Nýtt kvennablað - 01.02.1951, Blaðsíða 5
KAFLI ÚR FYRIRLESTRI
Máli mínu til grundvallar ætla ég að leggja ljóð-
Iínur Grétars Fells:
„Hvert barn, sem fa-Sist, er bœn til þín
um betri og fegurri lieim.“
Er ekki rétt að athuga möguleikana um betri og
fegurri heim, fyrir barnið að fæðast í. Ef við ætlum
að gróðursetja eitthvað, eða skapa einhverju ungviði
vaxtarmöguleika, þá er margt, sem við þurfum að
athuga, jarðvegurinn og allt umhverfið, einnig hvernig
það verði varið næðingum, en veitt skilyrði til að njóta
sólar. Það verða tæplega skiptar skoðanir um að barn-
iS sé það dýrmætasta, sem oss er falið að annast. En
hvort heldur ég reyni að rýna í söguspjöldin, eða
skyggnast um í heiminum nú, þegar ég hugsa rækilega
um þetta mér hugstæða mál, þá koma þessar ljóðlín-
ur í huga minn:
„Nei, fieistaðu ei, vinur, að feta hvert spor
af ferli svo nístandi sárum.
Þú treystir á kaidlyndi, karlmennsku og þor;
|þú kemst hann ei samt fyrir tárum.“
En svo verður mér það ljóst að ástandið er alvar-
legra en tárum taki. Ég spyr sjálfa mig: Hvað veldur
þessum ósköpum? Og svar mitt verður: Ábyrgðarleysi
karlmannsins og afskiptaleysi konunnar, varðandi
möguleikana uin „betri og fegurri heim.“
Þar, sem sú þekking er takmörkuð, er ég hef viðað
að mér, ber ég á borð fyrir ykkur nokkra sannleiks-
mola, sem ég hef tínt saman ,eða jafnvel sótt á botn
sorgarhafsins.
Nú er barnið farið að vitkast svolítið og skyggnast
um í heiminum. Þá sér það máski, að því er synjað
um fullnægingu sumra frumstæðustu þarfa, en því
er ljóst, að önnur börn geta veitt sér öll gæði lífsins.
Það fer varla hjá því, að slík skynjan skapi hjá barn-
inu öfund og beizkju. En slíkur hugarakur liygg ég
að sé lítt móttækilegur fyrir bræðralagshugsjón og
bræðralag. Þess vegna varða þessi mál okkur mjög
mikið.
Ég hef reynt að skyggnast eftir skilningi skáldanna,
hugsuðanna, á þeim þætti, sem ég hef talið óhugnan-
legastan allra harmsagna, viðvíkjandi komu barnsins í
þennan heim, barnaútburðinum í fornöld, en því mið-
ur á hann sér stað enn í dag í ýmsum myndum. Eitt af
því athyglisverðasta, sem ég hef um þau mál heyrt,
eru orð Guðmundar Kambans, í hinu merkilega leik-
riti „Marmari“. Þau eru á þessa leið: „Áður en þjóð-
félagið hefur rétt til að vernda barnið gegn útburði,
hefur það skyldu til að vernda móðurina gegn þeim
ofurkvölum, sem leiddu hana til þess.“
Sálarástandi konunnar hygg ég, að Heirðekur skáld
Guðmundsson hafi Iýst af miklum skilningi í kvæð-
inu: „Móðir mín í kví, kví.“
Margar sagnir eru til um það hvernig móðurinni
var misþyrmt og henni meinað að hafa barnið sitt hjá
sér og veita því eðlilega vaxtarmöguleika. Ein af allra
átakanlegustu harmsögum þess efnis er saga Ragn-
heiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti, sem flestum er
kunn.
Þá eru ekki skemmtilegar fréttir þær, er hingað ber-
ast utan úr heiminum. Milljónir barna flækjast um,
hungruð, heimilislaus — og foreldralaus, og sum
þeirra líkjast mest villidýrum, að sögn sjónarvotta.
En þó vér lítum oss nær, er ástandið hér á landi
engan veginn glæsilegt. Það er sem sé sagt, að 14
hluti þeirra barna, er hér fæðast, fæðist utan hjóna-
bands og verða orsakir þess ástands ekki raktar hér,
nema frá einni hlið. En ofurmagn þjáninga þeirra
mæðra, sem hér eiga hlut að máli hafa þær Rósa
Blöndal og Guðrún frá Brautaíholti lýst á eftirminni-
legan liátt í Ijóðum sínum. Rósa segir m. a. í kvæði,
sem heitir „Móðurást“:
„Fyrst mig særSa særði
söguburður manna.
Hvíslið, grettur, glottið
gömlu kunningjanna.“
En Guðrún frá Brautarholti segir í kvæðinu „í
fangelsi“:
„Man hún enn og man hún
morgunroðann skæra.
Undi hún sæl í örmum
ástvinarins kæra.
Loíorðin hans ljúíu
lýstu upp allan heiminn
óttalaus með öllu
er unglingssálin dreymin.
Man hún enn og man hún
mestu hjartasárin.
Brjóstið beygði harmur,
ldóðug voru tárin.
Ein og yfirgefin
úti á lífsins hjarni,
færði hún fórnir yfir
föðurlausu barni.
Sú 'lilið máls þessa, sem ég ætla að ræða dálítið hér,
er hið alvarlega fyrirbrigði, ábyrgSarleysi karlmanns-
ins, sem ég álít að í lang flestum tilfellum sé orsök
þessa afleita ástands þótt einstök dæmi verði ekki rak-
in hér. Mér er persónulega kunnugt, að feður suinra
þessara barna telja sig hafa rækt allar skyldur við
móður og barn, ef þeir hafa lagt fram þið lögboðna
rneðlag. En ef marka má frásagnir dagblaðalina, þá
er nokkuð stór hópurinn sá, sem ekki hefur greitt með-
lagið, þar sem skuldir þeirra við bæjar- og sveitarfélög
eru taldar skipta milljónum króna. Jafnframt því er
ráðgert.&ð beita valdi eða jafnvel refsingu við þessa
menn. Þegar svo er komið málum, birtist grein í dag-
blaðinu ,,Vísir“ eftir magister, sem dvelur í Noregi.
NÝTT KVENNABLAÐ
3