Morgunblaðið - 12.06.2009, Side 31

Morgunblaðið - 12.06.2009, Side 31
Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttir Menning 31FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Í DAG eru nákvæmlega tíu ár síðan Sigur Rós hélt sögu- lega útgáfutónleika vegna plötu sinnar, Ágætis byrjun, í Íslensku óperunni. Tónleikarnir hafa í dag tekið á sig goðsagnakenndan blæ og þeir sem þá sóttu lygna aftur augum þegar þeir rifja þá upp. Greinarhöfundur man eftir því að hafa staðið úti á Ingólfsstræti eftir tónleikana, í þægilegu losti, orð- laus en hárin höfðu staðið á endum út alla tónleikana, svo magnaðir voru þeir. Í kring voru fleiri gestir, og enginn mælti orð frá munni. Þennan sama dag kom Ágætis byrjun út, en útgefandinn, Ási í Smekkleysu, var að vonast til að geta selt ca 1500 eintök. Á þeim tíma gat enginn, eðlilega, ímyndað sér það flug sem platan og sveitin átti eftir að taka. En þar sem fólk stóð dolfallið í Ingólfs- strætinu var a.m.k. eitt á hreinu. Það hafði eitthvað stórkostlegt gerst – og það væri eiginlega óréttlætanlegt að þessi ótrúlega tónlist sem hafði verið flutt í Íslensku óp- erunni myndi ekki fara sem víðast. Ágætis byrjun Sigur Rósar er tíu ára í dag Allt breyttist Þáttaskil Á einni nóttu varð ljóst að það væri eitthvað meiriháttar í uppsiglingu hjá þessari mosfellsku rokksveit. Ferill hennar hefur síðan verið ein samfelld sigurganga. Páll Ragnar Pálsson, kenndur við Maus „Þetta voru tímamótatónleikar, og þá ekki bara fyrir Sigur Rós. Það breyttist allt í kjölfar- ið, og tónleikarnir mörkuðu ákveðin kyn- slóðaskipti. Maður fann fyrir nýju viðhorfi í ís- lensku tónlistarlífi, fersku og jákvæðu, og þessi kynslóð sem Sigur Rós tilheyrir var allt í einu reiðubúin til að taka við. Maður fann að eitthvað mikið var í uppsiglingu, mánuðina fyrir tón- leikana og sú þróun náði ákveðnum hápunkti þarna. Ég myndi segja að áhorfendur hafi verið í sjokki eftir tónleikana og ekki undirbúnir fyrir það sem á borð var borið. Þessir tónleikar báru með sér ákveðna uppljómun. Fólk upplifði fegurð sem það hafði ekki skynjað áður, Sigur Rós var með einhvern lykil virtist vera. Þetta var einhver tilfinning, eitthvað „íslenskt“, eitthvað sameiginlegt sem fólk bara fattar. Einhver hrein og tær fegurð sem allir gátu tengt við.“ KK, tónlistarmaður „Ég og Jónsi rákum saman hljóðver á þessum tíma og við spiluðum stundum sam- an, hituðum m.a. upp fyrir Will Oldham fyrr um vorið. Ég spilaði svo á munnhörpu inn á plötuna. Ég var því bú- inn að fylgjast með þeim í nokkurn tíma og vissi sosum hvað var að fara að gerast þarna í óperunni. Engu að síður voru tónleikarnir mjög sérstakir, ollu hálfgerðri sprengingu. Svo fékk ég þarna smá hlutverk, sópaði gólfið í enda tónleikanna og brá mér í hlutverk hús- varðar. Mér fannst það fynd- in hugdetta. Það var allt í einhverju undarlega góðu samræmi þennan dag.“ Ólafur Páll Gunnarsson, Óli Palli, Rás 2 „Við tókum tónleikana upp og sendum þá jafnframt beint út. Þetta var mikil hátíðarstund og ég tók börnin mín með, þá kornung, af því að ég vildi að þau upplifðu þessa sögulegu tónleika. Ég vissi hvað var að fara að gerast, enda var ég heillaður af plötunni. Ég stundaði enda mikið trúboð, tók t.d. 30 plötur með mér til Bret- lands og gaf m.a. John Peel eintak. Sjálfur á ég eintak númer eitt, sem strákarnir létu mig hafa daginn áður, þegar þeir sátu við og límdu plötuna saman á gamla Grand Rokk, síðar Sirkus. Í tónlist Sigur Rósar upplifði maður alveg nýja stemningu. Og tónleikarnir eru þeir eftirminnileg- ustu sem ég hef séð, maður man mjög skýrt eftir þeim. Þeir negldu þetta, konsertinn var algerlega „brilliant“. Þannig er Sigur Rós, allt sem þeir gera markast af sterkri og mikilli heild og þessi drama- tíska stemning dregur fólk óhjákvæmilega að.“ Ég var þar „ÞAÐ virðist vera sama hvern maður talar við, það muna allir eft- ir þessum tónleikum,“ segir Georg og segist vel kannast við þennan goðsagnakennda stimpil sem tón- leikarnir hafa á sér. „Ég man hvað þetta var erfiður dagur. Það gekk illa að sándtékka og ég var orðinn hálf vonlaus þeg- ar ég skrapp heim eftir tékk. Mig langaði eiginlega ekkert til að spila. Svo hittumst við á Sólon fyrir tón- leika og stöppuðum stálinu hver í annan. Ákváðum bara að gera okkar besta, sama hvernig færi. Meira gætum við ekki gert. Þannig að við vorum ekki mjög upplitsdjarfir! En svo gekk allt upp einhvern veginn. Við vorum að hlusta á upptökur frá þessu um daginn og vorum hissa á því hvernig þetta small allt saman. Spennufallið var mikið eftir tónleikana og við vorum allir í hæstu hæðum. Engir tónleikar okkar lifa jafn sterkt í minningunni hjá mér. Á vissan hátt voru þetta fyrstu „alvöru“ tónleikarnir okkar, og það var mikið haft fyrir þessu. Okkur fannst rosalegt að spila fyrir fullum sal í Íslensku óperunni – sem var mjög stórt fyrir okkur þá!“ „Ég var orðinn hálf vonlaus“ Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir tónleikadaginn hafa verið ævintýralegan og á tímabili hafi hann ekki verið sérstaklega bjartsýnn á kvöldið. „Ég var staddur í sumarhúsi við strönd New Jersey árið 1999, og kvöldi var tekið að halla, þegar ég heyrði Ágætis byrjun fyrst. Bergmálandi, glerdropahringlandi hljómborðið í „Svefn-G- Englar“, ásamt áleitnum, surgandi gítartónunum og hárri, óskilj- anlegri söngröddinni heillaði mig. Stærð tónlistarinnar, ógurlegt aðdráttaraflið minnti helst á hafið sem beljaði fyrir utan. Ég upp- lifði hins vegar Sigur Rós af einhverri alvöru þegar hún lék í New York í fyrsta skipti, í maí 2001 [tónleikar sem Fricke gagnrýndi fyrir Morgunblaðið]. Þar fann ég að Ágætis byrjun átti greinilega rætur í tónleikaspilamennsku og á því sviði sprakk hún út sem aldrei fyrr. Þegar ég gekk inn á tónleikastaðinn, þetta maíkvöld, var ég aðdáandi. Ég gekk hins vegar út frelsaður.“ Ógurlegt aðdráttarafl David Fricke, einn ritstjóra Rolling Stone, setti niður hugleiðingar af þessu tilefni að beiðni Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.