Nýtt kvennablað - 01.02.1951, Blaðsíða 7
VIND A
Líf og tírni lí'öur hjá,
lít ég enn til baka.
Sakna horfins margs ég má.
Minningarnar vaka. —
Sér í lagi ég sakna þín,
sem nú fórst úr heimi.
Vali'S jóa, Vinda mín!
víst ég þér ei gleymi.
Tuttugu ára þjónkun þér
þakka skyldugt vœri.
Því er midur á því er
ekki lengur fœri.
Lífs míns beztu árum á
unun jókslu mína,
yndi mitt skal enn asj tjá
afbragSskosti þína.
Þér á baki þá ég sat,
þú fram keppa vildir
fár á skeiöi fylgt þér gat,
þó fákar þættu gildir.
En á skjótu skei'ði því
skrefadrjúg þó vœrir
fannst mér líkt og loftstraum i
lygnum mig þú bœrir.
Sama var þó aur og ur'ð
yfir skyldir renna,
fáir munu fótaburð
firnari þínum kenna.
Og þó vœri leiðin löng,
lítt þú hvíldum skeyttir.
Ómœðin um andar göng
áfram skeiðið þreyttir.
Þó varstu’ svo þœg við mig
þrátt jyrir kappið harða.
tíllu ré'ð ég ein við þig,
er mér þólti varða,
Fann ég gjörla það á þér,
þú af ráði snjöllu
vildir œtíð vera mér
viðfeldin í öllu.
Engan þekki eg annan jó
af sem langt ei barstu.
NÝTT KVENNABLAÐ
En að sálarþreki þó
því meira’’ afbragð varstu,
Uáttum þínum ýmsum á,
óhikað ég segi:
Líkl og mannvit mátti sjá,
mér það duldist eigi.
Eins og samtal áttum við
oft og mörgu sinni.
Létum svip og látbragðið
lýsa hugsuninni.
Ei þó vœri margbreytt mál,
merki þess við skildum.
Las þa'ð hvor úr liinnar sál
helzt er skynja vildum.
Viðkynning er þessi þín,
það, sem mest ég trega.
Verð að nefnast vina mín,
varstu sannarlega.
Lífgjafans í líknarmund
lifa mun þinn andi.
Og ég vona á endurfund
Ódáins á landi.
TIL ENGIBJ. SVEÍNSDÓTTUR
á sumardaginn fyrsta 1919. —
Þá var Ingibjörg níræð.
Þó fátœklega farist mér
fjaðra beita naði,
sumargjöf ég sendi þér
svolilla á blaði.
Þó dð nú þú liggir lágt
lúð af elli pínu,
áilt þú hjá mér ítak smált
inni í hjarta mínu.
Æskufjör þitt enginn sá,
af þeim nú sem lifir,
þeir eru allir fallnir frá
og fluttir handan yfir.
Þú afkastaðir mörgum meir,
þinn máttur og viljinn sterki.
Ajluku því ekki tveir
sem cin þú gekkst að verki.
Ekki neitt þá á þig beit
með ojurkappi'ð slynga,
Alltaf vannst í sömu sveit
með sultarkaupið ringa,
Oft þú reyndir yrkja Ijóð
ólund frá að bægja,
þau kœttu líka firða og fljóð,
fleslir gerðu að hlæja.
Barngóð, „iðin“, þrifin, þörf.
Þitt er lof einróma.
1 nnan-húss og utan störf
öll vannstu með sóma.
Alltaf varstu vinnuhjú
vannst af þreki knáu,
húsbœndunum trygg og trú.
en talin með þeim smáu.
Lífsins straumi ströngum í
stóðstu mörgum betur.
Nú mun œvin nálœgt því
niulíu vetur.
Heitt til Guðs í hjartans trú
hljótt þú gjörðir kalla.
Þú hefur þangað byggða brú
með bœnir þínar allar.
Hafðu þökk fyrir hundraðfalt,
er harla fáir muna.
Beztu þökk frir allt og allt.
— alla trúmennskuna,
Vinnuhjúaverðlaun smá
veitti þér ei lýður,
en heiðursverðlaun himnum á
hlýturðu engu að síður.
Þó ellin sé þér orðin þung,
með. annmörkunum sínum,
þú verður bráðum ajlur ung
með œskukröftum þínunu.
Elsla vinkonan,
Guðrún Jónsdóttir.
Þessi Ingibjörg Sveinsdóttir
haf'ði alla ævi verið vinnuhjú,
bæði dugleg og litshneigð. Sífellt
glöð og létt í lund, svo aðrir hrif-
ust með, þrátt fyrir sín kröppu
kjör. D. Br.
5