Nýtt kvennablað - 01.01.1944, Síða 5
5. árg. - I. tbl,
MTTT
KVEMMABLAB
| Minningarorð. |
„Ó, þú þunga umbreyting.“
Síðustu vikurnar hefur víða syrt að, þó sói
hafi hækkað. Sjóslysin, er Hilmir fórst og síðan
Max Pemberton, hafa kippt fjölda manns frá
starfi, sem unnið var til blessunar heimilum
þeirra og þjóð.
Tvær húsmæður, sem sjaldan yfirgáfu heimiii
sín, fórust með Hilmi og sjö ára gamall drengur,
auk vaskra manna. Með Max Pemberton fórst
tuttugu og níu manna einvalalið.
Með þessum skipshöfnum er höggvið stórt
skarð í drengjaval hinnar íslenzku sjómanna-
stéttar, en eftir eru sárin mörg og stór. Hér hafa
farizt saman mágar, feðgar og bræður. Hvílíkar
helfregnir. En frá hjarta hvers góðs íslendings
stígur þakklæti og aðdáun til þeirra, er stóðu til
hinztu stundar í fylkingarbrjósti í baráttu þjóð-
arinnar fyrir afkomu sinni.
Guð blessi þá og ástvini þeirra.
Hjúkrunarkonur
og Ijósmæður í sveitum.
Er ég hóf máls á að koma up'p skólahcimilum
í bæjunum, fvrir ungar stúlkur, er hjálpa vildu
til við húsverk, utan skólans, fy-rripart dagsins,
3—4 tíma á dag, gegn heimilisvist í skólanum
og kennslu í ýmsu því, er þeim mætti að gagní
koma seinnipartana, urðu fáir til að taka undir
við mig um nauðsyn þcss, eða taka til máls um
slíkt fyrirkomulag, og þó ýmsir í orði kveðnu
húist við að full þörf væri á heimili starfsstúlkna,
tiafa kvenfélög eða bæjarfélög ekki rætt málið,
svo ég vili til. Aftur hef ég lieyrt orð falla i þá
átt, að sveitafólk mundi ekki kæra sig um að
senda dætur sínar i skóla, ef sú kvöð væri á,
að stjana undir frúrnar í Reykjavík. — Svona
lagað skólaheimili yrði alls ekki sótt. — Hús-
freyjunum mundi þykja tímavinnan dýr o. s.
frv. En það þarf ekki því til að dreifa, að sækja
stúlkur út í sveitir; kaupstaðirnir eru nokkuð
birgir sjálfir af ungum stúlkum. Og dýrara yrði
húsfreyjunum að horga mánaðarkaup og hús-
næði og fullt fæði.
Einu sinni lieyrði ég á tal tveggja húsmæðra,
við cinn af bæjarfulltrúum Reykajvíkur. Töluðu
þær um vandræði, sem af því gæti hlotizt, að
húsmæður fengju ekki hjálp, livað sem i boði
væri. Þótti þeim forystumenn hæjarins þurfa að
ráða fram úr þessu með þeim. En hann svaraði
aðeins: „Ríðið þið hara, hiðið þið hara.‘* Þær
fengju nógar vinnukonur að stríðinu loknu.
En livers vegna að hugsa aðeins um kaup-
staðina? Veit ég vel, að engu síður þarf að létta
undir á sveitaheimilunum, svo sagðist þá líka
frú Jóninu S. Líndal á Lækjarmóti í fyrravetur.
En aðstæðurnar eru þar að þvi leyti verri, að
stúlkurnar vilja heldur í bæjunum vera.
Mismunandi fólkssælar eru sveitirnar, og mis-
munandi ráðagott er fólkið að ráða fram úr
vandkyæðum sínum. Dæmi eru til þess, að
kvenfélög hafa ráðna hjálparstúlku til að lilaupa
undir hagga þar sem verst stendur á. Sitja þau
heimili fyrir vinnu stúlkunnar, þar sem húsmóð-
irin er veik eða heimilið að öðru leyli illa statt.
Hjálparstúlkan gengur á milli og gerir það, sem
mest kallar að á þeim og þcim hænum. Veit ég
að þetta l)lessast ágællega, þegar félögin eru
heppin með stúlkuna. Félögin áhyrgjast henni
kaupið. En því miður er ]>etla líklega of sjald-
gæft, og svo engan veginn fullnægjandi, þegar
veikindi herja á heimilin. Það þarf að tryggja
sveitunum hjálp lil að sinna sjúklingum. — Þó
læknis sé viljað, sem ekki er víst hlaupið að
i sumum héruðum landsins, mun góð og skyn-
samleg lijúkrun oft ráða miklu um batann. Yki
það mikið á öryggi liúsmæðranna, að geta leit-
að og vænst hjálpar lijá kunnandi konum. Mætti
það auk lieldur verða til þess, að unga fólkið'
l)úsettist frekar í sveitinni.