Nýtt kvennablað - 01.11.1946, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.11.1946, Blaðsíða 14
Míkíð má cf vel víll Þó ég vaeri Þó eg væri bundinn bönduni og byrgður þar sem dimmast er, eða ’eg byggi á blómalöndum og biðist allt sem kysi eg mér, aldrei, aldrei, aldrei, aldrei, aldrei mundi eg gleyma þér, J Ó. ,/. Þegar Hjörvar sagði okkur írá dönsku stúlkunni, sem ótil- kvödd gaf honum miða fyrir 15 grömmum af smjöri, í smjör- vandræðunum (án þess |)ó að hafa séð hatt hans eða skjala- tösku), undruðumst við veglyndi hennar, og höfðum ekki í huga sambærilega göfugmennsku. En nú eftir að íslenzka stúlkan stóð upp í strætisvagninum fyrir hæklaða útlendingnum, þurfum við ekki lengur að hera kinnroða. Hann hikaði við að þiggja sætið, en af því hún sá að hann var þess þurfandi, sagðist hún fara úr við næstu stöð. A þann hátt fékk hún hann til að setjast. Svo beið hún eftir næsta vagni. Karhnaður lieiðraði okkur með athugasemd um kvennatím- ana okkar í næst síöasta hlaði. Það hvetur mig til þess að þakka þeim ágætu konum, sem hafa látið til sín heyra í út- varpinu. — En má ég spyrja þann góða „vin“, um hvað tala karlmennirnir nema sig og sitt? En sjálfsagt væru konur fús- ar til að tala um fjölbreyttara efni ef þeim væri ekki skammt- aður svo naumur tími. Stína. I.okið er smíði á heimavistarhúsmæðraskólum á Isafirði og í Borgarfirði, og fleiri eru í smiðum. Fæðingardeild Landspital- ans (fyrir 54 sængurkonur) er komin undir þak. Þó að þeirri smíði gangi hægt, og fleiri byggingum hins opinbera, þá sam- þykkir hið háa Alþingi nýjar og nýjar húsbyggingar, já, fyrir einn og einn embættismann, ef hann skortir sjálfan fram- tak til þess að byggja yfir sig. Þetta er Ijótt fordæmi, að gera þennan mannamun. Ifinir eru þjóðfélaginu kannske jafn- nýtir, sem bónleiðir fara frá hástól þess. Ætti þá heldur ekki að draga fé ríkissjóðs fró þeirri heilögu skyldu, að koma atvinnuvegunum á réttan kjöl, sem allir vita, að þurfa nú ekki aðeins ráð, heldur og dáð og fé, tugmilljóna. EIGINKONA — HÚSMÓÐIR. Eiginkona vill ekki að giftar konur þurfi að vinna í ríku þjóðfélagi. Húsmóðir spyr, hvers vegna ekki? Eg spyr: Hvers vegna giftist konun yfirleitt? Væntanlega til þess að vera fé- lagi manns síns, yndi hans og önnur hönd á heimili beggja, og er það í sjálfu sér ærið starf, einkanlega þegar börnin koma til sögunnar, auk þess vita allir, að hjónabandinu fylgir oft lasleiki, sem lumar mjög starfsþrótt konunnar. Veröur því erfitt að meta hvað er „sambærilegt starf konunnar við starf mannsins". Hins vegar hygg'ég, að hver heilbrigð kona hljóti að elska og rækja eitthvert starf, og finna þá meiri lífsnautn en við iðjuleysi eða sífelldar skemmtanir. Að ég ekki minnist ó þær, sem hafa orðið fyrir sorgum, þó er vinnan eini læknirinn, og eini vinurinn. Jakob Thorarensen segir: I lífsins stormum ströngum, ef stríð að höndum bar, vur slarj og stilling löngum hið styrka manndóms svar. Gömul vinnukona. Það voru einu sinni tvær rnæðgur, stúlkan fór sínu fram, en móðirin grét. „Því berðu þig svona illa?“ var hún spurð. „Ég get ekkert, nema elskað liana samt“. Mér duttu þessar mæðgur í hug, er ég heyrði ávarpið til almennings um eflingu Stofnlána- deildar sjávarútvegsins. — Þó við höfum grátið, getum við ekkert nema elskað sarnt, óskað landi og þjóð framtíðar í aukinni atorku og velmeg- un, en að því er stefnt, sérstaklega, með tækni- legri framþróun sjávarútvegsins og tryggingu arðbærrar atvinnu í landinu. Sá, sem verið hefur á höttunum eftir vinnu, og enga vinnu fengið, hlýtur að virða alla við- leitni til að forðast atvinnuleysisbölið, og hinn, sem aldrei hefur upp úr vinnu litið, skilur engu síður samhengið milli vinnu og lífs á landi og sjó. Skyldu konurnar nokkuð geta hjálpað til í Jjessu máli? Fæstar hafa þ;er þúsundir króna á takteinum. En Jæss vegna stakk ég niður penna, að ég vil einmitt að Jrær leggi liönd á plóginn. Það var ekkert hálfkák, þegar sjómanns- konan talaði í útvarpið í fvrravetur, heldur eini skugginn á lífi hennar, að sjómennirnir voru í hættu, að Jrað var ekki nógu vel að J)eim búið. Þetta á að breytast, skipin að batna og fiskiðn- aður að eflast, svo ekki þurfi allir synirnir að vera í sömu hættunni, heldur geti fjöldi fólks lifað á fiskiðnaði. Ætli margar konur séu ekki svo vel settar, að þær gætu fengið því til leiðar komið, að heimilin keyiDtu, á nafn minnsta barnsins, 500 króna vaxtabréf í Stofnlánadeild sjávarútvegs- ins? Víst líkaði mér matarbréfið ágætlega. Þó fannst mér vanta að ekki var minnst ó tryppakjötið, sem er nokkru ódýrara en annað kjöt, og miklu hollara og ljúffengara en ullar aðr- ar kjöttegundir. R. Sigurlaug Árnadóltir sendi blaöinu auk greinar í siðasta tbl. „Minni Jóns Sigurðssonar", er hún fiutti 17. júní 1944, hafa margir spurt eftir því, en það er svo langt mál, að það verður að dragast að birta það. BÆKUR OG RIT SEND BLAÐINU: Heilbrigt lif, Tímarit Rauða kross íslands. Fundargerð, aðalfundar Sambands norðlenzkra kvenna, 1945. Hlín, Ársrit íslenzkra kvenna, Halldóra Bjarnadóttir. Eg vitja þín, æska, Minningar og stökur, C'lína Jónasdóttir. Ljóc), Ómar ungi. Það er manninum eðlilegt að hata þann, sem liann hefur gert rangt til. NÝTT KVENNABLAÐ, Fjölnisveg 7, Reykjavik. ~ 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.