Nýtt kvennablað - 01.02.1951, Blaðsíða 15
TakiS stafina gegnum kalkjörpappír upp í stykkiö, sem fiér œtliS uS merkja (dökkbláa niSur) Krota svo í stafina meS prjón og
þeir koma lit á lérejtiS. Fyrst má taka þá á gegnsœjan pappír til aS hlífa blaSinu. SetjiS stajina saman í nöjn.
tlR BRÉFI: Ég vil endilega fá bréfaskóla, sem útskrifar
gagnfræðinga. Hef sterka trú á að það geti gengiS ineð aðstoð
litvarps og barnakennara. Ég lærði íslenzku í útvarpinu, þegar
ég var 15 og 16 ára, með ágætum árangri. Ef nemandinn að-
eins vill lilusta, fær hann mun áiákvæmari kennslu en í skóla.
T>ví að við útvarpskennslu er hver nemandi tekinn upp í hverj-
um tíma og tímann út í gegn. Systir min hefur lært dönsku í
útvarpinu, einnig með góðum árangri. Mér fyndist sjálfsagt að
nota útvarpið til málakennslu og aðrar greinar gæti barna-
kennari Iiverrar sveitar lijálpað með, einnig mætti e. t. v. að
einhverju leyti leiðheina í gegn urn útvarp, svo að t. d. nem-
endur þyrftu ekki að lesa hvert hréf með aðstoð kennara, held-
ur þá aðeins tíma og tíina, tvisvar til fjórum sinnum á vetri.
Undir það síðasta yrði vitanlega að lcggja meiri áherzlu á að-
stoð kennara, segjum síðasta misserið fyrir sjálft gagnfræða-
prófið.
FYRIR 30—40 ÁRUM þótti Ijótt að tala um mat, nú er'það
orðið fínt. Þannig hreytast siðgæðishugsjónir manna. En mikið
iná <lá þá eiginleika, að geta lesið heilar hækur og tímarit,
sent endalaust fjalla um mataræði, því vitaskuld er eitthvað
satt og rétt, líklega á hverri síðu. Þegar ég opnaði „Heilsu-
vernd,“ kom ég niður á „kornmyllusjóður." Já, því mölum við
ekki allt korn hér heima? Því er malaöur rúgur keyptur frá
útlöndum? Við höfum illa reynslu af hollenska rúgmjölinu
frá í fyrrahaust. Það eyðilagði slátrið okkar. Það er slæmt
þegar búðirnar selja þannig vöru. Kvenfélögin ættu að afla sér
upplýsinga um þetta og krefjast rúgmölunar, hvert í sínu hér-
aði, eða sinni sveit, svo þessi vara, er við neytum í svo ríkum
mæli, sem rúgbrauðið, sé Iþó ósvikin.
UT AF greininni í síðasta blaði „Konu ofaukið“ datt mér í
liug sagan af manninum, sem alltaf borðaði „banakringluna.‘'
Þegar þann var drengur var það venja aö láta hezta kjötið til
hinna fullorðnu, en úrgangskjötið til krakkanna. Og banakringl-
an kom í hans hlut. Þegar hann var kominn í liornið til dótt-
ur sinnar, var það hezta haft handa börnunum, en fullorðna
fólkið fékk úrganginn, ef þau torguðu ekki. Og enn horðaði
hann banakringluna.
i
BEÐIÐ UM LJÓÐABBÉF FBÁ SKÁLDKONU.
Mundi nokkurt finnast fljóS,
er fylgdi braga nótum,
i‘f ég bœ'öi um ástarljóö
frá innstu hjartarótum?
Mundi slcapast lítiö Ijóö
hfá landsins fögru konum,
ef aö bœöi um ástarljóö,
einn af landsins sonum?
Ef hún kann aö yrkja stef
og í því getur staöiö,
skal hún látla Ijóöabréf
í litla Kvenna-blaöiö. Huldukarl.
NÝTT KVENNABLAÐ
Kostar 14 kr. árgangurinn; gjaldd. í júní.
Átta blöS á ári. — Kemur ekki út sumarmánuSina.
AjgreiSsla: Fjölnisvegi 7 í Reykjavík. — Simi 2740.
Ritstj. og ábm.: GuSrún Stefánsdóttir, Fjölnisvegi 7.
lOlGiIPIIHT
L