Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Síða 7
NVTT KVENNABLAÐ
leika til þess aö stunda atvinnu, sem þeim væn
geöíelldust.
Ég geng meö byltingarhugmynd, gagnvart
fræðslumálum, í huga, sem ég vil minnast á hér
um IeiÖ. Ég vil láta heimilin sjálf annast fræðslu
barnanna fram til n ára aldurs, en framlengja nám-
iö i barnaskólunum til 16 ára aldurs.
Sé þess krafizt af heimilunum, að þau skili börn-
unum í skólann vel læsum og sæmilega skrifandi og
uö þau séu leikin i einskonartölum i reikningi. Nýja-
testamenti vil ég að þau læri á þessum aldri, undir
handleiöslu prestanna. Þeir hafi og eftirlit með
því, ásamt eftirlitskennurum, að heimilin fullnægi
þessum skilyrðum.
Ég álít margfaldan hagnaö aö því, að heimilin
séu gerð fær um aö liafa þessa kennslu meö hönd-
um. Með þvi aö kenna, veröur fulloröna fólkiö að
halda viö sínum barnaskólanámsgreinum, sem þvi
er nauðsynlegt, og meö því aö draga úr námi barn-
anna á þessum aldri er síður hætt við námsleiöa,
sem oft á sér staö hjá seinþroska börnum, er hindrar
• ramhaldsnám eða sjálfsmenntun síöar á æfinni.
Vel gefin n ára börn mundu hafa lesið og lært
tnargt til fróðleiks án allrar þvingunar, er þau kæmu
1 skólann.
Um 14 ára aldur ætti svo að minu áliti aö skilja
hynin aö, með kennsludeildum, sem stæöu í 2 ár.
Urengjunum ætti þá aö kenna íþróttir, smíðar, þjón-
ustubrögö og algenga matargerð, auk reiknings og
islenzku í sambandi við bókmenntasögu og ævisögu
göfugra mikilmenna.
Barnaskólafögin væri svo hægt aö rifja upp viö
og viö, með samtölum, í sambandi við skugga- eöa
kvikmyndir.
Telpunum ætti að kenna sömu námsgreinar, nema
saumaskap og vefnaö í staöinn fyrir smíöar. Glæöa
ætti og áhuga fyrir sjálfsögun og sjálfsuppeldi.
I þessurn skólum þyrfti líka aö fara fram fræösla
utn kynferöismál. Mundu kennararnir þá þurfa til-
sögn hjá læknum eða lærðum uppeldisfræðingum.
A þessum tveiin síðustu skyldunámsárum ætti aö
feyna að hafa sem mest vekjandi áhrif á hin duldu
öfl, sem brjótast um í sálum unglinganna og reyna
að beina áhuga þeirra inn á réttar brautir.
Ég álít aö með þessu fræðslufyrirkomulagi mynd-
utn viö ala upp duglega, glaöa og prúðmannlega
æsku, með vakandi liuga og meiri löngun til fram-
haldsnáms og sjálfsmenntunar, en þeir unglingar
hafa yfirleitt veriÖ, sem gamla fræöslukerfið hefir
skilað af sér út í lífið.
Með slíku fyrirkomulagi mundi mörgum unglingi
varnað, meö aöhaldi skólanna, aö lenda úti á villi-
götum, sem hætt er við á þessum árum. Þá mundu og
íramhaldsskólarnir fá til sín þroskaðri og betur
undirbúna nemendur, og mætti því búast við betri
árangri af þeim, en áöur hefir verið. 1 öllum fram-
haldsskólum ætti að gefa leiöbeiningar um barna-
uppeldi og smábarnakennslu, svo að þeir, er teldu
sig vera færa um að verða feður eða mæður, gætu
þá síðarmeir sýnt þaö í verkinu, að þeir væru færir
um að veita börnum sínum einföldustú undirstöðu-
atriði undir barnaskólanám."
3
Arnfríður Sigurgeirsdóttir, Skútustöðum:
é^vacad spurníngum.
Það man eg fegurst vora, að spruttu ljósir laukar,
en lindin hló og dansaði kringum bakka og stein,
til hamingju var leið mín, í suðri gullu gaukar
og geislum hellti sólin yfir lítinn vöggusvein.
En sumar vissi eg heiðast með töfra vors á
tungvun,
er tvö við saman fléttuðum hreiður fagurlitt
og glöddumst við hvert strá, sem að átti að skýla
ungum,
hvern unga, sem beið þroska til að hefja flugið
sitt.
Það haust er mér í hug, þegar sólin huldist sýnum,
þá sat eg hljóð af trega eftir svansins fieyga hvarf,
on ljósblik hvítra fjaðra er vegur vonum mínum
og viti, sem að lýsir mér við hvert mitt ævistarf.
Eg dvalið hefi vetur í mánaskini mjalla
og mildur friður strokið yfir þreytu- og raunaspor,
en dýrlegast af öllu er blámi f jarra fjalla
og fullvissan að bak við þau sé aðeins sól og vor.
Þó langt sé síðan mér barst bréf þetta í hendur,
vil eg gefa fleirum kost á að lesa það, því hér kemur
fram glögg og gjörhugsuð skoðun og tillögnr frá
merki konu. — Nýtt kvennablað sér að vísu ekki
brýna þörf á því, að aðskilja pilta og stúlkur, svo
sem lesendum þess mun kunnugt. En fremstu upp-
eldisfræðingar og skólastjórar, sem reynslu hafa.
munu vera i nokkrum vafa um þetta atriði. En liitt
segir sig sjálft, að viðbótarárin yrðu mjög mikils-
verður námstími, því á því skeiði er unglingum létt
um nám, en vantar hinsvegar líkamsþroska til að
snúa sér strax að sínu lífsstarfi. — Vil eg nota
tækifærið til aö þakka forstöðukonunni á Staöar-
felli fyrir uppástunguna til Alþingis um lögskipaðan
skógræktardag. Styttri þegnskyldu væntir landið
ekki aö við förum fram á til aö klæða það að nýju.
G. St.