Morgunblaðið - 12.06.2009, Qupperneq 36
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
NÚ er búið að staðfesta 40 atriði á elleftu
Iceland Airwaves-hátíðinni sem fer fram
dagana 14.-18. október. Þar á meðal eru 11
erlendar sveitir en á næstu vikum munu um
110 atriði bætast við dagskrána.
Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi, sem
sér um framkvæmd hátíðarinnar, segist
ekki treysta sér til þess að bóka stærri nöfn
ennþá af ótta við að gengi krónunnar falli
meira. Því verði lögð sérstök áhersla í ár á
ungar sveitir á þröskuldnum.
Stefnir í fjölbreytta dagskrá
Það er þó nokkur fjölbreytni í þeim er-
lendu atriðum sem þegar hafa staðfest
komu sína. Þar eru fimm bresk atriði, þrjú
norsk, tvö bandarísk og eitt þýskt.
Trúbadúrinn Nina Kinert frá Noregi er
áhugaverður einyrki sem ætti að höfða vel
til aðdáenda Ane Brun, Lykke Li og
Iron&Wine.
The Cock ŃBull Kid er listamannsnafn
hinnar Gana-ættuðu Anitu Blay. Hún er alin
upp í London og spilar létt elektró-popp
undir áhrifum úr ólíkum áttum á borð við
Madonnu og Björk.
Casiokids er norsk sveit á mála hjá
bresku MoshiMoshi-útgáfunni. Liðsmenn
hafa grafið upp gömul og rykfallin hljóm-
borð sem svo eru notuð til þess að semja lög
sem eiga að vera undir áhrifum frá afró-bít
Fyrstu atriði tilkynnt á Airwaves
Casiokids Grallararnir hafa staðfest komuna.
popptónlist. Á víst að hljóma svipað og sú
sem Paul Simon lék sér með á Graceland-
plötunni en óvart finnur sveitin allt öðruvísi
hljóm og áhugaverðari.
Frá Noregi kemur einnig tilrauna-
indírokksveitin Megaphonic thrift.
Micachu er frá austurhluta London og er
svo tilraunaglöð sveit að erfitt er að líma
merkimiða á hana. Hljóðgrautur sem svipar
til Animal Collevtive en er þó töluvert meira
grípandi.
Frá New York kemur elektrópoppsveitin
The Golden Filter sem sver sig í ætt við
Fischerspooner og LadyTron.
Metronomy er bresk poppsveit undir
áhrifum frá glysgjörnum níunda áratug síð-
ustu aldar. Sjálf segjast þau vera undir
áhrifum frá David Bowie, Devo og New Or-
der.
Indípoppsveitin The Golden Silvers kem-
ur frá Bretlandi. Helst væri hægt að lýsa
henni sem sykursætri poppútgáfu sveita á
borð við Vampire Weekend og Franz Ferd-
inand.
Af þeim atriðum sem staðfest hafa komu
sína virðast aðstandendur hátíðarinnar hvað
spenntastir fyrir Bretanum James Yuill.
Hann er í hópi trúbadúra 21. aldarinnar
sem nýta sér tölvutæknina til hins ýtrasta á
tónleikum sínum. Svipað og Mugison gerði í
kringum útgáfu fyrstu plötu sinnar.
The Postelles er ný rokksveit frá New
York í anda Spoon og Vampire Weekend.
Gítarleikarinn Albert Hammond Jr. úr The
Strokes stjórnaði upptöku nýrrar plötu
þeirra.
Frá Þýskalandi kemur Brandon Beth-
ancourt er kallar sig Alaska in Winter.
Hann skreytir oft nær angurværa elektró-
ník sína með áhrifum héðan og þaðan.
Heyra má áhrif frá Sigur Rós, Royksöpp og
Ratatat.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
Miðasala hefst mánudaginn 29. júní en
verðið er 85 evrur á passa á hátíðina.
Verðið helst í stað frá því í fyrra ef
miðað er út frá evrunni. Aðstandendur
hátíðarinnar segja nauðsynlegt að miða
við evruna þar sem þeir borgi öllum er-
lendum listamönnum í gjaldmiðlinum.
Til að koma til móts við íslenska tón-
listaráhugamenn sem vilja síður þurfa
að greiða 15.300 kr. fyrir armbandið
verða þau seld Íslendingum á gamla
krónuverðinu frá því í fyrra (8900 kr.)
fyrstu tvær vikurnar eftir að miðasala
hefst. Eftir það verða Íslendingar að
bíta í það súra epli að borga því sem
nemur 85 evrum þann dag er þeir
kaupa miða. Þess má til gamans geta
að fyrir fimm árum kostaði armbandið
5000 krónur.
Miðaverð í evrum
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKUTALI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
„HEAD-POUNDINGLY (IN A GOOD WAY),
SIDESPLITTINGLY FUNNY.“
90/100 – THE HOLLYWOOD REPORTEREIN ALBESTA GRÍNMYND SUMARSINS ER KOMIN
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA
„THIS IS SO FAR THE BEST
COMEDY OF THE YEAR.“
PREMIERE
„THE SUMMER PARTY MOVIE OF ALL
OUR TWISTED DREAMS.“
ROLLING STONE
„THIS PROFANELY FUNNY COMEDY
EXCEED EXPECTATIONS AND ACHIEVE THE
STATUS OF BREAKOUT HIT.“
90/100 - VARIETY
HEIMILDARMYND UM HANDBOLTALANDSLIÐ
ÍSLANDS Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Í PEKING 2008SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI
á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
THE HANGOVER kl. 6D - 8D - 9D - 10:20D - 11:20D 12 DIGITAL
MANAGEMENT kl. 6 - 8 - 10:20 10
GOTT SILFUR GULLI BETRA kl. 6:30 (síðustu sýningar) L
CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 43D L 3D DIGTAL
HANNAH MONTANA kl. 4 L
ALFREÐ ELÍASS.& LOFTLEIÐIR kl. 4D (síðasta sýning) L DIGITAL
THE HANGOVER kl. 3:40 - 5:50 - 8D - 8:30 - 10:20D - 11 12 DIGTAL THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 10:20 16
THE HANGOVER kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 8 10
MANAGEMENT kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN kl. 4 - 6 L
ADVENTURELAND kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 12 HANNAH MONTANA kl. 3:40 L
CORALINE 3D kl. 3:403D - 5:503D m. ísl. tali L 3D DIGTAL