Nýtt kvennablað - 01.11.1946, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.11.1946, Blaðsíða 8
Elsa Sigfúss Nellikutegundin „Elsa Sigfúss" er árangur al: stökkþróun, er fyrir kom í Garðyrkjunni á Reykjum í enskri nellikutegund, „Topsy“, árið 1936. Stökkþróun er breyting á arfgengum einkenn- um og verður vart á ýmsan hátt, m. a. við að plantan verður fyrir skyndilegum áhrifum. Venjulega afleiðingin er, að afturkippur kemur í vöxt plöntunnar, en hún breytir einnig oft um 1 it. — Þannig konr fyrir árið 1936 litarbreyting í ofannefndri tegund, „Topsy“, sem er dökkrauð að lit, svo að greinar á tveimur plöntum, ein á annari, en tvær á hinni, blómstruðu með al 1- frábrugðnum lit þcim, sem þeim plöntum er eiginlegur. Á hverja þessara greina uxu 2—3 hliðargreinar, er voru skornar at og notaðar sem stiklingar. Um það bil 9 mánuðum síðar blómstruðu þessir stiklingar, og kom þá í ljós, að blómin voru af sama lit og blóm móðurgrein- anna. Það hefur síðan komið í ljós, að þessi stökk- breyting hefur varðveitt hinn stinna og sterka vöxt móðurtegundarinnar, og hina fögru blóm- myndun hennar. Liturinn er dökk rauðbleikur. Það var því eðlilegt að halda áfram með þessa nýju tegund, og eftir því, sem árin liðu, hefur betur og betur komið fram að hún hefur marga þeirra góðu eiginleika, sem krefjast verður af hverri nellikutegund. Á þeim 10 árum sent liðin eru síðan stökk- þróun þessi varð, hefur þeim fimm stiklingum, sem mynduðu undirstöðuna, fjölgað upp í 600 plöntur, sem gefa um 3000 blóm jjetta ár. Ræktuninni verður haldið áfram, og við von- um að geta komið fram með um 10.000 blóm árið 1947. En það verður að taka fram, að {Dað er ekki garðyrkjumaðurinn, er ákveður, hvaða blóma- tegundir hann selur. En í }:>etta sinn hefur hann fundið nelliku, sem honum lízt vel á, vegna feg- urðar hennar og annarra eiginleika. Það verður blómaelskandi kaupenda höfuðborgarinnar og landsins að dæma um jrað. Söngkonan, hefur góðfúslega gefið leyfi til að þessi íslenzka nelliku nýung beri nafnið „Elsa Sigfúss". Um leið og við höfum komið fram nteð „Elsu Sigfúss", hefur okkur heppnazt með margra ára vinnu við enska víxlfrjóígun að koma fram með aðra nelliku nýjung, senr hefur svo marga fram- úrskarandi eiginleika, að óhætt er að fullyrða, að hún muni eiga mikinn Jrátt í nellikurækt okk- ar á næstu árum. — Blómið stendur lengi, er í meðallagi stórt, og er dökk laxbleikt að lit. Frú Anna Borg leikkona, hefur nú í sumar séð ræktun jressarar nýjungar, og hefur góðfús- lega gefið leyfi til, að jressi sérkennilega fagra nellikutegund megi heita „Anna Borg“. Reykjum í Mosfellssveit, september 1946. Niels Tybjerg. ótrúlegt, en þó raunverulegt að vera komin til Kaupmannahafnar fyrir sólsetur, santa dag og lagt var af stað frá Reykjavík um dagmál. Ósjálfrátt minntist ég minnar fyrstu ferðar til Hafnar, það var seint í janúar 1916, þá fór ég með gamla Goðafossi frá Akureyri og kom til Kaupmannahafnar að þrem vikum liðnum. Ákveðið hafði verið að fara daginn eftir með morgunlest til Stokkhólms, en við Ólöf breytt- um ferðaáætluninni og tókum okkur flugfar seinni hluta dagsins, sparaðist þannig tími, gat ég þá séð frk. Dalsgaard á sjúkrahúsinu, og Ólöf litast ögn um í höfuðstaðnum. Flugið frá Khöfn til Stokkhólms tekur tvo tíma. Nutum við hins fegursta útsýnis jrví að veðrið var skínandi og skyggnið gott. Reisulegir bæir, bylgjandi akrar, skógar og vötn blöstu við sjónum okkar. Þegar kom á Brommaflugvöllinn urðum við að ganga í gegnum sania hreinsunareldinn og í Kastrup. Svíarnir gengu þó enn harðar eftir en Danirnir að við hefðum ekki meiri peninga en góðu hóli geng-di. Það var nú ekki svo hættulegt með okk- ur Ólöfu, farareyrir okkar var 'ekki svo ríflegur, að okkur fannst þá, aðeins 25 kr. danskar mátti hver hal'a yfir landamærin. Okkur var búin gisting á Central gistihúsinu NÝTT KVENNABLAÐ 6

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.