Morgunblaðið - 12.06.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.06.2009, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÚTITÓNLEIKAR verða haldnir í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ á morgun, laugardag. Þar munu fjórtán hljómsveitir stíga á stokk, meðal annars Retro Stefson og We made God. „Þetta er annað árið í röð sem við höldum þessa tónleika. Það eru aðallega íbúar í Álafosskvos sem standa að þeim en við nokkur ungmenni höfum einnig hjálpað til við skipulagninguna,“ segir Una Hildardóttir íbúi í Álafosskvos og einn af skipuleggjendum tón- leikana. „Pabbi minn og fleiri eru að sjá um þetta og reyna að efla okkur unga fólkið í þessu líka. Á næsta ári eigum við að sjá sjá um þetta ein og óstudd,“ bætir hún við. Tónleikarnir eru haldnir með því yfirskyni að efla tónlistarlíf í Mosfellsbænum og gefa hljóm- sveitum færi á því að spreyta sig fyrir framan áhorfendur. „Það er enginn kostnaður í kringum þetta, allir koma frítt fram. Margar hljómsveitanna eru með meðlimi í yngri kantinum og hafa lítið spilað svo það er mikil upplifun fyrir þær að spila á úti- tónleikum. Sveitirnar eru flestar úr Mosfellsbæ og í fyrra voru þær bara úr Mosfellsbæ en núna eru líka nokkrar úr nágrannasveita- félögunum því það var aðsókn þaðan í að fá að spila,“ segir Una. Ekki verður aðeins tónlist í boði í Kvosinni því sérstakt við- burðatorg verður einnig sett upp þar sem margt verður um að vera. „Þar verður m.a. Brettafélag Ís- lands og sýnir listir sínar, Körfu- knattleikssamband Ísland með „street ball“, kafari sýnir hvernig köfun virkar, Ástráður, félag læknanema, verður með fróðleik og 4. flokkur handknattleiksfélags Aftureldingar selur veitingar.“ Fánadagurinn Una segir að dagsetning tón- leikanna sé engin tilviljun, þeir séu haldnir á fánadaginn sem sé sérstakur hátíðisdagur á Álafossi. En árið 1913 sigldi Einar Pét- ursson, bróðir Sigurjóns á Ála- fossi, um Reykjarvíkurhöfn með bláhvítan fána í stafni og var handtekinn fyrir athæfið af dönsk- um varðskipsmönnum. Þessi at- burður hleypti auknum krafti í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og vildi Sigurjón minnast fánatök- unnar með hátíðarhöldum. Fána- dagurinn var alltaf haldinn í kringum 12. júní með mikilli dag- skrá og margmenni í Kvosinni, en upphaf hátíðarinnar var Álafoss- hlaupið. Nú hefur hátíðin verið endurlífguð en íþróttadagskránni hefur verið skipt út fyrir troðfulla tónlistardagskrá. Tónleikarnir í Álafosskvos á morgun, laugardaginn 13. júní, hefjast kl. 14 og standa til kl. 20. Frítt er inn. We Made God Mammút Sleeps like an angry bear Retro Stefson At dodge city Ghost Aircraft Mushcream Amper and Sand Blinking numbers Furry Strangers Two Tickets to Japan Naflakusk Me, the slumbering Napoleon Hljómsveitirnar Útitónleikar í Álafosskvos  Tilgangurinn að efla tónlistarlíf í Mosfellsbæ og gefa ung- um hljómsveitum tækifæri til að koma fram á tónleikum Í fyrra Teitur úr hljómsveitinni Sleeps like an angry bear syngur fyrir gesti Álafosskvosarinnar í blíðskaparveðri á fyrstu tónleikunum í fyrra. Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Terminator: Salvation kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Angels and Demons kl. 5:30 - 8:30 B.i. 14 ára Night at the museum 2 kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ X-Men Origins: Wolfe... kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Angels and Demons kl. 8 - 10:40 B.i. 14 ára Boat that rocket kl. 8 - 10:40 B.i. 12 ára Draumalandið síðustu sýn. kl. 6 LEYFÐ Ghost of Girlfriend past kl. 8 - 10 B.i. 7 ára Terminator: Salvation kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Gullbrá og birnirnir 3 kl. 5:50 LEYFÐ Þú færð 5 % endurgreitt í HáskólabíóSími 462 3500 SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI 750k r. 750k r. Ghost of a Girlfriend .... kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Gullbrá og birnirnir 3 kl. 6 – Almennt 750 kr. börn 600 kr. LEYFÐ Terminator: Salvation kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára Ó.H.T., Rás 2 -M.M.J., kvikmyndir.com -T.V., - kvikmyndir.is - S.V., MBL Vinsælasta myndiní heiminum í dag Þegar ljósin slökkna byrjar fjörið... aftur! ... og nú í stærsta safni í heimi! 750kr. Frábær ævintýra gamanmynd í anda fyrri myndar! Toppm yndin á Íslan di í da g 750kr. Vinsælasta myndin í heiminum í dag Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú b SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Frábær teiknimynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali. Þetta er hið klassíka ævintýri um Gullbrá og birnina 3 í nýrri og skemmtilegri útfærslu. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI FRÁBÆR GAMANMYND Í ANDA WEDDING CRASHERS Ó.H.T., Rás 2 -M.M.J., kvikmyndir.com -T.V., - kvikmyndir.is - S.V., MBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 750 kr almennt 600 kr börn HHH “... fínasta spennu- mynd með flottum hasaratriðum...” - V.J.V., FBL HHH „Stórbrotinn hasar.“ SV MBL HHHH – Empire www.veggfodur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.