Morgunblaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 17
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
H
vert og eitt álfabarn er
handsaumað og engin
tvö þeirra eins. Þessi
álfabörn ruku út þeg-
ar þau voru afhent til
ættleiðingar á Sjómannadaginn hjá
okkur,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir
leirlistakona sem hefur staðið fyrir
allsérstöku verkefni á Hrafnistu í
Hafnarfirði þar sem hún starfar sem
verkstjóri á vinnustofu heimilis-
manna. „Þegar ég fékk þá hugmynd
að láta þá búa til álfabörn þá datt
mér í hug að hafa þetta samvinnu-
verkefni og hefur það gengið mjög
vel, en við vorum að prófa slíkt í
fyrsta sinn hér. Ég kom gróflega
með hugmynd að dúkkunum og svo
útfærðum við þetta saman. Til dæm-
is þróuðum við það saman hvernig
klæðin ættu að vera og niðurstaðan
var að stelpurnar væru í svipuðum
kjólum og allar með bleiu en að
strákarnir ættu að vera í buxum.“
Heita í höfuðið á
sköpurum sínum
Tíu manns tóku þátt í þessu sam-
vinnuverkefni og skiptu verkunum á
milli sín. „Einn aðili prjónaði hárið á
allar brúðurnar, annar sá um alla
skóna, annar um að prjóna bleiurnar
og svo framvegis. Svo ákváðum við
að leyfa þeim sem vildu kaupa brúð-
urnar að ættleiða þær og ég bjó til
sérstök ættleiðingarskjöl fyrir hvert
og eitt álfabarn. Álfabörnin eru tíu
og þau heita í höfuðið á sköpurum
sínum. Strákarnir hafa eftirnafnið
Hrafnar en stelpurnar hafa eftir-
nafnið Hrafna, auðvitað eftir Hrafn-
istu,“ segir Jóhanna sem stóð í fyrra
fyrir annarskonar dúkkugerð á
Hrafnistu. „Þá bjuggu þau til dúkk-
ur sem voru í upphlut og öðrum eldri
klæðum. Þetta var rosa-
lega flott hjá þeim
og þau vildu hafa alvöru efni og
hvaðeina. Þau voru svo vel að sér í
þessum klæðum að dæmið snerist
við, ég varð nemandinn en þau urðu
kennarar mínir.“
Forstjórinn heim-
sótti væntanlegt
álfabarn sitt
Jóhanna bjó
til sögu í kring-
um álfabörnin
til að gera
verkefnið
skemmtilegra.
„Það verður að
vera saga í
kringum allt,
það er miklu líf-
legra. Þetta er saga um fimm álfa-
stelpur og fimm álfastráka, sem fólk-
ið hérna finnur úti í hrauni og lofar
að gæta,“ segir Jóhanna og bætir við
að þetta verkefni hafi í alla staði ver-
ið rosalega skemmtilegt. „Sólveig
Eggerz myndlistarkona sem býr hér
á Hrafnistu, málaði mynd af öllum
álfabörnunum saman og þessi fal-
lega mynd hangir hér uppi hjá okk-
ur. Forstjórinn hérna pantaði sér
álfabarn númer eitt og hann kom
tvisvar að skoða það áður en hann
fékk það afhent til ættleiðingar,
þannig að fólk hefur verið að heim-
sækja þessi væntanlegu börn sín.
Það kom okkur á óvart hversu marg-
ir voru spenntir fyrir þessu, þegar
fyrsta dúkkan var aðeins í fram-
leiðslu voru sjö þegar búnir að panta.
Þetta hafði spurst út og fólk pantaði
sér álfabarn án þess að vera búið að
sjá það. Í gær kom til dæmis hingað
eldri karlmaður sem hafði séð þetta
á heimasíðunni og hann spurði ein-
faldlega hvort hann gæti fengið að
ættleiða álf. Eftirspurnin er slíka að
við hefðum alveg getað selt þrjátíu
álfabörn hér á Sjómannadaginn. En
hugmyndin er að þau sem bjuggu
þessi tíu börn til geri fleiri eftir pönt-
unum.“
Hópurinn ákvað að selja hverja
dúkku á 6.000 krónur og eins ákváðu
þau að láta allar tekjur renna beint
til Barnaspítala Hringsins.
Álfabörn til ættleiðingar
Skrautleg Ekkert álfabarn er eins.
Nostrað hefur verið við gerð þeirra
allra og þessi er til dæmis í ótrúlega
fallegum skóm.
Morgunblaðið/Kristinn
Álfabyggð Hér er Jóhanna komin út í hraun með nokkur af álfabörnunum sem kunna vel við sig úti í náttúrunni.
Daglegt líf 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
Kvöld eitt um miðjan janúar í vetur
heyrðu heimilismenn á Hrafnistu í
Hafnarfirði barnsgrát, þegar þeir
voru að búast til svefns. Virtist
hann koma frá hrauninu fyrir aftan
aðalbygginguna og ekki bara frá
einu barni heldur mörgum. Þeir
sem heyrðu grátinn gengu niður í
hraunið og sáu að þar lágu 10 álfa-
börn og grétu sárt. Fullorðin álf-
kona var hjá þeim og þegar hún
varð vör við gestina, horfði hún
bænaraugum á þau og sagði:
„Álfarnir eru í miklum vanda, við
fáum hvergi hulinshúfur fyrir nýju
börnin okkar. Án þeirra eru álfa-
börnin öllum sýnileg og allir heyra
í þeim. Við vitum að hjá ykkur er
að finna mikinn kærleik og hlýju
svo við biðjum ykkur að taka börn-
in okkar og hugsa um þau þar til
við fáum hulinshúfurnar.“
Ekki var hægt annað en verða
við bón Álfkonunnar og tók hver
kona og maður við einu litlu álfa-
barni. Voru þetta fimm álfastrákar
og fimm álfastúlkur.
Allir sem tóku við álfabarni á
Hrafnistu vildu efna loforð sitt við
álfkonuna en þar sem ekki er leyfi-
legt að eiga heima á Hrafnistu ef
maður er yngri en 67 ára og fólkið
einnig margt orðið lasið, átti heim-
ilisfólk bágt með að hugsa eins vel
um álfana eins og það vildi. Ákvað
fólkið þá sameiginlega að gefa þau
til ættleiðingar með vissum skil-
málum.
Skilmálarnir eru þessir:
Að segja engum frá tilvist
þeirra með því að fela eyrun vel.
Vera tilbúin til að afhenda
álfaforeldrum álfabörnin þegar
hulinshúfurnar finnast.
Hugsa vel um þau, með því
að gefa þeim kærleik.
Sagan af álfabörnunum tíu
Ættleiðingarskjal Garðar Hrafnar
er álfabarn númer fimm og hér sit-
ur hann í fanginu á Gerðu nöfnu
sinni, sem er ein af þeim sem bjuggu
til álfabörnin.
Kotroskin Þessi
álfastelpa er kát
og skemmtir sér
vel í grjótinu.