Nýtt kvennablað - 01.02.1951, Blaðsíða 10
BIBLÍAN TÚLKUÐ AF KONU — Framh. af 6. síðu.
íjamtal Jesú og Mörtu um upprisuna, samtalið við kanversku
konuna, jþað, sem skeði á leiðinni til Golgata og við krossinn,
og svo við gröfina á páskadagsmorgun. Ennþá helur enginn
getað fundið nokkurt orð talað af Jesú eða í guðspjöllunum,
sem gefur til kynna, að konan sé síðri manninum. Það eina
eru orðin í 1. Mós. 3. 16 vers — Nú held ég að Guð sé á
undraverðan hátt að halla á konuna.
Vér sjáum þvílikt öngþveiti heimurinn er kominn i við stjórn
karlmannanna og að þeir í blindni sinni eru að tortíma sjálf-
um sér. I trúboðs-löndum taka konur meiri þátt í fundum og
félögum, jþær eru frjálsari en vér hér heima, og þroska þannig
hetur hæfileika sína. Byrðum ófriðarins fá konur fullt eins
mikið að kenna á, en fá þær að vera með í að byggja upp
friðinn? Já, ég veit, að konur hafa kosningarrétt og þær mega
vera prestar, en það er frá veraldarinnar hálfu, en ekki frá
kirkjunni, og með sorg sjáum vér svo mikið starf óunnið.
Ungu stúlkurnar, sem lenda á villigötum. Menn kirkjunnar
skíra þær, en það er ekki nóg. Jesús sagði: „Skírið þá og
kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður.“ Á
þeim aldri, þegar ungu stúlkurnar þarfnast kvenlegrar leiðhein-
ingar, og aðeins það hezta er nógu gott, þegar sú jurt þrosk-
ast, sem Iiinn himneski faðir hefur gróðursett, sá hæfileiki
vaknar og þroskast að halda við kynstofninum, þá kemur svo
margt til greina, líkamlega og andlega, sem þarf að fá svör við.
Þá vantar konu með heztu menntun, konu, sem væri bundin
þagnarheiti með vígslu og hefði stoð frá kirkjunni þar með.
Unglingarnir hafa rétt til að krefjast þess af þeirri kirkju, er
hefur skírt þá í Jesú nafni, að hún gefi þeim svar við öllum
þeim spurningum, sem vakna á kynþroska aldrinum. — Margt
er hægt að fyrirgefa, en tæplega að kristindómsfræðslan í skól-
um og fermingarundirbúningurinn er svo lélegur sem raun
ber vitni.
Síðasta boð Jesú: „Kennið þeim að halda það, er ég hef
boðið.“ Það var ekki talað til ríkisstjóma eða fræðsluráðs,
leiðtogum kirkjunnar var þetta fyrirskipað.
Það eru til konur, sem liafa smitast svo af karlmanninum,
að |þær hugsa eins og karlmenn. Þær tala illa um þa*r konur,
sem berjast fyrir rétti sínum, að fá að nota hæfileika þá, er
Guð gaf þeim. Sá, sem ekki starfar hefur engan rétt til að
dæma iþá, er starfa.
I Bihlíunni, og þó einkum í Nýja testainentinu er mikið
talað um konur og starf þeirra, en svo hættir það snögglega í
kirkju- og veraldarsögum, en hvorutveggja er skrifað af karl-
mönnum, um styrjaldir og deilur þeirra á meðal. Það er stofn-
uð nunnuklaustur, með gáfuðum, duglegum ahhadísum sem
forstöðukonum. Nunnurnar þjóna Guði með því að hjúkra
sjúkum, starfa meðal fátækra og barna. Konurnar nutu þar
hæfileiga sinna, þar var skrifuð saga helgra kvenna, tungu-
mál lærð og iðkuð hljómlist og fleiri göfgandi störf unnin.
Dætur höfðingjanna voru sendar í klaustur til að læra allt
það, er prýtt gat og aukið menntun þeirra. Nunnuklaustrin
voru athvarf kvenna í mörg hundruð ár. Auðvitað voru nunn-
umar ekki gallalausar, en í klaustrunum þróaðist menning,
konur nutu sín og störfuðu við sín áhugamál, en allt var starf-
að undir merki þjónustunnar.
Þegar Lúther kom með siðbót sína, hugsaði enginn um að
koma með eitthvað í stað klaustranna, einhver þau mennta-
' setur fyrir konur, hliðstæð klaustrunum, er störfuðu á evan-
geliskum grundvelli. Gömlu abbadísirnar hefðu getað ráðlagt
hér, en þær voru ekki spurðar. Siðabótin með öllum þeim
framförum, sem henni er að þakka, varð til þess að menntun
kvenna fór versnandi. Nú fékk konan hara þá menntun, er
heimilið gat veitt henni, allir æðri skólar voru Iienni lokaðirr
Lúther og siðabótamennirnir höfðu heldur ekki opin augun
fyrir heiðingja trúboði, þrátt fyrir sögu-lærdóm sinn og að
þeir vissu, að Þjóðverjar voru heiðnir þangað til Bonifacius
.boðaði þeim trú rúmlega árið 700. Það eru aðeins rúm 150 ár
síðan William Carey kvað svo liátt, að það endurómaði um
alla lúthersku kirkjuna: „Búizt við miklu af Guði og hættið á
mikið fyrir Guð!“ Sjálfur fór hann til Indlands sem trúboði,
og síðan hefur það starf vaxið. — Það var ekki eingöngu
konan, sem gleymdist. —
Aldraður, hygginn prestur, sem hafði fengið að kenna á
hörmungum stríðsins sagði: „Heimurinn kemst varla neðar og
í meira öngþveiti en nú er við einhliða karlmannastjórn, ef
það verður ekki betra, |þá konurnar fá að vera með, þá er eng-
in von!
Að það eru fleiri konur, er sækja kirkju og ganga til altar-
is er ekkert sérstakt nútíma fyrirbæri, það hefur alltaf vcrið
þannig, konan er trúhneigðari en maðurinn, en hanti kemur
á eftir.
Góðgerða- og líknarstarfsemi kvenna er fyrir utan kirkjuna.
Þær hafa tekið það upp hjá sjálfum sér, en ekki innan kirkju
safnaðanna. Þar sein það í raun og veru væri einmitt starf
kirkjunnar, að skijmleggja og liafa á sfnum örmum alla slíka
starfsemi. Er ekki kominn tími til fyrir leiðtoga kirkjunnar
að rumska og skipuleggja alla starfs-krafta gegn föður lyg-
innar og öllurn hans slóttugu þjónum? Meira að segja hern-
aðarstórmennin meðal sameinuðu þjóðanna sjá hættuna og
biðja um trúboða til þeirra austrænu landa, sem eru í hættu
stödd! Það er eingöngu fagnaðarhoðskapur Jesú, kenning
Jesú, sem hefur frelsað heiminn!
Oskandi væri, að maður og kona gætu unnið sanian, eins og
Guð vildi það, viðurkenna og virða hvort annað, þannig að
heimilin (þjóðfélagið í smáiim stíl) væru byggð af tveim
manneskjum, sem þrátt fyrir mismunandi skoðanir, þjóni livort
öðru og börnum siniini í ævilöngu hjónahandi, |þjónustulund
og auðmýkt þarf til þess. Framsækni karlmannsins má ekki
fjötra, en verður að temjast, og við konurnar, systur mínar,
segi ég: „Engum er gefið meira en oss, meira til að ávaxta. En
þeim, sem er gefið mikið, af þeim er mikils krafizt. Einhvern-
tíma kemur að þeim degi þá sagt er: Gott, þú trúi og góði
þjónn, yfir litlu varst þú trúr, yfir mikið mun ég setja þig,
og Gnð gefi, að vér allar fáum einmitt að heyra þessi orð. Því
er um að gjöra að velja rétt, velja lífið sjálft. Og að Iokum
vona ég, að vér öll, karlar og konur, lieyrum rödd Guðs, þann-
ig að í raun og sannleika getum vér öll sagt: — Verði þinn
vilji, svo á jörðu sem á himnuin. —
Hér með lýkur erindi Iþessu, sem er þýtt úr norsku. Varð
að sleppa nokkru, því of langt liefði það orðið allt. En eins
og prestkonan segir, höfundur erindisins, í upphafi máls síns,
þá er þetta hugsanir hennar uin margra ára skeið, viðvíkjandi
þessu efni, sem hún svo festi á blað og tímaritið „Kirke og
Kultur" birti fyrir 4 árum, en síðan var erindið sérprentað,
svo sem áður er sagt. Ég leyfði mér að halda að þetta efni
ætti líka erindi til íslenzku þjóðarinnar og mætti verða til
þess að einhverjir riimskuðu af svefni vanans og hugsunar-
leysisins.
Erindi þetta, er flutt var 1 ríkisútvarpinu 28. jan. s.l., var
birt hér vegna áskorana. Ritstj.
8
NÝTT KVENNABLAÐ