Morgunblaðið - 12.06.2009, Side 20

Morgunblaðið - 12.06.2009, Side 20
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009 DEILAN um þjóð- areign á fiskistofnum er aftur í hámæli. En hvers vegna þjóð- areign? Spurt var um árið, hvort virkilega þyrfti sérstaka gjald- töku til að koma til al- mennings ábata af at- vinnuframförum, t.d. bættri tækni eða hag- felldri sóknarstýringu. Svarið er nei, ef allir geta hermt eftir og keppt, en já ef framfarirnar eru takmarkaðar, háðar einkarétti og breyta ekki verð- hlutföllum. Einkavæðing fiskistofna er af seinna taginu. Ef ekkert er gert fer allur ábati til kvótahafanna, líka það sem áður rann til þjóðarinnar. Til lengri tíma er því ókeypis kvóta- afhending álíka hagstæð fyrir íslensk- an almenning og að hella rottueitri of- an í Selvogsbanka og Halamið. Æðastíflur einkakvótans Hvers vegna? i) Flest rekstrarskilyrði sjávar- útvegs eru ákveðin á heimsmarkaði nema laun og kvótaverð. Svo er um verð á afurðum, olíu, skipum og vexti fjárfestingarlána. ii) Í landinu er útflutnings- og sam- keppnisstarfsemi óháð auðlindum sem getur þanist út með verk- smiðjum, hótelum og mannskap ef hagkvæmt er. iii) Gerum að auki ráð fyrir að hægt sé að stækka og minnka framleiðslu- uppskriftir í föstum hlutföllum í vöru- framleiðslu og sjósókn. Þessi tækni- lega forsenda er innbyggð í flest þjóðhagslíkön, m.a. hérlend, og þýðir að hægt er að fjölfalda fyrirtæki, – herma eftir, – ef ekki skortir aðföng og fólk. Að þessu gefnu ráða erlent verð og vextir og tæknin í stækkanlegu grein- unum launum og verði á innlendri vöru og þar með kaupmætti. Þetta þýðir að ef skipt er úr frjálsum, óhag- kvæmum veiðum í takmarkaðan einkakvóta dregst flotinn saman, vinnuafl flyst yfir í aðrar atvinnu- greinar en kaupmáttur launa hækkar ekki. Útgerð getur blómstrað án þess almenningur njóti neins en missi með tímanum þann arð sem hann áður naut. Kaupmátturinn verður nefnilega eins og engin auðlind væri. Fræg vitni Ég skrifaði um þetta fyrir tíu árum, en ekki þarf að hafa fyrir því mín orð: Gary Becker, Nóbelshafi og frjáls- hyggjufrömuður, sagði í viðtali við Morgunblaðið 5. okt. 1995: „Mér sýnist að í núver- andi kerfi ykkar fái þeir tekjurnar sem hafa verið svo heppnir að fá veiðikvóta. Þetta skiptir miklu máli vegna ákvæðisins um að auðlindin sé sameign þjóðarinnar. Útgerðir sem uppfylltu þau skilyrði er sett voru, þ.e. um veiðireynslu 1981–1983, fá af- hent verðmæti. Þetta held ég að sé helsti gallinn við kerfið sé það borið saman við mínar hugmyndir. Ég legg til að öll þjóðin fái tekjurnar. Í ís- lenska kerfinu fá útgerðirnar tekj- urnar, að nokkru leyti með geðþótta- ákvörðunum.“ Í 16. kafla í bókinni „Post socialist political economy“ frá 1997 fjallar annar Nóbelshafi og frjálshyggju- frömuður, James Buchanan, um veið- ar í skógi með sérlega gjöfult dal- verpi. Við frjálsar veiðar er ofveiði í dalverpinu unz það skilar engu meir en aðrir skógarhlutar. Buchanan skrifar m.a. (í þýðingu): „Einkavæð- ing [innskot: á dalverpinu] eykur að sjálfsögðu verðmæti heildarfram- leiðslu … Sá sem eignast auðlindina hlýtur allt verðmætið sem bætist við vegna hagkvæmrar nýtingar á hinni takmörkuðu auðlind. Enginn annar einstaklingur í hagkerfinu hagnast, hver svo sem staða hans er sem fram- leiðandi eða neytandi. En það er líka vert að taka eftir að hinir kvótalausu tapa engu ef undan er skilinn aðlög- unarkostnaður til skamms tíma.“ Í þriðja lagi sagði nóbelshafinn Jo- seph Stiglitz, sem m.a. var aðal- hagfræðingur Heimsbankans í viðtali á Stöð 2 í júlí 2002: „Kerfið þjónar einungis litlum hluta þjóðarinnar, þessum sem fá veiðiheimildirnar.“ Loks má nefna Martin Weitzman, Harvardprófessor og sérfræðing m.a. í samnýttum auðlindum og hlýnun jarðar. Hann var ráðgjafi Auðlinda- nefndar sem stofnuð var fyrir kosn- ingarnar 1999. Hann fjallaði um málið í óbirtri skýrslu sinni. Þar segir m.a. (í þýðingu): „Spurning: Hvernig er viðbúið [innskot: ef kvóti rennur til útgerða] að rauntekjur þeirra breyt- ist (eða ekki) sem ekki fá kvóta? Svar: Ekki er að búast við neinum áhrifum á rauntekjur kvótalausra. Grunn- skýringin er að í litlu, opnu hagkerfi eins og því íslenska er líklegt að tekjur fari fyrst og fremst eftir al- þjóðlegri samkeppni í framleiðslu vara sem verslað er með alþjóðlega, meira og minna óháð rentunni af fiskistofnum …“ Ummæli Buchanans og Weitzmans eru skýr, og í ljósi þeirra eru Stiglitz og Becker auðskildir. Það virðist al- kunna hjá fremstu hagfræðingum heims að það sé hreint ekki sjálfsagt að ábatinn af ókeypis einkavæðingu takmarkaðra auðlinda komist til al- mennings. Stjórnmálaforingjum síð- ustu 25 ára tókst að horfa fram hjá því með yfirgengilegri glópsku frem- ur en eindregnum brotavilja. Fullframinn? Því er ósvarað hér hvort skaðinn af útdeilingu og veðsetningaheimildum er orðinn slíkur að ekki verði aftur snúið án þess að grafa þjóðina enn dýpra í skuldaholuna. Það er þó vafa- laust hægt með nægri aðgát. Í versta falli ættu núlifandi Íslendingar að geta tryggt barnabörnum sínum þessa auð- lind og stuðlað með því að þau verði líka Íslendingar. Ef ekki, hefur þjóðin verið svipt þeirri gersemi sem Hannes Hafstein hætti sjálfum sér og öðrum til að ná undir hana. Kvóti ljóti Eftir Markús Möller » Til lengri tíma er ókeypis kvótaaf- hending álíka hagstæð fyrir íslenskan almenn- ing og að hella rottueitri ofan í Selvogsbanka og Halamið. Markús Möller Höfundur er hagfræðingur. GUNNAR Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, tjáir sig í Morgunblaðinu í gær um skýrslu Deloitte hf. um við- skipti Frjálsrar miðlunar ehf. við Kópavogsbæ, en fyrirtækið er í eigu dóttur bæjarstjóra. Þar kýs Gunnar að skjóta sendiboðann (Deloitte) fremur en játa sök í málinu, hann kastar rýrð á skýrsluhöfunda og reynir þannig að draga úr trúverð- ugleika skýrslunnar. Málsvörn bæj- arstjóra snýst um það hvort lög hafi hugsanlega verið brotin í viðskiptum bæjarins og Frjálsrar miðlunar. Í skýrslu Deloitte eru taldar líkur á því að lög um opinber innkaup hafi verið brotin þar sem ekki var leitað tilboða vegna viðskiptanna við Frjálsa miðlun og engir verksamn- ingar liggja fyrir. Deloitte hefur sent frá sér viðauka við skýrsluna þar sem þeir skýra mál sitt frekar og standa við hvert orð. Sama hverjar hártoganir bæjarstjóra eru, þá ligg- ur fyrir í ýtarlegri viðaukaskýrslu endurskoðendanna að lög hafa lík- lega verið brotin hvernig sem á mál- ið er litið. Bæjarstjóri kýs fremur að eyða tímanum í orðaskak er varðar lagagreinar og reglugerðir en þær staðreyndir sem liggja fyrir í málinu. Fyrirtækið Frjáls miðlun fékk greitt vegna vinnu fyrir Kópavogsbæ nær mánaðarlega í tæp 9 ár, þvert á inn- kaupareglur bæjarins þar sem segir að óheimilt sé að dreifa greiðslum fyrir einstaka verk. Þessi verk fékk fyrirtækið nær öll án útboða eða verðkannana. Eftirá-söguskýringar um annað hafa enga þýðingu því Kópavogsbær er opinbert fyrirtæki og ber því að vanda til verka, skrá niður tilboð um leið og þau berast til að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Fyrirtækið Frjáls miðlun hefur fengið greitt fyrir óunnin og/eða hálfkláruð verk og skýrar vísbend- ingar um að fyrirtækið hafi fengið greitt oftar en einu sinni fyrir sama verk. Í endurskoðunarskýrslu Delo- itte er bent á að fjöldi reikninga er rangt bókaður og jafnvel sama verk- ið bókfært á þrjá mismunandi bók- haldslykla sama daginn. Á það er einnig bent að fjöldi slíkra reikninga útiloki að um mistök sé að ræða. Hvort sem hér er um að ræða lög- brot eða ekki er þetta klárlega spill- ing í opinberri stjórnsýslu. Slíkt á ekki að umbera og gildir þá einu hvort lög eru brotin eða ekki. Kjörn- ir fulltrúar verða að sætta sig við að verk þeirra og orð séu stöðugt undir smásjánni. Það á að gera skýrar kröfur um siðferði og vönduð vinnu- brögð. Skýrsla Deloitte og umfjöllun fjölmiðla um málið undanfarnar vik- ur hefur sýnt svo enginn vafi leikur á að fyrirtækið Frjáls miðlun hefur notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu hjá Kópavogsbæ og notið þannig tengsla sinna við bæjarstjóra Kópavogs. Eini kostur bæjarstjóra í stöðunni er að segja af sér. Með tilraun sinni til að skjóta sendiboðann reynir hann að drepa málinu á dreif og færa at- hyglina frá kjarna málsins. Hvar á að draga mörkin? Eftir Guðríði Arnardóttur, Hafstein Karlsson og Ólaf Þór Gunnarsson Ólafur Þór Gunnarsson Höfundar sitja í bæjarráði Kópavogs. Hafsteinn Karlsson Guðríður Arnardóttir » Vísbendingar um spillingu í opinberri stjórnsýslu á ekki að umbera og gildir þá einu hvort lög eru brotin eða ekki. – meira fyrir áskrifendur Kraftar Norðurlands Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Fólkið og fyrirtækin skoðuð og dregin upp mynd af möguleikum og framtíð þessa landshluta í veglegu sérblaði 25. júní Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569-1134/ 692-1010 eða sigridurh@mbl.is Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 22. júní. Viðskiptablað Morgunblaðsins tekur púlsinn á atvinnulífi Norðurlands Meðal efnis verður : • Menntun og rannsóknir • Hönnun, handverk og saga • Matur, drykkur og menning • Landbúnaður, ferðaþjónusta, náttúra og haf • Framleiðsla, nýsköpun og norðlenskt hugvit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.