Nýtt kvennablað - 01.01.1944, Qupperneq 9

Nýtt kvennablað - 01.01.1944, Qupperneq 9
NYTT KVENNABLAÐ 5 Frú Jakobína Johnson skáldkona sextug „Það líf var okkur lán en lienni sómi. Hún leyndist nærri en var þó stéttarprýði, og það sem öðrum sækist seint í stríði, það sigraði hún með brosi og hlýjum rómi.“ Þannig minntist Þorsteinn Erlingsson einnar merkiskonu fyrir mörgum árum. Ég hygg aö þeir, sem kynnzt liafa frú Jakobínu Johnson persónulega og jafnframt lífi liennar og starfi, bæði á lieimili hennar og utan þess, muni finn- ast þessar ljóðlinur eiga vel við um hana. Lif hennar liefur áreiðanlega verið lán fyrir íslend- inga, austan iiafs og veslan. Alls staðar og við öil tækifæri hefur frú Jakobína verið liinn glæsi- legi og sterki útvörður íslenzkrar menningar. Auk þess að hafa lyft því Grettistaki, að þýða þrjú af leikritum okkar á enska tungu: Nýárs- nóttina, Lénharð fógeta og Galdra Loft, hefur liún og þýtt mörg ljóð og sögur. Eru þessar þýðingar, að dómi glöggra og vandlátra manna, hinar prýðilegustu. En frú Jákobína lætur ekki við þetla sitja. Hún ferðast langar leiðir og flytur erindi um ísland i ýmsum félögum og á mannfundum, þar sem lnin álítur að landi sinu og þjóð sé ávinn- ingur að vera nefnt. Á þessum mannfundum er öllu því fegursta og hezta tjaldað, sem landið okkar á i fórum sinum. Sjálf her hún ævinlega íslenzka búninginn, þegar hún flytur erindi sín. Og á þessa landkynningarfundi fer frú Jakobína með alla þá hluti, sem hún hefir fengið lil minja frá Islandi: fágætar, dýrmætar hækur, kvensilf- ur og margskonar fagra handavinnu, til þess að sýna listfengi þjóðarinnar og varðveizlu þjóð- legra verðmæta. Svo brennandi er áhugi frú Jakobínu fyrir þvi, að kynna þjóð sina í Vest- urheimi og láta ékkert tælíifæri ónotað, að hún hefur stundum farið frá sjúkrabeði barnanna sinna i þessi ferðalög, og er liún þó hin hezta móðir, eins og þeir vita, sem til þekkja, og ljóð hennar hera með sér. En þó þessi fíngerða kona nærri leynist dag- lega, þá skulið þið ekki halda, að það kveði neitt lítið að henni, þegar hún er komin upp i ræðu- stólinn til þess að fræða fólkið um ættland sitt og sögu þess, fara með ljóð sín og annarra, sög- ur og ævintýri. Iiún stendur þarna stolt og slór. Hún er að segja frá lienni móður sinni, Fjall- konunni, sém er fegurst af öllum, ekkert er of gott og aldrei verða færðar of dýrar fórnir. — Ég veil elcki, hvort þessi merkilega landkynning frú Jakobínu verður noklcurn tíma þökkuð eða metin að verðleikum. En er nú ekki fróðlegt að skyggnast eftir, hvaða tíma þessi lcona liefur til ritstarfa, fundar- halda og ferðalaga. Hún er sjö barna móðir, hefur stórt liús að sjá um og enga hjálp. Okkur er með öllu óskiljanlegt, hverju þessi kona af- kastar. En liún kann þá góðu list, að nola tím- ann. Hún fer eldsnemma á fætur til heimilis- verkanna, ber með sér hók, livar sem hún fer um húsið, blað og penna. Fæst af ljóðum lienn- ar munu til orðin við skrifhorðið. Þau hafa fæðst við verkin, í búri og eldhúsi, og á meðan hún var að klæða börnin, liátta þau eða svæfa, búa út handa þeim skólanestið og við liver önn- ur störf, sem lífið heimtaði af henni að viitna. Auk alls annars liefur frú Jakobína bréfaskipti við fjölda fólks liér á landi og heima fyrir og er i þvi efni allra manna duglegust og reglu- sömust. Fyrir nokkrum árum var frú Jakohína hér í heimboði og dvaldi sumarlangt. Mörg af feg- urstu ljóðum sínum hefur hún ort síðan. Flest þeirra eru ástaróður til tands og þjóðar og eru til orðin við elda minninganna frá þessum sumar- dögum. Þær minningar liafa orðið henni allt í senn: auðsuppspretta, ævintýri og helgidómur. Við óskum og vonum, að frú Jakobína fái lengi að njóta sinna miklu og fágætu starfs- krafta, okkur og öðrum til láns og henni sjálfri til sóma. Guðrún J. Erlíngs. Skilningurinn býr í hjartanu. — (Spakmæli).

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.