Nýtt kvennablað - 01.02.1951, Blaðsíða 14
þreytu, af því hvað síðara barnið kom fljótt, að Sól-
veig fór að hugsa um, hvað Guði mundi vera þókn-
anlegt. Hún vildi láta skíra stúlkurnar og fór til
prestsins og hað hann að koma og skíra annan sunnu-
dag. — Það eru hvorutveggja stúlkur og eiga að heita
Trístram og fsodd.
Presturinn spurði ekki um faðernið, en það vissi
hún að þyrfti að nefna skírnardaginn.. Hann spurði
aðeins hvort tvíburunum heilsaðist ekki vel, og sagði,
að gaman hlyti það að vera að eiga tvíbura, dreng
og stúlku. Sólveig leiðrétti prestinn ekki, hún var
búin að segja honum, að það væru tvær stúlkur, en
var það ekki isama?
Um kvöldið spurði hún prestssoninn frá Holti,
æskuástina sína, •hvort hún mætti ekki nefna nafnið
hans, þegar skírt yrði, og láta skrá hann föður litlu
stúlknanna. Þá kom snurða á samlífið. Það mátti
hún ekki.
Sólveigu hafði ekki dottið í hug að hann ætlaði
ekki að kamiast við sig fyrir Guði. Skírnin var sátt-
máli foreldranna við Guð. — Þá er ég skækja, og
börnin alltaf óskírð, föðurlaus skækjubörn?
— Þau eru ekki verri fyrir það, sagði prestssonur-
inn frá Holti.
En aldrei fékk hann að stíga yfir þröskuldinn hjá
barnsmóður sinni framar.
Þegar gamli jjresturinn kom til þess að skíra, sagði
Sólveig honum að börnin ættu að vera óskírð. En
hún borgaði honum ómakið. Hún bað hann auðmjúk-
lega fyrirgefningar. Tristram og ísodd döfnuðu vel,
sagði hún gamla prestinum. Og hann bað fyrir tví-
burunum og heimili hennar.
Gó, gó var eldri stlúkan kölluð, þangað til sú minni
fór að tala, sem alltaf var nefnd Odda, eftir það var
hún kölluð Didda. Það var Odda litla, sem byrjaði
á því. Hún átti að segja systir og fann þá upp Diddu-
nafnið, þótti það víst fallegra.
Nú átti Sólveig fyrir höndum skens og lítilsvirð-
ingu. — Að hún skuli ekki vilja feðra börnin sín,
láta litlu stúlkurnar ekkert vita um föður sinn, það
er ábyrgðarhluti fyrir einstæðingsistúlku. Þær gót'
misst móður sína. — Líklega eru þetta hóruungar.
Sú er siðsöm að láta sér ekki nægja með einn. Nei,
ónei, þær þiggja það, þessar ógiftu.
Sólveig harmaði að liafa slegið sér saman við þenn-
an óþokka, prestssoninn frá Holti. En hún hafði elsk-
að hann, og þá var ekkert of mikið, ekkert einu sinni
nógu mikið. Og hún mátti gæta sín að vera ekki ösku
vond út í alla karlmenn. Þeir voru líklega allir eins
og prestssonurinn. Það gat hún vitanlega aldrei vitað
með vissu, því ekki lagði hún lag sitL við fleiri eða
sóttist eftir vináttu nokkurs manns.
Þetta var hennar reynsla. En hún þakkaði Guði
fyrir að eiga dætur en ekki syni.
Ekki voru þær Didda og Odda alltaf vel klæddai’.
Sólveig tók ekki á móti einum eyri frá föðurnum,
hann gat verið burgeis og átt sitt. Hún vann fyrir
báðum dætrunum sínum ein.< Prjónaði, vann í görð-
um, gerði hreint á vorin og kveikli u])]) í miðstöðv-
um á vetrum. Á meðan tangluðust þær upp dæturnar
hennar. Gamli presturinn kom fyrst árlega og sj)urði
eftir tvíburunum, hvernig þeim liði, og Sólveig sagði
honum, að þeim liði öllum vel. Svo féll gamli ]>rest-
urinn frá og fáir spurðu um líðan þeirra.
Sumir segja að nýi presturinn hafi gengist í það
með tvíburana, að feðra þá, en rétta föðurinn hlutu
systurnar aldrei, og háðung Sólveigar minnkaði ekki.
En gráhærð og þreytt hélt hún áfram að þegja yfir
sínum högum við alla menn. Þeir máttu gera og hugsa
eins og þeir vildu.
Ég hafði gleymt mæðgunum, næstum að fullu og
öllu, nema nöfnunum Tristram og ísodd. Up])átæki
Sólveigar að hugsa sér aðra dótturina bera Tristrams
nafnið var svo sérstætt. En ég hitti gamla konu í
Listigarðinum nýlega í fylgd með litlum dreng-
hnokka og þóttist þekkja Sólveigu. — Þetta er dóttur-
sonur minn, sagði hún. — Okkur kernur vel saman.
— Það er gaman að taka þátt í lífinu, þó að það sé
stundum erfitt, sagði ég. Sólveig brosti framan í
drenginn. — Já. Er það nokkuð erfitt Tristram? —
Nei, amma! sagði drengurinn.
Vinnuföt yngslu starjsmunnanna.
12
NÝTT KVENNABLAÐ