Nýtt kvennablað - 01.10.1941, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.10.1941, Blaðsíða 10
6 NÝTT KVENNABLAÐ að margar þeirra lyku ekki námi, heldur gifl- ust, og sé því fé þess vegna á glæ kastað, er varið sé til æðri menntunar kvenna. Þetta sjónarmið er svo furðulegt, að það er varla sVaravert. \rel vila konur, að starf þeirra er ekki mikils metið, en nú fá þær að vita, að það i augum viss iiluta manna er svo auðvirðilegt, að sá mögu- leiki einn, að ung stúlka ef til vill giftist og stofnar heimili, nægir lil að útiloka hana frá að njóta sömu hlunnnda og skólafélagar henn- ar, þó að hún hafi til þeirra unnið með öllum rétti. Slíkt er fullkomið hrot á jafnréttislögun- um, sem mæla svo fyrir, að konur skuli hafa sama rélt, með sömu skilyrðum, til allra opin- berra skóla, embætta og styrkja sem karlar. Eða hver getur fyrirfram sagt, að hvaða nol- um menntun og þroski konunnar kann að verða þjóðfélaginu, jafnvel þótt hún ekki taki em- bættispróf eða iðki vísindastörf að námi loknu, en í stað þesss giftisl og annist heimili sitt og börn? Auk þess hafa margar konur sýnt, að það getur vel verið samrækjanlegt, að sinna heimili og halda áfram því starfi, sem þær hafa búið sig undir. Og hvað sem öllu öðru líður, þá er þetta rang- læti, og svo ótvíræð tilraun til að leggja stein í götu ungrar stúlku, sem hefir sýnt að hún hefir hæði hæfileika og vilja til að komast langt á þeirri braut, sem hún hefir valið sér, að slild má ekki þolast. Nýtt kvennablað vill því skora á Menntamála- ráð, að birta ástæður þær, er það telur sig hafa fyrir Jjessari neilun og vill m.eð gleði koma Jieirri skýringu til lesenda sinna. Karlmennirnir hafa nú stungið upp á að nöfn sið- feröislægstu kvenna séu birt, ungum mönnum til viðvörunar, sem annars kynnu að girnast Jíær fyrir eiginkonur. Lítur út fyrir, að eitthvað hafi sljóvgað augu þeirra, sem slíka uppástungu bera fram, svo að þeir þykist ekki til Jjess færir upp á eindæmi, að velja sér kvonfang. Þetta er orðið eftir af gömlu, norrænu gullaldarhetjunum ! Undanfarið hafa dagblöðin alloft birt þýðingar á greinum úr erlcndum blöðum og tímaritum, sem teljast verða móðgandi fyrir íslenzkt kvcnfólk. Slíkri blaðamennsku verður að mótamæla. Og illa verður að telja að þeir erlendu blaðamenn, sem landið hafa gist, og tekið hefir verið með kostum og kynjum, launi gestrisnina, ef þeir skrifa sorp- greinar um konur landsins, þegar heim kemur, eða leyfa slíkum greinum rúm I blöðum sinupi. Athugasemd. Við þjótum yfir landið til að sjá og til að heyra J)að, sem verða vill. Og ef við erum veðurheppin, glaðnar yfir okkur í hvert sinn, er ný sveit opnast og blasir við augum. Ó, ó, segja tilfinningarnar, en bíllinn hraðar ferðinni og allt veröa augnabliks- myndir, sem fyrir augun ber, fjalla-, vatna- og valla- sýn, bæirnir, svo sem Litla-Drageyri, Grund i Skorradal, Munaðarnes o. s. frv. Það er gaman að sjá bæina, hverra nöfn hafa áður verið skráð í hjört- um manna. Við komumst í návist ])eirra fleygu anda, sem gerðu býlin kunn. En svo er stanzað, áð að gömlum sið, og við för- um inn að fá okkur hressingu. Það er viðkomandi jæssum áningastöðum, sem eg vildi gera svolitla athugasemd. Nýlega las eg vitnisburð gáfumanns um Jrað, hvaö væri fallegast í jörð og á. Náttúrufegurðin var und- ursamleg og fögur ýms mannaverk, en konan var fegurst. Ferðamaðurinn hefir glaðzt á ferð um fjöll og dali, en að koma á bæina var kannske höfuðatriðiö og mest gleðin yfir að sjá fólkið. Nú er Jrað ekki lengur sveitafólkið, sem við sjá- um, heldur ef til vill aðeins ein stúlka, kannske sveitastúlka þó; hún er þjónustustúlka i íslenzkri sveit, og það vil eg að hún beri utan á sér. Við viljum sjá ungu framreiðslustúlkuna á veit- ingastöðunum á upphlut, hvitri skyrtu með bald- éraða húfu og í felldu, stuttu pilsi með bekk að neðan. Við förum að heiman til að njóta fegurðar lands- ins og þess, sem íslenzkt er, og viðkomustaðirnir eru alltaf uppáhaldsstaðir ferðafólksins. Hver sveit ætti að æskja þess, að hin skamma dvöl gestsins hjá sér yrði honum sem geðjiekkust. Mundu ekki kvenfélögin vilja mælast til þess við gestgjafann á hverjum stað, að þessi breyting yrði á búningi fram- reiðslustúlknanna ? Hinn örlitli kostnaöur, sem þvi væri samfara að stúlkan gengi um beina i þjóðbún- ingi, myndi auka á ánægju gestanna, og veröa til þess að vitnisburður þeirra yrði, er heim kæmi, sveitahótelunum og íslenzku konunni i vil. G. St. Hjálpaðu þér sjálfur, þá hjálpar þér guð.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.