Nýtt kvennablað - 01.01.1944, Page 15
NYTT KVENNABLAÐ
11
— Heyrirðu ekki til mín, pabbi? sagði frú
Helga enn hærra.
Þrúður starði á rúmið. Henni hlaut að förl-
ast sýn. Svona grimmúðlegt gat lífið ekki verið.
Nú opnaði bann augun og ieit á liana. Jú,
vísl voru það augun lians. En það var eins og
iiann sæi liana ekki, þó að hann horfði ú hana.
— Hver er þetta? spurði liann lágri, óstyrkri
röddu.
— Hún Þrúður, læknisdóttirin frá Felli. —
Manstu ekki eftir henni? Ilún er komin alla
leið að norðan til þess að sjá þig.
— Er konan að norðan ? Ilann lokaði augun-
um og andvarpaði þreytulega.
Dóttir hans gerði enn eina tilraun. Hún gekk
fast að rúminu og sagði hægt og skýrt:
— Ætlarðu ekki að heilsa henni Þrúði frá
Felli . Manstu ekki eftir, að liún spilaði í kirkj-
unni lijá þér, þegar hún var ung?
Ilann opnaði augun ofur bægt.
-— Það er ekki bægt að spila i kirkjunni
minni, sagði liann. — Hún er brunnin. En bráð-
um fæ ég aðra kirkju.
Þá festi hann augun á grasatínunni og svip •
urinn skýrðist og varð ihugull.
— Ertu komin lil þess að skila grasatínunni,
Þrúður litla? sagði bann og lyfti upp hendinni,
eins og til þess að klappa barni. — Legðu liana
þarna á borðið.
Þrúður færði sig ofurlílið nær rúminu og lagði
grasatínuna frá sér. Það þyngdi vfir svip lians
aftur, og bann lokaði augunum.
— Kirkjan er að brenna, sagði hann, — og
mér er svo erfitt af reyknum.
— Nú skal ég færa þig ofar á koddann, og
svo skaltu reyna að sofna, sagði dóttir hans.
Þrúður greip með báðum liöndum um stól-
brik. Ilún varð alll í einu svo sárþreytt, og lienni
fannst svo erfitt að halda sér uppréttri.
— Við skulum fara út liéðan, sagði frú Helga.
— Það þýðir ekki að reyna að tala meira við
hann núna. Hann er með lakara móti í dag. En
viltu ekki koma inn til mín og hvíla þig? llver
veit, nema liann verði hressari, þegar liann vakn-
ar aftur.
— Nei, þakka þér fyrir, sagði Þrúður með
hljómlausri röddu. - Ég ælla að fara heim lil
mín aftur.
— Þú gleymir grasatínunni þinni, sagði frú
Helga. — Nú skal ég ná í hana.
Þrúður hristi böfuðið. — Ég tek hana ekki
með mér heim. Ég tek ekkert með mér lieim
aftur, sagði lnin svo lægra og opnaði útidyra-
hurðina, án þess að lita til baka eða kveðja.
Frú Helga horfði á eftir henni niður götuna.
Ósköp varð bún allt í einn þreytuleg, blessuð
gamla konan. Og hún kvaddi ekki einu sinni.
Eitthvert erindi hefur hún þó sjálfsagt átt.
Æjá. Frú Ilelga andvarpaði. Það er stundum
undarlegt, þetta gamla fólk. —
Kvenfélagasambandið fær ríflegan styrk.
Á síSasta Alþingi voru Kvenfélagasambandi ís-
lands veittar hundrað þúsund krónur til starfsemi
sinnar, eins og landsþingiS s.l. sumar fór fram á.
Er þatS fagnaSarefni, aö fengizt hefir þannig viö-
urkenning á hinu þjóöþarfa og óeigingjarna starfi
kvenfélaganna. —■ Munu konur nú bíða með eftir-
væntingu eftir að Iv. I. færi starf sitt í aukana,
og allar biöjum viö því blessunar.
*
Fáfræði, eða hvað?
Kvenréttindafélag Islands sótti eins og að undan-
förnu um styrk til þingsins. Einn þingmaður í fjár-
veitinganefnd gáf meðnefndarmönnum sínum þær
upplýsingar, að félagiö væri alls ekki til (félágiö
hefir þó notið styrks frá þinginu í áratugi), og
eðlilega féll þetta í góðan jaröveg og félagið, sem
ekki var til, skyldi engan styrk fá.
Félagskonur sáu þá sitt óvænna og sendu þing-
inu mótmælaskjal, með nöfnum sínum og heimils-
fangi, til að sanna tilveru sína og íélagsins. Það
hreif. Félagið fékk styrkinn, en fjárhæð sú, sem
það bað um til að halda landsfund næsta sumar, á
endilega að takast af fé því, sem Kvenfélagasambaridi
íslands var veitt til heimilismálanna. Meirihluti
nefndarinnar gat ómögulega skilið, að hér var um
tvö algerlega sjálfstæð félög að ræða, með gerólik
verksvið og stefnumál.
★
Smælki.
Móðir Ólafar frá Hlöðum hét Magðalena Tómas-
dóttir, en ýnisir sögðu hana dóttur Sigurðar i Kata-
dal. Hún var hagorð vel, gáfuð og kvenskörungur
mikill.
í æsku var hún látin gæta barns, en mun hafa
þótt starfiö leiðinlegt. Um það er þessi visa:
lYndisbjarma ég engan finn
af þeim garmi skína.
Einatt jarmar óþekktin(n).
Eykur harma mína.
*
Son átti hún, sem hét Job. Þótti hann gott manns-
efni og var augasteinn móður sinnar, en fór ungur
til Ameriku. Haft er eftir Sigurði föður lians, þegar
honum þótti Job ódæll: