Nýtt kvennablað - 01.10.1941, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.10.1941, Blaðsíða 6
2 NÝTT KVENNABLAl) JÓHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Hvarmaloga, minni, mál og menntaauöinn kom og tók burt kaldur dauöinn. Orkaöi seinast einn að stilla innri funa, og þagga niöur þjáninguna. Veita svölun þyrstum, þreyttum, þjáðum barmi, því skal láta af heitum harmi. Bera töpin, byrða svo sem bar hún þunga, geyma sálu eilifð unga. Hefja andann angist frá og öllum meinum, gráta hljótt með guði einum. Má svo fara, að framtíð beri fortíð betur feigð og tap og fellivetur. G. St. Dimmt er i heimi, degi þegar hallar, og Drottins mikli sendiboðinn kallar: „Stanzaðu við, og störfin legg til hliðar, stundin er komin, hnigin sól til viðar“. Sé dauðinn aðeins u]3]dtaf þess er lifir, en andinn frjálsi starfi jörðu yfir og taki vexti af undanförnum árum, er engin þörf að gráta sorgartárum. Því syrgjum ei, þó bálið brenni náinn. Það breytir engu, þú ert ekki dáin. Til ljóssins heirna, leiðirnar þú valdir, þín ljúfa minning blessuð sé um aldir. Sólveig Hvannberg. ★ Jóhanna Þórðardóttir var fædd í Reykjavik 23. des. 1897. Foreldrar hennar vorn Þórður Narfason trésmiður og kona hans, Guðrún Jó- hannsdóttir. ,Ólzt hún upp í fcjðurhúsum og átti hér heimili alla tíð. Hún lauk námi úr Kvennaskólanum og þóttu þar strax koma í ljós óvenjulega góðar og far- sælar gáfur hennar. — Árið 1919 hyrjaði liún að starfa í Landsbankanum og hélt Jtvi áfrani svo lengi, sem heilsan leyfði, að undanleknu tæpu ári, sem hún dvaldi í Englandi. Mun hún þar meðal annars hafa verið að fullnuma sig í enskri tungu, sem hún talaði og ritaði prýði- lega. Skrifaði hún jtó nokkrum sinnum greinar í ensk tímarit. Seinustu árin gegndi hún full- trúastarfi i Landsbankanum, og er hún eina konan, sem liefir verið sett í slíka trúnaðarstöðu þar. Vorið 1940 stofnaði liún ásamt Guðrúnu Stefánsdóttur og þeirri, er þessar línur ritar, Nýlt kvennablað. Er mér kunnugt um, að hún hugði gotl lil blaðamennskunnar, enda var hún mjög vel ritfær. Hún var trúhneigð í þess orðs beztu merkingu. Var hún í allmörg ár meðlim- ur í Guðspekifélaginu. Jóhanna lieitin giflist aldrei, en ól upp fra;nku sína, Guðrúnu Stefánsdóttur. Lauk hún stúd- entsprófi tveim árum áður en fóstra hennar dó. Var með þeim mjög innilegt og kært. Jóhanna andaðist á sjúkrahúsi Hvítabandsins þann 22. júní 1941. Banamein hennar var krabbamein. ★ ★ Þegar við þrjár, fyrir rúmu ári síðan, byrjuð- um að gefa út Nýtt kvennablað, þá vonuðum við allar, að samstarfið yrði langt og litum björt- um augum lil framtíðarinnar. En líf og dauði spyrja sjaldnasl um óskir okk- ar eða vonir, heldur fara jafnaðarlegast þær leiðir, sem okkur eru torskildar. Því var það, að eg álli svo erfitt með að sætla mig við að Jóhanna Þórðardóttir væri horfin héðan fyrir fullt og allt, og þó vissi eg síðustu mánuðina, sem hún lifði, að ekki gat orðið nema einn endir á hinum þrautafulla sjúkdómi lienri- ar. Vissi eg, að einungis hennar mikla viljaþrek og óvenjulega skyldurækni gerðu henni mögu- Iegl að ganga til starfa, eins lengi og hún gerði, og að henni sjálfri var vel ljóst, að hverju stefndi. En aldrei heyrði eg liana æðrast eða kvarta. Slíkt var henni svo fjarlægl. Jóhanna sáluga var afburða gáfuð kona og þroslcuð, hafði og aflað sér fjölþættrar mennt-

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.10.1941)
https://timarit.is/issue/334060

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.10.1941)

Aðgerðir: