Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Qupperneq 5

Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Qupperneq 5
að vera komin í skólann kl. 8 að morgni — slundum >im langan veg. — Og það er ekki hentugt fvrir neitt tarn, að byrja ekki sitt bóklega nám á degi hverjum, fyrr en eftir hádegi, eins og nœrri helmingur liarna í Reykjavík verður að gera meðan skólahús okkar eru svo fá og yfirfull. Svo tölum við um æskulýðshöll, og það kann að að vera gott frá vissu sjónarmiði. Vitanlega þurfa íjtróttafélögin húsnæði til æfinga sinna og sýninga. Það cr mál úlaf fyrir sig. — En til almennrar and- légrar og verklegrar uppeldisstarfsemi fyrir æskulýð höfuðborgarinnar — og með orðinu æskulýður á ég við öll hörn og unglinga frá því þau komast á fót °g þar til þau verða starfshæf og myndug — þurfa skólarnir að verða hinar einu sönnu og réttu æsku- lýðshallir. Þeir þurfa ekki endilega að vera í hallar- stíl. En við þurfum tvímælalaust fleiri skóla með hættum starfsskilyrðum. Skóla, þar sem öll börn geta gengið að bóknámi sínu árdegis, eftir skikkanlegan fótaferðatíma, meðan þau eru frísk og endurnærð af nvíld og svefni — en stundað leikfimi, leiki, söng, teiknun og hvers kyns handíðir síðari hluta dagsins. Skóla, þar sem 7 ára börn og 12 ára þyrftu ekki að liafa sama leikvöll, eða ganga um sömu dyr. Skóla, rneð því athafnafrelsi, sem gerir mögulegl að varð- veita hinn dýra arf sögu og tungu, sem íslenzk heimili hafa fengið okkur í hendur, til að ávaxta sgm bezt, svo að börn hans geti á fullorðinsárum minnst skóla síns með orðum Þorsteins Erlingssonar: Margt eitt kvöld og margan dag máttum við í næði æfa saman eitthvert lag eða syngja kvæði. En þá kemur til sögunnar ólli fólks við kyrrsetu °g námsleiða. — Eg veit ekki hvort þeir sem mest fjasa um kyrrsetur smáharna í skólum, hafa nokk- urntíma komið í kennslustund, þar sem 7—-10 ára börn vinna til skiptis í sætum sínum, við tiifluna eða kennaraborðið. — Eða séð þau læra vísur og kvæði ■— koma trítlandi á sokkaleistunum til að hvísla að kennaranum einni og einni línu — eða tveimur og tveimur. — Að ég nú ekki tali um fögnuðinn er ein- hverjum tekst að hvísla fjórum línum í senn! — Vit- anlega sitja þau líka oft langar stundir er þau sökkva sér niður í að lesa eða skrifa, og þa hvað helzt að teikna. Og hvers vegna skyldu þau ekki gera það? Gera börn þetta ekki líka í góðum foreldrahúsum. Pg verður gott af. Ekki veit ég liver hefur húið til orðið námsleiói. Sem betur fer, mun hans lítið gæta í barnaskólum. NÝTT KVENNABLAÐ » ■, ■ > - . ■ . .. * • ■' r Myndina tók Stejania Ólafsdóttir, kennari. Fimmtándu Ólympíuleikarnir voru í Helsingfors í surnar og stóðu yfir frá 19. júlí til 3. ágúst. Þeir eru haldnir fjórða hvert ár. Fánar allra landa, sem þátt tóku í leikjunum, þar á meðal íslands hliiktu við hún í borginni allan tímann. Gat- an, sem sést á myndinni heitir Mannerheimsvegen, ein aðalgata horgarinnar og er myndin tekin af tröppunum fyrir framaii þinghúsið í Helsingfors. Til vinstri er aðalpósthúsið. Þyril- vængja (flugvél) gerði sér lítið fyrir og settist á þakið, þeg- ar hún kom með póstinn. — Það skyggði heldur á hátíða- höldin að vætusamt var þann tíma, sem leikarnir stóðu yfir. En vel láta gestir yfir viðtökunum í Finnlandi.. Fyrrverandi heimsmeistari í Maraþonshlaupinu kveikti Ólympíueldinn, þeg- ar mótið var sett, og logaði hann nótt og dag. RÁÐNING GÁTUNNAR í SÍÐASTA BLAÐI: Það fæddist 3. barnið. Þær voru þríburar. Hins vegar hef ég stundum orðið vör þess, sem kalla mætti skólakvíða, og stafar oft hjá ungum börnum af því að þau hafa verið hrædd með kennara eða skóla. En sé um eldra barn að ræða er orsökin venju- lega sú, að það hefur ekki getað leyst af hendi lieima- verkefni sín. Kemur þar fram, sem áður er vikið að, hve varasamt er að treysta um of á heimanám. — í sveitum gegnir um þetta allt öðru máli. Þar fer nám barnailna óhjákvæmilega að miklu leyti fram á heimilunum, enda hefur og' heimilið þörf fyrir alla starfsorku þeirra. íslenzkar mæður ættu jafnan að liafa það hugfast, að skólinn er seltur þeim lil hjálpar, en ekki til þess að taka af þeim ráð og ábyrgð. Þess vegna þurfa þær að gera sér ljóst, hvað má með sanngirni af honum heimta og hagnýta sér það. Og á viðhorfi þeirra og skilningi veltur alltaf að miklu leyti árangur skóla- starfsins. JarþruSur Einarsdóttir. 3

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.