Nýtt kvennablað - 01.02.1951, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.02.1951, Blaðsíða 13
LÖ A: Sólve Smásaga. Þegar karlmenn heimilisins voru farnir á vertíð- ina, til fiskjar, hafði kvenfólkið gegningarnar á hendi. Á Hliði gaf þá Sólveig fénu á gaddinn. Flutti heyið á sleða upp að hellunum, þar var hjörðin venjulega ekki langt undan, því inni í hellana varð að fara, þegar yfir keyrði, en snarpir voru stundum byljirnir og haglið, sem hún fékk framan í sig á þeim ferðum. En þegar vorið kom með sólbráð og þýðvindi var Sólveig ekki lengur veðurbarin, þá mýktist hörundið aftur af sjálfu sér og piltunum leizt vel á hana. Þegar hún var komin í sparifötin var prestssonurinn á Holti jafnvel snortinn af framkomu hennar og út- liti. Hann var skólasveinn. Þau renndu hýru auga hvort til annars við sóknarkirkjuna. Sólveig var vinnukona á Hliði þar til hún var nær þrítugu, og húsbændur hennar hættu búskap. Fýsti hana þá heldur að söðla um og fara í kaupstaðinn en gerast þerna hjá syni þeirra, sem tók við búinu. Sólveig var vel verki farin og lærði að prjóna á maskínu. Hún var með þeim fyrstu, sem lærðu það og höfðu síðan atvinnu af. Þegar hún hafði fimm um þrítugt var hún orðin sjálfstæð stúlka með sitt eigiö heimili. Nú þólti henni gaman að taka á móti gömlu sveitungunum og veita þeim góðan beina, eftir ástæð- um, og ekkert saknaði hún útmánaðarbyljanna í sveit- inni, þegar fjárgæzlan kom í hennar hlut. Þetta var notalegra, að búa að sínu í rólegheitum. — Það er auman, að þú giftist ekki, Sólveig, sögðu sveitungarnir. Þú hefðir þó getað fengiö góðan mann í sveitinni, líklega bæði ung og gömul. — Hvaða bót er að því, þegar allt kemur á kon- una ektir sem áður, skepnuhirðingin og allt saman, sagði Slóveig. Betra að búa að sínu í rólegheitum. En þegar efni Sólveigar bötnuðu og hún fór að ljt- ast um í kauptúninu, voru þar ýmsir hefðarmenn, og hún kannaðist við einn þeirra að fornu fari, prests- soninn frá Holti. Hann var orðinn forstjóri fyrii stóru fyrirtæki. — Ó, Sólveig frá Hliði, sagði hann upphátt, er þau mættust í mannþröng. — Ég kem að heimsækja þig, hvar áttu heima? Eftir það var sveitafólkið ekki eins velkomið og áður til Sólveigar. Nú stóð heimili hennar, eiginlega aðeins opiö fyrir einum manni, prestssyninum frá Holti. Og til þess að forðast slúðrið var bezt að um- gangast sem fæsta. JólatréS á Austurvelli. Gjöf frá NorSmönnum. Jón SigurSsson til hœgri , AlþingishúsiS til vinstri. Nœst er Pósthússtrœti, pyrir framan Hótel Borg. Myndina tók Soffia Guttormsdóttir. Sólveig var enn ekki mikið yfir þrítugt, að sjá. Og áhyggjurnar engar. Hún elskaði prestssoninn frá Holti, hafði reyndar alltaf elskað hann, án þess að hafa það í fleipri, og sá, sem elskar lifir eftir innra boði — ósjálfrátt. — Það var þó nýjung fyrir Sól- veigu. Auðvitað prjónaði hún á daginn, en ekki leng- ur fram á nótt. Þá sat hún heldur í faðmlögum við prestssoninn frá Holti, sem ósjaldan kom á kvöldin. Þau áttu margt sameiginlegt. Sömu æskustöðvarnar, isömu fjöllin og sömu fossana, sömu þúfurnar, sömu vorsólin og sömu jólamessurnar. Hann mundi meira eftir sólbráðinni og þýðvindunum heldur en byljun- um á útmánuðunum, og þá mundi hún það líka. En nú varð Sólveig að fá sér hjálp, hun átti von á barni. — Þá leitaði hún heim í sveitina eftir ung- ling. Og eftir að litla stúlkan hennar fæddist var nóg verkefni fyrir tvær að sjá um heimiliö og prjóna- skapinn. — Hver er jiabbinn, spurðu gömlu sveitungarnir, hverir aðra, en fengu ekkert svar. — Hver ætli sé faðirinn að barninu hennar Sólveigar, spurðu þeir unglinginn, þegar hún fékk að fara heim um sumar- tímann. En Sólveig hafði engum sagt það. — Lét hún ekki skíra barnið? Nei, það var óskírt. Árið eftir eignaðist Sólveig aðra stúlku. Og allt gekk sæmilega. Litlu dæturnar döfnuðu vel. Sólveig hafði aldrei kvartað við barnsföður sinn. Milli þeirra var sól og sumar. En líklega hefur það verið vegna líkamlegrar 11 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.