæmd mann- fjöldastjórnunar og því erfitt að ímynda sér að lögregla hefði ráðið við verkið hefðu álíka aðstæður komið upp. Árið 2002 var fyrst gefin út handbók og verklagsreglur um mannfjöldastjórnun. Tek- ið var mið af reynslu lögreglunnar hérlendis auk þess sem valdar voru hentugar aðferðir frá dönsku, bresku og norsku lögreglunni. Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um BA- ritgerð Vilborgar Hjörnýjar Ívarsdóttur sem byggðist að mestu á viðtölum við fimm lög- reglumenn í óeirðasveit lögreglunnar. Flest- ir þeirra voru sammála um að lögregla hefði verið of lin í aðgerðum sínum gegn mótmæl- endum. Aðferðafræðin umdeild Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins, hefur ekki kynnt sér efni ritgerðarinnar til hlítar og vildi því ekki tjá sig um hana að svo stöddu. Hann segir þó rétt að sú aðferðafræði sem beitt var hafi ekki verið óumdeild innan lögregluliðsins og ákveðnir einstaklingar hafi haft aðra sýn á málið. Hann bætir við að þegar upp sé staðið hafi aðferðafræðin gengið upp. „Hún gekk upp þannig að við komumst eins skaðlitlir frá þessu og ég tel að hafi verið framast unnt.“ Einnig bendir lögreglustjórinn á að meiðsli meðal mótmælenda hafi nær eingöngu ein- skorðast við að skola piparúða úr augum. Fjöldi fólks sendi lögreglunni þakklæt- isvott, s.s. í formi blóma og kveðja, fyrir vel unnin störf á meðan ástandið var verst. Ár- angurinn vakti ekki aðeins athygli meðal al- mennings á Íslandi því eftir honum var tekið meðal annarra lögregluliða á Norðurlöndum. Stefán segir að um þetta hafi verið rætt á óformlegum fundum lögreglustjóra höf- uðborga Norðurlandanna og hann er viss um að athyglin muni enn aukast. Aðferðafræðin gekk upp Morgunblaðið/Golli Mælirinn fullur Lögreglumenn voru yfirleitt rólegir og yfirvegaðir á meðan mótmælin stóðu yfir. Þau breyttust í óeirðir aðfaranótt 22. janúar sl. og var fjöldanum þá dreift með táragasi.  Verklag lögreglu við mannfjöldastjórnun í mótmælum vekur athygli annars staðar á Norðurlöndum  Ríkislögreglustjóri gaf fyrst út handbók og verklagsreglur um mannfjöldastjórnun árið 2002 Viðbúnaðaráætlun vegna hugsanlegra mótmæla í miðborg Reykjavíkur var gerð í október í kjölfar mats greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Lögreglustjóri telur að lögreglumenn hafi komist eins skaðlitlir frá mótmælum og framast var unnt. Öryggi lögreglumanna hefur aukist til muna eftir að ný hnífa- og skotheld vesti voru tekin í notkun. Tekin var ákvörðun um kaupin á síðasta ári og veitti Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, fjárveitingu til kaupanna. Kaupin á vestunum voru boðin út og upphaflega aðeins gert ráð fyrir hnífa- heldum vestum. Í boði voru svo vesti sem bæði eru skot- og hnífaheld og urðu þau fyrir valinu. Allir lögreglumenn sem eru við störf á vettvangi eiga þann kost að klæðast slíku vesti. Klæðast skotheldu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.