Nýtt kvennablað - 01.10.1941, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.10.1941, Blaðsíða 12
8 NÝTT IÍVENNABLAÐ TIL KAUPENDANNA. Síðan 19. júní-blaðið kom út hafa margar konur látið í ljósi ánægju sína yfir stækkuu blaðsins. — En tímarnir eru óþjálir til blaðaútgáfu. Svo gífur- leg verðhækkun hefir orðið á pappír og kaupi prent- ara og inyndmótara, að ógjörningur er að stækka hvert blað, þrátt fyrir það, að við neyðumst til að hækka verð blaðsins upp í 5 krónur. En við höfunt góðan vilja á stækkuninni eftir því, sem efni frek- ast leyfa. Útg. Uh ýmsLLM dtturn. Vegna fyrirspurna, er blaðinu hafa borizt, um þaö, hvort hermenn úr setuliðinu muni ekki vera skyldir til meðlagagreiðslu með óskilgetnum börn- um, sem þeir kunna aS eignast meS íslenzkum stúlk- um, þá hefir blaSiS snúiS sér til fulltrúa sakadóm- ara og fengið þær upplýsingar, aS um þetta atriSi gildi sömu meginreglur og um önnur barnsfaðernis- mál, þó aS i flestum tilfellum muni erfiSara fyrir stúlkuna 'vS ná rétti sínum gagnvart hinum erlenda hermanni, heldur en íslenzkum karlmanni. Konau getur, aS sönnuSu faSerni, fengiS meSlagsúrskurö !ijá sakadómara eSa yfirvaldi á staðnum, og síSan snúiS sér til hlutaSeigandi bæjar- eSa sveitarstjórn- ar til aS fá greitt meSlagiS. Sveitarstjórnir eSa bæjar senda síSan stjórnarráðinu kröfuna á hiS ei ■ lenda ríki, sem barnsfaSirinn telst til. Þurfi afturámóti dómsúrskurS um faðerniö, verö- ur það dæmt fyrir brezkum eSa bandarískum dóm- stóli, og geti móSirin ekki feSraS barniS, eSa dómur- inn gengur á móti henni, þá reiknast meSlagiS henn- ar sveitarstyrkur. Gert er ráS fyrir, að um þetta mál verSi gerSir sérstakir milliríkjasamningar, þar eð taliÖ mun verÖa torvelt og oft ógerlegt að innheimta meðlag hjá hermönnunum sjálfum. Munu slikir samningar vera i undirbúningi. Frú Hulda Stefánsdóttir á Þingeyrum hefir verið ráðin forstöðukona hins nýja Húsmæðraskóla í Reykjavík. Er hún dóttir Stefáns heitins Stefáns- sonar skólameistara. Var hún forstöðukona Blöndu- óss-skóla um nokkur ár og naut þar vinsælda. ViS viljum sérstaklega vekja eftirtekt á heimilis- iSnaSarvefstólum þeim, sem auglýstir eru á öSrum staS í blaðinu. Þeir liafa reynzt mjög vel og hafa þann kost, aS taka litiS ])láss og vera ódýrir. Á hús- mæSraskólunum læra ungu stúlkurnar vefnaS, en þegar heim kemur hafa fæstar tök á aS iSka þá list. Stórir vefstólar eru dýrir og rúmfrekir og ó- viöa til. Þessa vcfstóla getur aftur á móti hvert heim- ili veitt sér. í þeim er hægt aS veía dúka, handklæSi, borS- og gólfrenninga, sessuborS o. fl. til gagns og prýSi. BlaSiS biður þá kaupendur sina, sem haft hafa bú- staSaskipti, í vor eSa nú í haust, að tilkynna þaS sem fyrst, svo aS þeir fái blaSiS meS skilum. Frá Svíþjóð: Sumar í Dölunum. Falleg blúnda: 13 lykkjur fitjist upp. 1. prjónn: Ein laus frarn af, 2 réttir, slá bandinu upp á prjóninn, tak úr, 1 rétt, slá upp á, tak úr, 1 rétt, tak úr, slá upp á, 2 réttar. 2. prjónn: Ein 1. f., 2 réttar, slá upp á, taka tvisv- ar úr, en þannig, að lykkja er tekin óprjónuS upp á lausa prjóninn og henni brugSiS yfir þær tvær, sem teknar eru úr, slá upp á, 4 réttar, slá upp á, taka úr, 1 rétt. 3. prjónn: Ein 1. f., 2 réttar, slá upp á, taka úr, 3 réttar, slá upp á, 1 rétt, slá upp á, 4 réttar. 4. prjónn: Ein 1. f., 3 réttar, slá upp á, 3 réttar, slá upp á, taka úr, 3 réttar, slá upp á, taka úr, 1 rétt. 5. prjónn: Ein 1. f., 2 réttar, slá upp á, taka úr tvisvar (á venjulegan hátt), slá upp á, 5 réttar, slá upp á, 4 réttar. 6. prjónn: Fell af 3 lykkjur, slá upp á, taka úr, 3 réttar, taka úr, slá upp á, taka úr, 1 rétt, slá upp á, taka úr, 1 rétt. Svo byrjaS á 1. prjóni á ný. Gulrótamarmelaði. 500 gr. gulrætur, 500 gr. strásykur, 2 sítrónur. Gulræturnar eru hreinsaSar og skornar í þunnar flisar, flisarnar síSan i smálengjur og gufusoSnar i 20—30 mín, þaS er: settar þurrar í ílát, sem svo stendur ofan í suSupottinum. Lögurinn kreistur úr sítrónunum saman viS sykurinn, og hitaSur þar til sykurinn er bráSinn. Eru þá gulræturnar settar út i. Sítrónubörkurinn skorinn í smálengjur og einn- ig settur út í. SoSiS viS hægan eld i 15—20 min. geymist í luktu íláti. BoriS meS hveitibrauSi og kexi. NÝTT KVENNABLAÐ Kemur út mánaðarlega frá október—maí, — 8 sinnum á ári, — fellur niður sumarmánuðina. Gjalddagi í olctóber ár hvert. Verð árg. kr. 5.00. Afgieiðsla: Fjölnisveg 7. Utanáskrift: Nýtt kvennablað, Pósthólf 613, Reykjavík. Ritstjórar Guðrún Stefánsdóttir, „ Fjölnisvegi 7. Sími 2740. María .1. Knudsen. útgefendur Framnesveg 38. Sími 5516. Prenlað í Félagsprentsmiðjunni h.f.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.