Morgunblaðið - 12.06.2009, Síða 23
✝ Halldóra GuðrúnBjörnsdóttir
fæddist á Siglufirði 5.
júlí 1921. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi
4. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Björn Zophonías
Sigurðsson frá Vatns-
enda í Héðinsfirði, f.
14.11. 1892, d. 30.8.
1974 og Eiríksína
Kristbjörg Ásgríms-
dóttir frá Hólakoti í
Fljótum, f. 11.4. 1897,
d. 18.9. 1960. Systkini: Sigurður
1917-1944, Ásbjörg Una 1919-1972,
Sveinn Pétur 1924-1998, Ásgrímur
Guðmundur 1927-1999, Þorsteinn
Helgi 1929-2000, Björn, f. 1930,
María Stefanía, f. 1931, Svava Krist-
1970 og Karl Eiríksson, f. 1985. 3)
Kristján, f. 24.5. 1948. Maki Jóhanna
Emilía Andersen, f. 4.7. 1944. Börn
þeirra eru Emil Þór Kristjánsson, f.
1968, Gauti Kristjánsson, f. 1985,
Sara Kristjánsdóttir, f. 1985. 4)
Soffía, f. 13.7. 1950, d. 27. júlí 1957.
5) Svava, f. 30.5. 1954. Maki Kristján
Bjarnason, f. 13.10. 1956. Börn:
Halldóra Hreinsdóttir, f. 1977, Bogi
Hreinsson, f. 1980, Eyþór Krist-
jánsson, f. 1991, Bjarni Kristjánsson,
f. 1993. 6) Óskírður drengur fæddur
andvana 1959. 7) Gunnar, f. 15.8.
1961. Maki Bergþóra Aradóttir, f.
26.6. 1959. Börn: Brynja Gunn-
arsdóttir, f. 1982, Ellen Gunn-
arsdóttir, f. 1985, Erla Bjarný Jóns-
dóttir, f. 1988, Snorri Gunnarsson, f.
1990, Steina Gunnarsdóttir, f. 1995.
Halldóra lauk námi frá Ljós-
mæðraskóla Íslands 1944 og var um
tíma við ljósmæðrastörf í Vest-
mannaeyjum uns húsmóðurstörf
tóku við. Einnig sá hún um kaffi í
Ráðhúsi Vestmannaeyja um árabil.
Útför Halldóru fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 12. júní, kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
ín 1932-2007, Sigríður
Bjarney, f. 1934. Eig-
inmaður Halldóru var
Bogi Jóhannsson raf-
virki frá Vest-
mannaeyjum, f. 30.9.
1920, d. 20.5. 2007.
Foreldrar Boga: Jó-
hann Gíslason frá
Vestmannaeyjum, f.
16.7. 1883, d. 1.3. 1944
og Sigríður Bergs-
dóttir frá Varmahlíð
undir Eyjafjöllum, f.
27.6. 1878, d. 13.2.
1963. Börn Halldóru
og Boga: 1) Jóhanna Sigríður, f.
8.11. 1944. Dóttir hennar er Eyja
Margrét Brynjarsdóttir, f. 1969. 2)
Eiríkur, f. 24.1. 1947. Maki Guð-
björg Ólafsdóttir, f. 17.7. 1949. Börn
þeirra eru Soffía Eiríksdóttir, f.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
– – –
(Jónas Hallgrímsson.)
Þannig kveður skáldið, hann talar
við blómin sem eru hans fallegu góðu
vinir, biður Guð um að varðveita þá
og passa, að lokum óskar hann þess
að blómin sofi vel og dreymi um ljós-
ið. Þetta minnir mig ætíð á tengda-
móður mína hana Halldóru Guðrúnu,
sem var reyndar ættíð kölluð Dolla
meðal fjölskyldunnar og vina og
fylgdi það nafn henni frá fæðingu til
hinstu stundar.
Þegar ég kom í fyrsta skipti á
heimili hennar á Heiðarveginum,
sem tilvonandi tengdadóttir, var eins
og ég hefði átt heima þar alla tíð.
Mér var strax tekið með hlýju, kurt-
eisi og umfram allt vináttu. Þannig
urðu okkar samskipti í rúm 40 ár.
Dolla var mjög listræn og lék allt í
höndunum á henni það var sama
hvort það var saumaskapur, handa-
vinna, bakstur eða garðurinn, allt
varð þetta að listaverkum. Hún hafði
ákaflega góða nærveru hvort sem
það voru börn eða fullornir, allir sótt-
ust eftir að vera í návist hennar.
Þannig var því einnig farið með hana
sjálfa hún vildi hafa fólk í kringum
sig og var stundum sagt í léttum tón
að hún nærðist á félagskap fólks.
Hjálpsemi og umhyggja fyrir vel-
ferð annarra var snar þáttur í hennar
daglega lífi. Hún tók þátt í starfsemi
líknarfélaga af slíkum eldmóð að
manni fannst stundum nóg um. Þeg-
ar maður spurði hvort þetta væri nú
ekki fullmikið, voru viðbrögðin ætíð
„Æ nei, ég hef bara gott af þessu og
svo eru svo margir sem þurfa á hjálp
að halda“. Ef hún heyrði einhverjum
hallmælt gat hún alltaf lagt til já-
kvæða setningu sem lagaði stöðuna
eitthvað. Sjálf hallmælti hún aldrei
nokkurri manneskju.
Upp í huga mér kemur heimsókn
Dollu og Boga til okkar er við bjugg-
um í Danmörku. Þar ferðuðumst við
saman um Jótland og áttum saman
yndislegar stundir. Minningar úr
þeirri ferð fara í ómetanlegt safn
minninga um hana sem ég mun gæta
sem míns dýrmætasta fjársjóðs alla
mína tíð.
Hún fylgdist vel með tískunni og
voru skór í miklu uppáhaldi eins og
hjá þeim systrunum öllum og hefur
þetta erfst til næstu kynslóða. Það
var unun að fylgjast með hvað hún
hafði gaman af fínum fötum og var
alltaf flott, alveg fram á síðasta var
hún að dást að einhverju fallegu.
Sjálf var hún ákaflega falleg kona,
jafnt að utan sem innan.
Hún var ekki heilsuhraust hin síð-
ari ár, e.t.v. mun lengur en það, þar
sem hún bar slíkt ekki á torg. Í þeim
veikindum og breytingum á högum
hennar eru óhjákvæmilega samfara
slíkum erfiðleikum sýndi hún ein-
stakt æðruleysi, tók hverjum hlut
sem að höndum bar með ró og ákveð-
inni yfirvegun. Seinasta árið dvaldi
hún á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
og naut þar einstakrar ummönnunar
og hlýju.
Að fá að vera samferða henni
tengdamóður minni hefur kennt mér
margt. Jákvæðnin, væntumþykjan
til annarra og réttlætiskenndin sem
hún bjó svo ríkulega af. Það þakka ég
af virðingu og vinsemd. Hvíl í friði,
elsku Dolla, og takk fyrir allt.
Guðbjörg Ólafsdóttir.
Dolla tengdamóðir mín var gædd
miklu jafnaðargeði og æðruleysi eins
og Bogi heitinn tengdafaðir. Aldrei
varð ég var við að þau skiptu skapi
frá því ég kynntist þeim fyrir tæpum
tuttugu árum og höfðu þó ýmislegt
reynt. Þó fylgst væri með þjóðmálum
og því sem gerðist innan ættarinnar
var ekki vaninn að mikla hlutina fyrir
sér, heldur hverju máli sem að hönd-
um bar tekið með jafnaðargeði.
Gosið á Heimaey 1973 var einn af-
drifaríkasti atburður Íslandssögunn-
ar. Þá bjuggu þau Bogi og Dolla á
Heiðarvegi 64 í Vestmannaeyjum
eins og mestalla sína búskapartíð.
Eldurinn kom upp austur á eyju og
fljótlega eftir það voru íbúar bæjar-
ins ræstir og tilkynnt hvað var í
gangi. Heimilisfólkið vaknaði við læt-
in og virti fyrir sér eldana sem blöstu
við út um gluggann á Heiðarvegi og
ræddi hvað til bragðs skyldi taka.
Dolla lét sér ekki bregða: „Má ekki
bjóða ykkur kaffi?“ sagði hún innan
skamms og fór að hella upp á.
Bogi og Dolla heimsóttu okkur
Svövu og peyjana þegar við fluttum
til Eyja en þau voru farin í Kópavog-
inn. 17. júní 2000 voru þau með okkur
inni í Dal þegar Suðurlandsskjálftinn
reið yfir og yngsti sonur okkar hélt
að drunurnar í Dalfjalli væru hluti af
lokaatriði hátíðahaldanna. Stemmn-
ingin var eins og í stórslysamynd
með ópum og flótta frá hlíðum fjalls-
ins þar sem stór björg ultu niður og
rykmökkurinn steig upp til himna.
Þá heyrðist ekki mikið frá Boga og
Dollu þó hratt væri farið út að bíla-
stæði í miðjum Dalnum.
Seinna fóru þau með okkur á
þjóðhátíð og tóku þátt í því sem fram
fór, eins og í gamla daga. Fyrsta
kvöldið var farið með peyjana heim
að sofa undir miðnætti og tengdafor-
eldrarnir pössuðu en við Svava fór-
um aftur inn í Dal. Daginn eftir
spurði Dolla hvað við hefðum verið
lengi, sem er sígild spurning í Eyj-
um. Til þrjú var svarið. Þá hnussaði í
henni og þótti snemma hætt hjá fólki
á okkar aldri. Dolla var veislumann-
eskja og sat hverja veislu til enda
meðan heilsan leyfði, bjó sig jafnan
upp á og hafði mikla gleði af manna-
mótum. Hefur þetta veislugen erfst
áberandi í beinan kvenlegg.
Þriðja heimsókn þeirra Boga og
Dollu til okkar í Eyjum er líka eft-
irminnileg . Þau undu sér vel, heim-
sóttu vinafólk og kvörtuðu aldrei
undan sjóferðinni eða öðru sem fyrir
bar. Það var helst að henni þætti með
með ólíkindum hvað menn entust við
að rífast á Alþingi ár eftir ár. En
þægilegri gesti var ekki hægt að
hugsa sér. Á öðrum degi þessarar
heimsóknar minntu náttúruöflin á
sig og sjálf Hekla fór að gjósa og er
enn í minnum haft því gosið var aug-
lýst með fimmtán mínútna fyrirvara í
ríkisútvarpinu og sást það vel frá
Eyjum.
Það er erfitt að ræða Dollu án þess
að nefna Boga Jóhannsson eigin-
mann hennar, sem lést fyrir tveimur
árum. Þau voru mjög samlynd og
áttu mannvænleg börn og seinna
með leyfi að segja tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn. Það
má ýkjulaust segja um skapferli
Dollu að hún hafi verið jákvæð og
vingjarnleg persóna, hjálpsöm, úr-
ræðagóð og barngóð og þannig mun-
um við alltaf minnast hennar.
Kristján Bjarnason.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Fallin er frá einstök kona, kær
tengdamóðir mín, Halldóra Björns-
dóttir. Það var fyrir 42 árum, árið
1967 sem ég hitti tengdaforeldra
mína fyrst, þau Halldóru og Boga Jó-
hannsson, að Heiðarvegi 64 í Vest-
mannaeyjum. Bogi tengdapabbi kom
inn í herbergi Stjána, kynnti sig og
sagði að nú skyldi ég koma og heilsa
upp á hana Dollu, ég þyrfti ekki að
hræðast hana hún væri góð kona.
Það voru orð að sönnu því Dolla eins
og hún var ætíð kölluð, var yndisleg
manneskja, róleg, ljúf, brosmild og
sérlega jákvæð, gerði engan manna-
mun og aldrei heyrðist hún hallmæla
nokkrum manni.
Mér var tekið opnum örmum á
heimili þeirra alla tíð, með hjarta-
hlýju og gestrisni.
Bogi lést 20. maí 2007, blessuð sé
minning hans.
Að leiðarlokum þakka ég fyrir
samfylgdina og allt sem þú gerðir
fyrir mig og mína.
Hvíl í friði, elsku tengdamamma
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín tengdadóttir,
Jóhanna Emilía.
Elsku Dolla amma okkar er farin.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Hún var blíð og brosmild, jákvæð
og óspör á hrósið. Var alltaf fín og
falleg og vel til höfð, hafði unun af að
punta sig. Hún var iðin við handa-
vinnu, útprjónaðar peysur, útsaum-
aðir púðar, málaðir dúkar og fleiri
listaverk urðu til í höndum hennar.
Miðpunktur fjölskyldunnar var á
heimili afa og ömmu á Heiðarvegin-
um í Vestmannaeyjum. Á þrett-
ándanum og gamlárskvöld var oft
kátt í koti og svo voru lundaveislurn-
ar ljúfu. Alltaf tók hún á móti okkur
með veisluborði, heitt súkkulaði,
súkkulaðikökur, köld mjólk, randa-
línur, pönnslur, hálfmánar, kleinur
og allskonar fínerí galdraði hún
fram.
Aldrei sáum við ömmu skipta
skapi, jafnvel ekki þó hún kæmi að
okkur krökkunum þar sem við vor-
um búin að rústa eldhúsinu, eða þeg-
ar öskunni úr arninum var þyrlað um
stofuna.
Seinna fluttu amma og afi í Kópa-
voginn þar sem þau gerðu sér nota-
legt heimili.
Síðustu mánuðina bjó amma í góðu
yfirlæti á Sunnuhlíð og var alltaf jafn
ljúft að koma til hennar, hún gaf mik-
ið af sér, gladdist alltaf þegar við
heimsóttum hana, fylgdist vel með
og var umhugað um alla í kringum
sig.
Margar góðar minningar eigum
við um ömmu og er hennar sárt sakn-
að
Kærar þakkir fyrir allt, elsku
amma.
Þín barnabörn,
Emil Þór, Gauti og Sara.
Halldóra Guðrún
Björnsdóttir
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
Elsku Dolla amma, takk fyrir
að hafa tekið á móti okkur í fjöl-
skylduna með ást og umhyggju.
Þú varst alltaf svo hlý og ást-
kær, öllum leið vel í nærveru
þinni og við gátum talað saman
þrátt fyrir mína litlu íslensku-
kunnáttu. Við munum sakna
hlýju þinnar og bross. Við mun-
um aldrei gleyma þér og vitum
að þú fylgist með okkur, með
fjölskyldunni þinni, á himnum.
Við elskum þig amma/
langamma.
Stacy og Naima Emilia.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar um Hall-
dóru Guðrúnu Björndsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FRÍÐA EMMA EÐVARÐSDÓTTIR,
Þorsteinsstöðum,
Lýtingsstaðahreppi,
síðast til heimilis
Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki,
lést laugardaginn 30. maí.
Útför hennar fer fram frá Mælifellskirkju laugardaginn 13. júní
kl. 14.00.
Berta Margrét Finnbogadóttir,
Böðvar Hreinn Finnbogason, Guðbjörg Guðmannsdóttir,
Stefanía Fjóla Finnbogadóttir, Guðmundur Magnússon,
Violet Elizabeth Wilson, David Wilson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SNORRA SIGURÐSSONAR
skógfræðings.
Sigurður Sveinn Snorrason, Hrefna Sigurjónsdóttir,
Arnór Snorrason, Kristín Hallgrímsdóttir,
Steinunn Snorradóttir, Jóhann Ísfeld Reynisson,
Guðrún Margrét Snorradóttir, Þórarinn Alvar Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Systir mín,
HALLDÓRA JÓHANNESDÓTTIR,
Laugavegi 98,
Reykjavík,
sem lést 29. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn
15. júní kl. 15.00.
Ragnhildur Richter.
✝
Elskulegur frændi okkar,
HÁKON ÁRNASON,
dvalarheimilinu Barmahlíð,
Reykhólum,
sem lést laugardaginn 6. júní, verður jarðsunginn
frá Reykhólakirkju laugardaginn 20. júní kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á minningarsjóð dvalar-
heimilisins Barmahlíðar, Reykhólum. Reikningsnúmer 1118-05-310241,
kt. 670483-0379.
Fyrir hönd aðstandenda,
Systkinin frá Kambi.