Nýtt kvennablað - 01.11.1946, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.11.1946, Blaðsíða 5
;í heimilinu í sambandi við þessi ástamál. Júlí- ana unir illa tryggðrofunum, kennir stúlknnni um þau og kveður um hana níðvísur: Hefur á vörum hjartað hert, liræsni gjörir voga; lyga-ör í eitri liert af fer snörum boga. Þú cr* spangr. hlynum hjá lielst í gangi lipur, þínum vanga utan á úlfgrár hangir svipur. Og bregður henni um, að hún liafi átt áður nógu að að hverla. Eru fríir S. og G. allir að nýju skrafa. Hjartarían eflaust E, ætlar því að . hafa. Skáldkonunni finnst allt snúast á móti sér og hún hvergi athvarf eiga: Mína ef sjá villt hagi hér, hryggðar á l>er skugga, hafðu þá í huga þér: hrakið strá á glugga. Gleðifiing ei gefast mér, geð má lengi beygja. Mín sú löngun eina er að ég fengi aö deyja. Júlíana Jónsdóttir (Hagalagóar). Júlíana lék sjálf Guðrúnu Ósvífursdóttur, og þótti takast prýðilega. Er Júlíana hafði verið tvö ár í sjálfsmennsku, ræðst hún í það, að vera l’yrsta konan á íslandi, er gefur út ljóðmæli sín. Þykir líklegt að það hafi verið fyrir áeggjan ÓlafsTliorlaciusar að hún gerði það, og að ltann hafi verið lienni hjálplegur við að selja handritið. Þetta ljóða- safn nefndi hún „Stúlka", er það prentað á Ak- ureyri 1876, kostnaðarmaður er ekki nefndur, en prentari B. M. Stephánsstyn. Skáldkonan kveður sér hljóðs með þessum orðum: Kvæðið: Við dúnhreinsun o. fl. Er ekki ósennilegt, að Júlíana hafi ekki fund- ið sig eiga lengur heima í Akureyjum, þótt hún hafi þar margar glaðar stundir átt. Hún fer þaðan þjóðhátíðarvorið 1874 til Stykkishólms. Hættir að vera vinnukona, en lifir með öðrum konum í sjálfsmennsku. Þóttist vera frjálsari með því móti, gengur í kaupavinnu á sumrum, en vinur fyrir sér með vefnaði og hlaupavinnu fyrir aðra á vetrum. Stunclaði þá talsvert hjúkr- un, að vera hjá þeim er veikir voru og hjálpar þurftu með, og var mjög gjafmild. Um líkt leyti og Júlíana kom til Stykkishólms, hafði verið stofnað þar smá-leikfélag og gekk hún strax í það, og lék jafnan eitthvert hlut- verk í þeim leikjum, er voru leiknir á nteðan luin var jrar. Aðalkraftur Jressa leikfélags höfðu lijónin, Anna og Ólafur Thorlacius verið. Samdi hann suma leikina sjálfur, voru efni þeirra stundum úr fornsögum vorum. Einn af Jressum leikjum sarndi Júlíana: „Víg Kjart- ans Ólafssonar“. Er handrit til af leik Jress- um, með hendi Ólafs Thorlaciusár, í liand- ritasafni Landsbókasafnsins (2117 L.bs. 1784). NÝTT KVENNABLAÐ Lítil ma:r heilsar löndum sínum, ung og ófróð en ekki feimin. Leitar gestrisni góðra manna, föðnrlaust barn, frá fátækri móður Ekki munu þau blöð og tímarit, er Jrá voru útgefin hér á landi hafa getið útkomu „Stúlku", sem gjarnan hcfði mátt. Höfundur hennar het- ur aldrei hlotið þann sess mcðal íslenzkra skáld- kvenna, sem hún með réttu á. Hafa henni ef- laust orðið Jrað' vonbrigði mikil. Júlíana dvaldi nokkur ár hér á landi eftir að ljóðmæli liennar komti út, Jyótt eg hafi ekki fundið hvar hún hefur átt heimili, en eitthvað hafði hún verið x Reykjavík, við sjúkrahússtörf, en lítið eður ekkert fyrir Jyau störf fengið, orð- ið að afla sér viðurværis með öðrum verkum. Má heyra á sumum kvæðum hennar að hún hefur ætlað sér vestur um haf eftir að hún fór Irá Akureyjum. Eitt kvæðið er kveðja til ís- lands, ort fyrir fram, og t. d.: „Eg sit kyrr“. Þreyi eg enn á ættar-jörð, eg sem þó gjarnan vildi flýja; því að ánauð og örlög liörð mér ennþá geymdu reynslu nýja. O O

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.