Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Síða 12
þar í svolitlum afdal, sem er kominn í eySi, nema þessl eini
bær. Það er fastheldni gamla mannsins að þakka, eða sér-
vizku, eða nú hvað það heitir, að þar er búið ennþá, því
þetta er fjarska afskekkt, það var Sveinn hreppstjóri, sem
varð fyrir svörum. — Þau búa þar ein með krakka, gömlu
hjónin, hélt hann áfram. Ég læt oft vitja um þau að vetr-
inum til, því það er stytzt frá mér. Konan er óróleg, ef ég
geri það ekki. Enda veit ég satt að segja ekki hvað þau gerðu,
ef annaðhvort þeirra veiktist, en það er lán, að þau hafa
hestaheilsu. Sýslumaðurinn ætlaði að spyrja meira, en Þor-
grimur gall þá upp, um leið og hann benti með svipunni á
háreistan bæ með mörgum þiljum, sem stóð á stóru iðgrænu
túni: — Sjáið þér nú, sýslumaður góður, þarna er nú kotið
mitt. Það er búið á mörgum skikanum, sem er Iélegri. Ég
vona, að þér sýnið lítillæti og komið heim og þiggið kaffisopa.
Ekki reið hann fyrir neðan garð, blessaður öldungurinn, sein
skipaði sætið yðar fyrrum. Þeir beygðu út af veginum og
riðu heim að Brún. Eftir að hafa drukkið kaffi og hvílt sig
dágóða stund, var haldið áfram að Hofi, sem var þingstaður
hreppsins. Þar ætlaði sýslumaður að gista um nóttina. Hon-
um var vísað til sængurs frammi í stofu. Það voru dáiitið
óskýrar hugsanimar, svona upp á það síðasta, og fannst
þeim þá, ferðafélögum hans, að hann vera sparneytinn á
innihald vasapelanna hjá þvi, sem fyrirrennari hans hafði verið.
Samt mundi hann að Sveinn hreppstjóri hafði sýnt honum
hvar dalurinn, sem Hólakot stóð í, skarst inn í fjöllin, og bónd-
inn þar héti Hannes. Hann vaknaði snemma um morguninn
við hanagal og háværar bamsraddir. Hann hafði álitið það
snemmt, en þegar hann leit á úrið, sá hann að svo var ekki.
Honum hafði bara fundizt of snemmt að vakna frá því,
sem hann var að dreyma. Það var æskuvinkonan ógleyman-
lega, sem hafði birtzt honum svona skýrt. Hún kom sjaldan
til hans í draumi nú orðið. En áður — þá hafði hún sífellt
vitjao hans í svefninum, gert næturnar hans sælustu stundir,
eins og meðan þau voru saman og nutu ástar sinnar. Hann
rifjaði upp drauminn. Hann var svo skýr. Hún hafði setið
þarna á stólnum, rétt á móti rúminu hans, svona fögur
og brosandi, á hvítum, síðura kjól, með slegið fallega, bjarta
hárið. Hann hafði látið i ljós, að hann hefði ekki húizt við
að sjá hana hérna. En hún hafði sagt: — Ég á hérna heima.
Ég sá þegar þú reiðst í hlaðið í gær. — Hesturinn þinn var
fallegur. — Ja, þú átt að fá annan, þóttist hann segja, því
alltaf hugsaði hann um það, i svefninum, að búa saman við
hana. — Ég er að fara upp að Hólakoti, en ég þarf ekki
hest, þú verður samferða. Þá vaknaði hann. Var það ekki
undarlegt, að hann skyldi dreyma hana núna. Það var svo
langt síðan að hann hafði séð hana í svefni. Líklega var það
af því, að hann var að hugsa um hana í gær, þegar hann reið
yfir sveitina hennar. Einu sinni hafði hún sagt við hann f
gamni. — Þú skalt sækja um sýsluna mína, þegar þú ert
búinn að læra. Kannske verð ég þá búandi á einhverju kotinu
og stend úti til að sjá hvað hestarnir þinir eru fallegir þegar
þú ríður fyrir ofan, eða neðan? Var það ekki undarlegt, að
hún skyldi minnast á hestinn hans í draumnum? En hann
hafði bara sagt henni,að hún yrði hvcrgi, ncma þar sem hann
væri. Hann ætlaði sér með bjartsýni og cldhita æskunnar,
að brjóta niður alla örðugleika, ættardramb móður sinnar
hvað þá annað, og njóta hennar, þessarar góðu 6túlku, lifið
á enda. En forlögin voru honum harðlynd. Hann fékk aldrei
bréf frá henni eða frétti neitt um hana, fyrr en hann kom
heim eftir tvö ár. Hann hafði beðið yngri systur sína, Karó-
línu, að segja sér eitthvað af henni, en hún skrifaði aldrei
eitt orð um hana. Hann spurði hana strax eftir Maríu, fyrsta
daginn, 6em hann var heima. — Hún María, sagði hún þá
BALLKJÓLLINN.
Þegar við höfum lagt nið-
ur íslenzka húninginn, verð-
um við allar, ungar og
gamlar, að eiga síðan kjól,
hvernig sem það tekst nú
þegar skömmtunin skellur á.
Á íslandi eru nú 66213
karlmenn, 66537 konur.
Þannig fórust henni orð
um styrkveitingar ríkisins:
Styrkirnir drepa öll góðverk
fyrir utan allt annað íll,
sem þeir hafa í för með sér.
Síðastliðið ár tók blind
stúlka stúdentspróf í Sví-
þjóð.
FAGURT STARF.
Frú Unnur Ólafsdóttir hafði
í sumar sýningu á messu-
hökli og altaristöflum, er
hún hefur gert af sinni
kunnu listfengi. Fé er inn
kom á sýningunni í Reykja-
vík og Akureyri gaf hún
blindu fólki á íslandi, og
nam það 32 þúsundum
króna. Allan kostnað af
sýningunni bar hún sjálf.
hún er dáin fyrir löngu. Ilún dó strax um haustið, eftir
að hún for hcðan. Hún fór í júní heim til foreldra sinna.
Eða átti hún ekki foreldra? — Því sagðir þú mér aldrei neitt
af henni, þcgar ég bað þig þess? spurði hann. En það mundi
hún ekki, að hann hefði nokkurn tima gert. Hann var alveg
ringlaður. Hann hafði búizt við að heyra að hún væri gift,
því hún hafði alltaf verið svo vonlítil um, að það ætti fyrir
sér að liggja að giftast honum. En að hún væri dáin, það
hafði honum aldrei dottið í hug. — Úr hverju ætli hún hafi
dáið? Það mundi hún nú ekki. En það gat skcð, að mamma
myndi það. Og svo hafði hún farið fram til að fá greitt úr
þessu.
— Það var taugaveiki, sagði frúin, svo hátt að hann heyrði
það inn í stofuna. Alltaf þessi taugaveiki hjá þessum fátækl-
ingum, sem stafar af soðaskap. Þetta voru fréttirnar, scm móð-
ir han6 kallaði til hans kalt og vægðarlaust, þó henni væri
vel kunnugt um hvern hug hann bar til Maríu. Og svo hafði
hún ekki getað stillt 6Íg um að bæta þessari lítilsvirðingu
aftan við andlátsfregnina. Hann hafði ráfað út með sjónum,
leitað uppi þá staði, þar sem þau höfðu verið vön að sitja sam-
an, og ekki látið sjá sig allan daginn. Eftir þetta veiktist Kar-
ólína alvarlcga af berklum og var flutt á hæli, þar endaði hún
æfina nokkru seinna. Lánið hafði algerlega yfirgefið heimil-
ið árið eftir að María dó. Hin systirin var nú á hæli utan-
^ant^s' Framhald.
10
NÝTT KVENNABLAÐ