Nýtt kvennablað - 01.10.1941, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.10.1941, Blaðsíða 9
NÝTT KVENNABLAÐ 5 linis glæpsamlegt. Enda vilja karlmennirnir okkar hafa ieyfi lil að flytja hingað heila skips- farma af útlendum konum og liefi óg ekki séð; að kvenfólkið hafi kvartað opinberlega, hótt manni hafi ekki alllaf virzt þær vera til kynbóta. Það virtist svo, sem þannig hafi verið valið i nefnd þessa, þar sem teknir hafa verið í hana læknar og prelátar, að henni hefði verið vork- unnarlaust, að láta eitthvað viturlegra frá sér fara, en þetta eindæma plagg, sem liún lél frá sér fara núna á dögunum. Þykir manni að vísn undarlegt af þeim, sem ráðin hafa, að skipa engan mann, sem farinn er að setjast dálítið, í svona nefnd, heldur eintóma unglingsmenn, sem segja má um, að varla sé sprottin grön, en það var ekki á góðu von, þar sem menn hafa vet-ið að æsa sig upp bæði í blöðum og útvarpi allt síðastliðið ár, svo að það var ekki ólíklegl, að afleiðingarnar yrðu eitthvað þessu líkar. En hverju bjuggust mennirnir við, þegar tugþús- undum einhleypra manna var demhl inn i svona Iítið þjóðfélag? Héldu þeir, að livergi yrðu árekstrar? Þá þykir mér þeir hafa verið furðu bjartsýnir! En ef hag kvenna hér í hæ er þannig komið, sem lýst hefir verið í slcýrslum þessum, ])á ern ])að vinsamleg tilmæli mín til karlmannanna hérna, að ])eir staldri við og atlmgi, hvern þátt þeir muni eiga i ])essu neyðarástandi, því að eins og Danskurinn segir: „til en Kontrakt skal der to“, en setjist ekki bara og sóli sig í dyggð- um sínum og horfi á aumingja kvenfólkið vafra um i yztu myrkrum þar, sem enginn sér mun á svörtum sauð og hvítum. Eg er hrædd um, að hér sé engu um að kenna, nema uppeldisleysi þjóðarinnar og eiga karl- mennirnir engu síður sök á þvi en kvenfólkið. Hefir uppeldi barna, að minu vili, stórhrakað á siðari árum og væri vonandi að einhver ráð fyndust til að bæta úr því; en mín skoðun er, að þessir vandlætarar hafi ekki fundið bezta ráðið, en öllu heldur versta ráðið og þar að auki auglýst menningarskort sinn áþreifanlega. Eg vona að menn skilji ekki orð mín svo, að mig langi til að ráðast á karlmennina hérna, því að engin kona þekkir hetur heimilisdyggðir þeirra sumra hverra en ég, og er skylt að minnasl þess. En ég vil að þeir athugi það, að þegar ])eir halda að þeir standi á hátindi dyggðarinnar í þessu máli, þá standa þeir i raun og vern á há- tindi heimskunnar og ódrengskaparins. Fæ ég ckki betur séð, en að allir þeir, sem komið hafa nálægt þessu máli, hafi orðið sér ti! lílils sóma, en þó einkum stjórnarvöldin og nefndin. Hvað ælla mennirnir að vinna með því, að rétta þessa sneið að kvenfólkinu í Rcykjavik? Halda þeir, að nokkur kona sniii frá villu sinni við það? Ekki skil eg í þvi. Kann mönnum að finnast ég full-gröm vfir störfum manna þess- ara, en ég levl'i mér aftur á móti að spyrja: Er hægt að fara rækilegar aftan að siðunum, en að gera lineyksli úr þeim málum, sem manni eru falin til úrlausnar? Mér finnst ekki verða þagað við þessu, af kvenl'ólksins hálfu, þótt ég á liinn bóginn vili, að margir karlmenn eru engu síður lmeykslaðir á þessum skrifum cn við. Ilefi ég því tekizl á hendur, að henda á þau mistök, sem hér hafa orðið, þótt einhver kunni að telja það óþarft af mér. Ég segi hara eins og Norðmaðurinn, sem var að lesa þcssi þokkalegu ])lögg þeirra á götunni um daginn: „Jesús Kristur, að þeir skuli leyfa sér að skrifa svona!“ Reykjavík, 29. ágúst 1941. Einkennileg framkoma Menntamálaráðs. I haust átti Menntamálaráð, eins og að und- anförnu, að útliluta hinum árlega styrk til fram- haldsnáms ungra stúdenta. í ])etla sinn gátu 10 öðlast hnossið, og er ])að lielmingi fleiri en nokkru sinni áður. Einn af umsækjendunum var ungfrú Valborg Sigurðardóttir, Þórólfssonar, er var skólastjóri á Hvítárbakka. Illaut hún hæztu einkunn við stúdentspróf í vor, og hefir alla sina skólatíð sýnt óvenjugóða hæfileika. Þeirri reglu hefir verið fylgt, að stúdentar ])eir, sem hæztu einkunnir hafa úr hvortveggja menntaskólunum ár hvert, sitji fyrir þessari styrkveitingu. En i þetta sinn braut Menntamálaráð þessa venju og synjaði Iiinni ungu stúlku um. styrk- inn, sem hún þó taldi sér vísan, samkvæmt fyrri ára hefð og vilyrðum rektors (sem er í Mennta- málaráði). Blaðið hefir heyrt, að ástæðan fvrir þessari, vægast sagt einkennilegu ráðstöfun hafi verið sú, að meiri liluti ráðsins liafi talið ófært að styrkja stúlkur til framhaldsnáms, sökum þess,

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.